Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 32
Veðrið um helqina Á að banna kennurum að °^dd.u“" fara í verkfall? »9 15 16 39,90 krónur mínútan Síðast var spurt: Á að selja __ ÚtgerðarébgAkureyringa til íslenskra sjávarafurða eða SH? 1 hverju tölublaöi leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosiö um í síma 99 15 16. Allir kannast við kvikmyndahátíðina í Cannes en hún fer ekki eins hátt MIDEM-hátíðin þar í borg en henni lauk í gærkvöldi. Þá hittast allir helstu mógúlar í plötubransanum, plötuframleiðendur, útgefendur og tónlistarmenn. Frá íslandi fór dá- góður hópur sem inniheldur þá Steinar Berg fyrir Spor, Ásmund Jónsson fyrir Japis og einhver þóttist hafa séð Jakob Magnússon bregða fyrir þarna í Cannes en hann var þar í fyrra. (Þetta með Jakob er reyndar óstaðfest en ef rétt er þá hefur hann ekki haft mikl- ar áhyggjur af skýrslu Ríkisendur- skoðunar sem lögð var fram nú í vikunni). Einnig fór fulltrúi frá ís- lensku tónverkamiðstöðinni og Árni Einarsson mun hafa farið fyrir hönd Máls og menningar en þeir þar eru að hugleiða að hefja inn- flutning á geislaplötum. MIDEM há- tíðin er ekki eins flassí og kvik- myndahátíðin en síst minni og þátt- takendur koma jafnan heim með þykkan bunka af nafnspjöldum... Jakob Magnússon hefur ferðast fyrir ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, var harölega gagnrýndur á fundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Jakob ferðaðist fyrír milljón í skýrslu Ríkisendurskoðunar um embætti Jakobs Magnússon- ar í London koma fram athyglis- verðar tölur um ferðakostnað hans árin 1991 til 1994. Ferðakostnaður menningarfulltrúans er 1.030 þús- und krónur ef tekið er tillit óupp- gerðs kostnaðar menningarfulltrú- ans. Hluti af þessu er reyndar mót- töku- og risnukostnaður sem hefur ekki verið færður sem slíkur í bók- hald ríkisins. Skeytin beindust að öiafi Helga Blaðamannafélag Islands hélt fund í gærkvöldi um fjölmiðla og náttúruhamfarir í Súðavík. Það vakti athygli á fundinum hve harkalega skeytin beindust að Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á ísafirði, sem var æðsti yfirmaður almannavarna á svæðinu. Töldu margir fundarmenn að hann hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt þeg- ar hann takmarkaði mjög frétta- flutning frá svæðinu. Kom meðal annars fram á fundinum að Stöð 2 hefur sent kvörtun inn til Þor- steins Pálssonar dómsmálaráð- herra vegna framferðis Ólafs. Einn- ig verða viðbrögð yfirstjórnar Al- mannavarna íslands athyglisverð þar sem vinnubrögð Ólafs voru ekki í samræmi við starfsaðferðir þeirra. Guðmundur í Efstaleitið? Nú eru menn farnir að líta í kringum sig að eftirmanni Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur, fram- kvæmdastjóra útvarpsins, sem læt- ur af störfum innan skamms. Ein- hverra hluta vegna hefur nafn Guð- mundar Magnússonar, frétta- stjóra DV, komið upp í þeirri um- ræðu. Af honum er það hins vegar vísanakerfi." „Ég var nú ekki við afgreiðslu þessarar tillögu, þurfti að sinna öðrum störfum seinni hluta þings- ins,“ segir Guðmundur Árni. „Það breytir ekki því að ég hef ævinlega haft þessa skoðun á málinu og hafði það sem heilbrigðisráðherra og beitti mér fýrir henni þá. Ég hef æv- inlega sagt að ég hafi fullkomnar efasemdir um að tilvísanakerfi skili nokkurri krónu, hvar og hvenær sem þetta mál hefur komið upp.“ Guðmundur Árni segist hafa viðr- að þessa skoðun sína í ríkisstjórn- inni við afgreiðslu fjárlaga en að það hafi aldrei komið til umræðu í þingflokki Alþýðuflokksins. Það er þvert á það sem Sighvatur og Jón Baldvin hafa haldið fram. Þeim hafi því verið afstaða hans fullkom- lega ljós. „Ég hef hins vegar ekki gengið það langt að stoppa heil fjár- lög og ég ætla ekki að leggjast í stór- an slag í Alþýðuflokknum til að stöðva þetta mál. Þetta er ekki mál af þeirri stærðargráðu. Valdið er óumdeilt ráðherrans.