Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 Þærþjást líka — stjörnurnar Einhverju sinni var sú kenning á kreiki uppi í Háskóla, eftir nákvæma bókmenntafræðilega analýsu, að Dallas-þættirnir væru eitt af tækjum og tolum ríkjandi stéttar til að við- halda ríkjandi ástandi. Þessi kenning er vel útfærð og sannfærandi en hér verður ekki farið í smáatriði. Einn þátt- urinn var sú röksemd að með því að horfa á þættina mætti hinum sí- blanka meðaljóni verða það degin- um Ijósara að peningar eru ekki allt í þessum heimi — þeir ríku eiga líka við sín vandamál að stríða. Með þessa hugmynd flettum við í gegnum slúðrið um hina frægu og ríku og rek- umst fyrst á það að Mel Gibson er hrifinn af Beethoven en kann ekki að leika á hljóðfæri. Mamma Meg Ryan er mjög ósátt við hana því henni var ekki boðið í brúðkaupið. Ástæðan var sú að Meg var hrædd við að mamm- an væri ekki sátt við brúðgumann hann Dennis Quaid. (Þær mæðgur hafa náð sáttum.) Gamanleikarinn úr Grímunni og Dýraspæjaranum, Jim Carrey, þurfti að bera það til baka að hann væri að fara að gifta sig — hann er að vísu mjög ástfanginn en hjónaband er ekki inni í myndinni. Gamli góði Charlton Heston er gegn repúblikani og góðvinur Ronna Re- agans en hann lenti upp á kant við flokkinn því hann vill að ríkið styðji listir „Ég bið ykkur að stöðva ekki fjár- mögnunina,“ sagði Heston. Leikstjóri Gumps, Robert Zemeckis, á fullt í fangi með að verjast mönnum sem vilja að hann leikstýri Gump 2. Jean- Luc Godard afþakkaði heiðursverð- laun samtaka kvikmyndagagnrýn- enda vegna þess að honum tókst ekki að koma í veg fyrir að Steven Spielberg endurreisti útrýmingar- búðir nasista í Auschwitz. Og vesal- ings Hugh Grant þurfti að biðja starfsfólk glæsihótels í Wales afsök- unar vegna þess að hann hafði kallað einn þeirra Raðmorðingjann og annan Feita loftgatið og einn af réttum kokksins kallaði hann Skítaklepraðar nærbuxur bóndans. Grant þykir leitt að hafa þennan fíflahúmor og sagði í bréfi: „Eg er bjáni og þykir það leitt." Og vissulega er það leitt að hafa ekki húmor sem er ekki allra. Það á þó ekki við um hinn viðkvæma Ri- chard Attenborough sem þó lætur sig hafa það að standa í harki og bar- áttu og hamast í breskum þingmönn- um til að fá skattaívilnanir fyrir kvik- myndir. Og það heldur það kannski einhver að það sé eitthvað grín að eignast eigin kapalstöð en Robert Redford veit að það er í ýmsu að snúast þegar menn standa í slíku. Og hvað með Steven Spielberg sem hef- ur þurft að vinna í kvikmyndaverum um langa hríð? Hráslagalegu um- hverfi og niðurdrepandi. Sem betur fer er hann í aðstöðu til að láta óskir sínar og drauma rætast þvi hann ætl- ar að byggja kvikmyndaver sem verð- ur líkara háskólalóð en verksmiðju. En þetta er undantekningin sem sannar regluna. Það er ekkert grín að vera ríkur og frægur. Og hvað eruð þið svo að væla? Menn ættu að vera ánægðir með það sem þeir hafa. Yfir spákonum er gjarnan einhver dulúð sem að sjálfsögðu stafar frá starfinu og sjá það sem öðrum er hulið en sú litskrúðuga ímynd sem margir hafa af þeim er vafalítið vegna sígauna en sígaunakonur eru ötulustu spákonur í Evrópu. En með tilkomu hinnar svokölluðu nýaldar og samtaka og fólks sem kennir sig við hana hefur ímynd spákvenna breyst. í stað þeirra kvenna sem drýgðu ör- ^ orkubæturnar með því að spá í spil og bolla og strekkja dúka er unga spáfólkið með kristalla, litaspil og talna- speki og svo hið hefðbundna öðrum nóturrf kU e^a bara dreg spil úr bunkanum og túlka framtm þfna frammi fyrir alþjóö. Ein frægasta spákona í Reykjavík fyrr og síðar var vafalaust Jósefína Nauthól sem bjó í Nauthólsvík og seinna í vesturbænum. Jósefína var heilmikil týpa og átti það til að fussa og sveia og fleygja fólki út úr húsinu ef henni líkuðu ekki spilin eða fannst stafa vondum straumum frá fólki. 1 skáldsögu sinni Djöflaeyjunni lætur höfundurinn, Einar Kára- son, Karólínu spákonu, sem á sér fyrirmynd sem er Jósefína Nauthól, leggja spil fyrir hér um bil hverjum viðburði í fjölskyldunni og fylgja þeim stundum eítir með þvílíkum illspám og hrakyrðum að fjöl- skyldumeðlimir voguðu sér vart út fyrir hússins dyr. Stella Guðmundsdóttir spá- kona á Grettisgötunni man vel eftir Jósefinu Nauthól en hún segir hana hafa verið afburða góða spá- konu.“Hún sá allt,“ sagði Stella og lýsir henni sem fremur hárri konu, grannri og sérstakri í viðmóti. „Það var rnikið af fólki heirna hjá Jósef- ínu, bæði lifandi fólki svo og fram- liðnum. Ég fór tvisvar til hennar og í fyrra skiptið fannst mér þetta vera bull sem hún var að segja og hlust- aði því illa. En þegar þetta sem sí- aðist inn fór að koma fram ákvað ég að fara aftur og viti menn! Hún sá fyrir sér allt mitt líf.