Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
í lokaritgerö Haraldar B. Böðvarssonar í lögfræði við HÍ er fullyrt að hér starfi öryggisþjónusta
án löggjafar. Haraldur er sonur lögreglustjóra og fyrrum starfsmaður lögreglunnar og
Útlendingaeftirlitsins. Yfirvöld viðurkenna að þekking og geta sé til staðar og að þessum
málum sé sinnt án þess að um sérstaka stofnun sé að ræða
Getum brugðist rétt og örugglega við, segir ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins.
f lokaritgerð Haraldar B. Böðv-
arssonar í lögfræði við Hf er með-
al annars fjallað um hina íslensku
leyniþjónustu, eins og hann orðar
það. Þar kemur fram að ekki sé til
íöggjöf um starfsemi eða skipulag
þeirrar stofnunar. Sagt er að þessir
löggæslustarfsmenn íslenska ríkis-
ins hafi eftirlit með sendimönnum
erlendra ríkja og þá íslendinga sem
þeir umgangist. Einnig falli undir
þá brot gegn stjórnskipan íslenska
ríkisins og æðstu stjórnvöldum
þess, brot gegn vaidsstjórninni og
landráð. Þessir aðilar hafi ótvíræða
heimild til þess að beita hlerunum,
stöðvun og skoðun póstsendinga
og beitingu annarra sérlaga með
vísan til öryggis ríkisins. Síðan seg-
ir að vegna öryggis íslenska ríkisins
sé ekki fjallað nánar um athafnir
þessara aðila í ritgerðinni.
Þekking og geta
en engm stofnun
Haraldur er sonur lögreglustjór-
ans í Reykjavík, Böðvars Braga-
sonar og vann urn langt skeið hjá
lögreglunni, meðal annars hjá Út-
Gunnar G. Schram prófessor
„Eg man ekki mikið eftir þessu,“ segir
Gunnar G. Schram sem var umsjónar-
kennari Haraldar B. Böðvarssonar við
smíði lokaritgerðarinnar, Framkvæmd
íslenskra réttarreglna um símahlerun
og bréfleynd. „Ég kannaði ekki sér-
staklega þennan þátt um öryggislög-
regluna. Við könnum ekki slíkt, við lít-
um aðeins á lögfræðilegar hliðar.
Staðreyndir eru alveg á nemandans,
við erum bara leiðbeinendur á lög-
fræðilegu hliðina. Við förum ekki inn í
staðreyndahliðar og lítum bara á
lagalegar hliðar á þessum ritgerðum."
Þú hefur ekki skoðað þetta fyrir forvitnissakir?
„í fyrsta lagi kemur það mér ekkert við og í öðru lagi lítum við
eingöngu á lögfræðilegu hliðarnar á ritgerðum."
lendingaeftirlitinu, áður en hann
samdi ritgerðina. Jóhann Jó-
hannsson, aðstoðarlögreglustjóri
hjá Útlendingaeftirlitinu, vill
hvorki játa því né neita hvort ofan-
greind lýsing eigi við Útlendinga-
eftirlitið og þrátt fyrir að annar
fyrrum starfsmaður hafi staðfest að
þessi starfsemi fari þar fram, segir
hann aðeins að þetta sé ekki að
finna í starfslýsingu þeirra. Að
öðru leyti vísaði hann á Böðvar
Bragason og dómsmálaráðuneytið.
Böðvar sagði enga sérstaka stofnun
sinna þessu en gat ekki neitað að
einhverjir aðilar innan lögreglunn-
ar hefðu þessi mál á sinni könnu.
Hann sagði að íslensk stjórnvöld
hefðu „litið í þessi horn“ en vísaði
á dómsmálaráðuneytið. Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, segir að þeir hafi
leiðir til að bregðast við þeim brot-
um sem talað er um en ekki sé um
sérstaka stofnun að ræða. Hann
sagði að þekking og geta væri til
staðar til þess að bregðast við slík-
um málum en neitaði alfarið að
segja hvort hún væri hjá Útlend-
ingaeftiriitinu, RLR eða á öðrum
vettvangi.
Qvissa um starfsemi
Utlendingaeftirlitsins
„Þessi starfsemi á rétt á sér og ég
hef rökstuddan grun um að Út-
lendingaeftirlitið sinni þessu," seg-
ir háttsettur lögreglumaður sem
ekki vill láta nafns síns getið. „Hins
n... . . . .... „IslenskstjómvöldhafaIrtiðíþessihomenekkisinntafákveðinnistofnun,
Tiivist þessarar leyntþjon- ..._ '
ustu var borin undir Böðvar
Bragason, lögreglustjórann í
Reykjavík, og hvort hér væri verið
að vísa í starfsemi sem Útlendinga-
eftirlitið hefði með höndum?
„Ég veit bara ekki hvað hann hef-
ur hugsað eða hvað hann telur sig
hafa til þess að byggja þetta efni á,
mér er bara alveg ókunnugt um
það.“
En eru ekki einhverjir innan
lögreglunnar sem sinna þessum
málum?
„Ég held að þú verðir bara að
leita til dómsmálaráðuneytisins um
það, það er ekki í önnur hús að
venda.“
Þú þekkir ekki til slíks?
„Nei ég þekki enga stofnun af
þessu tagi.“
Þekkir þú enga aðila sem sinna
þessum verkefnum?
„Það voru ekki mín orð. En enga
stofnun afþessu tagi.“
Hvaða deild lögreglunnar sinn-
ir eftirliti með erlendum sendi-
mönnum og grun um landráð og
annað sem þarna er tiltekið?
