Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 21 „Fólk sinnir ekki hvert öðru meðan það lifir en síðan hefur það fólk upp í guðatölu þegar það er dáið. Þá fer fólk á miðilsfundi og borg- ar fimmþúsundkall fyrir kveðju frá ömmu sinni,“ segir Nonni Ragnarsson spámaður. að næstu mánuðir myndu einkenn- ast af rógi sem að undirritaðri félli mjög þungt. Hún sá einnig rós- rauða hamingju eftir tímabil erfið- leika og ferð til útlanda, einhver bakveiki var líka í fjölskyldunni. Nonni sá einnig bjart framundan og góða verndarvætti og útskýrði alla litasinfóníuna sem hann er reyndar búinn að mála á loffið í stofunni hjá sér, hann spáði góðum ástamálum líkt og reyndar einnig Stella og Anna en sú síðarnefnda lagði einkum fyrir fortíðinni. Spá- fólkið lýsti einnig öllum möguleg- um og ómögulegum hæfileikum og málaði framtíðina öllum regnbog- ans Iitum, Guðríður sagði að það kæmu bara góð spil og hún og Anna sáu mikilvægt tækifæri sem þær útlistuðu eitthvað nánar. í sumum atriðum bar þeim saman og öðrum ekki. En þetta var gaman og sérstaklega að fylgjast með því hvað mismunandi aðferðum var beitt. slíkt komi fram í spilunum. „Ég fer bara eins og köttur í kringum heit- an graut,“ sagði Stella en sagðist jafnframt meta hvert tilfelli fyrir sig. „Ég lít svo á að mitt hlutverk sé að reyna að láta fólki líða vel,“ segir Guðríður. „Ég veit hvernig mér myndi líða hjá spákonu sem segði að ástarsambandið rnitt færi í hundana, kettirnir mínir væru að deyja, fjárhagurinn fari versnandi og vinnan færi í handaskolum. Ég vil að fólk fari ánægt og meðvitað um að hvað sem gerist að þá séu allavega einhverjir ljósir punktar framundan.“ Ég fór einu sinni til spákonu af gamla skólanum sem sagði mér að það spryngi á báðurn dekkjunum á bílnum mínum dag- inn eftir og hvað sem ég gerði væri mér ráðlegast að tryggja mig,“ sagði Nonni. „Eg hugsaði bara: Hvílíkt kjaftæði, og það konr líka á dag- inn.“ fyrir misgáning. „Því hún heilsaði svo mörgum.“ Dauðadýrkun og sjúkdómar Nonni Ragnarsson er einn af fáurn spámönnum í Reykjavík en hann hefur spáð fyrir fólki í langan tíma allt frá því að hann fluttist heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann segist hafá verið í útlegð. Nonni sem er 44 ára gamall og myndlistarmaður spáir í tarot, lita- spil, teninga og talnaspil og veltir fólki fýrir sér á allan hugsanlegan hátt. Hlutskipti spámannsins vitr- aðist honum að sögn í draurni, honum var hvað eftir annað sagt að leggja þetta fyrir sig og leiðbeint í svefni. Nonni veltir líka fyrir sér orðum. „Fólk segir stundum við mig að ég sé svo mikið öðruvísi. Ég svara þá bara til: „Hvað áttu við? Að ég sé hinsegin?“ En síðan hugsa ég um orðin og merkingu þeirra og segi að allir séu einhvern veginn örðuvísi, nema þegar þeir deyja. „Það er fyrst þegar við deyjum að við verðurn öll lík.“ Það er engin tilviljun að sum fallegustu orðin í tungumálinu enda á orðinu leikur, sannleikur og kærleikur. Þetta segir okkur að lífið sé í raun leikur og okkur sé ekki ætlað að vinna tíu tíma á dag til þess eins að komast af. Og þegar ég segi, „Ég ann dans.