Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 Utgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. í byrjun kosningabaráttu Óhamingju vinstri flokkanna verður flest að vopni þessa dagana, - og að sama skapi hamingju Sjálfstæðisflokksins. Vinstri flokkarnir allir, síst þó Framsóknarflokkurinn, virðast inná við þjakaðir af sundurlyndi og deilum um nánast alla skapaða hluti. Gildir þar einu hvort um er að ræða málefnin sjálf eða skipan manna á framboðslista - allt verður að upphlaupsefni innan flokkanna. Alþýðuflokkurinn fer þarna fremstur meðal jafningja og sýnist lán- leysi hans engan endi ætla að taka. Síðasta dæmið er tilvísunarkerfið margumtalaða. Þar ræðst Sighvatur Björgvinsson fram með miklu of- forsi en litlum rökum, og er ekki annað sýnna en hann verði kýldur kaldur með allan málatilhúnaðinn. Gera verður ráð fyrir, að Sighvatur hafi gert þetta með vitund og vilja þingflokksins, sem kemur þó fyrir lítið, því sjálfur varaformaður flokksins og fyrrum heilbrigðisráðherra hefur snúist þversum í málinu gegn eigin ráðherra! Alþýðubandalagið hefur gengið í gegnum talsverðar hremmingar víða um land við uppstillingu framboðslista, - ekki síst á Austurlandi og í Reykjavík, þar sem áhöld eru um hvort flokkurinn hafi gleypt BSRB eða BSRB hafi gleypt flokkinn. Þetta, ásamt stofnun Þjóðvaka, hefur leitt til þess að ýmsir Alþýðubandalagsmenn hafa tekið hatt sinn og staf og kvatt flokkinn. Athyglisvert er, að flestir þungavigtarmenn, sem hafa horfið á braut, eru úr hópi dyggustu stuðningsmanna for- mannsins, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann á raunar í hinu mesta basli þessa stundina við að ná sáttum um framboðslista flokksins í sínu eigin kjördæmi. Það hefur sömuleiðis gengið á ýmsu hjá Kvennalistanum við að koma saman framboðslistum og eitthvað hefur kvarnast úr flokknum í kjölfarið - til viðbótar þeim tolli, sem Þjóðvaki tók. Djúpstæðara vandamál fýrir Kvennalistann er hins vegar sú staðreynd, að málefna- staða hans virðist með einhverjum hætti hafa horfið og þar með lífs- neistinn, og nú síðast fýlgið, ef marka má skoðanakannanir. Þjóðvaki fékk byr undir báða vængi í byrjun, en brotlenti að sumu leyti í sjálfu flugtakinu. Á landsfundi Þjóðvaka um síðustu helgi kom nefnilega í ljós, að það sem fylgismenn flokksins eiga fyrst og fremst sameiginlegt er óánægja með hina flokkana og hrifning af Jóhönnu. Það dugar skammt þegar lítil samstaða er um stefnuna í mikilvægustu málum og stór hluti flokksmanna með svo erfiða skaphöfn, að hann strunsar á dyr um leið og andar á móti. Framsóknarflokkurinn stendur skást að vígi af vinstri flokkunum og virðist að mestu laus við hatrammar innri deilur, ef frá eru talin nokk- ur brotthlaup í tengslum við uppstillingu framboðslista og persónulegt- hnútukast í prófkjörsbaráttu. Þá sjaldan þessir flokkar geta litið upp úr innri átökum gera þeir harða hríð hver að öðrum, og það er eins og þeir hafi gleymt sínum höfuðandstæðingi - Sjálfstæðisflokknum, sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum. Þar á bæ gera menn það sem er pólitískt klókast í stöð- unni, - ekkert. Formaður flokksins gengur einfaldlega um með vatns- fötu og slekkur litla elda, sem kvikna í flokknum hér