Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 80
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. Kaupþing reið á vaðið í fjármálastarfsemi erlendis fyrir fjórum árum síðan þegar jyrirtœkið byrjaði
með sjóðavörslu í Lúxemborg. Þetta kom fram á fundi greiningardeildar Kauþþings sem haldinn var nýlega á Hótel Sögu en þar fjallaði Sig-
urður einmitt um útrás fyrirtoekisins. FV-mynd: Geir Olafsson
erlendis en það eru fáir erlendir fjárfestar sem líta tíl íslands
þannig að hér er um mikilvægt verkefni að ræða.“
- Eruð þið með aðra útrás í huga?
„Við erum að sjálfsögðu að íhuga framhaldið. Við erum m.a. að
horfa á Norðurlöndin. Nýverið voru kauphallirnar tengdar
saman og margt sem mælir með þvi að skoða aðstæður þar
betur,“ svarar hann.
- Þannig að það má búast við því að þar verði látið til skarar
skríða næst?
„Eg get nú ekkert um það sagt á þessu stigi,“ svarar hann og
bætir við að engar stórar ákvarðanir verði teknar um slíkt fyrr
en viðræðum um sameiningu Búnaðarbankans og Landsbank-
ans er lokið.
í Guernsey og London Landsbanki íslands hefur verið með
sjóðafélag á Guernsey í tvö ár en um það svæði gildir það sama
og Lúxemborg, þar er þekking fyrir hendi á rekstri slíkra
sjóða, skattalegt umhverfi er gott, fjármálacftirlit sömuleiðis og
staðsetningin hentar vel viðskiptavinum Landsbankans, bæði
þeim sem búsettir eru hér á landi og erlendis. Sjóðnum er stýrt
frá Reykjavík en haldið utan um bókhald og þess háttar á
Guernsey. Þá keyptí Landsbankinn 70 prósenta hlut í Heritable
and General Investment Bank, HIB, fýrr á þessu ári. HIB er
rótgróinn, breskur banki sem er staðsettur í miðju Mayfair
hverfi London.
„Við erum að bæta þjónustu við núverandi viðskiptavini.
Það er stór þáttur í útrás af þessu tagi að styrkja sinn heima-
markað. Við vonumst þó til þess að geta vaxið aðeins út fýrir
heimamarkaðinn og laðað til okkar nýja viðskiptavini. Fjárfest-
ingin ein og sér í núverandi starfsemi HIB bankans er jafn-
framt skynsamleg að okkar matí þar sem hún er arðbær og
háð annars konar sveiflum en við erum með fyrir í okkar
rekstri. I því felst áhættudreifing fyrir rekstur Landsbankasam-
stæðunnar," segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Iandsbréfa.
HIB hefur starfað á ýmsum sviðum fiármálaþjónustu í gegn-
um tíðina en afmarkað sig síðustu árin á þröngu sviði sér-
hæfðrar útlánastarfsemi. HIB var keyptur til að bæta við nýrri
starfsemi, sjóðastjórnun, sérbankaþjónustu og verðbréfaþjón-
ustu með þarfir viðskiptavina LI og sóknartækifæri erlendis í
huga. Nýja starfsemin er þegar hafin en má segja að hún fari á
fullt eftir áramótín. Starfsmenn eru í dag um 20 talsins og er
búist við að þeir verði u.þ.b. 30 á næsta ári. Enginn Islending-
ur er starfandi hjá HIB en fimm tíl sex Islendingar taka til
starfa hjá bankanum eftír áramótin.
í London og Danmörku Íslandsbanki-FBA hefur tvíþætta starf-
semi erlendis, annars vegar hefur bankinn um nokkurt skeið
þjónað sjávarútvegsfyrirtækjum víða um heim, aðallega þó á
austurströnd Kanada, og gert það beint frá Reykjavík. Hins veg-
ar hefur bankinn verið að byggja upp bankaþjónustu í útlöndum
og er þar um tvennt að ræða. í byrjun þessa árs tilkynntí FBA
um kaup á R. Raphael & Sons bankanum, skammt fýrir utan
London, ogvar sá rekstur tekinn yfir í sumar. Starfsemi bankans
felst í sérbankaþjónustu, bæði íslenskri og breskri. Þá á Islands-
banki-FBA fjórðungshlut i danska netbankanum Basisbank.dk á
móti dönskum fjárfestum og fjárfestingarfélagi frá Singapúr og
hóf sá banki starfsemi sína í september. Það er yfirlýst stefha
bankans að hasla sér völl í Norður-Evrópu.H!]
80