Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
11
Kafli úr ritgerð Haraldar Böðvarssonar
„Ekki er til löggjöf um starfsemi
og skipulagningu þessarar stofnunar. “
í lokaritgerð Flaraldar B.
Böðvarssonar í lögfræði um
„Framkvæmd íslenskra
réttarreglna um símahlerun
og bréfleynd" er að finna
eftirfarandi kafla um hina ís-
lensku leyniþjónustu:
„Hin íslenska leyniþjón-
usta/öryggisþjónusta:
Hér er um að ræða þá lög-
gæslustarfsmenn íslenska
ríkisins, er ég kýs að kalla
hina íslensku leyniþjón-
ustu/öryggisþjónustu.
Þessir aðilar sjá um að hafa
eftirlit með sendimönnum
erlendra ríkja hér á landi,
svo og þeim íslensku aðil-
um er þeir komast í snert-
ingu við.
Einnig myndi falla undir
starfssvið þeirra brot gegn
eftirtöldum köfium al-
mennra hegningarlaga nr.
19/1940. X-kafli um landráð.
XI kala um brot gegn stjórn-
skipan íslenska ríkisins og
æðstu stjórnvöldum þess.
Xll-kafla um brot gegn
valdsstjórninni. Hér væri
frekar um það að ræða að
þessir aðilar myndu vera
með fyrirbyggjandi aðgerð-
ir, til þess að hindra full-
framningu brota skv. áður-
nefndum köflum alm. hgl.
Heimild þessara aðila til
beitingar 44. og 47. gr [sím-
hlustunj sbr. 47. gr. laga
74/1974, ásamt öðrum
ákvæðum 1. 74/1974 og
ákvæðum annarra sérlaga
er ótvíræð. Fellur slíkt undir
hugtakið öryggi ríkisins í 47.
gr. Með vísan til öryggis ís-
lenska ríkisins, verður ekki
nánar fjallað um athafnir
þessara aðila hér.“
í inngangi að ofangreindum
kafla segir:
„Hin íslenska leyniþjón-
usta/öryggisþjónusta. Ekki
er til löggjöf um starfsemi
og skipulagningu þessarar
stofnunar."
Svona starfsemi finnst ekki í okkar starfslýsingu.
aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá Útlendingaeftirlitinu. Hann
staðfesti að Haraldur hefði unnið
hjá þeim áður en hann skrifaði
þessa ritgerð en benti á að hann
hefði líka starfað við lögreglustjóra-
embættið. Hann sagðist muna eftir
ritgerðinni og voru kaflarnir end-
urlesnir fyrir hann. En telur hann
ekki að kaflinn um hina íslensku
leyniþjónustu vísi til Útlendinga-
eftirlitsins?
„Ég veit ekki hvað hann er að
fjalia um.“
Varla er sonur lögreglustjórans
og fyrrum starfsmaður ykkar að
fjalla um eitthvað í lokaritgerð-
inni sem hann hefur ekki kynnst
hjá lögreglunni?
„Ég veit það ekki. Ég hef ekki les-
ið þetta og þori ekki um það að
segja fyrr en ég er búinn að skoða
þetta, hvað hann er að fjalla um, ég
ætla ekki að segja það.“
En kannast þú við að sú lýsing
sem hann gefur eigi við Útlend-
ingaeftirlitið?
„Ég ætla hvorki að játa þessu né
neita. Ég ætla þér ekki að vera sá
kjáni að þú gerir þér ekki grein fyr-
ir því að ef einhver svona starfsemi
væri vistuð hér gagnvart útlending-
um að þá myndi ég ekki fara að
skýra það fyrir þér í smáatriðum.
JÓHANN JÓHANNSSON
„Ef svona starfsemi væri vistuð
hér myndi ég ekki fara að skýra
það fyrir þér í smáatriðum. Þú
verður að leita til lögreglustjóra
eða dómsmálaráðuneytisins."
Þú getur líka farið upp fyrir okkur
og spurt lögreglustjóra sem er okk-
ar yfirmaður og málaflokkur þessi
allur hlýtur að heyra undir dóms-
málaráðuneytið. En eins og ég segi,
ég ætla ekki að kommentera á þessa
kafla hjá Haraldi, það ætla ég ekki
að gera, nema ég hafi undirbúið
mig undir það.“
Má ég senda þér símbréf og hafa
samband aftur?
„Nei, það vil ég ekki gera. Ég er
ekki tilbúinn til þess.“
Hann talar um að þessi stofnun
hafi með landráð að gera, brot
gegn stjórnskipan ríkisins og
æðstu stjórnvöldum og svo fram-
vegis. Annar fýrrum starfsmaður
ykkar staðfesti að þið færuð með
þessi mál?
