Frjáls verslun - 01.10.2000, Qupperneq 49
Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, segir að engin Érna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landsþítala háskólasjúkrahúss,
ákvörðun hafi verið tekin um að taka uþþ eiturlyfjaþróf innan segir að starfsmenn gangist undir heilbrigðiseftirlit við ráðningu og
fyrirtœkisins. síðan efiir ákveðnum reglum.
Erlendis tíðkast víða að láta starfs-
menn gangast undir eiturlyfjapróf
til að stuðla að vinnuumhverfi
sem laust er við eiturlyfjaneyslu og
misnotkun á hvers konar lyfjum. Bæði
á hinum Norðurlöndunum og í Banda-
ríkjunum er algengt að starfsmenn,
sérstaklega á stórum vinnustöðum,
gangist tilviljanakennt undir eiturlyija-
próf og fer slíkum prófum fjölgandi.
Fyrir átta árum voru þau til dæmis
óþekkt í Svíþjóð en það breyttist
skjótt; ríflega 25 þúsund starfsmenn
gengust undir slík próf í fyrra og
áætlað er að 30 þúsund starfsmenn gangist undir tilviljana-
kennd eiturlytjapróf á þessu ári.
Hvað má? Mönnum í íslensku atvinnulífi hefur lengi verið
kunnugt um þessa þróun úti í heimi þó að enn hafi ekkert
íslenskt fyrirtæki tekið upp slík próf svo vitað sé. Fram að
þessu hafa íslenskir launþegar ekki verið sendir í eiturlyijapróf
nema í algjörum undantekningatilvikum og þau tilvik eru svo
fá að varla tekur að nefna þau. Stéttir á borð við flugmenn og
flugumferðarstjóra hafa þó þurft að fara í reglubundna
heilbrigðisskoðun tvisvar á ári, þar með talið blóðrannsókn, og
geta þar komið fram vísbendingar um vímuefaanotkun, t.d.
óhóflega áfengisneyslu. Með vaxandi eiturlyijavanda hljóta
atvinnurekendur að velta þessu fyrir sér þó að allir voni að ekki
þurfi að koma til þess að slík próf verði gerð reglulega.
Eiga íslensk fyrirtæki að láta starfsmenn sína gangast undir
eituriyfjapróf til að útiloka þann möguleika að þeir misnoti
eiturlyf, önnur lyf og vímuefai og komast þannig hjá því að nafa
fyrirtækisins sé bendlað við eiturlyfjahneyksli? Eiga fyrirtækin
að láta einstaklinga fara í slík próf áður en til ráðningar kemur?
Hversu langt eiga, mega og vilja fyrirtækin ganga með þessum
hætti inn á einkalíf starfsmanna sinna? Eru starfsmennirnir
tilbúnir til að gefa samþykki sitt? Með aukinni eiturlyíjaneyslu
í þjóðfélaginu hljóta fyrirtækin að vella þessum spurningum
fyrir sér. Frjáls verslun kannaði málið.
Áhælta meðal lækna Ýmsir starfshópar geta verið í áhættu
vegna misnotkunar eiturlylja eða annarra lyfja. Sérstaklega eru
það þeir sem eru tengdir millilandaflutningum og þeir sem
umgangast lyf á einhvern hátt.
Umræða hefar verið innan Landspítala
háskólasjúkrahúss varðandi þessi mál
og þá hvort og hvernig væri staðið að
því að senda starfsmenn sem grunaðir
eru í eiturlyfjapróf. Erna Einarsdóttir
starfsmannastjóri segir að starfsmenn
Landspítala háskólasjúkrahúss séu
látnir gangast undir heilbrigðiseftirlit
sérstaklega við ráðningu og síðan sé
eftirlit með heilbrigði starfsmanna eftir
sérstökum reglum sem séu þar um.
Innan Samskipa er markvisst
unnið að því að koma í veg fyrir
fíkniefaamisnotkun, til dæmis með forvörnum og fræðslu, og
nýlega hefur verið tekin upp sú vinnuregla að kanna bakgrunn
verðandi starfsmanna með tilliti til eiturlyijaneyslu. Innan
fyrirtækisins hefar komið til umræðu að senda starfsmenn í
eiturlyljapróf en ekkert hefar verið ákveðið þar um. Olafar
Ólafsson, forstjóri Samskipa, kannast vel við slík próf erlendis
en telur að ekki verði grundvöllur fyrir þau hér á landi í bráð.
„Við erum með mjög mikinn viðbúnað í okkar fyrirtæki og
höfam hert vinnureglur sem snúa að mannaráðningum,
einkum hvað varðar bakgrunn manna í sambandi við
fíkniefnaneyslu, en niðurstaðan er sú að ekki hefar verið tekin
ákvörðun um að taka upp slík próf. Við höfum ekki talið það
tímabært. íslenskt atvinnulíf og viðhorf eru ekki þroskuð í
þessa veru,“ segir hann.
Ekki fyrirvaralaust Alkunna er að sumar stéttir þurfa að
gangast reglulega undir heilsufarsskoðanir, t.d. flugmenn og
flugumferðarstjórar, eins og áður hefur komið fram, en
almennt séð er vinnureglan sú að senda starfsmenn ekki í
eiturlytjapróf nema sérstaklega hafi verið beðið um það. Már
Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiða, segir að engin
ákvörðun hafi verið tekin um að taka upp eiturlyfjapróf innan
fyrirtækisins, ekki hafi verið talin efai til þess og það hafi
einfaldlega ekki komið til umræðu en telur að það sé almennt
séð framkvæmanlegt í íslensku atvinnulífi. Hann bendir á að
það þurfi þá að gerast í góðri samvinnu við starfsfólkið sjálft,
verkalýðsfélögin og vinnustaðina.
„Fyrirtæki þurfa að gera fólki grein fyrir þessari reglu við
ráðningu þannig að samkomulag sé um það og starfsfólkið sé
Erlendis er algengt að starjsmenn stórra
fyrirtœkja séu látnir gangast undir
tilviljanakennt eiturlyjjapróf Er
framkvæmanlegt ab taka upp slík próf
hér á landi? Hugmyndin er Islendingum
ekki ókunn þó að engin fyrirtœki hafi
tekið slíkt upp enn sem komið er.
Eflir Guðrúnu Helgu Sigurðardóllur Myndin Geir Ólafsson
49