Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 í þessu blaði 4 Linda Pé og löcgan Búist vio sáttum 6 Ögmundur Jónasson „Leiðari Ellerts er lygiw Hrossabændur í hár saman Blekktir í hrossa- rækt í Litháen Forsætisráðherra um styrki til landsbyggðarþingmanna „Óeeðfelldar reglurw 12 Internetið sigrar heiminn Að týnast í tækninni H 1 ólf ára stúlka misnotuð af bróður sínum Haldið á Ungl- ingaheimilinu 16 Islenskir íjárhættuspilarar Hætta hundruð þúsunda 18 Nýja stjörnumerkið naðurvaldi Hverjir lenda hvar í hringnum? 20 Tvífari Saddams Husseins Neyddur til að vera skotmark 22 Viðtal Ingólfs Margeirssonar Lífskúnstnerinn Hans Kristján 24 Hvernig á að verða ríkur? Ruanda-Café er lausnin 26 Mörg andlit samviskunnar Fangar segja frá f V Island í dag Upparnir ganga aftur 28 Baltasar Kormákur í viðtali Vonbrigði að finna ekki ástina Fyrst &fremst GUÐJÓN PETERSEN hélt fund á ísafirði og snjóflóðaeftirlitsmaðurinn gekk út. BENEDIKT DAVÍÐSSON er æfareiður yfir stjórnarskrárbreyt- ingum. Snjóflóðaeftirlíts- maðurinn gekk út Almannavarnir ríkisins héldu fund á ísafirði með heimamönnum og Súðvíkingum á þriðjudagskvöldið, eins og fram hefrxr komið í fréttum. Guðjón Petersen, framvæmdastjóri, lét hafa eftir sér að nú ætti að setjast niður og fara í gegnum allt ferlið til þess að geta lært af því sem vel gekk og eins hinu sem miður fór. Guðjón sagði að það yrði metið kalt hvernig til hafi tekist. Snjóflóðaeftirlitsmaðurinn í Súðavík sem einnig á sæti í hrepps- nefnd og almannavarnanefnd hreppsins, Heiðar Guðbrandsson, yfirgaf fúndinn í fússi. Hann mun hafa haft á orði að það þýddi lítið að vera að klappa hver öðrum á bakið þegar ljóst væri að ýmis mistök hafi verið gerð í Súðavík áður en flóðið féll. Þar var hann meðal annars að vísa til þess að almannavarnanefnd Súða- víkur kom ekki saman kvöldið áður en sjóflóðið féll á þorpið. ASÍ mótmælir félagafrelsi Alþýðusambandsmenn, með Benedikt Davíðsson í broddi fýlk- ingar, eru mjög óánægðir með fyrir- hugaða stjórnarskrárbreytingu er treysta eiga mannréttindi. Einkum er það 12. grein frumvarpsins sem fjallar urn réttinn til þess að standa utan fé- laga sem fer fýrir brjóstið á verkalýðs- forystunni. Benedikt segir að þeirri grein sé greinilega beint gegn starf- semi stéttarfélaga í landinu og henni hafi verið laumað inn í ffumvarpið án nokkurrar umræðu. Hér er um grundvallaratriði að ræða fýrir verka- lýðsfélögin sem ætla með öllum leið- um að koma í veg fýrir að frumvarpið verði samþykkt í óbreyttri mynd. Blaðamennimir fengu lax en hinir soðningu Þegar miklar hörmungar ganga yfir er ekki óalgengt að fjölmiðlamenn, sem mæta á vettvang, fái yfir sig sví- virðingar og björgunarmenn og jafú- vel heimafólk skeyti skapi sínu á þeim. I hörmungum síðustu viku vakti það athygli blaðamanna, sem staddir voru á ísafirði, hve heimamenn í Súðavík og á Isafirði tóku þeim vel. Svo virtist hins vegar að nokkrir í björgunarlið- inu, sem kornu að sunnan, hafi talið sér rétt og skylt að halda uppi hefðinni og hatast út í blaðamennina. Vegna þess spunnust hinar ýmsu sögur, sannar og lognar. Ein þeirra gekk út það að yfirmenn á varðskipinu Tý og blaðamenn hafi fengið lax að borða í hinni löngu og erfiðu ferð vestur. Þeg- ar þeir hafi verið búnir að troða belg- inn á laxinn að hafa verið búinn og björgunarmennirnir þurft að sætta sig við soðna ýsu. Þetta var umræðuefúi nokkurra þeirra á leiðinni frá Súðavík inn á ísafjörð á þriðjudagskvöldið að björgunarstörfúm loknum. Víst var lax á borðum, en einnig lúða þegar laxinn þraut. Blaðamenn höfðu eng- an forgang fram yfir björgunarmenn- ina og ekkert skipulag var á þvi hverjir borðuðu fýrstir. Spurningin er því sú hvort blaðamennirnir hafi einfaldlega verið sjóhraustari og með magann i lagi. Sósíalistar mæta á landsfund Þjóðvaka Mikil hrossakaup hafa átt sér stað um sæti á lista hjá Alþýðubandalag- inu og reyndar öðrum flokkum. Þannig mun Svavar Gestsson hafa gefið vilyrði sitt fýrir því að styðja Þóri Karl Jónasson, formann Iðnnema- sambandsins, í 5. sæti á listann í „Þú ert oldrei ofungur til þess að njóta þess að aka um á vélsleða. “ „Þú ert aldrei of ungur til þess að njóta þess að aka um á vélsleða.