Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 27
ÉIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 27 HM-lagið eftir Davíð Oddsson og Gunnar Þórðarson • Vö í S L A N D 1995 und sem Idrei brentf Mikill handagangur er í öskjunni við undirbúning HM ‘95 og eins og segir ann- ars staðar í blaðinu þá er ýmislegt sem bet- ur mætti fara varðandi undirbúninginn, en nú er um að gera að standa saman. En eitt atriði er í góðum gír en það er HM-lagið, enda er það í traustum höndum en auðvitað þarf sérstakt einkennislag leikanna. Þar er öllu því besta flaggað og hefur undirleikur þegar verið tekinn upp og er einungis beðið eftir því að stórsöngv- ararnir Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir kyrji braginn við lag Gunnars Þórðarsonar og mun söngurinn hljóðritaður á sunnudagskvöld. Texta- höfundurinn er rúsínan í pylsuendanum því hann er enginn annar en hinn elskaði og dáði landsfaðir, Davíð Oddsson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Davíð til að tjá sig um það út ffá hverju hann leggur en það er ljóst að þetta er kraftmikill og kjarngóður texti. Það er langt síðan heyrst hefur söngtexti úr smiðju Davíðs, gott ef „Eitt báru- járnshús, við Bergþórugötuna...“ var það síðasta. Davíð sýnir með þessu að fáir standast honum snúning þegar „diplómasían“ er annars vegar en hann hefur ekki verið neinn sérstakur stuðningsmaður leikanna þar til nú með þessum líka ágæta hætti. Davíð skipar sér með þessu við hlið Valgeirs Guðjónssonar sem samdi og söng hér um árið með handboltalandsliðinu: „Við gerum okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf.“ Gunnar Þórðarson segir lagið ósköp einfalt og meðal annars haft að leiðarljósi að allir geti sungið með. Aðspurður sagði hann að það væru jú fullt af sus-hljómum, majmínorum, mollum og skrollum — það þyrfti að vera — en mel- ódían væri einföld. JBG Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björgvin Halldórsson syngja. 2. Norsk Ukeblad norskt fiölskvldublað. vikuleaa 3. Voaue UK breskt tískublað. mánaðarleaa 4. Hustler Amerískt herrablað, mánaðarleaa 5. Time Albióðleat fréttablað, vikuleaa 6. Newsweek Albióðleat fréttablað, vikuleaa 7. PC Format Breskt tölvublað. vikuleaa 8. Cats Danskt herrablað 9. Voaue USA Bandarískt tískublað. mánaðarleaa 10. Four Wheeler Bandarískt bílablað. mánaðarleaa Listinn gefur ekki endilega rétta mynd af áhuga á einstökum málefnum sem fjallað er um í tíma- ritum því mörg tímarit eru oft gefin út um sama málefni eins og sumar íþróttir og tölvur, svo dæmi séu tekin. Líklega er mest sala í tölvublöðunum en um 110 titlar eru nú á markaði hérlend- is. Söluaukning hefur að undanförnu verið einna mest í sérhæfðum fagtímaritum. Listinn er byggöur á sölutölum frá I.B. blaðadreifingu hf.HBHBHHHHHHHl Bikarúrslitaleikirnir í handbolta verða á lauqardaqinn S t ó r I e i k i r Það verða sannkallaðir stórleikir í Laugar- dalshöllinni um helgina. Þá fara fram bikarúr- slitaleikir í handknattleik karla og kvenna og er búist við stórskemmtilegum viðureignum í báðum flokkum. I karlaleiknum eigast við íslandsmeistarar Valsmanna og KA frá Akureyri. Bæði lið hafa verið að leika skínandi handbolta upp á síð- kastið, Valsmenn þó sérstaklega, og því er bú- ist við jöfnum og spennandi leik. KA-menn léku einnig til úrslita í bikarnum á síðasta ári en biðu þá lægri hlut gegn FH- ingum í heldur ójöfnum leik. Mikilvægast er fyrir þá að láta slíkt ekki endurtaka sig og vera inni í leiknum frá byrjun. Einar Logi Vignisson er einn þeirra sem bíða úrslitaleiksins með mikilli eftirvæntingu. Hann er mikill aðdáandi KA og Manchester United og sem slíkur hefur síðasta vikan ekki verið glæsileg fyrir hann. „Þetta hefur verið hryllilegur tími,“ segir hann. „Fyrst fékk mað- ur fréttirnar um Eric Cantona og síðan töp- uðu mínir menn fyrir KR-ingum á einhverj- um versta íþróttaviðburði sem hér hefúr farið fram. Mín skoðun er því sú að sorgin sé á und- anhaldi og þetta komi allt á laugardaginn.