Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 52
Hann gerir sig heimakominn og fœr sér kaffibolla.
Myndarlegur ungur maður kemur inn í fyrirtæki og
fær að skreppa á salerni.
Varúð - bjofar!
Ungur maður, brosmildur og
snyrtilegur, kemur inn á
vinnustað og fær að skreppa á
salernið eða fær sér kaffi í bolla og
blað í hönd og býður kurteislega
góðan daginn. Hann gerir sig
heimakominn, röltir um fyrirtækið,
gengur inn á mannlausar skrifstofur
og „skoðar sig um“. A leiðinni út aftur
mætir hann grunlausum starfs-
mönnum sem uppgötva skömmu
síðar að allt fémætt er horfið af
staðnum. Myndarlegi ungi maðurinn
hefur notað tækifærið til að gramsa í
yfirhöfnum, stinga á sig lyklum, peningaveskjum, GSM
símum og svo mætti lengi telja. Þegar þjófnaðurinn
uppgötvast hleypur starfsmaður af stað og nær þjófnum fyrir
utan. Hann setur upp sakleysissvip og þykist ekkert vita.
Þetta hefur sko ekki verið hann! Klukkutíma síðar kemur
lögreglan, heilsar honum kunnuglega og leiðir út í bíl. Hún
kannast við kauða.
Verjist gegn þjófnaðí Ekki eru til
neinar tölur um þjófnað í
fyrirtækjum en Guðmundur Gígja,
lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í
Reykjavík, segir að talsvert sé um
slíka þjófnaði og alltaf öðru hvoru
berist inn á borð til lögreglunnar
kærur vegna þjófnaðs á lækna-
stofum, skrifstofum, spítölum, að
ekki sé talað um verslanir. Ekki eru
til neinar sérstakar varúðarreglur
um venjuleg fyrirtæki en lögreglan
hefur í samvinnu við Samtök
verslunar og þjónustu, þar áður
Kaupmannasamtökin, unnið að fræðslu- og forvarnarstarfi
gegn hnupli og ráni í verslunum. Verslunareigendur og
starfsmenn eru fræddir um hvernig hægt sé að grípa til
„varnar gegn vágestum", eins og það er kallað. Til varúðar-
ráðstafana telst læsanlegur búðarkassi, seðlageymsla með
tímaseinkunarlás, peningaskápur, farsími eða bætt
símsamband úr versluninni, gægjugat á bakdyrum og góð
GSM sími hverfur afboröshorni,
fartölvan er á bak og burt og
handtaska er horfin afstólbaki þegar
starfimaður kemur í vinnuna aftur
eftir hádegishléð. Hljómar ekki
ókunnuglega. Þjófnaður er nefnilega
vel þekkt vandamál á vinnustöðum!
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir. Geir Ólafsson
Þegar þjófur kemur í heimsókn...
Viðbrögð við þjófnaði fara eftir aðstæðum. Ef einhver treystir sér til að stöðva þjófinn þar til
lögreglan kemur þá er það ekki útilokað. Æskilegt er að fylgjast með umferð óviðkomandi um
vinnustaðinn og skilja ekki verðmæti eftir á glámbekk.
52