Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 18

Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 18
■/^A, s^SSS \ im Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Sterkur ogþrálátur orðrómur er um að hann sé tengdur kaupunum. Því er harðlega mót- mælt. Enda má segja að orðrómurinn sé fremur ótrúverðugur, slíkur væri trúnaðar- bresturinn við verslunarstéttina í landinu. verið undir, blekið þornað og greiðsla borist Gert er ráð fyrir að kaupin verði að baki fyrir jól. Coca-Cola Company tel- ur hagsmunum sínum best borgið með því að velja einhvern sem vill og getur rekið fyrirtækið áiiram - og það veðjar á Þorstein. Fullyrt er að Coca-Cola Nordic Beverages hafi keypt Vífilfell fyrir tæpum tveimur árum fyrir eitthvað í kringum 2,2 milljarða og hyggist núna fá um 2,6 milljarða fyrir fyrirtækið. Hagnaður Vífilfells hef- ur aldrei verið gefinn upp en er sagður hafa verið í kringum 200 milljónir króna á ári að jafnaði á undanförnum árum. Fyrsta skrefið hjá Þorsteini og Sigfúsi Með því að tryggja sér meirihlutann í Sól-Víkingi í byijun nóvember í gegnum Kaup- þing hf. tóku þeir Þorsteinn og Sigfús fyrsta skrefið að markmiði sínu; sameinuðu fyrirtæki Vífilfells og Sólar-Víkings. Ýmsir spyrja sig raunar að því hvort þau kaup geti þrýst kaupverðinu á Vífilfelli upp þar sem drifkrafturinn í áætluninni er Vífilfell og við- semjandinn veit að það fyrirtæki verða þeir að fá vegna kaupanna á Sól-Víkingi á dögunum. Þótt svo ólíklega vildi til að bakslag kæmi í viðræðurnar um kaupin á Vífilfelli yrði tiltölulega auðvelt að selja Sól-Víking aftur. Ekki má heldur horfa fram hjá því að Coca-Cola Company í Bandaríkjunum á 49% í CCNB á móti 51% Carlsberg A/S í Danmörku. Carlsberg hefur hafið samstarf við drykkjarvörurisann Orkla sem m.a. framleiðir Pepsi í Sviþjóð og Noregi og það samstarf varð raunar til þess að Coca-Cola Company ákvað að hætta samstarfinu og leysa CCNB upp og þess vegna var Vífilfell til sölu handa Islending- um. Margir spyija sig eðlilega að því hver hugsunarháttur Carls- bergsmanna við söluna á Vífilfelli sé. Er það að finna sterkan framleiðanda Coca-Cola drykkjarins eða ætlar það að spila „harðan bolta“ og hugsa eingöngu um að fá sem hæst verð fyrir sinn hlut í verksmiðjunni? Urn 5 rnilljarða risi í uppsiglingu? Markaðsverð Sólar-Víkings miðað við kaup Kaupþings, fyrir hönd þeirra Þorsteins og Sig- fúsar, á dögunum er nálægt 1,5 milljörðum. Gangi kaupin á Víf- ilfelli eftir á um 2,6 milljarða yrði markaðsverð fyrirtækjanna tveggja við sameiningu um 4,1 milljarður. Síðan ykjust þau verð- mæti vegna áhrifa sameiningarinnar. Þess vegna verður fróðlegt að sjá verðmiðann á því þegar það fer á markað á næsta ári. Nota bene, gangi allt upp. Eitthvað verða núverandi kaupendur að fá fyrir sína áhættu og vinnu við kaupin. Of hátt upphafsverð á Verðbréfaþingi gæti hins vegar fælt almenna íjárfesta frá þar sem fyrirtækið ætti þá ekki nægilega mikla verðhækkun inni á markaðnum nema geta sýnt fram á nýjar framleiðsluvörur og nýja markaði, þ.e. nýjar tekjulindir. Jafnvel er hægt að leiða að því líkum að markaðsverð hins sameinaða fyrirtækis við skrán- ingu á Verðbréfaþingi yrði ekki Ijarri 5 milljörðum. Altént eru ljármálaspekúlantar á því að fyrst Ölgerðin sé metin á um 2,2 milljarða og Sól-Víking á um 1,5 milljarða ætti verðið á Vífilfelli ekki að vera langt frá 3,0 milljörðum. Kaupsamningur upp á um 2,6 milljarða, eins og rætt er um að sé í