“ Þessa setningu er að finna í inngangi auglýs- ingar um svokallaða Kitty-cat vélsleða, eða vélsleða sem hafa innan við 25 kílóa burðarþol. Burðarþolið þýðir með öðrum orðum að vélsleðann geta ekki setið börn sem komin eru yfir u.þ.b. sjö ára aldur. Þegar hafa selst þrír Kitty-cat minivélsleðar hér á landi og kostar hver litlar 235 þúsund krónur. Mikil della ku vera fýrir barnavélsleðum í Banda- ríkjunum. Bannað er að aka um vélsleða á íslandi innan bæjarmarka, auk þess sem ekki er vitað til að börn megi aka vélknúnum ökutækjum. I samtali við MORGUNPÓSTINN sagði sölumaður Bifreiða og land- búnaðarvéla vélsleðann hins vegar „pottþétt" leyfileg- an. „Þetta er ekkert annað en leikfang sem fer litu hraðar en mannskepnan gangandi. En sagt er að maðurinn gangi að meðaltali fimm kílómetra á klukkustund á meðan sleð- inn fer 12 kílómetra á klukkustund. Reyndar finnst mér sá hraði í algjöru hámarki. En þetta er fullkomlega öruggt tæki.“ Vélsleði þessi er knúinn bensínvél sem ér 60 kúbika vél og eins sínilítra. Þegar svissað er á vélsleðanum fara í gang öll aðalljós sleð- ans og sjálflýsandi borði er umhverfis hann, þannig að vélsíeðinn sést langar leiðir í myrkri. Sleðinn er 142 sentimetra langar, 72 sentimetrar á hæð og 58 sentimetra breiður. Ekki átti sölumaður Bifreiða og landbúnaðarvéla von á því að sams konar „della“ skapaðist fyrir barnavél- sleðum hér á landi og átt hefur sér í Bandaríkjunum, enda verðið hreint rosalegt fyrir barnaleikfang. Aðeins einn barnavélsleði er til á lager B&L. Ekkert mál er þó að panta þá ef börnin heimta hann í jólagjöf á næsta ári. Reykjavík en Þjóðvaki ku einnig, samkvæmt heimildum blaðsins, hafa boðið honum nokkuð gott sæti. Þórir Karl hafnaði af flokkshollustu en rankaði við sér í ruslatunnunni þegar ffamboðslistinn var orðinn til. Þá ætl- uðu sósíalistar að bjóða ffarn sérstak- an GG-lista eftir raunir sínar á listan- um en kjördæmisráð ABR sem er skipað 60 manns, þar af þremur úr Sósíalistafélaginu, neitaði þeim urn listabókstafinn og því óvíst hvort af sérffamboði verður. Það er því ýmis- legt rætt innan Sósíalistafélagsins og meðal annarra óánægðra Alþýðu- bandalagsmanna. Meðal annars er rætt um að skrifa undir sameiginlega stuðningsyfirlýsingu við Þjóðvaka en félagar úr Sósíalistafélaginu ætla að sækja landsfund Þjóðvaka nú um helgina og kynna sér nxálavöxtu. Eitt er víst að sæti á ffamboðslista Þjóð- vaka á skalanum 2.-5. er haldið volgu fýrir Þóri Karl. Myndabannið mistök Vegna ákvörðunar sýslumannsins fýrir vestan, Ólafs Helga Kjartans- sonar, er sáralítið myndefni til af leit- inni í Súðavík þar sem ljósmyndunim og tökumönnum hjá sjónvarpsstöðv- unum var meinað að taka rnyndir. Sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að syrgja þessa ákvörðun og sömuleiðis sérffæðingar í snjóflóða- vömum. Fjölmiðlamenn gagnrýndu þessa ákvörðun harðlega, meðal ann- ars á þeim forsendum að hægt hefði verið að leyfa myndatökur með því skilyrði að þær yrðu ekki birtar strax eða þá að þess yrði gætt að mynd- skeið, sem hugsanlega hefðu komið illa við aðstandendur þeirra sem saknað var. Vegna þessa máls varð ákveðinn trúnaðarbrestur milli sýslu- manns og fjölmiðlanna. Flestir sem stjórnuðu aðgerðum sáu eftir á að þama vom gerð mistök. Hrafn vill ekki í pólitík Talsvert var urn það rætt á tímabili að Hrafn JöKULSSON færi í slaginn fýrir Alþýðuflokkinn á Suðurlandi og