Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 22
22
MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
Ingólfs Margeirssonar
Neistinn
sem tendrar
bálið
Rætt við ævintýramanninn og
iífskúnstnerinn Hans Kristján Ámason
Hans Kristján Árnason er mað-
ur sem sífellt kemur úr óvæntri átt.
Hann kemur manni á óvart með
frumlegum framkvæmdum en
kannski kemur það manni mest á
óvart að Hans Kristján, eða Hosi
eins og vinir hans kalla hann, skuli
yfirleitt koma manni á óvart. Hans
Kristján er nefnilega ekki ævintýra-
maður á velli; hægur, dagfarsprúð-
ur svo jaðrar við fágun, vel lesinn
og hugsandi einstaklingur. Hann
gæti verið diplómat (var reyndar
ræðismaður Hollands um tíma; tit-
ill sem hann tók við af föður sínum
en gaf frá sér) ellegar deildarstjóri í
húmanískum fræðum við breskan
háskóla; kannski forstöðumaður
bókasafns. En svo er ekki. Hans
Kristján Árnason er ævintýramað-
ur og lífskúnstner. Af Guðs náð.
Það er engin tilviljun að hann var
annar frumherjanna sem stofnuðu
Stöð 2 á sínum tíma. Og það er
heldur engin tilviljun að hann
skrifaði og gaf sjálfur út samtöl við
Gunnar Dal fyrir jólin og sló flest-
öllum bókaútgefendum og rithöf-
undum við í markaðssetningu og
sölu.
Hosi kemur nefnilega sífellt úr
óvæntri átt. Meira að segja í upp-
hafi viðtals.
- Fréttir eru kastljós á leiðinlega
hluti í þjóðfélaginu, segir Hans
Kristján þegar við tyllum okkur í
kaffisalinn á Hótel Borg.
Hans Kristján er að velta fyrir sér
fréttaflutningi. Og ég panta kaffi.
- Þetta er ekkert einstakt fyrir Is-
land, heldur Hans áfram. Breska
sjónvarpið sem ég horfi á daglega
gegnum gervihnött er fullt af þessu;
byggist á hinu neikvæða. Og í lok
fréttatímanna kemur örlítið um
einhvern sniðugan apa sem gerði
eitthvað skemmtilegt í dýragarðin-
urn þann daginn. Svona rétt til að
sýna hvað fréttastöðin er jákvæð.
Og svo vendir Hans Kristján
kvæði sínu í kross og fer að segja
mér frá félögum í Rótaríldúbb sem
hefðu hlegið svo dátt í hádeginu að
mátti heyra langt út á götu.
Ég spyr Hans hvort hann sé félagi
í karlaklúbbi.
- Nei, nei, svarar hann að bragði
og brosir. Ég hef aldrei á ævinni
verið í karlaklúbbi. Ég er bara í Am-
nesty International. Og einu sinni
var ég ylfingur.
Þar með eru karlaklúbbar af-
greiddir.
Tltlið beinist að Gunnari Dal og
hinni óvæntu metsölubók þeirra
félaga um jólin.
- Ég kynntist Gunnari í fyrra þeg-
ar ég gerði um hann þátt fyrir sjón-
varp, segir Hans Kristján. Það var
skemmtilegt að hitta Gunnar og
þótt hann væri óvanur sjónvarps-
tökuvélum, þá sýndi hann að enn
meira leyndist bak við hann en
fram kom í þættinum. Það var líkt
og þátturinn kallaði á framhald.
Gunnar hafði alltaf svar á reiðum
höndum. Hann gat talað um hvað
sem var. Menn með jafn
yfirgripsmikla almenna
þekkingu eru orðnir sjald-
gæfir. Sérhæfingin í dag
hefur útrýmt almennn
þekkingu. Ég þekkti svona
karla þegar ég var krakki. Gunnar
var líkt og ferskur andblær inn í
innantóma umræðu samtímans. Ég
er orðinn leiður á yfirborðinu.
