Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 57

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 57
ggjjlÉl* B giiAgnBiiim (li|ll ^li i B í iaHiilíKr * Um 20 lögfræðingar 1 eru starfandi hjá Logos, þaraf eru fulltrúarnir 11 talsins. Miklar kröfur I eru gerðar við ráðningu j starfsfólks. „Við höfum sett markið hátt varð- Fyrirtækin eru til húsa að Borgartum t*. ' andi starfsfolk og tek- ist vel að okkar mati því að hér er hvert rúm skipað. Við reynum að gera vel við okkar fólk og vonumst til að það sé eftirsóknarvert að vinna hér," segir hann. Öllum verkefnum sem koma inn á lögmannsþjónustuna er sinnt af fleiri en einum aðila. Reynt er að nýta sérmenntun og sérhæfingu starfsmanna sem mest í þágu allra viðskiptavina við úthlutun verkefna. Einn af eigendum er ávallt tengiliður verkkaupa og ber ábyrgðina gagn- vart honum. Eigandinn vinnur hins vegar í fæstum tilvikum einn við verkefnið heldur eru verkefni nánast alltaf unnin í mismunandi stórum hópum eftir umfangi. Vinnsla verkefna stöðvast því ekki í forföllum starfsmanns heldur hleypur einfaldlega annar starfsmaður í skarðið. Eigendur LOGOS eru Árni Vilhjálmsson hrl., Einar Baldvin Axelsson hrl., Erlendur Gíslason hrl., Gunnar Sturluson hrl., Hákon Árnason hrl., Jakob R. Möller hrl., Jóhannes Sigurðsson hrl., Othar Örn Petersen hrl. og Pétur Guðmundarson hrl. Aðrir lögmenn LOGOS eru Guðmundur Oddsson hdl., Guðrún B. Bjarnadóttir hdl. Guðrún Birgisdóttir, Hjördís Halldórsdóttir hdl., Hlynur Jónsson hdl„ Hólmfríður Kristjánsdóttir, Kristín Crosbie BA/LLb, Ólafur J. Einarsson, Ragnar Tómas Árnason hdl., Svanhvít Axelsdóttir hdl. og Þórólfur Jónsson hdl. Rekstrarlegur framkvæmdastjóri er Oddný Guðmundsdóttir Innheimtudeild Innheimtudeildin er lítill hluti Logos sem þjónað hefur föstum viðskipta- vinum lögmannsþjónustunnar. Þrjú stöðugildi eru í deildinni en hún er í örum vexti. Œ] Oddný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, og Pétur Guð- mundarson, faglegur framkvæmdastjóri hjá Logos lögmannsþjónustu. Starsfólk A&P Arnasonar ehf. Frá vínstri: Margrét Hjálmarsdóttir, Einar Karl Friðriksson, Kristjana B. Héðinsdóttir, Gunnar Örn Harðarson, Matthildur V. Harðardóttir og Árni Vilhjálmsson. A&P Arnason ehf. A&P Arnason ehf„ einkaleyfa- og vörumerkjastofa, er sjálfstætt fé- lag sem rekið er samhliða LOGOS lögmannsþjónustu. Fyrirtækið er í eigu LOGOS lögmannsþjónustu, Gunnars Arnar Harðarsonar, sem jafnframt gegnir starfi framkvæmdastjóra, og danska ráðgjafafyrir- tækisins Plougmann & Vingtoft, sem er eitt stærsta fyrirtækið á þessu sviði í Evrópu. Náið samstarf er við LOGOS lögmannsþjónustu og Plougmann & Vingtoft. Meginverkefni A&P Arnason eru á sviði einkaleyfaverndar, sérstaklega líftækni- og hugbúnaðartengdra upp- finninga. Vörumerkjavernd skipar ennfremur stóran sess í starfsem- inni. Starfsmenn í dag eru sex, en fyrirtækið er í örum vexti. í dag á sér stað mikil þróun í vernd þekkingar og nýsköpunar á sviði lífvísinda. Enn meiri þróun á sér stað við verndun upplýsinga- tækni og tölvutengdrar nýsköpunar. Sótt er um tugi þúsunda einka- leyfa á þessu sviði á ári hverju. Almennt má segja að íslendingar hafi ekki staðið sig sem skyldi við vernd þekkingar og nýsköpunar en á því er þó greinilega að verða mikil breyting, samfara auknum umsvifum hátæknifyrirtækja og út- flutningi á afrakstri þróunar og rannsókna þessara fyrirtækja. „Það er mikilvægt að tryggja vernd eigin þekkingar, en ekki sfður mikilvægt að ganga eins vandlega og kostur er úr skugga um hver staða annarra er. Það getur ekki aðeins verið vandræðalegt heldur kostað óhemju fjármuni ef draga þarf vöru út af erlendum markaði, eða breyta henni verulega, ef ekki hefur verið hugað að því að rann- saka hver réttindi ann- arra eru. Einkaleyfum er beitt af mikilli hörku ( óvæginni, alþjóðlegri samkeppni. Að halda í lágmarki áhættu af slíku er ekki síður mikilvægt en að sækja um einka- leyfi og skrá vörumerki," segirGunnarÖrn Harðar- son.tffl Intellectual Property Group A&P ’iiaso

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.