“ Þá á ég við að til að njóta andans verður maður að dansa. Þetta er sjúkt samfélag þar sem fólk þorir ekki að vera veikt, svo það verður sjúkt og fær sjúkdóma hjá læknin- um. Þegar það er búið að kveða upp sjúkdóm yfir fólki, þá liggur beinast við að fara og fá örorkubæt- ur.“ Nonni segir að dauðadýrkunin sé yfirþyrmandi í samfélaginu og fólk sé ekki nógu mikið fyrir að lifa. „Ég er ekki spámaður sem tala við drauga. Mér leiðast draugar ef eitt- hvað er. Fólk sinnir ekki hvert öðru furðulega oft á daginn að þessar spár hafa gengið eftir og um daginn vorum við Hjörtur Howser úti að borða í Perlunni en ánægður hlust- andi sem hafði fengið happdrættis- vinning eftir að hafa fengið spádóm bauð okkur í kvöldverð. Guðríður segir að dulrænir hæfileikar séu í fjölskyldunni hennar og föðursystir hennar hafi verið skyggn og þess vegna einu sinni lögð inn á Klepp Björk Guðmundsdóttir: „Hún fær al- góð spil og er samkvæmt því að gera hárrétta hluti en það eru breyt- ingar í nánd,“ segir Guðríður Har- aldsdóttir útvarpskona. „En það er einhvers konar tímamót framundan. Eitthvað veraldlegt togar í hana og reynir að hindra hana en spilin segja að hún eigi að fara eigin leiðir. Hún þarf að taka ákvörðun en spilin segja að hún sé næm á hvað er rétt og hvað er rangt. Ástamálin blómstra hjá Björk og heilsan er góð.“ „í kringum Björk er mikið af fólki og góð samskipti en þrátt fyrir alla vel- gengnina sem spilin gefa ótvírætt til kynna að hún sé sigurvegari, er inn- an i henni ótti og hún er hrædd um að sjálfið drukkni og hún glati heil- indum sínum,“ segir Nonni. „Bara það eitt að sigra getur kallað fram svo sterkan ótta við að missa en á sama tíma lætur hún sem ekkert sé. En það er sterkt fólk í kringum Björk og mikil og góð vernd. Hún er frjó og kynnist mörgu nýju fólki á árinu." Flestir kúnnar eru miðaldra konur Stærsti hópurinn sem leitar til spákvenna eru miðaldra konur sent fara að staðaldri, segja þeir sem blaðið ræddi við en fast á eftir fylgja ungar stelpur. Það er þó fólk á öll- um aldri sem sækir þær heim og vinsældirnar eru miklar og þær stórtækustu í bransanum hafa vart undan. „Við eigum okkar góðu og slæmu daga eins og aðrir,“ sagði Anna Þormóðsdóttir. „Ein spákona getur lesið þennan einstakling meðan önnur getur það ekki.“ Það sama sagði Nonni en hann sagði einnig: „Það er mikill rígur á milli fólks sem er í þessum andlega geira og hann skentmir út frá sér. Fólk gleymir að það er ekki í þessu til að græða peninga og upphefja sjálff sig. Þetta er leikur og verður að vera skemmtilegt. Mér er sama hvað fólk segir um hæfileika mína, það má hafa þær skoðanir sem það vill. En um leið og þetta er ekki lengur skemmtilegt, þá er ég hættur.“ Bæði Guðríður og Nonni féllust á að leggja nokkur spil og láta nokkur orð falla um árið framundan hjá þremur landsþekktum konum en þær spár gefur að líta hér á síðunni. Stella Guömundsdóttir spáir í spil og bolla en finn- ur einnig fyrir návist framliðinna í kringum fólk. meðan það lifir. En síðan er einhver deyr er hann hafinn upp í guðatölu og þá fer fólk á miðilsfundi til þess eins að fá kveðju frá ömmu sinni og borga fimmþúsund kall fyrir. Fyrir mér er það íeikur að spá fyrir fólki en ég vil ekki gera sjálfum mér það að gera það of mikið. Ef að fólk hringir þá tek ég það innan klukku- tíma eða segi því að hringja aftur. Því að ég fer strax að hugsa um fólk og reyna að tengjast því þegar ég hef ákveðið að spá fyrir því.