og þar, til dæmis í Hafnarfirði, löngu áður en þeir geta orðið að báli. Þeir sem þessa dag- ana gera sér vonir um alvarlegan ágreining í Sjálfstæðisflokknum vegna kvótakerfisins verða trúlega fyrir vonbrigðum. Einn dyggur sjálfstæðismaður komst svona að orði: „Við fáum að rífast um þetta í nokkrar vikur, en svo ræður Davíð“. Það stefnir sem sé í afar þægilega kosningabaráttu íyrir Sjálfstæðis- flokkinn, - hann getur alveg látið vera að taka klára afstöðu til erfiðra mála á borð við kvótakerfi, landbúnað og Evrópusamband, og samt unnið sigur í kosningunum. Þetta er ágætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en verra fyrir þjóðina, sem á heimtingu á því að vita hvert stærsti stjórnmálaflokkurinn stefnir í þessum málum. Páll Magnússon Pósturinn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, Sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. ndi fyrir alla <kur hentar! Unimæli viktmnar Ekki kjósa okkur! „Krakkarnir eru ábyrgari en þessir menn.“ Svanfríður varaformaður um samherja sína. Öll erum við framsóknar- menn inn við beinið „Það gerir ekkert til þótt við Haukur séum ekki í sama flokki, því ég er mesti framsóknarmaðurinn í Sjálfstæðisflokknum og hann er mesti sjálfstœðismaðurinn í Framsóknarflokknum." Halldór Blöndai rolluráðherra. Þar eru peningamir og völdin „Ég heffengið ágœta kynningu inn- an þess sem ég kalla „hið menning- arlega umhverfi“. Einar Már nýríki. Björt mey og hrein „Eg hef aldrei verið í Alþýðubandalaginu“ Guðrún Jónsdóttir sex flokka maki. Austurland, það er ég „Ástœðan fyrirþví að égsagði mig úr stjórn Alþýðusambands Austur- lands er sú að mér mislíkaði af- greiðsla á gagnmerkri tillögu sem ég flutti innan stjórnarinnar Hrafnkell A. Jónsson héraðshöfðingi. Nýjar áherslur með nýju fólki „Goðsögnin um hina sterku fjármálastjórn Sjálfstœðisflokksins rann sitt skeið á enda þeg- ar blákaldur veruleikinn um viðskilnað flokks- ins í Reykjavík þrengdi sérfram í dagsljósið nú í vor. „Við tökum bara lán“, var lausnarorð sjálfstœðismanna. “ Goðsögnin um hina sterku fjár- málastjórn Sjálfstæðisflokksins rann sitt skeið á enda þegar blá- kaldur veruleikinn um viðskilnað flokksins í Reykjavík þrengdi sér fram í dagsljósið nú í vor. „Við tök- um bara lán“, var lausnarorð sjálf- stæðismanna og skuldir borgarinn- ar jukust úr 4.5 milljörðum króna í árslok 1990, í 12.4 milljarða í árslok 1994. Þessi skuldasöfnunarleið var mörkuð af sjálfstæðismönnum og nú kemur það í hlut Reykjavíkurl- istans að leita nýrra leiða. Með fyrstu fjárhagsáætlun nýs meiri- hluta Reykjavíkurlistans eru fyrstu afgerandi skrefin stigin í þá átt. Það sem einkennir fjárhagsáætlunina er uppstokkun og endurmat á flestum sviðum og bjartsýnn framkvæmda- vilji án þess þó að fallið sé í þá gryfju að reyna að gera allt fyrir alla. Skólar og leikskólar Framkvæmdir í dagvistarmálum og skólamálum aukast verulega frá því sem verið hefur en það voru einmitt þessir tveir málaflokkar sem Reykjavíkurlistinn lagði höf- uðáherslu á í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Framlög til stofn- kostnaðar leikskóla verða tvöföld- uð á þessu ári, eða aukin úr 223.5 mkr. í 450 mkr. Gert er ráð fyrir að á árinu munu um 350 ný heilsdags- rými bætast