“ Guðmundur Árni hefur sagt að hann hafi látið kanna kosti tilvísun- arkerfisins í ráðherratíð sinni en ekki séð að með því næðist fram sparnaður, auk þess sem sjúkling- um yrði gert erfiðara fyrir með flóknara kerfi. Þess vegna hafi hann lagt öll slík áform til hliðar. I gær sendi Sighvatur svo frá sér yfirlýs- ingu um að hann fyndi þess hvergi stað í ráðuneytinu að slík vinna hafi farið fram meðan Guðmundur Árni réði þar ríkjum innandyra. „Auðvitað fór fram athugun á því,“ segir hann sjálfur. Heimildarmenn MORGUN- PÓSTSINS innan Alþýðuflokksins segja það almenna skoðun flokks- manna að skýringanna á afstöðu Guðmundar Árna sé fýrst og fremst að leita í deilum hans og Sighvats. MORGUNPÓSTURINN hefur áður að frétta að hann hefur flutt sig til innan DV og er nú farinn að stýra innblaðinu og helgarblaði DV og mun hann gera það fram yfir kosn- ingar. Meira bús í miðbænum íbúar í Þingholt- unum eru óhressir með auk- inn fjölda vínveit- ingahúsa í g r e n n d við gatna- m ó t S k ó 1 a - v ö r ð u - stígs o Laugavegs. Borgarráð samþykkti engu að síður að framlengja vín- veitingaleyfi á veitingastaðnum Ara í Ögri um 6 mánuði í síðustu viku. Þá lagðist ráðið ekki gegn því að vínveitingar verði seldar til bráða- birgða á Jazzbarnum til kl. 01 eftir miðnætti um helgar. Framkvæmdastjórí yf- ir framkvæmdastjóra Sjálfstæðismenn í borgarráði sátu hjá er greidd voru atkvæði um tillögu R-listans að stofnun sér- stakrar atvinnu- og ferðamálaskrif- stofu á vegum borgarinnar. í fjár- hagsáætlun ársins 1995 er gert ráð fyrir þremur nýjum stöðugildum við skrifstofuna en ráðið verður tímabundið í stöðurnar til tveggja ára. Sjálfstæðismenn telja að þarna sé verið að setja eina silkihúfuna of- an á aðra en framkvæmdastjóri væntanlegrar atvinnu- og ferða- málaskrifstofu verður fram- kvæmdastjóri yfir framkvæmda- stjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar. Á flokksþingi Alþýðuflokksins í Keflavík síðasta sumar stóð Guð- mundur Árni Stefánsson, þáver- andi heilbrigðisráðherra, að sam- þykkt þess efnis að taka bæri upp tilvísanakerfi á þjónustu sérfræð- inga sem starfa utan sjúkrahúsa. Guðmundur Árni bar ábyrgð á stefnumótun flokksins í heilbrigð- ismálum á þessum tíma, sem ráð- herra þess málaflokks. Hann stóð því að tillögu sem hann snýst nú gegn af fullum krafti þegar eftir- maður hans í heilbrigðisráðuneyt- inu, ber hana upp og á í hörðum slag við sérfræðinga vegna þess. I samþykkt flokksþingsins, þar sem tilteknar eru ráðstafanir sem grípa þurfi til, segir orðrétt í lið númer sex að það þurfi að „gera þarfagreiningu á þjónustu sérfræð- inga utan sjúkrahúsa í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins og koma síðan á löngu tímabæru stýrikerfi á þjónustu þeirra með til- Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra segist ekki sjá þess nein merki að forveri hans hafi unnið að málinu í ráðuneytinu. Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fullyrðir að kostir og gallar tilvís- anakerfisins hafi verið kannaðir í ráðherratíð hans hvað sem Sig- hvatur segir. greint frá þeim ótta flokksmanna að ráðherrann fýrrverandi myndi leita hefnda á Sighvati en það er op- inbert leyndarmál að Guðmundur Árni kennir Sighvati að verulegu leyti um hvernig mál hans þróuð- ust á síðasta ári sem enduðu með afsögn. Og sjálfur fjallaði Guð- mundur Árni um þátt Sighvats í bók sinni Hreinar linur sem kom út fyrir jólin og þar fór ekki á milli mála að hann taldi ábyrgð Sighvats mikla á því að leka ýmsum upplýs- ingum til fjölmiðla. „Það er eins og hver önnur þvæla. Þetta mál snýst ekki um meint stórpólitískt hanaat milli okkar Sighvats." Harkaleg viðbrögð Sighvats og Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa vakið athygli en þau ber meðal annars að skoða í ljósi ósigurs Guð- mundar Árna í prófkjöri fiokksins á Reykjanesi. Eftir það hefur staða Jóns Baldvins og hægri arms flokksins styrkst verulega á kostnað varaformannsins og stuðnings- manna hans. Það óttast því margir kratar að eftirmál afsagnar Guð- mundar Árna úr ráðherrastóli séu að brjótast út eftir nokkurra mán- aða vopnahlé innan flokksins. -SG Veðrið í dag Suðaustan og austan- átt. Víða hvassviðri eða stormur og snjókoma eða slydda en síðar rign- ing fyrst sunnanlands. Veður fer * taisvert hlýnandi en hitastigið verður á bilinu 0 til 5 stig en kólnar heldur sunnan til með kvöldinu. Suðvestan átt, eða allhvass sunnan lands en hægari annars Suður- og Vesturlandi verða él en úrkomulaust annars Hiti við frostmark. Horfur á laugardag Suðvestan eða kaldi og smáél við strönd- sunnan og vestanlands en vest- an og norðvestan gola og að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 1 til 2 stig. Horfur á sunnudag Breytileg átt, gola eða kaldi, víða él við ströndina en úrkomulítið inn til landsins. Frost 5 til 7 stig. Að vera eða vera ekki Steen í Hafnarfirðinum Steen Johansson er sérfræðingur í sérverkefnum og er gjarnan kallað- ur sérstaklega til þegar sérstök þörf knýr á. Hann á líka húfu sem gerir hann ósýnilegan þegar þörf þykir. Eða hvað? Símtal #1 Sími 655100 - Hafnarfjarðarbær, Æskulýðs- og tómstundaráð. „Hafnarfjarðarbær, góðann daginn!" Jú, góðan daginn. Þetta er hérna á morgunpóstinum. Er Steen Johans- son við? „Nei, ætlaðirðu að melda þig við hann?“ Nei, ég var að fá fax frá ykkur og í fram- haldi af því var ég að velta því fyrir mér að hvaða störfum hann vinnur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Já þú meinar það? Hann er alla- vega ekki hér.“ Vinnur hann ekki þarna? „Ekki hérna á þessari skrifstofu, nei.“ Já en faxið frá Steen kom frá þess- ari skrifstofu. „Já, það hlýtur bara að vera í tengsl- um við HM-nefndina.“ Vinnur hann fyrir hana? „Já. Hann er eitthvað að gera fyrir hana.“ Heyrðu, þakka þér fyrir.“ Símtal #2 Sími 685422 - HM-nefndin „HM-nefndin, góðan daginn!" Jú góðan daginn. Er Steen Johans- son við? „Nei, hann er ekki hér. Hann er að vinna fyrir Hafnarfjarðarbæ. Þú nærð í hann í síma 655100.“ Þakka þér fyrir. Símtal #3 Sími 655100 - Hafnarfjarðarbær. Góðan daginn ég er að hringja frá morgunpóstinum. Talaði ég við þig áðan út af Steen? „Já, þú gerðir það.“ Mér skildist á þér að hann ynni ekki þarna en væri hjá HM-nefndinni. Þeir segja mér hins vegar að hann vinni í þessu númeri. „Ég veit ekki betur." En er einhver þarna sem veit það? „Ja, ég skal bara ná í hann fyrir þig.“ Hvern? „Steen. Ég skal tala við hann og biðja hann að hringja í þig.“ Nú jæja, þakka þér fyrir. Símtal #4 Frá Steen Johansson nokkrum mín- útum síðar. „Mér skildist að þú hefðir verið að leita að mér.“ Jú, ég var að velta því fyrir mér hvað þú værir að gera fyrir Hafnar- fjarðarbæ? „Ég er í nefnd sem vinnur að undir- búningi HM hér í Kaplakrika. Þessi nefnd hittist um helgar og á þriðju- dögum aðra hvora viku og fyrir það þigg ég ákveðin laun.“ Jakob í Cannes Margir kratar líta svo á aö Guðmundur Árni Stefáns- son sé nú aö leita hefnda á Sighvati Björgvinssyni með því að setja sig upp á móti tilvísanakerfinu Ekkert hanaat milli okkar Sighvats segir Guðmundur Ámi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.