að hann tæki 2. sæti á lista en hann er einmitt búsettur á Eyrarbakka. Hrafn mun hafa tekið sér tíma til að hugsa málið en kann víst ósköp vel við ríkj- andi stöðu sína sem er við ritstjórastól Alþýðublaðsins og sem félagi í tafl- klúbbi Selfoss. Þoriákur yfirgefur Þjóðvaka Þorlákur Helgason var einn helsti forystumaður Þjóðvakans á upphafs- dögum þess. Eins og mörgum öðmm hefúr honum þótt vistin erfið innan Þjóðvakans og hefur dregið sig út úr þeim félagsskap. Það sem þóttu hins vegar meiri tíðindi er að Þorlákur fal- aðist eftir 5. sæti á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Hvorki var vilji né geta til þess að verða við þeirri bón enda var búið að úthluta því sæti til Svanhildar Kaaber sem stuðnings- manneskju Ögmundar Jónassonar. Þorláki var að vísu boðið sæti neðar á listanum sem hann þáði ekki. HRAFN JÖKULSSON hafnaði 2. sætinu hjá krötum á Suðurlandi. SVAVAR GESTSSON lofaði fimmta sætinu upp i ermina á sér. SVANHILDUR KAABER fékk 5. sætið á G-lista sem Þorlákur falaðist eftir. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR virðist höfða til Sósialistafélagsins í Alþýðubandalaginu. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, sýslumaður á Vestfjörðum, bannaði myndatökur. SvakaJega er það sniðugt að Steingrímur J. skuli búa ofan í skúffu. \ Já, það fær mann til að dreyma um að læsa henni og henda lyklinum. / Léttvigí Vegur landsbyggðarþingmatinanna heim Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvers vegna Halldór Ás- gríms, Matti Bjarna, Steingrím- ur J., Guðmundur Bjarna og þessir sviphreinu sveitadrengir á Alþingi halda sig ekki heima hjá sér þar sem töðulyktin er sæt og sólin vermir vanga í stað þess að húka í steinkumbaldanum við Austurvöll árið út og inn fölir á vanga. Þar tærast þeir upp af eilífu þrasi og illdeilum. Og ég sé ekki betur en að þeir séu líka að drep- ast úr heimþrá. Hvað á það annars að þýða að vera ekki fluttir að fullu og öllu úr foreldrahúsum, harðfullorðnir mennirnir? Það segir mér að þeir vilji halda í þá römmu taug sem sveitin heima er. Hvers vegna flytur Steingrímur ]. ekki aftur í Þistilfjörðinn í stað- inn fyrir að vera að argaþrasast þetta í bænum? Hann er alltaf að tala um hvað hann langar til að verða formaður flokksins síns en það er ekkert í samanburði við það að vera kóngur — alveg sama þó að það sé bara fjallkóngur. Þá gæti hann riðið um héruð og fjallasali og virt fyrir sér ríki sitt og þegna. Það er ekki til frjálsara líf en smaladrengsins og hamingjan sem fylgir því að hafa náð öllum skjátum sínum á náttstað og eiga við þær orðastað í húminu fyrir svefninn hefur hugann á loft. Því fylgir lotning og virðing að eiga athygli viðmælenda sinna óskipta þótt svarið sé jarmað og þurfa ekki að öskra á þá sent eiga að heita vinir manns til að fá orðið. Ég held líka að múkkinn háfi séð eftir Halldóri suður eins og hann saknar einræðanna við þá á heimstíminu á lognkyrrum nótt- urn þegar tunglið speglast í haf- fletinum. Er það nema von að það þurfti að múta þessum góðu drengjum til að flytjast í bæinn í þessi ópersónulegu einbýlishús sem fyllast af menguðu lofti þegar gluggarnir eru opnaðir? Ég myndi glaður borga þessi sjöhundruð þúsund á ári til að flýja borgarsoll- inn og komast á vit ævintýranna sem bíða manns bak við hverja þúfu. Glaðurýfirgæfi ég óðal mitt hér í Reykjavík og þyrfti ekki mút- ur til. Og þó, ég er svo blankur þessi misserin, eins og svo margir aðrir. Matti einn hafði vit á að hætta þrasinu þannig að hann flýgur vestur á firði með vorinu í sam- floti við vini sína farfuglana. Ég á bara eitt ráð til hinna, sem þjakaðir eru af heimþrá, og leyfi mér að vitna í skáldið sem sagði: „Hver vegur að heiman er vegur- inn heim.“ Lalli Jones

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.