Leiður á glanstímaritunum, leiður
á öllu léttmetinu í bókum, blöðum
og fjölmiðlum. Efni þessara miðla
vekja ekki neinn áhuga lengur. Þess
vegna fékk ég þá hugmynd að sam-
talsbók um heimspeki, listir,
stjórnmál og önnur efni, sett fram á
alþýðumáli, gæti höfðað til fjöld-
ans. Við megum heldur ekki
gleyma því að Gunnar er íslending-
ur. Hann er sprottinn upp úr ís-
lenskum jarðvegi; maður með ís-
lenska sýn en þó alþjóðlega.
Hans Kristján segir að útgefend-
ur hafi hafnað bókinni um Gunnar
Dal.
- Ég gekk milli útgefenda með
þessa hugmynd. Ég hafði gert
beinagrind að bókinni sem ég sýndi
forleggjurum en þeir höfnuðu
henni allir. Sögðu sem svo: „Þetta
er ágætt hjá þér, Hans
minn, ogþio eruð eflaust
bestu menn, en þú verður
að gera þér grein fyrir því
að svona oók selst ékki.“ Loks
sýndi Friðrik í Almenna bókafélag-
inu hugmynd minni áhuga. Hann
skaut á, að bókin gæti selst í 1500 til
2000 eintökum sem þætti mjög
gott fyrir svona bók. Og sennilega
var þetta rétt hjá honum. Ef bókin
hefði verið gefin út af forlagi þá
hefði hún ekki selst í stærra upp-
lagi. Vegna þess að venjulegur út-
gefandi hefði aldrei gefið bókina út
eins og ég vildi hafa hana. Við Frið-
rik náðum ekki samningum og það
varð úr að ég gaf bókina út sjálfur.
Hans Kristján kveikir sér í sígar-
ettu og heldur áfram:
- Ef þú þekkir markað — og ég
hef farið í gegnum markaðsmál áð-
ur — þá veistu að hvert smáatriði
verður að vera í lagi: Pappírinn,
kápan, leturgerðin, og svo framveg-
is. Það má ekkert særa lesandann
þegar hann heldur á bókinni. Ef
forlag hefði gefið út bókina, hefðu
öll þessi máf verið sett í nefnd og
nefndin hefði skilað meirihluta-
ályktun. Sú niðurstaða hefði aldrei
samræmst mínum hugmyndum.
Hvaða útgáfufélag hefði samþykkt
að hafa bókina upp á tæpar 500 síð-
ur?! Og hvaða útgáfufyrirtæki hefði
samþykkt að hafa 202 kafla sem all-
ir byrjuðu efst á síðu líkt og ljóð?!
Forleggjari hefði byrjað á því að
henda út 200 síðum og þjappað
síðan bókinni saman í tíu kafla.
Þess vegna vildi ég ráða bókinni
sjálfur.
En hvað var það sem heillaði Hans
Kristján í fari Gunnars Dal? Fæst-
um hefði dottið í hug að Gunnar
væri metsöluefni, þótt hann væri
þekktur af góðu einu.
- Það var húmanistinn, mann-
vinurinn sem ég hreifst mest af,
svarar Hans Kristján þegar í stað.
Hann getur lyft sér yfir dægurmála-
þrasið en samt hellt beint niður í
það. Gunnar er jafnframt fyrirlesari
og fræðari af Guðs náð. Flestir sem
fjalla um heimspekileg efni eru að
koma sér fyrir í háskólaumhverfi og
skrifa hver fyrir annan án þess að
reyna að ná til fólksins. Ég fann hve
mörgum gömlum nemendum
z
o
o
0:
<
o
o
z
ö
z
Gunnars þykir vænt um hann.
Hann hafði gefið þeim fallegar gjaf-
ir og vakið þá til umhugsunar; leyft
þeim að spyrja spurninga um líf og
dauða, dulspeki og hvaðeina.
Gunnar er maður sem fer
þvert á allar stofnanir
samfélagsins. Hann er
trúaður en samt veit
kirkjan ekkert hvað hún á
að gera við hann. Hann er jafn-
aðarmaður án þess að hyllast
flokksræði og svo framvegis.
