Helgarpósturinn - 02.02.1995, Page 5

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Page 5
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR’t995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 5 lArni farinn til Friðriks Pórs Isienskir dómarar fluttir út Nú hefur verið ákveðið að Gylfi Orrason, milliríkjadómari, dæmi leik Hollands og Möltu í Evrópu- keppni landsliða 29. mars næst- komandi. Línuverðir verða þeir Pjetur Sigurðsson og Egill MAr Markússon og þeim til halds og trausts verður Guðmundur Stefán Maríasson. Afar fátítt er að íslensk- ir dómarar fái úthlutað leikjum á „off-season“ hér heima, það er, þegar okkar tímabil stendur ekki yf- ir, og er þetta talið merki um að vegur Gylfa fari sívaxandi hjá dóm- aranefnd EUFA sem mun reyndar afar fastheldin á sína svartklæddu menn.... I / L*J 'JL4VJ 'J I 'ii^T»1I I '1 íl Annars staðar í blaðinu er fjallað um starfsemi Útlendingaeftirlitsins sem Haraldur B. Böðvarsson og ýmsir aðrir virðast telja vera hina ís- lensku leyniþjónustu. Hvað sem slíkum hugleiðingum líður þá hefur Árni Sigurjónsson stýrt þeirri deild um langt árabil af festu og mynd- ugleik. Embættið nýtur töluverðr- ar sérstöðu innan löggæslunnar og er yfirmaður eftirlitsins einn í efsta launaflokki lögreglu- manna. Nú styttist hins vegar í að Árni láti af störfum fyrir aldurs sakir. Menn eru sam dóma í því að Jóhann Jó- hannsson aðstoðaryfirlög- á Utlendinqaeftirliti embættinu taki við af Arna en Jó- hann hefur starfað hjá Út- lendingaeftirlitinu í yfir tvo áratugi... Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson verða rit- stjórar Mannlífs enn um sinn því að Árni Þórarinsson er enn i fríi frá blaðinu og verður það um óákveðinn tíma en hann hefur nýverið tekið að sér verkefni fyr- ir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmann og mun meðal annars sinna kynningar- málum ásamt fleiru. Árni tók sér sem kunnugt er ársfri frá störfum til að rita Hrafns sögu Gunnlaugssonar en því fríi lýkur fyrsta mars og í samtali við blaðið sagði Árni að allt væri óákveðið í þessum efnum en þó kæmi til greina að framlengja frí- inu... Gurudev sparkað af stallinum Gurudev þekkja vafalaust margir sem lagt hafa stund á kripalujóga enda guðfaðir þess, ekki bara hér á landi heldur víðar í Evrópu. Hermt er að hann hafi í það minnsta kom- ið hingað til lands sex sinnum. Þeir sem ekki hafa sótt til hans kennslu gætu kannski glöggvað sig á útlits- lýsingu á Gurudev, en jafnan þegar birtast auglýsingar um námskeið með honum í hérlendum blöðum er hann íklæddur hvítum siðum kufli og sandölum. Hann er gullinn á hörund, enda Indverji og með axla- sítt svart og fremur þykkt hár. Þá brosir hann afar móðurlega á aug- lýsingamyndunum. Eitt af sérkenn- um hans er nefið, en það er nokkuð áberandi stórt í hlutfalli við aðra drætti andlitsins, ennfremur sem skarð á milli tanna skín í gegnum þykkar varir. En nóg um það. Á dögunum var honum sparkað úr jógasamtökunum sem hann hefur verið gúru fyrir um langt skeið. Ástæðan er sú að hann fór að halda við einn nemanda sinn, erlendan. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema hvað hann boðaði ætíð skírlífi, eða sagði að þegar mannskepnan væri kom- in eins langt í jóga eins og hann þyrfti hún ekki á kynlífi að halda. Og hann var fyrirmynd þúsunda manna í þeim efnum. Ekki mun hann hafa komið þeim hugmyndum ofan í Islendinga svo vit- að sé, en þeir sem litu hvað mestu upp til hans í kripalujóganu erlendis urðu æfir að reiði og sáu sér ekki annað fært en að fella goðið af stallin- um. Það má því vart gera ráð fyrir því að hann komi til Islands á vegum samtakanna á næst- unni... 3úða-þorrinn pirrar veitingamenn Frá því tvískipt virðisaukakerfi var innleitt á sínum tíma hafa veitinga- menn ár hvert á þorrranum kvartað sáran yfir óeðlilegri samkeppni matvörukaupmanna sem dæla út þorrabökkum í verslunum sínum. Stærstu matvöruverslanir landsins selja flestar tilbúna þorrabakka þar sem kræsingarnar eru niðurskornar með öllu meðlæti, til dæmis kart- öflumús og rófustöppu. Þetta finnst veitingamönnum ansi hart því ef þeir vilja selja sína þorrabakka út úr húsi bera þeir 24,5 pró- senta virðisaukaskatt en matvörukaupmenn þurfa hins vegar aðeins að rukka 14 prósent af sín- um bökkum. ... Gamlir FH-ingar dregnir upp á dekk I dag stendur til að skrifa undir samn- ing á milli framkvæmdanefndar HM ‘95 og Hafnarfjarðarbæjar í gamla leikfimishúsinu við Lækjarskóla i Hafnarfirðinum. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að bjóða til fundarins öllum þeim leikmönnum sem leikið hafa A-landsleiki fýrir hönd hafnfirskra liða áætlað að alls sé um 91 leikmann að ræða. í gær höfðu aðeins þrír þeirra boðað forföll á samkom- una og því er Ijóst að um 71 kempu verður að ræða þar sem sautján þessara manna eru búsettir erlendis. Það er því óhætt að segja í það verði bæði fjöl- mennt og góðmennt í gamla húsinu við Læ að ar- skóla nú síðdegis þegar stórmenni eins og Guð- MUNDUR ÁRNI STEFANSSON, Þorgils Óttar Mathie- sen og Gunnar Beinteins leiða saman hesta sína á góðri stundu.... Vín á hlægilequ verði Erlendir ferðamenn eiga oft ekki orð yfir matarverðinu hér á landi en þó tekur fyrst steininn úr þegar kemur að því að greiða fyrir bjór og vín á veitingahúsum. Hópur Dana var hér á ferð nýlega og hápunktur- inn á dagskránni var kvöldverður í Perlunni. Þeir virtust sætta sig ágætlega við verðið á matnum en þeir hlógu mikið þegar þeirflettu vínlistanum. Vín frá Chile var tilboð mánaðarins og kostaði tæpar þrjú þús- und krónur. Þetta eðla vín þekktu Danirnir ágætlega því það var selt í bílförmum í stórmörk- uðum í Danmörku á tvö hundruð kall... SAFIR Frá 588.000,- kr. 148.000,- kr. út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. SKUTBÍLL Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,-kr. í 36 mánuði. SAMARA Frá 624.000,- kr. 156.000,- kr. út og 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPORT Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 STOP § z í O

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.