Jl^^vétTekk^vá^^^^^^egj^
um þetta. Ég held að ef menn vilja
eitthvað velta þessum hlutum fyrir
sér þá sé eini aðilinn sem geti eitt-
hvað úttalað sig um þetta sé dóms-
málaráðuneytið.“
Hver hefur með þessi mál að
Böðvar Bragason
„Ekki mín orð að enginn sinni
þessum verkefnum en þú verð-
ur að leita til dómsmálaráðu-
neytisins."
gera þar?
„Nú skal ég ekki segja.“
Hefur enginn ákveðinn með
þessi mál að gera?
„Þú verður að ræða við einhverja
yfirmenn þar.“
En kannast þú sjálfur ekki við
neina aðila innan löggæslunnar
sem sinna þessum verkefnum?
„Ég kannast ekki við neina stofn-
un af þessu tagi. Hitt veistu náttúr-
lega að lögreglustjórnin í landinu
lítur í mörg horn og ég geri ráð fyr-
ir því að íslensk stjórnvöld hafi í
gegnum tíðina eitthvað litið í þessi
horn eins og önnur. En ég kannast
ekki við neina stofnun sem hefur
það með höndum.“
En hvað gerið þið ef grunur
leikur á að um landráð eða brot
gegn valdsstjórninni geti verið að
ræða?
„Eg hef ekki velt þessu fyrir mér í
þessu sambandi eins og þetta er sett
fram þarna. En Útlendingaeffirlitið
er hjá okkur en það hefur nú aðal-
lega að gera með það sem snýr gegn
útlöndum eins og nafnið bendir til,
það held ég að segi sig nokkuð
sjálft.“
Ef grunur kviknar, til dæmis
um landráð, fer það til RLR, Út-
lendingaeftirlitsins, eða eitthvað
annað? Hvert myndir þú vísa mál-
inu?
„Ég held að ég myndi eitthvað
ræða það við dómsmálaráðuneytið
ef ég hefði hugmyndir urn slíka
hluti.“
Til hvers myndir þú þá leita?
„Ég myndi tala við einhvern yfir-
mann þar.“
Ráðuneytisstjóra eða einhvern
annan?
„Það fer allt eftir því um hvaða
mál væri að ræða. Ég get ekki svar-
að þér nánar um þetta. En svo það
sé á hreinu þá er efni í þessa ritsmíð
ekki að neinu leyti komið frá mér
þó að við séum skyldir.“
vegar er óþolandi að þeir starfa
ekki eftir neinum heimildum, ekki
síst þar sem rökstuddur grunur er
um að þeir sinni símhlustun eftir
eigin geðþótta. Ég er ekki í nokkr-
um vafa um að það gera þeir.“
Mörgum varð tíðrætt um sérstöðu
Útlendingaeftirlitsins og þá leynd
sem hvílir yfir starfsemi þeirra. Eitt
af því sem ítrekað var nefnt var að
þegar beðið var um símhlustanir
vegna fíkniefnamála hafi það farið
í gegnum Útlendingaeftirlitið. Þeir
hafi í upphafi séð um samskiptin
við Póst og síma og skilað upptök-
um til viðkomandi deilda. Þegar
hlustunarherbergið á lögreglustöð-
inni var flutt niður á fíkniefna-
deildina var gamla hlustunarher-
bergið, sem var á sömu hæð og Út-
lendingaeftirlitið, læst. Viðmæl-
endur blaðsins töldu sig hafa vissu
fyrir því að starfseminni hafi ekki
verið hætt en því neitar Jóhann al-
farið.
„Útlendingaeftirlitið hefur al-
gera sérstöðu. Það veit enginn
hvað þeir gera, það rná enginn vita
hvað þeir gera og það má ekki tala
um hvað þeir gera,“ sagði einn við-
mælanda blaðsins í lögreglunni.
Jóhann Jóhannsson, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn hjá Útlendingaeft-
irlitinu, segir að hlutverk stofnun-
arinnar felist í nafninu, það er, að
hafa eftirlit með útlendingum, um-
sjón með útgáfu leyfa, veita dvalar-
leyfi, afgreiða vegabréfsáritanir og
halda spjaldskrá yfir útlendinga
búsetta hér á landi. Umgjörðin um
starfsemi þeirra sé í lögum um eft-
irlit með útlendingum og lög um
atvinnuréttindi útlendinga. -Þau
Iög eru frá 1965 en var lítillega
breytt nýverið. Meginbreytingin er
sú að valdið er flutt frá dómsmála-
ráðherra til Útlendingaeftirlitsins.
Fjöldi
símhlerana og lög
Á meðfylgjandi töflu má sjá
hversu oft dómstólar hafa úrskurð-
að um símhleranir á síðustu 15 ár-
um. Símhleranir eru ólöglegar með
öllu án dómsúrskurðar.
Lögunum um símhlustun var
breytt með lögum nr. 19 frá árinu
1991. Þar segir að leyfilegt sé að
hlustað sé á eða tekin séu upp sím-
töl við síma eða önnur fjarskipti og
fá upplýsinar um símtöl við tiltek-
inn síma eða önnur fjarskipti.
Einnig er heimilt að taka upp sam-
töl, hljóð eða merki með sérstakri
hljóðupptökutækni eða sambæri-
Haraldur B. Böðvarsson fullyrðir
að hér starfi leyniþjónusta sem
hafi með brot gegn stjómskip-
an íslenska ríkisins og æðstu
stjórnvöldum þess að gera,
brot gegn valdsstjórinni og
landráð, auk eftirlits með
sendimönnum erlendra ríkja.
Haraldur er sonur lögreglu-
stjóra og fyrrum starfsmaður
lögreglunnar og útlendingaeft-
irlitsins.