Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 15 SIGBJORN GUNNARSSON Alþýöuflokki Lýöræðið athyglisverðast „Athyglisverðast var þetta mikla lýðræði sem kínverskir stjórn- málamenn voru að telja okkur trú um að ríkti þarna í landinu og á þinginu. Þarna er semsagt Flokk- urinn, og svo sjö lýðræðisflokkar. Ágreiningurinn er enginn í stærri málum og ef það er einhver ágreiningur þá leysa þeir hann í góðu samkomulagi þannig að það er enginn ágreiningur. Óþægileg- ast var að sjá Torg hins himneska friðar sem svo er nefnt. Það rifjaði upp ákveðna atburði.“ þeim, sem er gríðarlega mikil í öll- um þessum borgum. I Shanghai, eða þar í nágrenninnu, er til dæmis verið að reisa milljónaborg, sem er bara skipulögð á einu bretti og byggð upp. Þetta er náttúrlega ótrúlegt átak hjá þeim. Þarna eru líka miklar vegaframkvæmdir, það er verið að byggja hraðbrautir og þess háttar. Markmiðið hjá þeim er að keyra upp hagvöxtinn og lífs- kjörin. En þjóðfélagið er greinilega mjög aftarlega og sjálfsagt veruleg fátækt þarna almennt.“ Var þetta eingöngu kurteisisheim- sókn eða höfðuð þið eitthvað gagn af PÁLMIJÓNSSON Sjálfstæðisflokki Skipulagið minn- ir á Manhattan „Athyglisverðastar fannst mér þessar stórframkvæmdir þeirra á Yangtze-svæðinu. Þar eru erlend fyrirtæki með mikla uppbyggingu. Stór og mikil umferðarmannvirki, heilu þorpin og jafnvel borgirnar. Skipulagið á borginni sem þeir eru að byggja í útjaðri Shanghai minnti mig helst á skipulag Man- hattan. Það sem kom mér undar- legast fyrir sjónir var þessi gríðar- lega fólksmergð á götunum og reiðhjólamergðin. Reiðhjól með hvers kyns farartæki aftan í, þar sem hjólreiðamenn drógu vagna með furðulegasta farangri á eftir sér. henni líka? „Maður reyndi að horfa á þetta frá þeirra sjónarhóli, þeir borga jú og bjóða okkur.“ En þingið borgaði þó ferðina til Kína? „Jú, en mestur kostnaðurinn er auðvitað við uppihaldið og ferðirn- ar innanlands. Eg hugsa að þeir telji það gagnlegt fyrir sig að menn hafi séð þetta sem er að gerast og leggi þá inn gott orð eða hafí áhrif á að fjárfesta hver í sínu landi. Þeir fá fólk alls staðar að úr heiminum til að skoða þetta. Því þeir eru jú á höttunum eftir peningum. Og maður gerir sér frekar grein fyrir því hvað mikið er í húfi, að það haldist sæmilegur friður í þessu samfélagi. Því ef hlutirnir fara úr KRISTINN H. GUNNARSSON Alþýöubandalagi Prjónar, nálar og bragðvont seyði „Við fengum marga skrítna rétti aö borða og það merkilegasta var, að þeir réttu okkur alltaf prjóna. Menn urðu að reyna eins og þeir gátu að moka upp í sig með þeim. Það gekk nú misjafnlega, en sum- ir voru nokkuð seigir við þetta. Jón Helgason var ótrúlega fljótur að ná þessu, þetta voru greinilega land- búnaðaráhöld sem hann kann á. böndunum í Kína, þá verður nátt- úrlega enginn ósnortinn af því fári. Síðan sýndi ferðin mér það, að Kín- verjar eru í rauninni mjög háðir umheiminum. Þeir treysta á hann til að toga sig inn í nútíðina. Að GUÐRUN HALLDORSDOTTIR Kvennalista Skemmtilegast að klöngrast upp á Kínamúrinn „Athyglisverðast fannst mér þetta kapítalíska kapphlaup sem Kínverjar eru komnir í núna. Skemmtilegast fannst mér, eins og líklega flestum sem koma til Kína, að koma á Kínamúrinn. Þetta er eina mannvirkið sem sést frá tunglinu og manni finnst auð- vitað voðalega merkilegt að hafa getað klöngrast upp á hann. Óþægilegast fannst mér að horfa upp á allt þetta fólk vinna tíu, tólf tíma á dag og jafnvel lengur, alla daga vikunnar, fyrir lítil sem engin laun. Það setur að manni ákveðinn uggur við að sjá þetta og þetta var liklega óþægilegasta upplifunin í ferðinni. kapítalið, sem á að drífa þá áfram, komi þaðan. Og það er út af fyrir