Helgarpósturinn - 26.01.1995, Síða 36

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Síða 36
36 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU FÍMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 iBorðapantanir í S. 552 3030 og 551 7759| I_________________________________________I „Hæ strákar. Við erum tvœr eld- hressar á lausu 20 og 22 ára og óskum eftir að kynnast karl- mönnum á aldrinum 24 til 30 ára. Áhugamál okkar eru djamm og tjútt. Efþið hafið áhuga ýtiðþá á 1, munið 100 prósent trúnaður. “ Það er beðið eftir éS&Veisluþjónusta Naustsins Eigum nokkur kvöld laus í febrúar fyrir árshátíðir og þorrablöt. il öú LJjr' j j J íJ í; iJ .fj 6 'ó Uppl í S. 552 3030 og 551 7759 Grænmetisskyndibiti á Skólavörðustí Tvær konur, Sólveig Eiríksdóttir og Hjördís Gísladóttir, ætla innan fáeinna vikna að opna svokallaðan grænmetisréttaskyndibitastað, fyrstan sinnar tegundar hér á landi. Veitingastaðurinn verður til húsa í sextíu fermetrum á Skólavörðustíg 8, nánar tiltekið á horni Skólavörðu- stígs og Bergstaðastrætis. Verður þetta eini skyndibitastaðurinn á ís- land^og^ótt^íðarverðijeitaðj^^ai^ sem hægt verður að snæða mat sem er algerlega laus við sykur, ger og mjólk í fæðunni. En nokkuð hef- ur færst í aukana að fólk aðhyllist þessa tegund matargerðarlistar, einkum þeir sem telja sig haldnir fæðuóþoli, eða svokallaðri sveppa- sýkingu. Bæði Sólveig og Hjördís hafa starfað lengi hjá Náttúrulækn- ingafélagi íslands og haldið þar fjöl- mörcjjTámskeið enjTættufyrii^^^ nokkru. Ástæðan var ekki bara sú að í bí- gerð væri að opna eig- j in veitingastað heldur voru þær, að eigin sögn, orðnar leiðar á rokki Náttúrulækn- ingafélagsins um stefnu í matargerðar- list. En eitt árið ku það JiafajDoðaðjaðencJnr^ ætti að drekka mjólk en það næsta að mjólk væri í lagi. Á nýja veitingastaðnum verður ekki bara boðið upp á græn- metisfæðu heldur einnig seldir svokallaðir hristingar, eða shake án mjólkur, gulrótarsafi og jafnframt hægt að kaupa kjúklingabaunafars tilbúið til matargerðar... Só[veicjJ|iríksdóttji^^ Ingvi Steinar O 21 árs O Barþjónn og barnapía Ég elska... Rúmið Éghata... Biðraðir Ég elska... Logandi kerti Éghata... Snjó Ég elska... Vinnurnar Éghata... Þurrpumpur Botnaðu þessar setningar Ég færi í meðferð... aldrei nokk- urn tíma. Munurinn á dópdíler og bar- þjóni... mér dettur í hug Sal- vador Dali þegar hann sagði: „The.only difference bet- ween me and a mad man is that I am not mad. Uppáhaldsdrykkur- inn minn er... bjór. Gamli há- degisbarinn < Borginni opnaði aftur um áramótin undir heitinu Skugga- barinn og Ingvi Steinar sér um að sörvera drykkina. Marg- ir kannast við Ingva Steinar úr Ingófskaffi sem einn af snarpari barþjónum bæjarins en þegar hann ekki að passa bytturnar á barnum passar hann börn á barnaheimilinu Tjarnarborg. Skuggabarinn sækir alls konar fólk á öllum aldri en margir gesta hans hafa verið áberandi í skemmtanalífi borgarinnar undanfarin ár og mikið úti á lífinu. Andrúmsloft- ið er mikið breytt frá því sem áður var og hætt er við að forn- frægar fyllibyttur sem reka þar inn nefið haldi að þær hafi villst inn í himnaríki. „Það fer vel saman að vinna á bar og á barnaheimili því fólk á það til að detta í barndóm þegar það dettur í það,“ segir Ingvi Steinar. „Bæði störfin felast í mannlegum samskiptum og sömu aðferðirnar virka mikið til á báðum stöðunum. Ég er að vinna alla virka daga á barnaheimilinu og fjögur kvöld í viku á Skuggabarnum þannig að það má kannski segja að ég sé vinnualki og ég hef engan tíma til að skemmta mér. Frítímanum eyði ég aðallega á tveimur stöðum, heima hjá mér og á Kaffibarnum, það eru svona mínir staðir. Ég er meira að segja hættur að hafa tíma til að fara út að borða þótt ég hafi gaman að því, en áður borðaði ég oft á Borginni. Það breytist örugglega núna eftir að ég fór að vinna þar.“ Það er engin leið að draga djúsí sögur af Skuggabarnum upp úr Ingva. „Hversu korní sem það hljómar, þá verð ég að gæta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum mínum. Það kemur eitt og annað upp á þegar menn eru í annarlegu ástandi og það er ýmislegt sem ég hef orðið vitni að hjá frammáfólki í þjóðfélaginu á Skuggabarnum en ég er hræddur um að það þoli ekki að vera prentað. Fylleríisröfl getur verið rosalega skemmtilegt, það fer allt eftir því hvernig maður höndlar það.“ Ertu mikill djúsbolti sjálfur? „Ég var það og hef rosalega gaman af að fá mér í glas þegar færi gefst en því miður er lítill tími til slíks núna. Regla númer eitt hjá mér er að drekka ekki í vinnunni þótt það sé fullt af nammi í kringum mig. Vinsælasti drykkurinn hjá okkur er Skuggaskot sem er hálfgerður konfektmoli en uppskriftin sem er eftir Steina á Pálmabarnum er atvinnuleyndarmál. Það má ekki afhjúpa leyndina yfir þessum galdradrykk þvi þa fer duluðin sem fólk sækist eftir í vaskinn." i ykkur í Naustkjállaranum i I S. 552 3030 og 551 7760 | „Hœ strákar. Við erum tvcer eld- hressar á lausu 20 og22 ára og óskum eftir að kynnast karl- mönnum á aldrinum 24 til30 ára. Áhugamál okkar eru djamm og tjútt. Efþið hafið áhuga ýtið þá á 1, munið 100 prósent trúnaður." Þ a ð e r b e ðið e ft i r þ é r á S t e fn u m ótal í 11 u u 11 i OLaus og liðugur O Að leika sér og hafa nmnEW að þessu

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.