Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Árið 1993 var allt útlit fyrir að kjötvinnslan Goði yrði gjaldþrota í kjölfar falls Miklagarðs. Forráðamenn Goða brugðust við með því að stofna Kjötumboðið til að geta haldið rekstrinum áfram Seldu sjálfum sér vörumerkin og leigja sér að auki velar og húsnæði Nú standa yfir samningaviðræð- ur milli Landsbankans og fyrrum sambandsíyrirtækisins Goða hf. um skuldbreytingar á lánum félags- ins við bankann. Samkvæmt heim- ildum blaðsins eru skuldir Goða við Landsbankann á þriðja hundr- að milljónir króna. Samningavið- ræður þessar hafa staðið yfir í mjög langan tíma en árið 1993 leit út fyrir að fátt gæti forðað Goða hf. frá gjaldþroti. Goði hf. er nú aðeins til sem eignarhaldsfélag en vörur undir vörumerkjum fyrirtækisins eru framleiddar af Kjötumboðinu hf. Síðarnefnda félagið leigir húsnæði og framleiðsluvélar af Goða og keypti vörumerki félagins árið 1993. Það er athyglisvert að bæði hlutafé- lög lúta framkvæmdastjórn sama manns, Helga Óskars Óskars- Sverrir Hermannsson Lands- bankastjóri. „Höfum líf þeirra í hendi okkar.“ sonar og að auki er stjórnarfor- maður beggja félaga einn og sami maðurinn, sá heitir Þorgeir B. Hlöðversson. Með honum í stjórn Kjötumboðsins sitja svo Guð- steinn Einarsson og Jón E. Al- freðsson sem eiga líka sæti í stjórn Goða hf. Skipt hefur verið um nafn á Goða, sem heitir nú íslenskar bú- vörur, en félagið er rekið undir sömu kennitölu og áður. Leigusali ojg leigu- kaupi sami aðitínn Að sögn Þorgeirs var ljóst í kjöl- far gjaldþrots Miklagarðs að semja þyrfti við lánadrottna Goða, sem átti miklar inneignir í viðskipta- kröfum hjá Miklagarði og var auk þess í sjálfsskuldarábyrgð á skulda- bréfi fyrir Miklagarði hf. Þorgeir segir að með þetta í huga hafi Kjöt- umboðið verið stofnað sem rekstr- arfélag og þannig hafi verið hægt að „einangra vandamálið í Goða sem eignarhaldsfélagi“. Aðspurður um hver starfsemi Goða/lslenskra búvara sé, segir Þorgeir hana felast í rekstri þeirra eigna sem Kjötumboðið leigir. Þeg- ar Þorgeir var spurður hvort það valdi ekki hagsmunaárekstrum að leigusalinn og leigukaupinn eru nánast einn og sami aðilinn, svar- aði hann: „Eins og er, er fyrst og fremst lit- ið á að halda þessari starfsemi áfram, þannig að það er í sjálfu sér ekki um neina hagsmunaárekstra að ræða. Þetta hefur verið til skoð- unar hjá bönkunum þannig að þetta er unnið fyrir þeim tjöldum sem það þarf að vera. Menn hafa gætt þess í öllum þessum fasa að vinna þetta sem skilmerkilegast þannig að það séu einmitt engin slík mál sem geti verið gagnrýnis- verð.“ Spurning um hagsmunaárekstur vaknar einnig upp þegar á það er litið að sömu menn sátu beggja vegna borðsins þegar Kjötumboðið keypti vörumerki Goða 1993. Hvorki Þorgeir né Helgi Óskar vilja hins vegar gefa kaupverðið upp, segja það trúnaðarmál. Með þumalskrúfu á bankanum Sú staðreynd að Kjötumboðið á nú vörumerki Goða, og þá við- skiptavild sem fylgir svo rótgrón- um merkjum, en Islenskar búvörur á húsnæðið og kjötvinnslutækin, vekur upp þá spurningu hver samningsstaða Landsbankans sé í málinu. Ef bankinn gengur að veð- um sínum stendur hann væntan- lega uppi með húsnæði Islenskra búvara við Kirkjusand og ýmis kjö- tvinnslutæki, sem gæti reynst all erfitt að losna við. Ef Landsbankinn gengi að félaginu er spurning hvort hann gæti látið að rifta sölunni á vörumerkjum Goða á grundvelli þess að sörnu menn voru í hlut- verkum seljanda og kaupanda. Ef það væri ekki hægt gæti Kjötum- boðið ótrautt haldið áfram að framleiða undir merkjum Goða. Það má segja að sama væri á hvorn veg færi, tap Landsbankans yrði alltaf mikið. Með því að halda lífi í Islenskum búvörum fær bankinn að minnsta kosti leigutekjur félags- ins upp í skuldir þess við hann. Goði er nú aðeins til sem eignarhaldsfélag en vörur undir vörumerkjum fyrirtækisins eru framleiddar af Kjötumboðinu. Síðarnefnda félagið leigir húsnæði og framleiðsiuvélar af Goða og keypti vörumerki féiagins árið 1993. Það er athyglisvert að bæði hlutafélög hafa sama framkvæmdastjóra og sama stjórnarformann. Sverrir Her- mannsson, bankastjóri í Landsbankan- um, var spurð- ur að því hvort forráðamenn Kjötumboðsins og íslenskra búvara væru með þumal- skrúfur á bank- anum. Sverrir var ekki á því og svaraði skorinort: „Nei, þeir geta engar þumalskrúfur sett á okkur. Við höfum líf þeirra í hendi okkar ef við viljum." 