Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 Paradísarmissir bæ. ERKCANTONA Eric Cantona varð fyrir barðinu á því sem breskar fótboltabullur kalla „nálina“. Stóraukið lögreglu eftirlit á fótboltavöllum og utan þeirra hefur valdið því að ofbeldismenn hafa minna svigrúm. Lögreglu- menn, bæði einkennis- klæddir og óeinkennis- klæddir, fylgjast með manngrúanum; slags- málahundar eru teknir úr umferð hvenær sem þeir láta á sér kræla. Þeir geta ekki beitt hnefunum til að fá útrás fyrir reiði sína, vonbrigði eða kæti. í stað- inn brýst þessi innibyrgða reiði út í svívirðingaflaumi sem flæðir yfir áhorfenda- pallana. „Nálina“ má alltaf nota og ef ein stunga dugir ekki má alltaf stinga aftur og aftur. „Nálin“ felst ein- faldlega í þvi að leggja leik- mann í einelti, hrópa að honum vandlega valin ókvæðisorð þannig að taugar hans þenjast til hins ítrasta. Þetta gerði Matthew Simmons, tuttugu ára gluggaviðgerðamaður, að leik sínum á heldur dauf- legum kappleik milli Manchester United og Crystal Palace á Selhurst Park í suðurhluta London í síðustu viku. Eric Can- tona hafði verið rekinn af leikvelli fyrir gróft brot á andstæð- ingi. Simmons greip tækifærið sem honum bauðst. Þegar Cantona gekk áleiðis í búningsklefana hljóp hann niður ellefu sætaraðir út að jaðri vallarins og gerði hróp að honum. Sjálfúr segist hann hafa hrópað: „Off you go Cantona, an early shower for you.“ (Út af með þig Cantona, þú ferð snemma í sturtu). Þeir sem stóðu nálægt Simmons segja hins vegar að orðbragðið hafi verið öllu ljótara. Hann hafi æpt: „You French bastard, fúck off back to France.“ (Franski hundurinn þinn, drullastu aftur til Frakklands.) Það leikur hins vegar enginn vafi á því hvernig Cantona brást við. Hann sleit sig frá vallarstarfsmanni sem fylgdi honum út af, stökk á girðinguna umhverfis völlinn, gaf Simmons vænt karatespark fyrir bringspalirnar og kýldi hann síðan niður. Við svo búið hljóp Paul Ince, fyr- irliði Manchester United, að og gerði sig reiðubúinn til að liðsinna Cantona. Hann er sagður hafa hróp- að að áhorfendum: „Komið bara ef þið viljið slást, við ráðum við ykkur alla!“ „Nálin“ hafði svo sánnarlega gert sitt gagn. Simmons, sem er fastagestur á leikjum Crystal Palace, þarf að sætta sig við að vera ekki hleypt þangað inn á næstunni. Hann hefúr heldur ekki neitt sérstaklega gott orð á sér, enda hefur hann hlotið dóm fyrir að ræna bensínstöð, hann er bendlaður við samtök hægriöfgamanna, og í annað skipti fékk hann áminningu fyrir að ráðast inn á knattspyrnuvöll. Afleiðingarnar virðast ætla að verða öllu alvarlegri fýrir Eric Can- tona. Manchester Únited hefur meinað honum að leika fyrir félagið það sem eftir lifir leiktíðarinnar og sektað hann um jafnvirði tveggja milljóna íslenskra króna. Frakkar hafa ákveðið að hann verði ekki framar fyrirliði landsliðsins og ef til vill líður á löngu áður en hann leik- ur með því. Hugsanlegt er einnig að hann verði ákærður fyrir líkamsárás. „Cantona hefur enn einu sinni sprengt ör- yggi,“ sagði franskur sjónvarpsmaður eftir að þessi skapmikli fót- boltamaður gekk í skrokk á áhorfanda í síðustu viku. Enginn ef- ast um hæfileika hans á fótboltavellinum en allan feril sinn hefur hann reglulega misst stjórn á skapi sínu, svo * mjög að helst minnir á gjósandi eldfjall. Hér segir frá þessum marg- flókna manni og fót- boltabullunum sem espuðu hann svo að hann lét hnefana tala. árin þrjá meistaratitla: Fyrst Mar- seille, svo Leeds og loks Manchester United, stórveldinu sem hafði þurft að þreyja þorrann í 26 ár án meistara- tignar. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, er miður sín yfir þeim ógöngum sem Cantona og félagið hafa ratað í og segir að hann sé „án efa besti leik- maður sem ég hef nokkurn tíma unnið með“. Hann hefúr hæfileika til að breyta áferð leikja með glögg- skyggni sinni og finlegum snerting- um, til að skora mörk sem eru eng- um öðrum lík, og ekki síst þykir hann geta lyft hæfileikasnauðari félögum sínum upp í nýjar hæðir. SHAPd Eric Cantona Hann hefur hrökklast frá félagi til féiags og sagt hefur verið að hann fari í gegnum feril sinn þannig að brennisteinsreykur standi aftur úr honum. Málarínn og skáldið Utan vallar er Cantona heldur