Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FfMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 asta vikimnar Landaverk- smiöju lokað Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist í flestum fjölmiðlum lands- ins og var ein af stærstu fréttum síðustu helgar. Frétt þessi sagði frá því að fíkniefnilögreglan hefði náð þeim merka áfanga að loka stærstu bruggverksmiðju sem fundist hefur til þessa hérlendis. Nú er ekki ætl- unin að kasta rýrð á störf lögregl- unnar en þessi mikla harka gagn- vart landabruggurum er sérdeilis ógeðfelld og fellur í raun og veru í flokk með einstrengingslegum við- horfum innflutningsyfirvalda í garð Hagkaups og Bónuss þegar þessar verslanir hafa gert tilraun til þess að flytja ódýrar, unnar kjötvörur til landsins. Þetta kann ef til vill að hljóma undarlega í eyrum ein- hverra en þeim hinum sömu skal bent á að landabruggarar selja lítr- ann af landa á 1500 krónur sem er um það bil helmingi ódýrara en sambærilegt magn af vodka kostar í áfengisverslunum ríkisins. Af þessu sést að framlag landabruggaranna skiptir verulega miklu máli íyrir þá sem hafa minni auraráð, eins og til dærnis menntaskólanema. Nú hef- ur það verið ein megin röksemd harðrar stefnu gegn landasölu- mönnunt að viðskiptavinir þeirra eru unglingar. Þetta er auðvitað tóm steypa því ef unglingar ætla sér á annað borð að ná sér i brennivín af einhverri sort gera þeir það, hvort sem þeir kaupa landa eða fá einhvern sem hefur aldur til að fara í Ríkið og versla íyrir sig þar. En eins og fyrr segir er það bara miklu dýrara. Landabruggarar hafa þann- ig lagt sinn skerf til kjarabaráttu samfélagsins og má því í raun kalla þá litla Jóhannesa í Bónus, en eins og hann, í upphafi ferils síns, beita þeir ýmsum brögðum í samkeppn- inni við sér stærri aðila. Landa- bruggararnir eru reyndar nokkurs konar nútíma Hróa hettir; með at- hæfi sínu taka þeir spón úr aski hinnar risastóru einokunarverslun- ar ríkisins á áfengi og láta þá sem minna mega sín njóta. Enn er deilt um heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem halda á hér á landi eftir tæpa hundrað daga. í gær var sérstök bókunarmiðstöð ferðaskrifstofanna lögð niður og viðbrögðin létu ekki á sér standa, afbókanir fóru strax að berast og skyndilega eru yfir tvö hundruð hótelherbergi laus yfir keppnisdagana. Nú stefnir í að mun færri komi til landsins vegna keppninnar en í fyrstu var gert ráð fyrir Afbókanir streyma inn að öllu óbreyttu verða erlendir áhorfendur varla fíeiri en tvö þúsund. ^ Nú eru tæpir hundrað dagar þar til stærsta íþróttamót fslandssög- unnar verður sett við hátíðlega at- höfn í breyttri Laugardalshöll. Mik- ið hefur verið rætt og ritað um keppnina og framkvæmd hennar og enn sér ekki fyrir endann á þeim umræðum. Ferðaskrifstofur hafa að undan- förnu kvartað yfir slælegu og tflvilj- anakenndu upplýsingastreymi varðandi keppnina. Segja þeir að miðasöluaðilar svo og handknatt- leiksforystan hafi ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi og erfitt hafi verið að nálgast nauðsynlegar upp- lýsingar varðandi verð á einstaka leiki keppninnar. Þessu mótmælir handknattleiksforystan harðlega og segir að ef lögmál markaðarins heíðu fengið að ráða, eins og þeir hefðu alltaf viljað, væri staðan önn- ur nú. Nú stefnir í að áhorfendur erlendis frá verði mun færri en upphaflega var gert ráð fyrir, líklega ekki mikið fleiri en tvö þúsund. Gunnar Snælundur Ingimars- son, framkvæmdastjóri Islandia Travel UU í Kaupmannahöfn, sagði á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn að mikið hefði skort á að reynt fólk í ferðaþjónustu hefði komið að málum varðandi undirbúninginn. „Flugbókanir í Danmörku vegna heimsmeistarakeppninnar í hand- bolta á íslandi, HM ‘95, eru mjög takmarkaðar hjá Flugleiðum og er umræða og athygli í Danmörku um mótið lítil sem engin. Aðeins hafa 21 aðili bókað ferð til íslands og að auki er ein lyrirspurn í gangi.