Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
töfMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
Hópur manna gekk af
fyrsta landsfundi Þjóð-
vaka um síðustu helgi
til að mótmcela því sem
þeir kalla ólýðrœðisleg
vinnubrögð fundar-
stjórnenda og óeðlilega
meðferð þeirra áfund-
arsköpum. Nýkjörinn
ritari og einn stjórnarmaður samtakanna, Ág-
úst Einarsson prófessor, hefur sérstaklega ver-
ið umdeildur íþessu sambandi.
Jón frá Pálmholti
formaður leigjendasamtakanna.
„Ég þekki ekki Ágúst persónulega
en mér er ljóst að vera hans í Þjóð-
vakanum skapar alvarleg vanda-
mál í þessari hreyfmgu. Fólk lítur
ekki á hann sem sinn fulltrúa
heldur sem hagsmunagæslumann
útgerðarauðvaldsins, ef maður má
nota orðið auðvald núorðið."
Jón Kjartansson hefur verið meðlimur í Félagi
ungra framsóknarmanna í Eyjafiröi, Félagi
þjóðvarnarmanna í Eyjafirði, Sameiningar-
flokki alþýðu, Sósíalistaflokknum, Flokki
mannsins, Jafnaðarmannafélagi íslands og
Þjóðvaka. Jón sagði sig úr síðasttalda flokkn-
um í kjölfar landsfundarins og er nú óflokks-
bundinn.
Guðbjörn Jónsson
starfsmaður hjá Félagi starfsfólks í veit-
ingahúsum, fundasprengir og félaga-
skelfir.
„Ég neita að tala við
ykkur fyrr en þið hafið
beðist afsökunar á
þessum árásum á mig í
mánudagsblaðinu og
mannorðsskemmandi
ummælum þar um mig.“
Njá'l Harðarson
starfsmaður Fasteignaþjónustunnar.
„Mér finnst Ágúst
hafa svikið okkur.
Mér finnst hann hafa
siglt undir fölsku
flaggi. Hann taldi
okkur trú um að
hann væri dreng-
lyndur jafnaðarmaður, en svo
kemur allt annað upp á teninginn.
Okkur finnst að hann eigi að
standa upp úr stólnum, hann er
hvort sem er orðinn svo vanur því.
Ef hann heldur áfram að vera
þarna í forystusveitinni held ég að
Þjóðvaki sé dauðadæmdur úti á
landi. Það er ekki hægt að boða
siðvæðingu með annarri hendinni
en ganga svo um og svíkja með
hinni.“
Njáll var félagi í Alþýðuflokki, en er nú með-
limur í Jafnaðarmannafélagi íslands og Þjóð-
vaka.
Jóhannes Gunnarsson
formaður neytendasamtak-
anna.
„Ég ætla ekkert að tjá
mig um persónur. Það
þarf yfirleitt fleiri en
einn til að átök fari
Jóhannes hefur unnið trúnaðarstörf fyrir Al-
þýðubandalagið en er nú í Þjóðvaka.
Kristján
Pétursson
fyrrverandi deildar-
stjóri tollgæslunnar í
Keflavík.
„Ég vil ekkert láta
hafa eftir mér um
þetta mál.“
Kristinn var óvirkur félagi í Alþýðuflokknum til
margra ára en gekk til liðs við Þjóðvaka síð-
astliðið haust.
Pjetur Hafstein
Larusson
rithöfundur.
„Ég þekki Ágúst Einarsson ekki
neitt og hef þar af leiðandi ekkert
um manninn að segja. Mér finnst
hins vegar að jafn mikill hags-
munaaðili í sjávarútvegi og hann
er, sé ekki réttur aðili til að semja
stefnuskrá í sjávarútvegsmálum.
Þessi uppákoma á landsfundinum
sagði mér að hann á að selja skóna
sína og fá sér svört stígvél."
Pjetur hefur verið meðlimur í Samtökum frjáls-
lyndra og vinstrimanna, hann var í Alþýðu-
flokknum, hann tók þátt í framboði frjálslyndra
fyrir síðustu þingkosningar, er félagi í Jafnað-
armannafélagi íslands og var í Þjóðvaka þar til
á þriðjudag en þá sagði hann sig úr hreyfing-
unni.
Hilmar Jónsson
rithöfundur og fyrrverandi bókavörður í
Keflavík.