enginn venjulegur fótboltamaður. Hann spilar á fiðlu og píanó, les mik- ið og er sagður mikill aðdáandi skáldsins Arthur Rimbaud. Hann málar afstraktmyndir í ffístundum og yrkir; væntanleg er frá honum bókin La Philosophie de Eric Cantona (Heimspeki Eric Cantona), en þar tekur hann saman vangaveltur sínar um lífið og fótboltann. Eiginkona Cantona er ekki heldur af því sauðahúsi sem enskir fótbolta- rnenn eru helst gjarnir á að velja sér. Hún er ekki með litað ljóst hár og gengur ekki í skóm með ósmekklega háum hælum, heldur er þetta hugs- andi kona sem til skamms tíma kenndi frönsku við háskólann í Le- eds. Þau eiga sjö ára son sem heitir Raphael — eins og endurreisnar- málarinn. lllar tungur segja að þetta sé sýnd- armennskan ein, með þessu háttar- lagi vilji hann skilja sig ffá aragrúa sveittra og fávísra knattspyrnumanna sem hafa allt sitt vit í fótunum. Einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn í Frakklandi er Le Behette- Show, en þar eru brúður í líki frægs fólks, stjórnmálamanna og kvikmynda- stjama, látnar vaða um í villu og svíma, segjandi alls kyns vitleysu. Brúða Cantona er klædd eins og Með brennisteinsreyk aftan úr sér Franskur fótboltaffömuður sagði einhverju sinni um Eric Cantona að hann færi í gegnum feril sinn þannig að brennisteinsreykurinn stæði aftur úr honum. Víst er að þessi 28 ára Frakki er ffægt ólíkindatól og þetta er langt í ffá í fýrsta sinn að hann verður uppvís að óstýrilátri hegðan. Hann hefur hrakist ffá hverju fótboltafélag- inu til annars, stundum hefur hann verið rekinn, stundum hefur hann rokið burt í fússi, og raunar fúrða þeir sem til þekkja sig á því hversu ffiðsamur hann hefur verið árin tvö sem hann hefur leikið með Manc- hester United. Menn voru næstum farnir að halda að hann myndi ekki missa stjórn á sér — þangað til á miðvikudaginn í síðustu viku. Cantona kom til Englands í janúar 1992 og þá til Sheffield Wednesday. Þá var hann nánast búinn að brenna allar brýr að baki sér í Frakklandi, átta vikum áður enn hann fór yfir Ermasund hafði hann meira að segja lýst því yfir að hann væri hættur að spila fótbolta; hann var útlægur úr landsliðinu fyrir að kalla þjálfarann „skítaklepra" og hann hafði kallað hvern einasta meðlim aganefndar sem fjallaði um mál hans „fábjána“. Englendingar bjuggust við hinu versta af þessum uppstökka Frakka, en þeir vissu líka að hann hafði ótrú- lega hæfileika og kunni að skora mörk sem fáir enskir fótboltamenn geta látið sig dreyma um. Sheffield Wednesday ætlaðist til Cantona væri fyrsta kastið á reynslu- samningi hjá félaginu. Það gat þessi stolti Frakki ekki sætt sig við, hann leit á þetta sem örgustu svik og nokkrum vikum síðar var hann far- inn að skora grimmt fyrir Leeds Un- ited. Hann setti slíkan svip á leik liðs- ins að það varð Englandsmeistari í fýrsta skipti í langan tíma. M, Sú góða vist tók enda þegar hann var fimmtán ára og fór samning hjá knattspyrnuliði Auxerre sem er öllu grárri og kuldalegri bær langt í norðri. Cantona segir að þegar þang- að var komið hafi hann allt í einu misst viljann til að hafa samband við fólkið í suðrinu. Eftir dvölina hjá Auxerre gat hann valið úr fótboltafélögum eins og hon- um sýndist. Aðeins tvítugur var hann kominn í landslið og vísast hefði framtíðin átt að vera björt. En hann var strax farinn að sýna þá eiginleika sem hafa fylgt honum alla tíð: Sköp- unargáfú, stolt, hverflyndi, fljótfærni og stundum hreina flónsku. Alltaf kom hann upp þessi órói í blóðinu sem olli því að hann hrökklaðist með formælingum ffá einu félagi og í sömu andrá talandi um hversu lífið yrði dásamlegt hjá því næsta. Hjá Auxerre kvað svo rammt að þessari óeirð að hann var sendur til sálfræð- ings. Víðast hvar þreifst hann illa, ungur fékk hann það orð á sér í Frakklandi að vera skapstyggur og einrænn. En það var heldur ekki á eina bókina lært ffernur en annað í lífi Cantona. I önnur skipti var hann álitinn félagslyndur og alltaf boðinn og búinn að fara út með hinum strákunum. En þá var heldur aldrei langt í að hann sýndi á sér dökku hliðina. Frægt varð þegar hann henti bolta af alefli í andlit eins samherja síns hjá Marseille. Framkoma hans við and- stæðinga þótti heldur ekki alltaf til sóma; Clive