Kannski er það skemmtilegast við
Gunnar að hann er enn að stækka:
Önnur bók um hann yrði allt öðru-
vísi. Hann er kominn á allt annað
plan.
Gunnar Dal fékk Davíðspennann
í síðustu viku fyrir bókina. Hvað
finnst skrásetjaranum um það að
viðmælandinn fékk viðurkenningu
en ekki sá sem söguna ritaði?
- Mjög sáttur við það, segir Hans
Kristján. Mjög sáttur og ánægður.
Bókin er hugsun Gunnars og hans
texti í raun. Auk þess sem Davíðs-
penninn er ákveðin viðurkenning
íyrir lífsstarf Gunnars.
Síðdegissólin flæðir skyndilega inn
um gluggana, fellur í fang Hans
Kristjáns og blindar hann. Hann rís
á fætur og sest niður í annan stól.
- Um leið og ég tala um Gunnar,
birtist sólin, segir hann hlæjandi.
Við tölum áfram um bókina „Að
elska er að lifa“ og Hans segir:
- Kannski er þetta fyrsta bókin af
mörgum álíka. Útgefendur vakna
kannski nú og velja viðmælendur
upp á nýtt. Tími leikaranna og
söngvaranna er kannski á undan-
haldi. Lesendur hafa sannað um
þessi jól að þá þyrstir í innihald í
bókum. Við finnum öll fýrir þörf
að leita svara við ákveðnum spurn-
ingum. Samfélagið er allt í mikilli
gerjun og leitár svara. Það er tæpast
tilviljun að umræður um heim-
spekileg efni selji bók í 6200 eintök-
um.
Varð ekki Hans Kristján ríkur á
slíkri sölu?
- Nei, segir hann ákveðið. Þessi
bók var mjög dýr í framleiðslu. Ég
þakka bara Guði fyrir að sitja ekki
með milljónir í skuldum. Ég skil
ekki hvernig bókaforlög standa
undir sér. Ég var þó bara einn en
hvernig er hægt að reka fyrirtæki
með stóra yfirbyggingu sem gefur
út bækur árum saman sem ná að-
eins brot af þessari sölu á bókinni
minni?
Nú drepur Hans Kristján í sígar-
ettunni og verður einbeittur á svip.
- Einu sem ég vil koma að: Óheil-
indi bókaforlaga gagnvart almenn-
ingi. Bókin hefur hingað til verið
helgur hlutur í hugum Islendinga.
Hornsteinn menningar þeirra.
Bókin hefur verið galdur. í raun er
íslensk bókaútgáfa stórmerkilegt
menningarfýrirbæri og markaður-
inn stórkostlegur; rúmlega 400 titl-
ar koma út fyrir hver jól. Þetta ger-
ist ekki í öðrum smáríkjum heims.
Þetta gerist ekki á Möltu og ekki á
Kýpur. Og mitt í þessum stór-
merkilega menningarmarkaði fá
kaupendur í íslensku samfélagi
aldrei réttar upplýsingar um sölu
bóka. Það er spilað með
tölur, það eru viðhöfð alls
konar trix og logið fram
og aftur. Það er engin
stofnun eða eftirlitsaðili á
Islandi sem getur upplýst
íslenska bókakaupenaur
hver salan á einstökum
bókum er í raun og veru fyrir
jólin. DV gefur út sinn metsölulista
yfir 10 bækur sem Bónus hefur nú
tekið upp og selur eftir. Sala í Bón-
us skiptir gífurlega miklu máli.
Sjálfur seldi ég á sjöunda hundrað
eintök bara í Bónus fyrir jólin. DV-
listinn er afar ófullkominn að mínu
mati. Upp úr þessu er svo
framreiddur metsölulisti sem mót-
ar alla bókasölu síðustu vikur og
daga fýrir jól! Það hafa ennfremur
verið lagðar fram upplýsingar í fjöl-
miðlum hvað hvert forlag hefur selt
af bókum. Þessar upplýsingar koma
beint frá bókaforlögunum sjálfum.