sig mjög merkilegt að þeir skuli vera svona augljóslega háðir um- hverfinu, því þetta er ríki sem í fleiri þúsund ár hefur lokað sig af og meðal annars byggt þennan mikla múr sinn til að fá frið fyrir umheiminum. Ég held að það tosi þá dálítið áfram, og þó að það verði einhverjir skrykkir á þeirra mann- réttindabraut þá held ég að fjár- magnið og hagsmunir þeirra togi þá nú alltaf í réttu áttina." Hittuð þið einhverja ráðamenn? „Já já, við hittum ráðamenn á kínverska þinginu, það var þingið sem bauð okkur formlega. Það er nú elcki mikils megnugt í reynd sýndist mér. Að forminu til hefur það svipaða stöðu og hjá okkur. En það virðist vera hluti af flokknum. Það er þarna 3000 manna þinglið, sem starfar mjög lítið, síðan er kosið af því í 300 manna fastanefnd, sem starfar allt árið og er hið raunveru- lega þing. Úr henni kjósa þeir sitt „po- litbúro", fámenna klíku sem í raun og veru ræður öllu. Við hittum þingforseta og aðra háttsetta menn í þessu kerfi, auk þess sem við hittum borg- arstjórana og floleks- broddana í þeim borgum sem við fór- um til. Yfirleitt fór það saman að þeir sýndu okkur borgar- stjórann og formann flokksins, og oft reyndist það nú sami maðurinn. Þannig virkar þetta einflolcks- kerfi hjá þeim og er nú ekki ýkja spenn- andi satt að segja.“ En þú heldur að kapítalið geti bjargað þeim? „Já, ég held að þeir treysti aiveg á það. Það er veruleg mis- skipting auðsins inn- an Kína og fer trúlega vaxandi eftir því sem borgirnar ná sér meira á strik. Þá sitja sveitirnar eftir, misskiptingin eykst og fólk streymir í auknum mæli til borganna sem verða að taka við því. Og ég held að það sem helst JÓN HELGASON Framsóknarflokki Fallegir garðar og óperan skemmtilegust „Athyglisverðast var auðvitað að sjá þessa gífurlegu uppbyggingu og áform Kínverja um áframhald- andi aukin umsvif á því sviði. Það var mjög skemmtilegt þegar farið var með okkur um ákaflega fallega garða og svo í óperuna kínversku, sem er jú töluvert öðruvísi en við eigum að venjast hér. Undarleg- ast fannst mér að koma inn í þessi nýbyggðu hús og finna þennan kulda sem þar ríkti. Því þótt húsin séu ný, þá eru þau óeinangruð og óupphituð. geti bjargað þeim er ef þeir geta notað sína eigin peninga og fengið erlenda fjárfesta til að byggja upp þjóðfélagið. Það verður hugsanlega til þess að halda friðnum innan þeirra dyra. Þeir eru líka það háðir fjármagni að þeir geta ekki að mínu viti hent erlendum fjárfestum út aftur þó að þeir móðguðust eitt- hvað. Þeir verða held ég smátt og smátt að beygja sig undir það sem menn eru almennt að gera kröfur um, svo sem aukin mannréttindi og annað slíkt.“ En eru.þœr kröfur svo hávœrar? Eru menn ekki að byggja þarna og fjárfesta alveg óháð því hvernig kín- versk stjórnvöldfara með þegna sína? „Jú, fjárfestarnir eru náttúrlega að byggja á fullu, þeir eru bara að hugsa um sína peninga eins og eðli- legt er. Jújú, menn eru auðvitað að banka á þá alls staðar, þótt við sé- um ekki áhrifamiklir, þá reynum við nú að koma þessu að og aðrir gera það líka. Síðan eru þeir að byggja upp símakerfi svo menn eru farnir að geta hringt frá Kína út um allan heim, þeir eru að byggja upp sjónvarpskerfi og þá geta Kínverjar farið að sjá umheiminn. Tækni- væðingin opnar landa- mærin. Ef þú sérð í þínu sjónvarpi eða talar við fólk úti í heimi og veist hvað talið er eðlilegt annars staðar, þá sætt- irðu þig ekki við ein- hverja mikla kúgun heima hjá þér. Þannig streyma áhrifin inn í Kína og eins í gegnum síaukin samskipti Kín- verja við fólk af öðru þjóðerni. Ég held að það þýði ekkert fyrir þá að reyna að halda lokinu niðri, þetta er eins og þegar vatn sýður, það hefur enginn afl til að halda lokinu niðri til lengdar, það fer af. Þannig að ég held nú að menn eigi að halda ótrauðir áfram í að að- stoða við þessa upp- byggingu.