“ Hann segir að erfitt sé að fá raun- hæfar upplýsingar frá mótshöldur- um á íslandi, sem hægt sé að byggja á. Aðilar í ferðaþjónustu hafi marg- ir hverjir beðið í rúmt ár eftir skýr- um upplýsingum um framkvæmd keppninnar, miðaverð og fleira, en þeir bíði flestir enn. Lítil sem engin svör hafi komið að heiman og skipulagningin virðist vera hálfgert klúður frá upphafi til enda. Gunnar segir að málið sé alvar- legt. Að hans mati sé jafnvel hætta á að trúverðugleiki íslands sem ábyggilegs ferðamannalands geti beðið skaða af. Hann telur að HSÍ virðist ekki kæra sig um aðstoð reyndra aðila í ferðaþjónustu og að það sé ekki gott fyrir keppnina sjálfa. Frétt þessa efnis birtist í Morg- unblaðinu á föstudaginn og vakti mikla athygli. Engar fyrírspurnir boríst Hákon Gunnarsson fram- kvæmdastjóri HM ‘95 segist vera mjög undrandi á þessum ummæl- um Gunnars. „Við höfum farið í gegnum allt skjalasafnið okkar og komið hefur I ljós að þar er ekkert að finna um Islandia Travel," segir hann. „Ekkert okkar hefur heldur nokkru sinni heyrt á þennan Gunnar Snælund minnst fyrr en þessi ummæli hans birtust." Hákon segir að HSÍ hafi haft samband við Gunnar og hann hafi dregið allt til baka munnlega. „- Þetta er einfaldlega alveg út í biáinn hjá honum,“ segir hann. „Ég hef ekki orðið var við kvartanir yfir upplýsingaskorti og að segja að við höfum ekki ráðfært okkur við þar til bæra menn í ferðaþjónustunni er bara hreint rugl.“ Þegar MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Gunnar sagðist hann hafa fengið rosaleg viðbrögð vegna þessara ummæla. „Það fór allt á annan endann og þess vegna ætla ég aðeins að haida að mér höndum í þessu máli. Ég stend við það sem ég sagði og finnst ekki nógu gott að farið hafi verið að huga að upplýsingaþættinum þegar að innan við ár var tii stefnu. Vissu- lega eru ýmsir hlutir sem erfitt er að fastsetja en það er ekki nógu gott að flestar staðreyndir séu fljótandi og sérstaklega er það ruglingslegt gagnvart okkar viðskiptamönn- um,“ segir Gunnar. Dreifileiðir ekki notaðar Gunnar er ekki sá eini sem er ósáttur við hvernig málin hafajtró- ast. Björn Ingólfsson hjá Urval Útsýn segir að það megi alveg koma fram að HSl hafi ekki nýtt fólk með kunnáttu á ferðamálum nægilega og að sínu mati sé það alltaf betur og betur að koma í ljós. „Þær dreifi- leiðir sem til eru í landinu hafa ekki verið notaðar," segir hann. „Það er ekki búið að selja mikið og ekki hefur mikið verið bókað þannig að það er mín skoðun að þeir hafi skotið fyrir neðan beltisstað í þessu máli.