Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 35

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 35
UTGflFA hentar útgáfunni mjög vel og auðveldar alla kynningu á henni,“ segir Benedikt. Það íór vel á því að horfa til merkra viðburða þegar stofn- dagur Heims hf. var ákveðinn. Sjálfur byltingardagurinn í Rússlandi fyrir 83 árum varð fyrir valinu, 7. nóvember. „Þessi dagur markar einnig spor sín í Islandssögunni, Jón Arason síð- asti kaþólski biskupinn á Hólum var hálshöggvinn í Skálholti ásamt tveimur sonum sínum þennan dag fyrir 450 árum. Þeg- ar til þess kom að velja stofndaginn í byrjun nóvember sl. kom þessi dagur fljótt upp í hugann. Þetta er viðburðaríkur dagur!“ Þótt saga Heims sé rétt að byrja spannar saga Talnakönnun- ar yfir sextán ár, fyrirtækið var stofnað árið 1984 af þeim hjónum Benedikt Jóhannessyni og Vigdísi Jónsdóttur og eiga þau enn um 70% af fyrirtækinu. Hluthöfum hefur hins vegar Ijölgað á síð- ustu árum og eru núna 26 talsins, þeirra á meðal eru flestir starfsmenn. heimur hf. „Útgáfan byrjaði sem aukabúgrein hjá okkur en hún liefur vaxið og dafnað og er núna um 80% af starfsemi fyrirtækisins. Talna- könnun var og er gott nafn yfir ráðgjafavinnu okkar en hentar ekki eins vel fyrir útgáfuna." FV-mynd: Geir Ólafsson. Hið nýja merki Heims hf. Ráðgjof og upplýsingavinnsla Benedikt segir að í upphafi hafi sú stefna verið mörkuð að fyrirtækið yrði í ráðgjöf og upplýsingavinnslu fyrir atvinnulífið - sem og upplýsingaveitu. Ráðgjöfm hafi f fyrstu verið ráðandi en árið 1986 hafi fyrsta skrefið í útgáfunni verið stigið með ritinu Islenski trygginga- markaðurinn. Árið 1988 hófst reglubundin útgáfa á Íslensku atvinnulífi en þar er að finna mjög ítarlegar upplýsingar úr rekstri fyrirtækja. Þess utan hafa inn á milli verið minnihátt- ar útgáfuverkefni eins og árið 1989 þegar stærðfræði- skemmtibókin „Aha! Ekki er allt sem sýnist“ var gefin út. Talnakönnun steig stefnumarkandi skref vorið 1993 þegar Vísbending, sem er vikurit um viðskipti og efnahagsmál, var keypt af Kaupþingi. Með kaupunum fékk útgáfan meira vægi innan fyrirtækisins um leið og hún varð tíðari. „Þegar við keyptum Frjálsa verslun af Fróða í árslok 1995 breikkaði sviðið þótt enn væri augljóslega verið að fylgja fast við þá stefnu að gefa út rit sem væri upplýsingaveita fyrir at- vinnulífið. Fyrir tveimur árum var á hinn bóginn ákveðið að færa útgáfuna meira í almenna upplýsingagjöf þegar Nesút- gáfan var keypt en hún hafði þá um nokkurt skeið vakið verðskuldaða athygli innan ferðaþjónustunnar fyrir útgáfu á ferðahandbókum og ritum tengdum ferðaþjónustunni. Þar í heiminn Byrjaði sem aukabúgrein „Útgáfan byrjaði sem aukabú- grein hjá okkur en hún hefur vaxið og dafnað og er núna um 80% af starfsemi fyrirtækisins. Talnakönnun var og er gott nafn yfir ráðgjafavinnu okkar en hentar ekki eins vel fyrir út- gáfuna. Þess vegna var ákveðið að stofna sérstakt dótturfé- lag utan um útgáfuna undir heitinu Heimur hf. Það nafn Byltingardagurinn 7. nóvember Það fór vel á því að horfa til heimsviðburða þegar stofndagur Heims hf. var ákveðinn. Sjálfur byltingardagurinn í Rússlandi fyrir 83 árum varð fyrir valinu, 7. nóvember. 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.