“ Stella spáir í venjuleg spil og bolla og segist einnig finna fyrir návist framlið- inna í kringum fólk og sjá sér fyrir- hugskotssjónum atburði úr fortið eða framtíð spyrjenda. Spádómar með aðstoð framliðinna Spámiðlar, eða fólk sem les óorðna hluti úr áru fólks eða talar við framliðna um það sem í vænd- um er, njóta mikilla vinsælda nú um stundir og sérstaklega er ein kona í Hafnarfirði í tísku en sagan segir að fólk þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá henni. Anna Þormóðsdóttir er spámiðill og nýtur aðstoðar fram- liðinna, hún heyrir skilaboð en hún spáði í fortíðina hjá höfundi þess- arar greinar og gerði það nokkuð vel. Anna segir að ímynd spákvenna hafi breyst mjög mikið frá því að hún var að fara sem ung stúlka til að láta spá fyrir sér. Þá hafi spákon- urnar meira verið að spá í verald- lega hluti: „Eins og hvaðan þú kem- ur og hvenær þú giftist og hvað þú eignast mörg börn. Ég fer meira inn á tilfinningalega hluti og hvernig fólk getur unnið úr sínum málum þó að auðvitað komi ég inn á hitt. En það er eins og áherslurnar hafi líka breyst hjá spyrjendunum sjálf- um. Ungt fólk er einfaldlega með- vitaðra um að það eru fleiri mögu- leikar í lífinu en bara heimili og hjónaband." „Fyrirgeföu frú Bacall, Heiðar Jónsson snyrtir hefúr alla sína stuttu ævi staðið við fót- skör fræga fólksins. Hann gæti sagt margar sögur af heimsþekkta fólk- inu, en heldur sig bara við eina, eða þá sem situr mest í honum. Hún er fá því í París fyrir allmörgum árum, er hann bjó um vikutíma í íbúð vi- konu sinnar í fínu hverfi í París: „Tveimur hæðum fyrir ofan mig á sama tíma bjó Lauren Bacall sú fræga kvikmyndaleikkona. Á þess- um tíma var hún að sýna í One Woman’s Show á Palle Royale, en til þeirrar sýningar þótti mikið til koma í París á þessum árum. Á hverjum morgni í þá viku sem ég var í París mætti ég henni þar sem hún fór út að ganga með puddle- hundinn sinn. Eins og allir vita er ég eins og hinir Islendingarnir þeg- ar fræga fólkið er annars vegar; við erum ekkert að abbast upp á fræga fólkið. Fyrsta morguninn sem við mættumst nikkuðum við bæði kurteislega til hvor annars. Annan morguninn sögðu við good mom- ing og það var ekki laust við að ég skylfi af geðshræringu. Þann þriðja sögðum við bæði ákveðið good morning og ég held að ég hafi meira að segja snert snoppuna á hundinum liennar og klappað hon- um aðeins. Fjórða morguninn heilsuðumst við og töluðum um veðrið. Ég man ekki hvernig fimmti morguninn var en þann sjötta, sem hásu röddu, „þú ert með hreim og þú býrð á þessum fína stað, hvað gerir þú í París?“ Ég tjáði henni að ég var síðasti morguninn sem ég bjó í væri make-up artist international París, stoppaði hún og sagði við fyrir Yves Saint Laurent. Þá byrj- mig: „Heyrðu góði minn,“ með aði hún á setningunni: „Ég er með...“, en ég greip fram í fyrir henni og sagði, fyrirgefðu frú Bacall, ég veit náttúrlega hver þú ert. Og hún bætti við: „Ég þarf endilega að bjóða þér á sýninguna hjá mér, mér líst svo vel á þig.“ Því miður...! varð ég að afþakka boðið, ég var á leið til Islands strax morguninn eftir, en mikið rosalega sá eft- ir að hafa verið svona mikill Islendingur í mér og hafa ekki farið að bögga hana strax á fyrsta degi. Islenska hlédrægnin varð mér fjötur um fót. Þessi uppákoma hefur setið mjög í mér af því ég hef alltaf dáðst svo af Lauren Bacaíl. Þrátt fýrir að hafa verið að skemmta á hverju kvöldi og vera ekki með snefil að farða framan í sér þegar ég hitti hana þessa morgna, komin á fimmtugs- aldur, var hún afar glæsileg.“ Skrítið fólk og happdrættisvon Guðríður Haraldsdóttir, út- varpsspákona á Aðalstöðinni, gerði það í stuttan tíma að aðalstarfi að vera spákona en þá var hún svo blönk að hún átti vart til hnífs og skeiðar. „Ég setti auglýsingu í blað og fékk mikil viðbrögð en hluti þeirra sem komu var einfaldlega skrítið og óþægilegt fólk og mér er ekki sama hverjir koma inn á mitt heimili svo ég hætti að auglýsa." En það hringir enn fólk til Guðríðar og hún spáir enda finnst henni miklu fleiri tilfelli áhugaverð en hin. Guð- ríður segir að karlmenn hafi verið stór hluti þeirra sem kornu, gjarnan kaupsýslumenn. „Þeir vildu oft spá í peningamálin og í eitt skipti sem ég spáði happdrættisvinningi bætti ég við að gamni mínu að það vissi á gott að heita á spákonuna. Nokkru seinna kom ávísun til mín í pósti en þá hafði hann munað eftir áheitinu þegar spádómurinn gekk eftir. Það sem ég er að gera á Aðalstöðinni er bara leikur en fólk sækist mikið eft- ir þessu. En það hefur komið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.