„Ég hef
eiginlega
aldrei talað
við mann-
inn og
þekki hann
ákaflega
lítið. Mér
finnst hins
v e g a r
margt gott
um Ágúst.
Hann þekkir þennan málaflokk,
það er sjávarútvegsmálin, greini-
lega mjög vel. Hins vegar er hann
óneitanlega málsvari stórútgerð-
arinnar. Hann er hluthafi í stórri
útgerð og talar kannski töluvert
mikið sem slíkur. Þessi maður
hefur hins vegar sýnt af sér mjög
lofsvert fordæmi, meðal annars
með því að segja af sér í Seðla-
bankanum af ástæðu sem allir
þekkja.“
Hilmar var lengi góður og gegn Alþýðuflokks-
maður, var meðal annars formaður fulltrúa-
ráðs flokksins á Reykjanesi. Hann gekk til liðs
við Þjóðvaka um áramótin.
Nær hálfur milljarður í verkfallsjóðum kennara
Hafa efhi á meira en
tveggja mánaða verkfalli
Verkfallsjóður Kennarasam-
bands íslands dugar til að greiða
kennurum innan sambandsins
laun í um það bil tvo og hálfan
mánuð komi til verkfalls kennara
eins og margt bendir nú til að verði.
Kennarasambandið á um 400 millj-
ónir króna í verkfallssjóði sínum en
það jafngildir um 140 þúsundum
króna á hvert stöðugildi innan
sambandsins. Kl hefur ákveðið að
greiða hverjum kennara 57 þúsund
krónur á mánuði á meðan á verk-
falli stendur og er því ljóst að kenn-
arar í KÍ geta haldið út vinnudeilur
langt fram yfir kosningar.
í verkfallsjóði Hins íslenska
kennarafélags eru um 70 milljónir
króna en félagar í HÍK eru rétt
rúmlega 1200 talsins. Það gerir
rúmlega 58.000 krónur á hvern fé-
lagsmann og er staða HÍK því mun
veikari en KÍ komi til vinnustöðv-
unar.
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK, á fundi
með fulltrúaráði HÍK í gær vegna samþykktar
á verkfallsboðun félagsins. Komi til verkfalls
leggja um 4700 félagar í HÍK og KÍ niður störf
17. febrúar næstkomandi.
Landsambands framhaldsskóla-
kennara. Mikill meirihluti grunn-
skólakennara eru aðilar að sam-
bandinu auk tónlistarkennara og
um íjórðungs framhaldsskólakenn-
ara. Verkfallsboðunin sem tekur
gildi 17. febrúar nær ekki til tónlist-
arkennara.
Kí var aðili að BSRB fyrstu sex
árin frá stofnun og tók þátt í kjara-
deilu opinberra starfsmanna árið
1984 en kennarar fóru þá í um það
bil mánaðarlangt verkfall. Eftir að
Kennarasambandið gekk úr BSRB
hefur tvisvar verið greitt atkvæði
urn verkfallsboðun. Árið 1988 var
samþykkt að fara í verkfall en það
var dæmt ólöglegt vegna formgalla
við atkvæðagreiðsluna. 1 hitteðfyrra
var verkfallsboðun síðan felld hjá
KÍ.
Hið íslenska kennarafélag er að-
ildarfélag í BHMR en það var stofn-
að árinu á undan KÍ upp úr Félagi
háskólamenntaðra kennara og Fé-
lagi menntaskólakennara.
Meirihluti félaga HÍK er fram-
haldsskólakennarar auk nokkurra
grunnskólakennara. Félagið fékk
sjálfstæðan samningsrétt árið 1987
en félagar þess höfðu áður gripið til
umfangsmikilla fjöldauppsagna ár-
ið 1985 í kjarabaráttu sinni. Fljót-
lega eftir að HlK fékk samnings-
réttinn fór félagið í verkfall og stóð
það í rúmar tvær vikur. Tveimur
árum síðar tók félagið síðan þátt I
einu langvinnasta verkfalli síðari
ára hér á landi þegar kennarar
lögðu niður störf sín um sex vikna
skeið.
Komi til verkfalls munu samtals
um 4778 félagar í KÍ og HÍK leggja
niður vinnu 17. febrúar næstkom-
andi og um 57.000 nemendur sitja
eftir aðgerðalausir. LAE
Verkföll kennara1975til1995
I. sept. til 10. sept. 1975
7. október til 10 október 1975
8. nóvember 1976
II. október til 24. október 1977
4. októbertil 30. október 1984
16. mars til 30. mars 1987
6. apríl til 18. maí 1989
17. febrúar 1995 ?