„Þetta er ekki að finna í okkar
starfslýsingu. En eins og ég segi,
þarna verður þú að spyrja eitthvað
upp fyrir okkur.“
Getur þú ekki svarað hvort þið
vinnið að þessum málum?
„Við vinnum ekki að því að fylgj-
ast með gjörðum íslendinga, það er
það sem ég ætla að svara þér.
Hvernig sém þú veltir þér í kring-
um þetta þá erum við ekki að velta
fyrir okkur og vinna neitt í kring-
um íslenska ríkisborgara.“
Hvaða yfirmenn þína ert þú að
tala um, Árna eða Böðvar?
„Böðvar eða ráðuneytið sjálft.“
Jóhann sagði að umgjörðin um
þeirra starf væri lög um eftirlit með
útlendingum og lög um atvinnu-
réttindi útlendinga. Hann sagði þá
engan aðgang hafa að símhlustun-
artækjum og ekki beðið um úr-
skurð til símhlustunar svo hann
vissi á þeim 23 árum sem hann
hefði starfað fyrir Útlendingaeftir-
litið.
Margt bendir til þess að Útlendingaeftirlitið sinni þeim verkefnum sem
flokkuð eru undir „hina íslensku leyniþjónustu". Hún á að hafa eftirlit
með diplómötum og íslendingum sem þeir umgangast og undir hana
eiga að heyra brot gegn stjórnskipan íslenska ríkisins og æðstu
stjórnvöldum þess, brot gegn valdsstjórninni og landráð.
Eyþór Jónsson. eigandi Ihluta hf.
„Það er enginn vandi að hlera síma, það er minnsta málið,“
segir Eyþór Jónsson, eigandi íhluta hf. í Ármúla sem sérhæfir
sig í ýmsu sem tengist símvirkjun. „Það þarf bara að fara inn í
húsið og fara inn á símainntakið. Þetta er bara eins og í bíó-
myndunum, það er ekkert flóknara en það. Það er hins vegar
ekki hægt að gera þetta nema komast inn til viðkomandi,
nema í gegnum Póst og síma. Það er hægt að hlera símalín-
una beint, beintengja hana eða vera með hljóðnema inn í hús-
inu.“
Hvernig er línan beintengd?
„Það er gert hjá Pósti og síma eða það er farið inn á línuna í
húsinu sjálfu. Það getur hver sem er komist inn á inntakið í
sjálfu húsinu, það er ekkert mál. Það er bara vandamál að
komast inn í húsið. Það var til dæmis farið inn til Magnúsar
Guðmundssonar kvikmyndagerðarmanns og settur upp bún-
aður þar sem skynjaði símalínuna og sendi svo merkið ann-
að.“
Eru margir sem hafa þekkingu og getu til þessa?
„Já, það eru fleiri þúsund manns hér á landi. Þetta er ekkert
tiltökumál," sagði Eyþór Jónsson.
legri tækni, án vitneskju þeirra sem
í hlut eiga og taka ljósmyndir eða
kvikmyndir án vitneskju viðkorn-
andi. I öllum tilvikum þarf úrskurð
dómara nema samþykki símnot-
andans liggi fyrir. Skilyrðin eru að
ástæða sé að ætla að upplýsingarn-
ar skipti miklu við rannsókn máls
og að hún beinist gegn broti sem
varðað geti allt að 8 ára fangelsi
„eða ríkir almannahagsmunir eða
einkahagsmunir krefjist þess.“
Þessi skUyrði eiga ekki við hljóð-
upptöku eða myndir á almanna-
færi. Upptökur skulu eyðilagðar
eftir rannsókn máls og tilkynntar
þeim sem í hlut áttu.
Ólöglegar símhleranir
Margir viðmælenda blaðsins
voru þó sannfærðir um að símhler-
unum væri beitt í mun ríkari mæli
en fram komi í dómúrskurðum.
Til dæmis hefur Magnús Skarp-
héðinsson fullyrt opinberlega að
hans sími væri hleraður og Pétur
Gunnlaugsson, lögfræðingur og
formaður félagsins Fjölskyldu-
verndar, sagði nýverið við blaðið
að hann hefði vissu fyrir að hlerun-
um hefði verið beitt í máli nýverið
þegar foreldrar fóru huldu höfði
með börn sín í trássi við yfirvöld.
Einnig varð frægt þegar Magnús
Guðmundsson kvikmyndagerð-
armaður sakaði umhverfissinna
um hleranir á heimili sínu.