“ Ef menn vilja ekki blóðuga borgarastyrjöld þá verða þeir semsagt að bœta sig, það er þín skoðun? „Já. Þeir verða að láta pólitískar umbætur fylgja þeim breytingum sem verða á þjóðfélaginu í takt við uppbygginguna. Ef menn ríghalda í flokkinn og vilja láta hann ráða öllu áfram, þá verða þarna árekstrar sem óhjákvæmilega verða mjög harðir. Því borgarstjórarnir vilja jú geta fengið fyrirtæki sem byggja og svona og þeir þurfa ákveðið frelsi til þess að geta samið um og útfært sínar áætlanir. Það geta þeir ekki ef þeir eru alltaf bundnir af flokknum í Beijing." Glasnost í Kína? „Já, ég held að það sé óumflýjan- legt. Því ef þeir hafna því, við skul- um segja að flokkurinn héldi sínu striki og neitaði að minnka sín völd, þá mundu þeir eiginlega vera að skella í lás, loka hurðinni aftur. Og þá kæmi upp eitthvað svipað ástand og í menningarbyltingunni, tíu ára eymdartímabil." Salome ásamt varaforseta kínverska þingsins og túlkinum, sem talaði reiprennandi íslensku eftir nokkurra ára dvöl hér á landi. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra íslands í Kína, hefur afhent trúnaðarbréf sitt og opnað bráða- birgðaskrifstofu sendiráðsins í Beijing. Þvert ofan í yfirlýsingar utanríkisráðuneytisins um hið gagnstæða, þá er skrifstofa þessi til húsa á Hilton-hótelinu og verður þar eitthvað áfram Hjálmar á Hilton í Peking Fá aðstöðuna á góðum kjömm, að sögn Róberts Trausta Árnasonar ráðuneytisstjóra. Þann 20. október síðastliðinn greindi MORGUNPÓSTURINN frá áformum utanríkisráðuneytisins um að hýsa væntanlegan sendi- herra íslands í Kína, Hjálmar W. Hannesson, á Hilton- hótelinu í Beijing fyrstu mánuðina eftir að sendiráðið hæfi starfsemi sína. 1 samtali við blaðið bar Róbert Trausti Árnason ekki á móti þessu, og var haff eftir honum að þetta væri nauðsynlegt því ekki væri hægt að láta sendiherrann búa í tjaldi. Þegar greinin í MORGUN- POSTINUM birtist sá hann sig hins vegar knúinn til að „leiðrétta" þessa ffétt og sendi í því skyni yfirlýsingu til allra fjölmiðla þar sem hann sagði „Engar líkur [vera] til þess að sendiherra íslands muni í byrjun dvelja á lúxushóteli í Beijing í tvo mánuði.. Nú er Hjálmar hins vegar fluttur inn á Hilton og hefur opnað bráða- birgðaskrifstofu sendiráðsins í húsakynnum þess. Ekki er enn vit- að hvenær hann mun geta flutt inn í húsnæðið, sem kínversk stjórn- völd hafa úthlutað honum. Róbert Trausti sagði ástæðuna fýrir þessu vera þá að fyrirheit kín- verskra stjórnvalda um skjóta úr- lausn í húsnæðismálum sendiráðs- ins hefðu brugðist. „Þegar þessi yf- irlýsing var send út voru uppi aðrar áætlanir, en kringumstæður hafa breytt þeim. Við fáum ekki hús- næði undir sendiráðið á þeim tíma sem okkur var lofað. En ég sé satt að segja ekki hvað þið hafið út á það að setja að maðurinn búi á hót- eli í Beijing ef að áætlanir okkar hafa breyst vegna ytri kringum- stæðna. Þessi yfirlýsing sem ég sendi frá mér á sínum tíma byggð- ist á forsendum, sem nú hafa breyst. Svo einfalt er það og þess vegna verður Hjálmar að búa á hót- eli. Nú, af því að þið eruð jú skatt- greiðendur og eigið heimtingu á að vita hvernig farið er með ykkar skattpeninga, þá er sjálfsagt að láta ykkur vita af því að hann Benedikt Jónsson, fjármálastjóri almennu skrifstofunnar hér í ráðuneytinu, samdi við hann Briem hótelstjóra um að Hjálmar fengi að vera þarna á einhverjum þokkalegum kjör- um.“ MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Hjálmar á Hilton- hótelinu og spurði hann nánar út í húsnæðismálin og fleira. „Ég afhenti trúnaðarbréfið 25. janúar og sendiráðið hefur verið opið síðan hér á hótelinu, þetta er farið af stað á fullu. Ég er byrjaður að heimsækja ýmsa kínverska aðila og svo aftur starfsbræðurna. Það er búið að sýna okkur ýmis- legt, fjórar vistarverur, og ég hef ákveðið að taka eina þeirra. Þar þarf mikið að laga og standsetja ennþá, svo þetta tekur nú einhvern tíma ennþá. Ég veit ekki nákvæm- lega hversu langan tíma, það fer svolítið eftir því hvað við erum lengi að fá þau húsgögn og annan búnað sem við þurfum. Þetta tekur aUt sinn tíma.“ Er búið að ráða kínversku starfs- menntna tvo sem ráða á? „Ég er búinn að ráða kínverska rit- arann og túlkinn, sem er ein og sama manneskjan. Svo ræð ég með tíman- um bílstjóra og að- stoðarmann, en það er ekki alveg komið að því enn- þá. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hvenær fleiri Is lendingar koma ^ hingað til starfa, það er alveg gífurlegt húsnæðis- vandamál hérna í borginni þótt mikið sé byggt og þetta tekur lengri tíma hér en annars staðar. Svona er þetta nú stofnað og svona hafa öll okkar sendiráð verið stofnuð, menn byrja á hóteli og leita síðan að hentugu húsnæði. Þannig var þetta í Þýskalandi þar sem ég var áður, þar voru skrifstofur sendi- Utanríkisráðuneytið Sendiherra í Kína ekki á lúxushóteli mm f/ T UTANRlKlSRÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna um- fjöllunnar MorgunpósUins I g»r um stofnun sendiriðs lslands i Kina. Þar segir að „engar líkur eru til þess að sendiherra lslands muni ( byrjun dvelja á lúxushóteli i Betjing i tvo mánuði með tilvitnuðum kostn- aði Morgunpóstsins og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um gistiaðstöðu hans". .Snemma á þeasu ári ákvað ríkis- stjómin að sctt vcrði á stofn fyrsta sendiráð íslands I Aslu og var þvi valin staður I Beijing ( Kina. Hjálm- ar W. Hannesson verður sendiherra með búsetu I Bcying frá næstu ára- mótum. 1 upphafi lá fyrir að með þcssu fyrirkomulagi gæti sendiráðs- skrifstofa Islands ekki verið innan sendiráðs Svþjóðar. Þegar hafa ver- ið lögð drög að aðstöðu fyrir skrif- stofu sendiráðsins og bústoð fyrir sendiherrann ( samráðt við stjóm- völd i Beijing. Sendiherrann mun hafa sér til aðstoðar I sendiráðinu tvo kínverska starfsmenn." segir i yfirlýsingu ráðuneytisins. 26,4 miiy. til sendiráðsins 1 yfirlýsingunni segir ennfremur að ráðuneytið hafi lagt til við Al- þingi að „fjárveiting til sendiráðsins nemi 2G.4 m.kr. árið 1995 og gcrir ráðuneytið ráð fyrir allt að 6 m.kr. stofnkostnaði að auki til að koma upp starfsaðstöðu sendiráðsins I Bejjing." Hjálmar í góðum félagsskap á Hilton-hótelinu. Frá vinstri: Starfsmaður íslenska ræðismannsins í Hong Kong, Hjálmar, Belinda Theriault, starfs- maður Alþingis, Sigbjörn Gunnarsson þingmaður og ræðismaður íslands í Hong Kong. Frétt Morgunblaðsins frá 21. október, þar sem utanríkisráðuneytið vísar því á bug að Hjálmar muni búa á lúxushóteli. ráðsins á hóteli við Rínarfljótið í meira en hálft ár. Þannig hefur þetta verið með flest íslensk sendi- ráð önnur og þetta á við um öll sendiráð sem stofnuð hafa verið hér. Sendiráð Kýpur var til dæmis í marga mánuði á hóteli áður en það flutti í sitt eigið húsnæði. Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi.“ Hvernig líst þér svo á Kína? „Þetta er ævintýri líkast. Mikið byggt og ótrúlegar breytingar greinilegar, sem hafa átt sér stað á fáum árum. Það er nú kannski það sem slær mann mest. Það eru heilu, gömlu kínversku hverfin að víkja fyrir háum blokkum og háhýsum og hér eru vegaframkvæmdir mikl- ar. En mér líst bara nokkuð vel á þetta og hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“ æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.