gangi, er því býsna góð- ur. A mótí geta svo spekúlantar velt því fyrir sér hvort fyrirtæk- in þijú séu ekki öll of hátt verðlögð. Þau starfa á innanlands- markaði þar sem möguleikar tíl að vaxa eru litlir nema með sam- einingu við önnur fyrirtæki sem hér eru fyrir. Að vísu gætu þau reynt fyrir sér með útflutning á öli og gosdrykkjum. Er eitthvað sem segir að Egils-gull, Egils-appelsín, Tliule og Viking gætu ekki selst í útlöndum, þetta eru sterk merki hér heima? Jon flsgeir ekki innanborðs Það hefur vakið athygli við kaupin á Vífilfelli að sterkur og þrálátur orðrómur hefur verið um það í viðskiptalífinu að Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sé með í kaupunum á Vífilfelli með þeim Þorsteini, Sigfúsi og Kaup- þingi. Þessi saga er hins vegar harðlega borin til baka af Þor- steini við Fijálsa verslun og segir hann að það séu eingöngu hann og Sigfús sem standi að kaupunum ásamt Kaupþingi. Ef- laust eiga þessar sögusagnir um Jón Asgeir rætur að rekja til þess að þeir Þorsteinn M. eru miklir félagar og vinir. Þannig sit- ur Þorsteinn í stjórn Samheija á Akureyri fyrir hönd fjái'festíng- arfélagsins Skelja sem keyptí í byrjun ársins í Samherja. likum hefúr verið að því leitt að Þorsteinn eigi helminginn í Skeljum á mótí Bónusfeðugum. Sömuleiðis benda sumir á að fyrirhuguð kaup á Vífilfelli og þá ekki síður nýleg kaup Kaupþings á meiri- hlutanum í Sól-Víkingi séu ekki nægilega gegnsæ, þ.e. að það sé ekki nægilega upp á borðinu hveijir séu raunverulega að kaupa og hvað sé þá verið að fela. Þannig er vitað að Kaupþing var með þá Þorstein og Sigfús að tjaldabaki við kaupin á meirihlutanum í Sól-Víkingi á dögunum. Það hefúr aldrei verið sagt beint út Kannski bíður orðalagið „hópur íjárfesta undir forystu Þor- steins“ líka upp á kviksögur. Altént bíða ýmsir spenntír eftír því hvort einhver huldufélög skráð í Lúxemborg verði á meðal eig- enda hins sameinaða fyrirtækis Vífilfells og Sólar-Víkings þegar það fer á hlutabréfamarkað hérlendis. Otrúverðugt Sögurnar um að þeir Bónusfeðgar, með Jón Asgeir, forstjóra Baugs, langstærsta verslunarfyrirtækis á íslandi, séu að festa fé í Vífilfelli verða raunar að teljast íremur órökréttar og ótrúverðugar. Fyrir það fyrsta er því harðlega mótmælt og engin ástæða er tíl annars en að taka mark á þeim mótmælum. I annan stað eru þær ótrúverðugar vegna þess að hvoru megin við borð- ið myndi Jón Asgeir vera þegar Baugur skiptí við Vífilfell? Hvort væri hann að hugsa um hagsmuni hluthafa í Baugi eða Vífilfells í viðskiptum félaganna? Hvað segðu eigendur annarra verslana, sem skipla daglega í miklum mæli við Vífilfell, við því að forstjóri Baugs væri á meðal hluthafa í Vífilfelli? Myndu þeir ekki henda vörum Vífilfells út í viðskiptum við félagið? Að minnsta kostí væri það mikið vatn á myllu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ef Jón Asgeir væri einhvers staðar innanborðs i kaupunum á Vífil- felli, slíkur trúnaðarbrestur væri kominn upp á milli Vífilfells og verslunarstéltarinnar. Ennfremur gerir það jjessa sögu líka ótrú- verðuga að Jón Asgeir situr í stjórn Islandsbanka-FBA, sem í Samningar virtust vera að takast um kaup Landsbankans á bréfum Péturs þegar leið að helginni 27. til 29. október sl. en þá mun hafa komið bakslag í viðræðurnar af hálfu Landsbankans. Á þessum tímapunkti er fullyrt að Landsbankinn hefði getað eignast meirihlutann í Sól-Víkingi. 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.