Það er ekkert að marka þessar töl-
ur. Því í ósköpunum er ekki hægt
að fá réttar upplýsingar um þessi
mál frá óhlutdrægum aðila eða
stofnun? Þessi lygi er hluti af þeirri
skýringu hvers vegna bókasala fer
minnkandi. Lygin kemur alltaf í
hausinn á fólki fyrr eða síðar.
Og Hans Kristján kveikir sér í
nýrri sígarettu.
Eg spyr Hans Kristján hvað hann
ætli að taka sér fyrir hendur á nýju
ári.
- Ég veit ekki hvað ég geri, segir
hann. Fæst eitthvað við sjónvarps-
þáttagerð. Það er svona sport hjá
mér, sérstaklega ef ég fæ skemmti-
legar og frumlegar hugmyndir. Ég
er reyndar rétt að standa upp úr
jólabókavertíðinni. Ég var eiginlega
rúmfastur í hálfan mánuð á eftir.
Þetta var eins og stöð 2 í gamla
daga.
Og talandi um stöð 2: Hvernig
finnst stofanda sjónvarpsstöðvar-
innar þetta barn sitt hafa staðið sig?
- Mér finnst aðallega gaman að
þetta barn skuli vera til, segir Hans
Kristján hlæjandi. I upphafi sögðu
flestir að stöðin væri rugl og færi
fljótlega á hausinn. Maður fékk
mest að heyra dauðadóma og skít-
kast, líka frá áhrifamönnum og
fjölmiðlafólki. Lái þeim hver sem
vill. Það var nánast útilokað að gera
svona. Við vorum að fara út á
markað sem við þekktum hvorki
haus né sporð á. Ég þekkti reyndar
ekki heldur neitt til bókaútgáfu
þegar ég réðst í að gefa sjálfur út
bókina okkar Gunnars. En það
sem skiptir máli er að taka
neistann og hlaupa með
hann alla leið á enda uns
hann verður að miklu
báli. Þannig var það með Stöð 2.
Svo urðum við undir og misstum
meirihlutann og fórum frá stöð-
inni. Þá kom fólk til manns í
hrönnum og sagði: „Þið klúðruðuð
þessu!“ En það var alrangt. Við
unnum stórsigur: Stöðin lifði! Bálið
hafði verið tendrað. Þetta er nefni-
lega boðhlaup þar sem einn tekur
við kyndlinum úr hendi annars.
Við hófum ævintýrið en aðrir tóku
við þegar við vorum komnir í þrot
og gerðu það betur en við. Hvað er
rangt við það? Aðalatriðið var að
frjáls og sjálfstæð sjónvarpsstöð sæi
dagsins ljós. Það var nauðsynlegt
fyrir íslenskt samfélag. Við skulum
ekki gleyma að árið 1986, þegar við
byrjuðum með Stöð 2, sendi Ríkis-
sjónvarpið út sex daga vikunnar.
Og nokkru áður var júlí sjónvarps-
laus mánuður. Vill einhver þá tíma
aftur? Ég vildi ekki lifa þannig í dag.
Ef Stöð 2 hefði ekki komið til,
hefðu gervihnattastöðvar miklu
sterkari stöðu á íslandi í dag. Vissu-
lega er erlent efni í Stöð 2. En það er
valið af íslendingum fyrir Islend-
inga. Það er textað fýrir fullorðna
og hljóðsett fýrir börn. Aðalgagnið
af Stöð 2 hefur alltaf verið áhrif
stöðvarinnar á Ríkissjónvarpið.
Ríkissjónvarpið var neytt í sam-
keppni sem aftur styrkti það inn-
byrðis jafnt sem út á við. Og lands-
menn fengu betra og fjölbreyttara
sjónvarp.
Var Stöð 2 kannski það veiga-
mesta sem Hans Kristján hefur gert
fyrir íslenskt samfélag að hans eigin
mati?
- Það var alla vega það fyrirferð-
armesta, segir Hans Kristján og
brosir tvíræðu brosi sínu. ■