Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 18
■/^A, s^SSS \ im Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Sterkur ogþrálátur orðrómur er um að hann sé tengdur kaupunum. Því er harðlega mót- mælt. Enda má segja að orðrómurinn sé fremur ótrúverðugur, slíkur væri trúnaðar- bresturinn við verslunarstéttina í landinu. verið undir, blekið þornað og greiðsla borist Gert er ráð fyrir að kaupin verði að baki fyrir jól. Coca-Cola Company tel- ur hagsmunum sínum best borgið með því að velja einhvern sem vill og getur rekið fyrirtækið áiiram - og það veðjar á Þorstein. Fullyrt er að Coca-Cola Nordic Beverages hafi keypt Vífilfell fyrir tæpum tveimur árum fyrir eitthvað í kringum 2,2 milljarða og hyggist núna fá um 2,6 milljarða fyrir fyrirtækið. Hagnaður Vífilfells hef- ur aldrei verið gefinn upp en er sagður hafa verið í kringum 200 milljónir króna á ári að jafnaði á undanförnum árum. Fyrsta skrefið hjá Þorsteini og Sigfúsi Með því að tryggja sér meirihlutann í Sól-Víkingi í byijun nóvember í gegnum Kaup- þing hf. tóku þeir Þorsteinn og Sigfús fyrsta skrefið að markmiði sínu; sameinuðu fyrirtæki Vífilfells og Sólar-Víkings. Ýmsir spyrja sig raunar að því hvort þau kaup geti þrýst kaupverðinu á Vífilfelli upp þar sem drifkrafturinn í áætluninni er Vífilfell og við- semjandinn veit að það fyrirtæki verða þeir að fá vegna kaupanna á Sól-Víkingi á dögunum. Þótt svo ólíklega vildi til að bakslag kæmi í viðræðurnar um kaupin á Vífilfelli yrði tiltölulega auðvelt að selja Sól-Víking aftur. Ekki má heldur horfa fram hjá því að Coca-Cola Company í Bandaríkjunum á 49% í CCNB á móti 51% Carlsberg A/S í Danmörku. Carlsberg hefur hafið samstarf við drykkjarvörurisann Orkla sem m.a. framleiðir Pepsi í Sviþjóð og Noregi og það samstarf varð raunar til þess að Coca-Cola Company ákvað að hætta samstarfinu og leysa CCNB upp og þess vegna var Vífilfell til sölu handa Islending- um. Margir spyija sig eðlilega að því hver hugsunarháttur Carls- bergsmanna við söluna á Vífilfelli sé. Er það að finna sterkan framleiðanda Coca-Cola drykkjarins eða ætlar það að spila „harðan bolta“ og hugsa eingöngu um að fá sem hæst verð fyrir sinn hlut í verksmiðjunni? Urn 5 rnilljarða risi í uppsiglingu? Markaðsverð Sólar-Víkings miðað við kaup Kaupþings, fyrir hönd þeirra Þorsteins og Sig- fúsar, á dögunum er nálægt 1,5 milljörðum. Gangi kaupin á Víf- ilfelli eftir á um 2,6 milljarða yrði markaðsverð fyrirtækjanna tveggja við sameiningu um 4,1 milljarður. Síðan ykjust þau verð- mæti vegna áhrifa sameiningarinnar. Þess vegna verður fróðlegt að sjá verðmiðann á því þegar það fer á markað á næsta ári. Nota bene, gangi allt upp. Eitthvað verða núverandi kaupendur að fá fyrir sína áhættu og vinnu við kaupin. Of hátt upphafsverð á Verðbréfaþingi gæti hins vegar fælt almenna íjárfesta frá þar sem fyrirtækið ætti þá ekki nægilega mikla verðhækkun inni á markaðnum nema geta sýnt fram á nýjar framleiðsluvörur og nýja markaði, þ.e. nýjar tekjulindir. Jafnvel er hægt að leiða að því líkum að markaðsverð hins sameinaða fyrirtækis við skrán- ingu á Verðbréfaþingi yrði ekki Ijarri 5 milljörðum. Altént eru ljármálaspekúlantar á því að fyrst Ölgerðin sé metin á um 2,2 milljarða og Sól-Víking á um 1,5 milljarða ætti verðið á Vífilfelli ekki að vera langt frá 3,0 milljörðum. Kaupsamningur upp á um 2,6 milljarða, eins og rætt er um að sé í gangi, er því býsna góð- ur. A