“ Annar aðili innan ferðaskrif- stofugeirans, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að sér þætti Kristín Sif Sigurðardóttir segir að bókunarmiðstöðin hafi verið sett á laggirnar til að koma í veg fyrir að stóru skrifstofurnar blokker- uðu allt hótelrými á þessum tíma. fyrirkomulagið á þessu hafa verið hættulegt. Einn aðili hafi séð um miðasöluþáttinn og annar um bók- anir á hótelin og gistiplássið. „Þetta skapar ósamstöðu og vandræði og mér hefði fundist betra að hafa þessi mál öll á könnu fram- kvæmdanefndarinnar," segir hann. Sami aðili segir að það hafi ekki bætt málstað ferðaskrifstofanna að þær hafi stofnað með sér sérstaka bókunarmiðstöð til að stjórna pöntunum á gistingu. Síðan var sumartíminn færður fram og nú er „off-season“ tími seldur á dýrasta verði.“ Umdeild bókunar- miðstöð Mikill styrr hefur staðið um svo- kallaða bókunarmiðstöð síðan hún var sett á laggirnar fyrir nokkrum mánuðum. Kristín Sif Sigurðar- dóttir, starfsmaður innanlands- deildar Samvinnuferða- Landsýnar, segir að miðstöðin hafi verið sett á laggirnar til að koma í veg íyrir að stóru skrifstofurnar blokkeruðu allt hótelrými á þessum tíma. Þetta hafi einfaldlega verið gert til að hafa allt varðandi bókanir sem farsælast. Handknattleiksforystan brást á sínum tíma hart við þegar tilkynnt var um bókunarmiðstöðina og sagði að þetta væri tilraun til að einoka markaðinn. Hákon Gunn- arsson segir að þessi miðstöð hafi allan tímann verið óþörf og að betra hefði verið að láta markaðinn ráða. Frá og með deginum í gær, 1. febrúar, var þessi miðstöð síðan lögð niður og nú er það hvers hót- Ólöglegar sjálfskuldarábyrgðir Kópavogsbæjar á skuldabréfum vegna bygg- ingaframkvæmda í landi bæjarins Lífeyrissjóður starfsmanna bæjar- ins umfangsmikill kaupandi Á fundi bæjarráðs Kópavogs í dag verður gert grein fyrir því hversu margar sjálfskuldarábyrgðir Kópavogsbær hefur gengist undir vegna skuldabréfa sem hafa verið gefin út í tengslum við bygginga- framkvæmdir í landi bæjarins. I síðustu viku var úrskurður fé- lagsmálaráðuneytisins um lögmæti þessara sjálfskuldarábyrgða gerður opinber en fulltrúar ráðuneytisins komust að þeirri niðurstöðu að þær væru skýlaust brot á sveitar- stjórnarlögunum. I framhaldi af úrskurði félagsmálaráðuneytisins lögðu minnihlutamenn í bæjar- stjórninni, þeir Valþór Hlöðvers- son, Alþýðubandalagi og Kristján Guðmundsson Alþýðuflokki, fram fyrirspurn í bæjarráði um hve margar sjálfskuldarábyrgðir Kópa- vogsbær hefði gengist undir síðast- liðin fjögur ár, en þetta fyrirkomu- lag var tekið upp í tíð núverandi meirihluta. Einnig óskuðu þeir eftir upplýsingum um hversu mörg skuldabréf Lífeyrissjóð- ur starfsmanna Kópa- vogsbæjar hefði keypt þar sem Kópavogsbær væri í sjálfskuldar- ábyrgð. Heimildarmenn MORGUNPÓSTSINS, sem nákunnugir eru I Kópavogi, telja að Líf- eyrissjóðurinn hafi keypt þessi skuldabréf fyrir hátt á 100 milljónir króna. -jk Hákon Gunnarsson. „Ég hef ekki orðið var við kvartanir yfir upplýs- ingaskorti og að segja að við höf- um ekki ráðfært okkur við þar til bæra menn í ferðaþjónustunni er bara hreint rugl.“ els fýrir sig að taka við pöntunum og fyrirspurnum. Strax í gær, þegar að greiða þurfti staðfestingargjald, tóku afbókanir að streyma inn og segir heimildarmaður blaðsins að I gær hafi skyndilega losnað um tvö hundruð hótelherbergi í Reykjavík yfir sjálfan keppnistímann. Þetta segir Hákon sanna að miðstöðin hafi ekki verið nauðsynleg og von- ast til að nú, þegar að markaðslög- málin um framboð og eftirspurn fá að ráða, muni hlutirnir breytast til batnaðar. Fáir hafa efni á að vera alla dagana Kristín Sif segir að seint hafi gengið að fá upplýsingar um fyrir- komulag og miðaverð á keppnina. Hún segir að það sé ekki að öllu leyti Ratvís að kenna, HM-nefndin og Alþjóða handknattleikssam- bandið eigi sína sök einnig í því máli. „Það eru fáir sem hafa efni á því að vera á hóteli alla sextán dag- ana,“ segir hún. „Þess vegna vill fólk fá tækifæri til að kaupa aðeins átta-liða úrslitin eða bara úrslitin sjálf en til að byrja með var það alls ekki hægt. Þetta breyttist hins vegar nú í janúar og síðan hafa viðbrögð- in verið jákvæð. En þetta hefði bara mátt gerast miklu fýrr.