Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 í þessu blaði 4 Hvað finnst Jóni frá Pálmholti um Agúst? Drjúgir verkfallssjóðir kennara Hafa efni á tvesgja mánaða verkralli 6 HM-handbolti Hótelin standa auð 7 Mannúðarfélögin um stjórnar- skrárbreytingarnar Gera alvarlegar athugasemdir 9 Goði gengur aftur Seldu sjálfum sérvörumerkin 10 fslenska leyniþjónustan Örvggisbiónusta an loggjatar 14 fslenska sendiráðið í Kína Sendiherrann er á Hilton 16 „Fleygar“ setn- ingar fegurstu kvennaneims 18 Sykurmolinn í Unun stefnir að heimsyfirráðum 20 Breytt ímynd spákvenna Hættar að strekkja dúka 22 Eric Cantona missir fótanna 27 Davíð semur text- ann við HM-lagið 28 Bong og Unun berjast 3} Guðjón Bjarnason Búllu- og bararkitekt Fyrst &fremst JOHN LENNON fetar látinn í fótspor spúsu sinnar og sýnir á Kjarvalsstöð- um. GUNNAR KVARAN. Það er stutt ípoppið hjá forstöðumanninum. Gunnar Kvaran á bítlaskónum Kjarvalsstaðir ætla að poppa upp dagskrána hjá sér á næstunni en 16. febrúar verður opnuð sýning á verkum bítilsins sáluga JOHN Lennons. Sýningin hefur að und- anförnu ferðast um Evrópu en seinasti viðkomustaður hennar verður ísland. Vestursalur Kjar- valsstaða verður undirlagður undir verk gamla poppgoðsins og friðar- sinnans en sýningin samanstendur af 6o steinþrykksmyndum sem spanna yfir 20 ár í ferli listamanns- ins. Meiningin var að fá YOKO eða Sean, son þeirra frægu hippa- hjóna, til að opna sýninguna en í samtali við Gunnar Kvaran, for- stöðumann Kjarvalsstaða, í gær sagði Yoko að því miður verði sennilega ekkert úr þeim fyriráætl- unum. Steinþrykksmyndir Lenn- ons hafa víða vakið deilur og voru nokkrar þeirra fjarlægðar af Scot- land Yard þegar þær voru sýndar í The Art Gallery í London árið 1979 vegna þess að þær þóttu of opin- skáar. Myndirnar sem ofbuðu lag- anna vörðum í Bretlandi verða á sýningunni á Kjarvalsstöðum en þær þykja í dag sára saklausar. Ekkja Óla í Olís inn- unair hjá Þrótturum Þorrablót Þróttar var haldið á laugardaginn og var góð mæting. Einar KÁRASON hélt hátíðarræðu en hann hefur farið í broddi fylk- ingar manna sem hefur haft á vör- um háðsyrði um þetta gamalgróna félag úr Grímstaðaholtinu. Til dæmis líkir hann búningum þeirra við bismarkbrjóstsykur og rakara- skilti í Heimskra manna ráðum. Hann slapp þó klakklaust frá sínu að þessu sinni - altént betur en á uppskeruhátíð knattspyrnumanna í fyrra. En þótt Einar þætti góður var það Gunnþórunn, ekkja Óla Kr. SlGURÐSSONAR í Olís, sem stal senunni. Óli var dyggur stuðnings- maður Þróttar alla tíð og Gunnþór- unn kvaðst myndi halda hans anda á lofti og hyggst stofna sjóð til styrktar unglingastarfmu. Og hún gerði gott betur því í lok borðhalds- ins var haldið málverkauppboð þar sem boðin var upp mynd eftir Tolla, velunnara félagsins. Myndin var slegin Gunnþórunni á 150 þús- und krónur með því skilyrði af hennar hálfu að henni yrði fundinn staður í húsakynnum Þróttara. Bryndís kann á Isfirð- ingum tökin ísfirðingar í Reykjavík héldu sína Sólskríkjuhátíð um síðustu helgi. Jón Baldvin Hannibalsson hélt hátíðarræðuna og hélt sig talsvert á pólitísku nótunum í ræðunni með bullandi ESB-slagsíðu. Fór þá ein- hverjum að leiðast þófið og var kominn talsverður kliður í salinn þegar kom að eiginkonu hans BryndÍsi Schram að lesa