við á leikskólum borg- arinnar. Framlög til skólabygginga hækka úr 445 í 830 mkr. Er það staðföst ætlun nýja meirihlutans að koma í veg fyrir að takmörkuð þjónusta við barnafólk í skólum og leikskólum borgarinnar þurfi að vera kosningamál í næstu kosning- um. Þetta eru einfaldlega mála- flokkar sem eiga að vera í góðu horfi hjá borginni okkar. Þrátt fýrir stórt skerf í uppbygg- ingu í þessum málaflokkum og ný- breytni í þjónustu, er ekki gert ráð fyrir þeim miklu nýju lántökum sem hingað til hafa tíðkast. Sú lán- taka sem lögð er til í fjárhagsáætl- uninni er nær einvörðungu til komin vegna skuldbreytinga á eldri langtímalánum og fyrirætlana um að lækka yfirdrátt borgarsjóðs í Landsbankanum. Þungavigtin BIngibjörg SÓLRÚN GíSLADÓTTIR borgarstjóri Ný vinnubrögð Eitt af áherslumálum Reykjav- íkurlistans er að stuðla að opnari og Iýðræðislegri stjórnarháttum í borginni og tryggja að allar leik- reglur í kerfinu séu skýrar og öllum aðgengilegar þannig að geðþótta- ákvarðanir ráði ekki úthlutun gæða og verkefna. Ný vinnubrögð hafa verið tekin upp á ýmsum sviðum og eru í far- vatninu á öðrum. Úthlutun leigu- íbúða og annarra gæða frá skrif- stofu borgarstjóra hafa verið af- numin, samþykktar nýjar vinnu- reglur um val á arkitektum, úttekt verið gerð á útboðs- og innkaupa- málum og starfsemi og starfshættir fjölmargra borgarstofnana verið til skoðunar í þeim tilgangi að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Holræsagjald í umhverfismálum leggur Reykj- avíkurlistinn mikla áherslu á að gert verði átak í hreinsun strand- lengjunnar en í þeim efnum stend- ur Reykjavíkurborg andspænis gríðarlegum verkefnum rétt eins og önnur sveitarfélög á landinu. Verð- ur ekki séð hvernig þau eiga að ráða við það verkefni án sérstakrar gjaldtöku í formi holræsagjalds og án stuðnings frá ríkinu í einhverju formi. Hvergi er það eins augljóst og í umhverfismálum að syndir feðranna koma niður á börnunum og nú er komið að þeim synda- gjöldum. Af þeim sökum tók Reykjavíkurlistinn þá erfiðu pólit- ísku ákvörðun að leggja á holræsa- gjald, rétt eins og flest önnur sveit- arfélög á landinu. Á vegum borgarverkfræðings- embættisins hefur verið unnin áætlun um holræsaframkvæmdir til næstu 12 ára og þar kemur fram að heildarkostnaður við nýbygg- ingar aðalræsa, rekstur og viðhald eldri holræsa, ásamt afborgunum af lánum, muni verða samtals 8.440 mkr., eða rúmar 700 mkr. að með- altali á ári. Sum árin meira en önn- ur minna. Holræsagjaldið verður hins vegar 550 mkr. á ári. Holræsagjaldið hefur, eins og við var að búast, verið gagnrýnt talsvert af sjálfstæðismönnum. Við í Reykjavíkurlistanum höfum aftur á móti kosið að taka þann pólitíska slag sem þessum álögum fylgja, minnug þess að kemur að skulda- dögunum. Skuldasöfnun í dag er skattlagning á morgun. I talnasam- anburði má svo geta þess að hol- ræsagjaldið gefur um 550 mkr. í borgarsjóð, en á fyrstu fimm mán- uðum síðasta árs, mánuðinn fýrir kosningar, námu aukafjárveitingar í borgarráði 633 mkr. Állar þessar krónur voru teknar að láni. Nú er þessari skuldasöfnunarleið Sjálf- stæðisflokksins lokið og ný og ábyrgari leið verið mörkuð af Reykj avíkurlistanum. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.