Tækniskólinn (ólöglegt)
Flensborg (ólöglegt)
Barnaskólar
BSRB
BSRB
HÍK
HÍK
KÍog HÍK
Heimild: Kjararannsóknarnefnd
Afaerandi stuðningur
viö verkfall
I gær lauk talningu úr allsherjar-
atkvæðagreiðslu Kennarasambands
Islands og Hins íslenska kennarafé-
lags um boðun verkfalls félaganna
hinn 17. febrúar næstkomandi.
Verkfallsheimild var samþykkt í
báðum félögunum. Hjá KÍ greiddu
2.913 félagar af 3.569 verkfalli at-
kvæði sitt eða 85,8 prósent þeirra
sem tóku afstöðu til verkfallsboð-
unarinnar. Stuðningurinn við
verkfallsaðgerðir var ekki eins af-
gerandi hjá HÍK en þar var at-
kvæðagreiðslan tvískipt á milli rík-
isstarfsmanna félagsins og kennara
hjá Verslunarskóla Islands. AIls 607
ríkisstarfsmenn, eða 61,6 prósent
þeirra sem kusu, voru fylgjandi
verkfallinu en á kjörskrá voru 1.150.
Einungis 57,4 prósent kennara við
Verslunarskólann sem greiddu at-
kvæði voru hins vegar fylgjandi
verkfalli en 59 kennarar VI eru fé-
lagar í HÍK.
Hörð átök síðustu árin
Kennarsamband Islands var
stofnað árið 1980 við samruna
Sambands grunnskólakennara og
Elsa Haralds og félagar á Salon Veh
I hópi fimm sýnini
á stærstu hárgrei'
sýningu heims
jarliða
islu-
framvarðarsveit sýningarinnar er
sú að þau þykja gefa tóninn hvert í
sínu heimalandi og jafnvel langt út
fyrir það. Þúsundir annarra viðs
vegar úr heiminum taka einng þátt
Hróður Elsu Haraldsdóttur
hárgreiðslumeistara berst víða. Eít-
ir að hafa tekið þátt í íjölda keppna
og sýninga með góðum árangri hef-
ur henni nú ásamt starfsliði sínu
verið boðið að
taka þátt í stærstu
hárgreiðslusýn-
ingu heims; Inter-
national Beauty
Shows. Verður
sýningin haldin í
New York í mars
næstkomandi. Til
marks um heiður-
inn hefur aðeins
íjórum liðum auk
Élsu og hennar
gengis verið boðið
að taka þátt í sýn- Framvarðarsveitin: Viðar Völundarson,
ingunni, en það aldsdóttir og Arnar Tómasson.
eru aðilar frá Ástr-
Elsa Har-
alíu, Bretlandi, Ítalíu og Bandaríkj-
unum. Þetta eru aðalliðin en for-
sendan fýrir því að þau eru valin í
en með miklu minna sniði en liðin
fimm, auk þess sem sýningin er
einnig vörusýning.
I aðalliðinu
með Elsu
Haraldsdótt-
ur verða tveir
hárgreiðslu-
meistarar sem
vinna á hár-
greiðslustofu
Elsu, Salon
Veh, þeir Við-
ar Völundar-
son og Arnar
Tómasson.
Auk hálftíma
sjóvs með til-
heyrandi hárgreiðslu, búningum,
hreyfmgum og öðru munu þau
leggja línuna fyrir sumarið sem þau
kalla „Collection“ en henni má
breyta á minnst tvo vegu, enda tísk-
an að sögn Elsu orðin mun frjáls-
legri og skynsamari en áður, reynd-
ar svo mjög að sumar klippingar
eru orðnar nú þess eðlis að lítið mál
er að breyta þeim á minnst tíu
Sýnishorn af því sem Elsa Haralds leggur til fyrir
sumarið. Lagt er upp úr klippingum sem hægt er að
breyta á minnst tvo vegu.
vegu. En jafht stutt sem sítt hár á að
vera hægt að höndla með þessum
hætti.
Undirbúningurinn fyrir sýning-
una hófst á síðasta ári og þurfti allt
prógrammið, eða hvað EÍsa og fé-
lagar ætluðu að leggja af mörkum,
að vera njörvað niður fyrir 1. des-
ember.
-GK