Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 76

Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 76
INNHER JAVIÐSKIPTI Eftirlit verður Frjáls verslun birtir hér útdrátt úr erindi Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, sem hann hélt á haustráð- stefnu Félags löggiltra end- urskoðenda hinn 10. nóv- ember sl. Erindið flutti hann undir liðnum Inn- herjaviðskipti - siðferði - reglur - eftirlit. Mynd: Geir Ólafsson Fljármálaeftirlitið hyggst á næstu misser- um byggja upp styrkara efdrlit með starfsháttum á verðbréfamarkaði. Fyrir- hugað er að byggja upp innan eftirlitsins markaðsvakt, sem bæti yfirsýn Fjármálaeft- irlitsins yfir verðbréfamarkaðinn og gefi þvi færi á að grípa fyrr inn í mál sem upp koma. Aðstæður á verðbréfamarkaði kalla á sífellt styrkara eftirlit, ekki síst hættan á innherja- svikum í viðskiptum með verðbréf. Smæð markaðarins og mikil þátttaka ijármálafyrir- tækja í verðbréfaviðskiptum fyrir eigin reikning gera þetta nauðsynlegt. Innherjaviðskipti og meint innheijasvik hafa mjög verið til umræðu í tengslum við öran vöxt verðbréfamarkaðar hér á landi. I IV. kafla laga nr. 13/1996, um verðbréfavið- skipti er kveðið á um að óheimilt sé að nýta sér trúnaðarupplýsingar, láta þær þriðja manni í té eða ráðleggja þriðja aðila á grund- velli þeirra. Með ákvæðunum er verið að vernda hagsmuni viðsemjanda innherja, sem gengur til viðskiptanna með minni upp- lýsingar en gagnaðilinn, hagsmuni útgef- enda verðbréfa, en innherjasvik skaða orð- spor hans og hagsmuni, og hagsmuni verð- bréfamarkaðarins í heild, þ.e. almenna hags- muni um gegnsæi, heiðarleika og jafnræði. Hlutverk eftirlitsaðila Fjármálaeftírlitið hefur eftírlit með starfsemi á verðbréfa- markaði og hlutverk þess í innherjamálum er að taka þau til athugunar þegar rökstudd ástæða er tíl að ætla að um brot getur verið að ræða. Fjármálaeftirlitíð hefur rúman að- gang að gögnum í þessu skyni. Oft er það Verðbréfaþing íslands sem verður áskynja um hugsanlegt brot og gerir Fjármálaeftírlit- inu aðvart, en kauphallir hafa m.a. það hlut- verk að gæta gegnsæis í viðskiptum á verð- bréfamarkaði og hafa eftírlit með því að út- gefendur skráðra verðbréfa fari að lögum og reglum. Telji Fjármálaeftírlitið að viðskipti feli í sér innherjasvik er máli vísað áfram tíl Ríkislögreglustjóra tíl frekari ákvörðunar. Áhættuhópar í innheijaviðskiptum eru þeir aðilar sem með einum eða öðrum hætti hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum. Starfsmenn og aðilar tengdir útgefanda eru í raun þeir sem mynda upplýsingarnar, fyrir- tæki og stofnanir á Ijármálamarkaði og starfsmenn þeirra vinna með upplýsingarn- ar og Ijölmiðlamenn vinna við að safna upp- lýsingum í starfi sínu. Allt eru þetta aðilar sem gæta þurfa sérstaklega að stöðu sinni. Tillögur að breyttum reglum í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi eru gerðar tíllög- ur um breytingar á lögum um verðbréfavið- skipti, m.a. ákvæðum um innherjaviðskipti. I frumvarpinu er innherjum skipt í tvo meg- inílokka. Annars vegar eru fruminnherjar, þ.e. þeir sem að jafnaði hafa aðgang að trún- aðarupplýsingum vegna stöðu sinnar. Hins vegar eru aðrir innherjar, en það eru þeir sem tímabundið hafa aðgang að upplýsing- um vegna stöðu sinnar eða annar aðili sem hefur fengið vitneskju um trúnaðarupplýs- ingar og veit eða má vita hvers eðlis þær eru. Tillögum frumvarpsins er ætlað að auka aðhald með innheijum og kröfur um að þeir gætí að stöðu sinni. Þannig er kveðið á um að fruminnherjar skuli forðast að eiga við- skiptí með verðbréf félags þegar ætla má að fyrir liggi trúnaðarupplýsingar um útgef- anda, svo sem skömmu fyrir birtíngu árs- reiknings eða milliuppgjörs eða skömmu fyrir tílkynningu um mikilvægar ákvarðanir eða atvik senr varða útgefanda verðbréf- anna. Jafníramt er gert ráð fyrir ríkri tilkynn- ingaskyldu um viðskiptí innheija og lagt til að Fjármálaeftírlitíð fái það verkefni að halda skrá yfir íruminnheija sem gerð verði opin- ber að hluta. Nafnbirtíngu innherja hefur þegar verið komið á. Þá er lögð áhersla á ábyrgð útgefanda verðbréfa í eftírlití með innherjaviðskiptum. Ekki er í frumvarpinu lagt tíl að fruminn- herjum verði með lögum bannað að eiga við- skiptí í tíltekinn tima fyrir birtíngu uppgjöra. Mikilvægt er að meta réttmæti innheijavið- skipta út frá aðstæðum hverju sinni og regla, sem ekki tekur tillit til aðstæðna og bannar viðskipti á tilteknum, fyrirfram ákveðnum tímum, getur dregið úr árvekni fruminnherja á öðrum tímum. Þess vegna er lögð áhersla á skyldu innherja til að ganga úr skugga um að viðskiptí þeirra feli ekki í sér innherjasvik auk þess sem leitast er við að tryggja sem best gegnsæi í við- skiptunum. 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.