sveit- ungum bónda síns ljóð. Brá hún á það ráð að sussa á mannskapinn sem bar ekki árangur fyrr en hún sagði þeim hreint út að ÞEGJA. Þvf má svo bæta við að flutningur Bryndísar þótti með miklum ágæt- um og var gerður góður rómur að. Fíknó leitar á Bíóbarnum Gestir Bíóbarsins á þriðjudaginn í síðustu viku segjast hafa lent í óskemmtilegri lífsreynslu. Fullyrða þeir að fíkniefnadeild lögreglunnar hafx staðið í dyrunum og flutt gesti á salernið til fíkniefnaleitar. Segja þeir að þeir hafi fengið þær upplýs- ingar að um venjubundna úrtaks- leit hafi verið að ræða. Hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að þetta kvöld hefði aðeins einn aðili, sem er vel þekktur í fíkniefnaheiminum, verið tekinn til leitar á Bíóbarnum. Sjóður til verndar prent- og málfrelsi Á föstudaginn verður væntan- lega blaðamannafundur þar sem kynntur verður málverndarsjóður sem nýverið var stofnaður til styrktar prent- og málfrelsi í land- inu. Þeir aðilar sem undirbúið hafa stofnun sjóðsins eru meðal annarra v^s Jé mM1*1 Café Bóhem leitar nú að ís- lenskum fatafellum en barinn hefur nýverið fengið nýjan framkvæmdastjóra sem heitir Guðjón Sverrisson en sá hefur reynslu af viðlíka rekstri i Tælandi, samkvæmt heimild- um blaðsins, en í samtali við stúlku sem blaðið ræddi við sagði stúlkan að Guðjón hefði sagt sér að á tælenska barnum hefðu hlutirnir verið meira röff, þar hefðu stúlkurnar farið heim með mönnum en hann hefði sjálfur ekki komið ná- lægt því. Ekkert vændi er því fyrirhugað á Café Bóhem og fýrst um sinn geta stúlkurnar valið hvað þær ganga langt í sýningunum, „Þær gætu jafn- vel endað á huggulegum und- irfötum." Tilgangurinn er því að sýna, „sexí dansa sem karl- menn hafa áhuga á að horfa á.“ En í gær var auglýsing í smáauglýsingum DVþar sem lýst var effir léttklæddum dönsurum en það er Café Bó- hem við Vitastíg sem stendur á bak við auglýsinguna og sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa nokkrar stúlkur sótt um en góð laun eru í boði. Um- sækjendur verða þó að vera kvenkyns en það er ekki nefnt í smáauglýsingunni vegna ákvæða jafnréttisráðs um að ekki megi mismuna fólki eftir kyni í starfsauglýsingu, sagði stúlkan sem blaðið ræddi við. Áhugasamir karlkynsdansarar verða því að halda brókunum enn um sinn. Að minnsta kosti á Café Bóhem. þau Brynja Benediktsdóttir og Thor Vilhjálmsson, Einar Kárason, Lúðvík Geirsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Þor- STEINN GYLFASON Og GUÐJÓN Heiðar Hauksson. Sjóðurinn er stofnaður í tengslum við frumvarp um breytingar á stjórnarskránni til að styðja við bakið á fólki sem hugsanlega verður fyrir barðinu á lögunum áður en tekst að knýja á um breytingar. í viðbót við laga- breytingar á því sem var áður 73. grein en er nú 72. kemur meðal annars fram að stjórnvöld geti sett allsherjarlög og skert prentfrelsi í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða sið- gæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Blaðamanna- fundurinn verður á Café Reykjavík á föstudag klukkan 14.00. Kapphlaup IÍÍS og Sjóvár í upphafi síðustu viku þóttust forráðamenn VÍS sig merkja enn meiri áhuga hjá Sjóvá-Almennum um kaup á hlutabréfum og að þeir hefðu gert menn út af örkinni til þess að kaupa öll þau Essó-bréf sem væru á lausu. VÍS sendi því