“ Erfiðleikar en rósrauð framtíð Spáfólkið lagði spil og kíkti í bolla fyrir blaðamann og var ekki alltaf samstíga um hvernig frant- vinda mála yrði. Stella, spákona af gamla skólanum, sem býr í gömlu húsi við Grettisgötuna þar sem spá- mannslegir kettir teygðu letilega úr sér í forstofunni, sá kjaftarottu hnipra sig í kaffibollanum og sagði Hörmungar í spilunum Öll segja þau ,að þau reyni að fara í kringum hlutina ef að dausföll eða hörmungar komi upp í spilunum. „Ég reyni þá frekar að benda fólki á leiðir sem geti hugsanlega dregið úr áfallinu,“ sagði Anna. En hún segir jafnframt að bara það að þeim geti skjátlast sé næg ástæða til að þegja um slíka hluti þó að fólki finnist að uðriður Haraldsdóttir myndi ekki vilja fara til spákonu sem segði að kettirnir hennar myndu deyja, öll ástarsam- bönd fara í hundana og virinan í handaskolum. Emilíana Torrini: „Hún er full af orku og góðum hugmyndum og hefur hæfileika til að blómstra," sagði Guðríður. „En hana skortir eigingirni af jákvæðum toga og einhver Ijón eru I veginum til þess að hún njóti sín til fulls, hún þarf að brjóta af sér ytri hlekki. En hún mun ryðja burt þessari fyrirstöðu með skynsemi en auk þess fær hún aðstoð frá manni sem stendur nálægt henni.“ „Það er gífurlegur kraftur og fegurð í kring- um þessa stelpu og hjá henni eru að opnast ýmsir möguleikar," sagði Nonni. „Hún þarf að vega og meta tækifærin en treysta jafnframt á vin- áttuna og hún má ekki gleyma sjálfri sér. Hún á ekki eftir að valda von- brigðum en hún þarf að taka hlutun- um með jafnaðargeði. Henni lætur best að vera leymdardómsfull og koma óvænt en einhverjir vilja stjórna henni og jafnvel þó hún eigi góða að er Emilíana líka eins og litla saklausa Rauðhetta innan um úlf- ana.“ í skáldsögu sinni Djöflaeyjunni lætur höfundurinn, Einar Kárason, Karólínu spákonu, sem á sér fyrirmynd sem er Jós- efína Nauthól, leggja spil fyrir hár um bil hverjum viðburði í fjölskyldunni og fylgja þeim stundum eftir með þvílíkum ill- spám og hrakyrðum að fjölskyldumeðlimir voguðu sér vart út fyrir hússins dyr. Jóhanna Sigurðardóttir: „f borðið hjá Jóhönnu kemur hefnigjörn kona en hún er að mildast og framundan er gott gengi í kosningum," sagði Guð- ríður Haralds spákona. „Tjáskipti fara batnandi hjá Jóhönnu en spilin segja að Jóhanna sé í vandræðum með hverjum hún eigi að treysta, suma stólar hún á en aðrir valda vonbrigðum og óhreinskilni veldur henni áhyggjum. Einhver óánægð þröngsýn kona stendur henni nærri og vill stærri bita af kökunni en i heildina getur Jóhanna unað sátt við sitt gengi." „Það sem er nýtt í dag verður gamalt á morgun," segir Nonni en hann spáir Jóhönnu ekki sérstaklega góðu gengi f kosning- um. „Það dettur botninn úr þessu hjá henni en hún fær samt nýja fæðingu og í kringum hana er vinátta og sam- eining en það kemur ekki fyrirhafn- arlaust. Hún fær sterk spil sem sýna að hún er ákveðin en vopnin geta snúist í höndunum á henni því hana skortir mildi og einlægni. Hún ætti að vinna með einlægnina og vinátt- una, þá er þetta ekki til einskis hjá henni.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.