mótí geta svo spekúlantar velt því fyrir sér hvort fyrirtæk- in þijú séu ekki öll of hátt verðlögð. Þau starfa á innanlands- markaði þar sem möguleikar tíl að vaxa eru litlir nema með sam- einingu við önnur fyrirtæki sem hér eru fyrir. Að vísu gætu þau reynt fyrir sér með útflutning á öli og gosdrykkjum. Er eitthvað sem segir að Egils-gull, Egils-appelsín, Tliule og Viking gætu ekki selst í útlöndum, þetta eru sterk merki hér heima? Jon flsgeir ekki innanborðs Það hefur vakið athygli við kaupin á Vífilfelli að sterkur og þrálátur orðrómur hefur verið um það í viðskiptalífinu að Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sé með í kaupunum á Vífilfelli með þeim Þorsteini, Sigfúsi og Kaup- þingi. Þessi saga er hins vegar harðlega borin til baka af Þor- steini við Fijálsa verslun og segir hann að það séu eingöngu hann og Sigfús sem standi að kaupunum ásamt Kaupþingi. Ef- laust eiga þessar sögusagnir um Jón Asgeir rætur að rekja til þess að þeir Þorsteinn M. eru miklir félagar og vinir. Þannig sit- ur Þorsteinn í stjórn Samheija á Akureyri fyrir hönd fjái'festíng- arfélagsins Skelja sem keyptí í byrjun ársins í Samherja. likum hefúr verið að því leitt að Þorsteinn eigi helminginn í Skeljum á mótí Bónusfeðugum. Sömuleiðis benda sumir á að fyrirhuguð kaup á Vífilfelli og þá ekki síður nýleg kaup Kaupþings á meiri- hlutanum í Sól-Víkingi séu ekki nægilega gegnsæ, þ.e. að það sé ekki nægilega upp á borðinu hveijir séu raunverulega að kaupa og hvað sé þá verið að fela. Þannig er vitað að Kaupþing var með þá Þorstein og Sigfús að tjaldabaki við kaupin á meirihlutanum í Sól-Víkingi á dögunum. Það hefúr aldrei verið sagt beint út Kannski bíður orðalagið „hópur íjárfesta undir forystu Þor- steins“ líka upp á kviksögur. Altént bíða ýmsir spenntír eftír því hvort einhver huldufélög skráð í Lúxemborg verði á meðal eig- enda hins sameinaða fyrirtækis Vífilfells og Sólar-Víkings þegar það fer á hlutabréfamarkað hérlendis. Otrúverðugt Sögurnar um að þeir Bónusfeðgar, með Jón Asgeir, forstjóra Baugs, langstærsta verslunarfyrirtækis á íslandi, séu að festa fé í Vífilfelli verða raunar að teljast íremur órökréttar og ótrúverðugar. Fyrir það fyrsta er því harðlega mótmælt og engin ástæða er tíl annars en að taka mark á þeim mótmælum. I annan stað eru þær ótrúverðugar vegna þess að hvoru megin við borð- ið myndi Jón Asgeir vera þegar Baugur skiptí við Vífilfell? Hvort væri hann að hugsa um hagsmuni hluthafa í Baugi eða Vífilfells í viðskiptum félaganna? Hvað segðu eigendur annarra verslana, sem skipla daglega í miklum mæli við Vífilfell, við því að forstjóri Baugs væri á meðal hluthafa í Vífilfelli? Myndu þeir ekki henda vörum Vífilfells út í viðskiptum við félagið? Að minnsta kostí væri það mikið vatn á myllu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ef Jón Asgeir væri einhvers staðar innanborðs i kaupunum á Vífil- felli, slíkur trúnaðarbrestur væri kominn upp á milli Vífilfells og verslunarstéltarinnar. Ennfremur gerir það jjessa sögu líka ótrú- verðuga að Jón Asgeir situr í stjórn Islandsbanka-FBA, sem í Samningar virtust vera að takast um kaup Landsbankans á bréfum Péturs þegar leið að helginni 27. til 29. október sl. en þá mun hafa komið bakslag í viðræðurnar af hálfu Landsbankans. Á þessum tímapunkti er fullyrt að Landsbankinn hefði getað eignast meirihlutann í Sól-Víkingi. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.