menn sömu erindagjörða og úr varð tölu- vert kapphlaup um bréfin. Leitað var allra bréfa sem voru föl og þeg- ar yfir lauk höfðu bréf fýrir 100 milljónir króna skipt um eigendur. VÍS mun hafa keypt fýrir um 60 milljónir króna og Sjóvá nálægt 40 milljónum króna. Þetta hækkaði gengi bréfanna tímabundið en þau seldust flest á sexföldu gengi. EINAR KARASON var sieginn út 1 vinsældum af ekkjunni. BRYNDIS SCHRAM kann að kveða sér hljóðs. GAUSI á Bíóbarnum fékk fremur fúla heimsókn. GEIR MAGNÚSSON. Bréfin i Essó eru eftirsótt. BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR stendur ásamt öðrum vörð um málfrelsið. Hvernig Jíst þér á að það séu til leynilöggurá íslandi? \ Spyrðu mig? spurðu Lindu Pé. Kannski er ein þeirra að sparka í rassinn á henni núna án þess að hún fatti neitt. téttvigt Nú er komin Jóhanna í Guðmund Árna Jóni Baldvini Hannibalssyni verður ekki svarafátt þessa dagana ef hann þarf að senda einhverjum tóninn. Hann segir bara að það sé komin Jóhanna í viðkomandi. Verri sendingu er ekki hægt að fá. — Og nú er Guðmundur Arni far- inn að hegða sér eins og Jóhanna Sigurðardóttir. Hann er á móti óvinsælum ákvörðunum en þó að- allega eftir á. Nú má auðvitað segja að það sé auðvelt að vera vitur effir á og því elcki að leyfa sér það? Það er jú betra að vera vitur eftir á en að ná aldrei að vitkast. Guðmundur Árni sér núna að tilvísanakerfið sem harðhausinn hann Sighvatur ætlar að berja á blessuðum læknun- um með er bara tóm steypa. Hann sér það sérlega skýrt núna. Hann grunaði það strax og hann sá minn- isblað um það í heilbrigðisráðu- neytinu (og note bene; minnisblöð eru sérlega mikilvæg í því ráðuneyti algleymisins). Þess vegna stakk Guðmundur Árni blaðinu aftur í skúffuna enda eru ráðuneytin full af skúffum með ómögulegum til- lögum. Annars eru kratar bara glaðir þessa dagana og glaðastir eru þeir á Alþýðublaðinu. Það er að koma á daginn að ekki eru allar ferðir úr Alþýðuflokknum til fjár. Jóhanna Sigurðardóttir er að bergja á þeim beiska bikar núna. Það er nefnilega að koma fram að stjórnmálaflokkar eru félagsmálastofnanir og þó alveg sérstaklega nýir stjórnmálaflokkar. Þeir þurfa því að taka á móti fólki sem á bágt, fólki sem heldur að það eigi bágt eða fólki sem vill eiga bágt. Þar sem Jóhanna lítur út fyrir að eiga bágt þá halda margir að það sé gott að eiga bágt með henni. Þó að kverúlantaháttur sé ekki metinn til örorku þá má leiða líkur að því að meðalörorkustig Þjóðvakans sé einhvers staðar í kringum 30 pró- sent. Þess vegna mættu ekki nema helmingur þeirra sem ætluðu að mæta á landsfund Þjóðvaka á ann- arri hæð á Sögu. — Hinir komust bara ekki upp stigann. Sjálfsagt hef- ur skepnan hann Ágúst Einarsson fúndið upp á þessu. Ég held hins vegar að Jóhanna geti fundið lausn á þessum vanda með því að kalla Björn Önundarson til liðs við sig. Mér vitanlega er hann ekkert mjög mikið að gera þessa dagana og hann kann svo sannarlega að taka á örorkuþegum. Eða, hvænær ætla skattgreiðendur þessa lands að átta sig á því hve mikið þeir eiga honum að þakka við það að halda niðri meðalörokustigi landsmanna? Fyr- ir hvert prósent sem sparast í ör- orkunni sparast milljónir hjá T ryggingastofnun. Við skulum muna það. Lalli Jones

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.