Allen, Englendingur sem lék með honum í Frakklandi, minnist þess að í hvert sinn sem hann ffamdi gróft brot dró hann sig alltaf í hlé og stóð álengdar, líkt og honum kæmi þetta ekkert við og hinn brot- legi hefði verið einhver allt annar maður. Paradísarreiturinn Franskir fjölmiðlar hafa ekki látið þetta ofsakast Cantona koma sér á óvart. Þeir þykjast þekkja sinn mann. „Cantona hefur enn einu sinni sprengt öryggi,“ sagði þulur í ffönsku sjónvarpi. En aðdáendum, forráða- mönnum og leikmönnum Manc- hester United kom þetta í opna skjöldu. Cantona hafði virst hæst- ánægður hjá félaginu, það var næst- um eins og hann hefði fundið ffið í sálinni. „Þetta er eins og að finna konu sem hefur veitt mér fúllkomið hjónaband," skrifar hann í heim- spekibókinni væntanlegu. Manchester United hefur líka orð á sér fýrir að vera félag þar sem hæfi- leikaríkir leikmenn geta lifað nokkuð eftir eigin höfði og þar sem skaps- munir eru hamdir án þess þó að reynt sé að bæla þá niður. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri félags- ins, hefur frekar forðast að ffeista þess að aga Cantona til, enda er ferskt í minni félagsmanna hversu hrapal- lega það tókst til þegar átti í hlut ann- ar óstýrilátur snillingur. George Best. Best drakk og drabbaði og reifst við fótboltaforstjóra, en hann varð aldrei uppvís að hegðun af því tagi sem Cantona hefúr gert sig sekan um. Breskum fótboltasérffæðingum þykir torvelt að sjá hvernig Manc- hester United geti áffam haft Can- tona á snærum sínum. í ævisögu sinni skrifar Cantona um „paradísarreit“ þar sem allt er úttraðkað af „svindlurum og pening- um“. Má vera að Cantona hafi end- anlega misst sína paradís og hann Margflókin persóna Cantona þykir afar þversagna- kennd persóna, menn hafa meira að segja sagt að hann sé nýr maður í hvert skipti sem hann fer fram úr rúminu. Hann þykir enginn sérstak- ur höfðingi á leikvelli og fyrir mið- vikudagskvöldið afdrifaríka hafði hann verið rekinn fjórum sinnum af leikvelli á aðeins fjórtán mánuðum. Hins vegar er hann þekktur fyrir að vera óvenju þolinmóður og alúðleg- ur í samskiptum sínum við aðdáend- ur fyrir og eftir leiki og er til dæmis sagður leggja sig í líma við að gefa börnum eiginhandaráritanir. Það er ekki svo einfalt að hann breytist í villimann þegar út á leik- völlinn er komið. Hann hefúr hrækt til áhorfenda og sparkað í liggjandi Fótboltabullur á enskum knattspyrnuvelli „IVIaður stingur þá og stingur þá aftur og ef þeim líður illa undir nálinni stingur maður enn einu sinni. Þá fara þeir að gera mistök.“ andstæðinga, en þegar sá gállinn er á honum getur hann líka sýnt glæsi- brag og þokka. Hann þykir góður fé- lagi félaga sinna, að minnsta kosti í seinni tíð, og hefur notið velvildar ýmissa þjálfara og framkvæmda- stjóra. Samt lætur hann fá tækifæri ónotuð til að amast út í það sem hann hefur kallað „gráar og mann- fjandsamlegar“ aðferðir knatt- spyrnuforstjóra. Enginn efast þó um hæfileika Can- tona sem knattspyrnumanns. Það er enginn tilviljun að hann hefur átt stóran þátt í að færa félögunum sem hann hefur leikið fyrir síðustu fjögur Picasso og bullar án afláts einhverja merkingarlausa og hálfmenntaða frasa. Hverflyndi og stolt Eric Cantona er fæddur 1966 og ólst upp í Callols, einni útborg Mar- seille. Fjölskyldan er ættuð frá Spáni og Sardiníu og bjó í brattri hlíð, í eins konar helli sem steinsmiðurinn afi Cantona hafði breytt í íbúðarhús. 1 sjálfsævisögu sinni segir Cantona frá því hversu hændur hann hafi verið af íyktinni í hæðum Province-héraðs og af því hversu sterkar kenndir blund- uðu í þessum heita og tilfinningaríka hafi ekki annað að hlakka til en að græða meiri peninga. Mál hans verð- ur tekið fýrir af aganefnd enska knattspyrnusambandsins innan viku og það er hugsanlegt að nefndinni þyki hann hafa smánað íþróttina svo mjög að hann verði einfaldlega gerð- ur útlægur úr enskum fótbolta. Að minnsta kosti er spurning hvort hon- um verði nokkurs staðar tekið fagn- andi á næstunni — nema kannski í fótboltasirkusunum í Japan og Suð- austur-Asíu þar sem menn eru kannski tilbúnir að horfa framhjá yf- irsjónum af þessu tagi. -eh. byggt á The Sunday Times.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.