“ Þessi breyting á miðaverðinu og fyrirkomulaginu á sölunni kom að- eins rúmum hálfum mánuði áður en greiða þurfti fyrirframgreiðslu til hótelanna. „Rúmur hálfur mán- Gunnar Snælundur Ingimarsson. „HSÍ virðist ekki kæra sig um að- stoð reyndra aðila í ferðaþjón- ustu, sem boðar ekki gott ef þessi keppni á að heppnast sem skyldi." uður í nýtt söluátak er því afar erfið aðstaða og gerir það að verkum að afar erfitt er að átta sig á stöðinni." Kristín Sif segir samt að þetta hafi ekkert komið sér á óvart. „Það er engin afsökun í sjálfu sér en við íslendingar gerum alltaf allt á síð- ustu stundu. Það er hins vegar mjög erfitt að útskýra það fýrir út- lendingum sem vilja hafa allt sitt á hreinu með löngum fýrirvara." Nöldur og leiðindi Handknattleiksforystan bauð á sínum tíma út miðasöluþáttinn gegn tryggingum og hafði þá Hall- dór Jónsson, ungur Akureyring- ur, betur í keppni í ferðaskrifstof- urnar. Síðan þá hefur andað köldu milli ferðaskrifstofanna og hans og Ratvís hf. sem sér um miðasöluna. „Þetta er bara samkeppni og maður er auðvitað orðinn þreyttur á þess- um eilífu erjum við kollega sína,“ segir Halldór. „En nú á síðustu dögum hefur staðan breyst að mínu mati, fólk er meira að taka við sér og ég held að þessir síðustu dagar fyrir keppni verði að mestu lausir við nöldur og leiðindi.“ Hákon tekur undir þetta. „Und- irbúningurinn gengur vel þessa dagana og loksins virðast allir leggj- ast á eitt,“ segir hann. „Það eru allir að kveikja og auðvitað er það kannski svolítið seint nú, það er hins vegar alls ekki of seint og það er rnálið." Björn Ingi Hrafnsson Framsalsbeiöni vegna hassinnflutnings Loks framsal á Tryggva Bjarna Framsalsbeiðni á Tryggva Bjarna Kristinsson hefur iengi verið að velkjast í kerfinu. Síðustu vikur hefúr verið beðið endurnýj- aðrar framsalsbeiðni frá fíkniefna- deildinni en það tafðist vegna þýð- inga á skjölum. Nú eru þýðingar klárar og dómsmálaráðuneytið mun senda ffamsalsbeiðnina til innanríkisráðuneytisins í Portúgal öðru hvorum megin við helgina en Tryggvi Bjarni er þar í fangelsi út þennan mánuð. Framsalsbeiðnin er tilkomin í kjölfar hassmáls sem upp kom í nóvember. Þá var breskt par tekið á Keflavíkurflugvelli með 6,1 kíló af hassi og I kjölfarið sátu þrír Is- lendingar, Sigurbjörn Þorkels- son, Orn Ingólfsson og Þorri Jóhannsson í gæsluvarðhaldi. Grunar lögregluna að hópur í kringum þessa menn hafi um langt skeið stundað innflutning á fíkniefnum hingað til lands og á Tryggvi Bjarni að hafa útvegað efnin um árabil en hann hefur lengi verið búsettur á Spáni. I tengslum við framsalsbeiðnina var spurst fýrir um Tryggva Bjarna hjá Interpol þar sem óttast var að hann gengi þeim úr greipum vegna þeirrar tafar sem varð á framsalsbeiðninni. Sá ótti reyndist ástæðulaus því hann er lokaður í fangelsi en hann var dæmdur til þriggja mánaða gæsluvarðhalds í Portúgal vegna fíkniefnamáls en síðastliðið sumar var hann dæmdur til fangavistar fyrir ofbeldi gegn þarlendri konu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.