“ Einar segist vona að sagan frá því í fyrra endurtaki sig ekki. „Þetta verður jafnara en þá. Við myndum auðvitað bursta þetta ef við lék- um fyrir norðan en staða þeirra er sterkari þar sem leikurinn fer fram hér í Reykjavík. Mín skoðun er sú að gamli Valsmaðurinn Valdi- mar Grimsson jafni metin rétt fyrir leikslok og síðan vinnum við framlenginguna með yf- irburðum. Þannig náum við að hefna fyrir bikarúrslitaleikinn í fótboltanum fyrir tveim- ur árum.“ í úrslitaleik kvenna eigast við Fram og Stjarnan úr Garðabæ. Sá leikur ætti einnig að vera eitthvað fyrir augað, bæði lið hafa átt gott tímabil í vetur og áttust við á dögunum í hörkuskemmtilegri viðureign. Þann leik unnu Stjörnustúlkur með einu marki og munaði mestu um að Guðríður Guðjónsdóttir, þjálf- ari og leikmaður Fram, meiddist og varð að fara af velli. Hún verður líklega ekki meira með á tímabilinu og er óhætt að segja að Framstelpur séu vængbrotnar fyrir vikið. e°o/. "'r Kristján Halldórsson: Breiddin er Stjörnu- megin og það skiptir miklu. 'sSS?’ K r i s t j á n Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna á von á jöfnum og spennandi leik. „Auðvitað veikir það Fram-liðið mikið að missa Gurrí út en það er einnig algengt að lið þjappi sig sam- an þegar svona stendur á,“ segir hann. „Ég á frekar von á því að mark- varsla og varnar- leikurinn skeri úr um sigurvegarana í þessum leik og um einvígi markvarðanna tveggja verði að ræða. Svo er það líka breiddin, Stjörnustelpur hafa meiri breidd en Framarar og það vegur þungt á metunum.“ Bih Kverúlantar íslendingar hafa alltaf boðið kverúlöntum upp á hagstæð vaxtarskilyrði og ákjósanlegar t>--Æsp ,rí kringum- *** stæðurtil . þessað komasín- yVac um hugðar- efnum á fram- færi við þjóðina. En þeir hafa aldrei verið beinlínis heitir fyrr en allt í einu núna. Og allt er það Jóhönnu að þakka. Caté Royale (Segist með frönskum áhersl- um — kafffu roghgijaleu). Þessi ekkert allt of snyrtilegi veitingastaður í hjarta Hafnarfjarðar er rekinn af bræðrum úrGarðabænum og þar má rekast á hafnfirska bóheima — og þeir ‘ eru ekki svo margir. Skeggtískan Nú eru allir sem eru eitthvað með frumlegt skegg — yf- irskegg og höku- toppur, bartar, geithafur- inn er vin- sæll, yfirskegg (flottast ef ^ það er Ijóst eins og á þýskum klámmyndastjörnum) og þeir allra fíottustu skella sér í kragann. Kominn tími til! Rauðvín og uóð Þetta er að skríða upp á yfir- borðið eftir að hafa verið á is um langa hríð. Þeirsem halda því fram að kreppan sé hjá lið- in eru bullukollar og fólk er að átta sig á því að við eigum eft- ir að sleikja botninn enn um hrið. Þá er rétt að láta lítið fyrir sér fara, lepja rauðvín og lesa Ijóð. (Rauðvínið á að sjálf- sögðu fremur við þá sem lifa sig inn í kreppuna fremur en að lifa hana.) Benzar Þessir þýsku eðalvagnar hljóta að vera orðnir nokkuð kaldir fyrst að menn eru famir að bera eld að þeim. Eróbikk A vídeóspólum Þetta hefur náttúr- lega aldrei verið heitt og þeir sem eru að hrista sig og skaka fyrir framan sjónvarpið í | einrúmi geta ekki verið mjög félegir. Heitt & kalt á aö lesa sem dægradvöl. Fullyrðingar af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.