í nýlegri bók Kristjáns Péturs-
sonar, fyrrum lögreglumanns á
Keflavíkurflugvelli og yfirmanns
hjá Tollgæslunni, kemur fram að
hann hafi sjálfur staðið í ólöglegri
símhlustun. „Mér þótti sýnt að ég
fengi engan úrskurð. Áhættan urn
að aðgerðir mínar spyrðust út var
of mikil að taka. Ég ákvað því að
fara „fjallabaksleið“ og hafði sam-
band við ábyrgan aðila hjá síman-
um, sem ég þekkti frá fyrri tíð og
treysti vel. Ég útskýrði fyrir honurn
nauðsyn þessarar aðgerðar, og tók
hann málaleitan minni vel.“ Það
eina sem starfsmaðurinn sagði var
að hann gæti ekki nýtt sér upptök-
una sem sönnunargagn án lög-
mæts úrskurðar sem Kristján fékk
ekki. Starfsmaður símans afhenti
honunt síðar ólögmætar upptökur
og hélt hlustun áfram. Síðar kemur
fram að hann bauð fram frekari
þjónustu þótt ljóst væri að hún
væri ólögleg.
Hákon Sigurjónsson, yfirmað-
ur tæknideildar lögreglunnar, segir
að engar ólögmætar hlustanir séu
framkvæmdar, svo hann viti, og að
ekki sé hægt að hlusta síma án
samráðs við Póst og síma. Hins
vegar er hægt með alls kyns tækni
að hlera húsnæði án aðstoðar Pósts
og síma en vildi ekki gefa upp
hvaða tækjum og tækni lögreglan
væri búin.
Hins vegar virðist ljóst að hægt
er að nota sönnunargögn sem aflað
er með ólögmætum hætti fyrir rétti
þar sem sönnunarfærsla er frjáls
fyrir íslenskum rétti. Það er þó
undir viðkomandi dómara að hve
miklu leyti tekið er tillit til slíkra
sönnunargagna.
Pálmi Jónasson
i 1 . Þor; steinn ( ^eirsson, rá(
LJCi m 'fl ^ 1 mr 1 r wi r \ ■ r 1 i 1 w* 1 ^»1 1 11
stjóri í dómsmálaráðunevtinu
ÍH
„Ég get nú ósköp lítið úttal- vill ekki".
að mig um þetta,“ segir Þor-
steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu. „Það er
engin sérstök stofnun hér sem sinn-
ir innra öryggi ríkisins, ef við getum
orðað það þannig. Það er hins vegar
hlutverk lögreglu að annast öll þau
verkefni sem tengjast öryggi manna,
hvort það eru æðstu stjórnvalda eða
borgaranna. Það er engin stofnun
hér sem sérhæfir sig í því að annast
öryggi stjórnvalda, þingmanna,
ráðherra eða annarra slíkra.“
Lögreglustjórinn viðurkennir
að einhverjir sinni þessum verk-
efnum þó ekki sé um stofnun að
ræða?
„Það er nú held ég ekkert um að
vera á þessu sviði þannig að við get-
um sagt að einhverjir séu að vinna
að einhverjum leyniþjónustuverk-
efnum.“
Þessi svokallaða leyniþjónusta á
ivar þeir aðilar eru staðsettir.
að sjá um brot gegn stjórnskipan
ríkisins, æðstu stjórnvöldum og
landráð. Böðvar segir að hann
myndi hafa samráð við ykkur ef
slíkt kæmi upp. Hvað yrði gert í
slíkum tilvikum?
„Það get ég ekki sagt þér. Ef slíkt
Þorsteinn Geirsson
„Ég get ekki sagt fjölmiðlum
fyrirfram hvernig við munum
bregðast við.“
mál kæmi upp myndum við nú ekki
gefa það út fyrirfram til fjölmiðla
hvernig við brygðumst við.“
Þið hljótið að hafa einhverjar
leiðir?
„Auðvitað hljótum við að bregð-
ast við því eins og öllum öðrum lög-
brotum. Við erum bara að tala unt
ákveðna tegund brota. Og sem bet-
ur fer held ég að það sé nú ekki mik-
il brotastarfsemi á því sviði.“
Ef til þess kemur, er um alvarleg
brot sem þið hljótið að vera tilbún-
ir til að fást við. Mynduð þið vísa
því til RLR, Útlendingaeftirlitsins
eða eitthvað annað?
„Það er ekki til nein löggæsla hér
önnur en sú sem allir vita af. Það er
ekkert apparat sem hefur sérhæft sig
í svona málum.“
Þeir sem hafa þekkingu til þess
að fást við slík mál, eru þeir stað-
settir hjá RLR, Útlendingaeftirlit-
inu eða annars staðar?
„Ég vil engu svara þessu. Ég get
það náttúrlega ekki eins og þú skil-
ur.“
Þú óttast ekki að það verði ekki
hægt að bregðast rétt og örugglega
við?
„Nei ég efast ekki um að það væri
hægt að bregðast við slíkunt brot-
um eins og öðrunt brotum.“
Og þið eruð tilbúnir og hafið
þekkingu og getu til þess?
„Það vona ég, já.“