Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 58
LEIÐTOGAR___________________
Lelðtogar
í lífi
og
starfi
Sýnin gefur starfi leiðtogans til-
gang. Reynsla og hæfileikar
skipta miklu máli og einnigget-
an til pess að laða aðra til fylgis
við sýnina. Trúnaðarvinir eru
leiðtogum mikilvægir og iðulega
eru makar í pví hlutverki. Til-
finningagreind verður sífellt mik-
ilvægari en í henni felst m.a.
skapstilling, atorka og praut-
seigja. Leiðtogar hafa taumhald
á skyndihvötum, eru leiknir í
mannlegum samskiptum og búa
yfir hœfni til að ráða í tilfinning-
/
ar annarra. Asdís Halla Braga-
dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ,
hefur sermenntað sig í hlutverki
og störfum leiðtoga. Hún fjallar
um líffimm forystumanna í bók-
/
inni „1 hlutverki leiðtogans“ sem
kemur út fyrir pessi jól.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
r
Atökin við pabba þroskuðu mig mikið og
hjálpuðu mér síðar á ævinni við að
takast óhrædd á við fólk í heitum rökræðum.
Þó að við pabbi deildum þá ýtti hann mjög
undir metnað minn og hvatti mig til dáða. Frá
því að ég var smástelpa ól hann mig upp í því
að ég ætti að afreka eitthvað í lífinu. Pabbi
sannfærði mig um að ég hefði ýmislegt til
brunns að bera og því fékk ég gott sjálfs-
traust f veganesti."
„Hjörleifur hefur sjálfur aldrei verið virkur í
pólitík þó að ég hafi stundum reynt að draga
hann inn í starfið. Engu að síður veitir hann
mér ómetanlegan stuðning og ég fæ iðulega
að viðra hugmyndir mínar við hann. Við setj-
umst oft niður á kvöldin þegar kyrrð er komin
á og ræðum þau mál sem eru efst á baugi."
„Sú staðreynd að ég átti aldrei val angraði
mig. Staðan var sú að annaðhvort tæki ég að
mérforystuhlutverkið og þannig gæti Reykja-
víkurlistinn orðið að veruleika eða óg gerði
það ekki og hann yrði þar af leiðandi aldrei
til. Mér fannst ég vera með fjöregg samein-
aðs framboðs í höndunum. Ég stóð frammi
fyrir þeim örlögum að verða að ganga þessa
braut."
„Af ótta við kjósendur gefa stjórnmálamenn
oft í skyn að þeir hafi svör við öllu og mikil
reiði getur vaknað þegar í Ijós kemur að þeir
hafa þau ekki. Ég hugsa að visst sjálfstraust
þurfi til að viðurkenna að maður hefur ekki
svör við öllu. Hins vegar finnst mér mikilvægt
að fólk treysti dómgreind minni þó að ég hafi
ekki öll svör á reiðum höndum." 33
Hörður Sigurgestsson
r
Asíðari hluta námstíma míns fór ég að
spyrja sjálfan mig: „Af hverju á ég ekki
að vera í forystu alveg eins og þeir?" Hjá mér
vaknaði spurningin um það af hverju ég gæti
ekki, eins og hver annar, staðið uppi í stafni
og stýrt dýrum knerri."
„Konan mín hefur alltaf reynst mér mikil-
vægur ráðgjafi. Hún er í hæfilegri fjarlægð
frá hinum daglega rekstri en þekkir samfé-
lagið mjög vel. Áslaug veit um allar þýðingar-
mestu ákvarðanir sem ég stend frammi fyrir
og þá sérstaklega ef um er að ræða ákvarð-
anir sem snúa að fólki."
„Eimskip er stórt fyrirtæki og það þarf feiki-
lega hæfileikaríkt fólk til að stýra ólíkum ein-
ingum þess. í kringum mig vil ég hafa fólk
sem vinnur sjálfstætt og er tilbúið til að setja
fram eigin viðhorf en ekki bara hlusta og með-
taka. Ég met mikils að menn séu hreinskiptn-
ir og séu ekki að fara (kringum hlutina."
„Helstu veikleikar mínir sem leiðtoga eru
að ég hef stífan stjórnunarstíl og sumir gagn-
rýna mig fyrir að blanda ekki nægilega mikið
geði við starfsfólk fyrirtækisins. Svona stórt
fyrirtæki býður hins vegar ekki upp á að ég
geti átt mjög náin samskipti við aðra en
framkvæmdastjóra þess. Mér er vel Ijóst að
ég er frekur og ráðríkur. Svo get ég líka verið
of hvatvís og vil rjúka strax í hlutina." 33
58