Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 19
FORSÍÐUGREIN
samvinnu við fjárfestingarfélagið Gildingu, keypti einmitt Öl-
gerð Egils Skallagrímssonar á dögunum!! Hvað um þá nær-
veru? - kynni raunar einhver að spyija.
Sterk Staða Þorsteins Auðvelt er að skilja að Þorsteinn M.
Jónsson hafi sterka stöðu vegna kaupanna á Vífilfelli. Hann hef-
ur stýrt Vífilfelli í bráðum fimm ár við ágætan orðstír og Coca-
Cola Company virðist treysta honum fyrir framhaldinu. Vífilfell
hefur á undanförnum árum hlotið ýmsar viðurkenningar frá
Coca-Cola fyrir góðan árangur í framleiðslu og þar á bæ hefur
þvi verið hampað að Vífilfell hafi fjögur ár í röð sett heimsmet í
sölu á hvern íbúa. Að vísu hlotnaðist Vífilfelli líka margar viður-
kenningar frá Coca-Cola Company fyiir daga Þorsteins hjá fyr-
irtækinu. Það má ekki gleyma því að það var Pétur Björnsson
ásamt hundruðum starfsmanna félagsins í gegnum tíðina sem
gerðu Vífilfell að því sem það er núna - ásamt auðvitað hinu
sterka vörkumerki sem Coca-Cola var og er. Það er því mikið
hagsmunamál fyrir Coca-Cola Company í Bandaríkjunum að
vel gangi áfram á íslandi sem annars staðar og að drykkurinn
haldi sterkri stöðu sinni. Fyrirtækinu er því varla sama hver
tekur við framleiðslunni hérlendis. Sennilega má líta svo á að
með kaupunum á Vífilfelli sé um svonefnda yfirtöku stjórnenda
að ræða (í þessu tilviki sfjórnanda) - eða það sem á ensku er
nefnt „management buyout" - með aðstoð utanaðkomandi fjár-
sterkra aðila eins og Sigfúsar í Heklu og Kaupþings.
Fimmföld ávöxtun bréfa í Sól-Víking Þorsteinn þekkir ekki að-
eins vel til Vífilfells heldur ekkert síður til Sólar-Víkings þar sem
hann hefur verið stjórnarformaður frá því í endaðan maí árið
1997. Ýmsir fullyrða raunar að hann sé arkitektinn að fyrirtæk-
inu. Eitt er vist Hann hefur ávaxtað pund Péturs Björnssonar,
fyrrverandi aðaleiganda Vífilfells, vel á þessum árum. Félagið
var metið á innan við 300 milljónir vorið 1997 en núna, þremur
og hálfu ári síðar, er markaðsverð nærri 1,5 milljarðar. Með öðr-
um orðum, 150 milljóna hlutur Péturs í Sól-Víkingi seldist á um
750 milljónir á dögunum. Það er fimmföldun. Þessi ávöxtun er
afrek! Hvað þá þegar fullyrt er að Pétur hafi í sjálfu sér aldrei
haft svo mikinn áhuga á Sól-Víkingi og bjórframleiðslu þess
heldur sé hann fyrst og fremst Coca-Cola maður.
Sagan á bak við fjárfestinguna í Sól-Víkingi er sú að
snemma á árinu 1997 keypti Háahlið, fjárfestingarfélag eig-
enda Vífilfells, 50% hlut KEA í Víkingi á Akureyri og 60% af
hlutafé Valbæjar í Víkingi en Valbær var hlutafélag í eigu Bald-
vins Valdimarssonar og systkina hans. Það voru systkini Bald-
vins sem seldu Háuhlið hlut sinn. Sagt er að Þorsteinn hafi ver-
ið maðurinn á bak við þessi viðskipti Háuhlíðar en ekki Pétur -
nema hann samþykkti jú viðskiptin.
Sól hf. var keypt af Páli Kr. á 200 milljónir Eftir þetta lét Háahlið
tíl skarar skríða og lét Víking kaupa fyrirtækið Sól hf. í Reykja-
vík af Páli Kr. Pálssyni, Geir Gunnari Geirssyni á Vallá, Hans Pet-
ersen og fleiri (járfestum á liðlega 200 milljónir króna. Mikill
darraðardans var stíginn í kringum þá sölu þar sem Páll Kr. safn-
aði saman nýju liði gegn Þorsteini og Háuhlíð og vildi kaupa fyr-
irtækið en meðeigendur Páls vildu selja Háuhlíð - og þar við sat
Enda högnuðust eigendur Sólar hf. svo um munaði þrátt fyrir að
fyrirtækið hefði verið rekið með tapi vegna mikils kostnaðar við
vöruþróun; þeir höfðu þremur árum áður, sumarið 1996, keypt
Sól á um 100 milljónir. Eftir að Sól og Víking hafði verið slegið
saman sumarið 1997 í Sól-Víking var fyiirtækið metið á innan við
Fyrir konur sem vilja klæöast vel
Vandaóur
fatnaöur í
miklu úrvali.
Fylgihlutir eins
og slæður,
sjöl og
sérstæðir
skartgripir.
kvenfataverslun
Man
Skólavörðustíg 14, 101 Reykjavík • Sími: 551 2509 • Fax: 551 1944
19