1 framhaldi af því var Þorgeir spurður að því hvort það tákni gjaldþrot fyrir Islenskar búvörur ef samningar nást ekki við Lands- bankann. „Ég tel enga ástæðu til annars en að við náum þessum samningum. Við erum búnir að vinna að þeim mjög lengi og mér finnst landið liggja þannig í dag. Það er líka hag- kvæmast fyrir alla aðila að málið fari þannig," svaraði hann. Þorgeir var einnig inntur eftir því hvort það væri rétt að leigan sem Kjötumboðið greiðir fýrir tæki og húsnæði íslenskra búvara standi ekki undir afborgunum síðar- nefnda félagsins. „Þeir samningar sem verið er að ganga frá núna miðast einmitt að því að þetta gangi allt upp. Til þess erum við að skuldbreyta þessu, svo við ráðum betur við greiðslur af- borgana og vaxta.“ Þrot Miklagarðs orsök vandræða Coða Samkvæmt ársreikning Goða fýrir árið 1992 var ríflega 10 rnillj- óna króna hagnaður af rekstri fé- lagsins það ár. I ársreikningum kemur einnig fram að eigið fé fé- lagsins sé tæplega 265 milljónir króna svo framtíðin hefði átt að vera björt fyrir Goða. I þessum sama ársreikningi kemur hins vegar líka fram að viðskiptaskuld Milda- garðs, sem var langstærsti við- skiptavinur Goða, við félagið er 158 milljónir. Og að auki var Goði í sjálfsskuldarábyrgð á 78 milljóna króna skuldabréfi fyrir Miklagarð. Samtals gerir þetta 236 milljónir eða hátt í allt eigið fé Goða. I byrjun árs 1993 þegar þessi ársreikningur var gerður duldist fáum hver örlög Miklagarðs hlutu að vera, gjaldþrot virtist óumflýjanlegt enda fór félag- ið síðar á árinu í risavaxið þrot. Meirihluti forráðamanna Goða og endurskoðendur hafa þó augsýni- lega verið á annarri skoðun því í efnahagsreikningi ársskýrslu félags- ins nemur niðurfærsla viðskipta- krafna aðeins tæplega 19 milljón- um, en í skýringum er tekið fram að niðurfærslan sé byggð á mati á tapáhættu gagnvart einstökum við- skiptakröfum og kröfunum í heild. Auk þess segir í ársskýrlunni um framtíðarhorfur Goða: „Ekki eru afráðnar neinar breytingar í rekstr- inum árið 1993.“ Annað kom hins vegar á daginn eins og hér hefur verið rakið. -jk Nógur tími, full ábyrgð, engir hagsmunaárekstrar - en launin gefa þeir ekki upp Fimm menn í 55 stiórnum I nýútkominni skýrslu Sam- keppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku atvinnulífi er að finna athyglisverða lista yfir þá menn, sem hvað duglegastir eru við það að sitja í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja sem tengjast annað hvort því sem kallað hefur verið Kol- krabbinn eða hinum svokallaða Smokkfiski. Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður í Sjóvá-Almenn- um, fer þar fremstur í flokki, en hann á sæti í stjórn 12 fýrirtækja, þar á meðal hjá Eimskipafélagi ís- lands og Flugleiðum. Skammt und- an koma þeir Einar Sveinsson, bróðir Benedikts og forstjóri Sjó- vár-Almennra, Magnús Gauti Gautason forstjóri KEA og Geir Magnússon forstjóri Olíufélags- ins. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, situr í stjórn 10 fyrir- tækja og allmargir aðrir sitja í stjórn 6-8 fýrirtækja. MORGUN- PÓSTINUM lék forvitni á að vita hvernig jafn störfum hlaðnir menn og þessir eru fara að því að sinna öllum þessum ábyrgðarstöðum í einu og lagði fyrir þá nokkrar spurningar. Sá alduglegasti, Bene- dikt Sveinsson, sagðist ekki „nenna“ að svara spurningum MORGUNPÓSTSINS þegar blaðið hafði samband við hann í gær, en þeir Einar, Geir, Magnús Gauti og Kristinn tóku erindinu öllu betur. Geir Magnússon forstjóri Olíufé- lagsins. Teiur sig ekki geta annað því að sitja í fleiri stjórnum en hann gerir nú þegar. Fyrsta spurningin snerist um það, hversu mörgum stjórnarstörf- um menn geti annað svo vel sé. Einar Sveinsson sagði spurninguna lýsa mikilli vanþekkingu blaða- manns á viðfangsefninu, því raunin væri sú að seta hans í bankaráði Is- landsbanka tæki jafn langan tíma og seta hans í stjórnum allra hinna fyrirtækjanna samanlagt. Geir Magnússon vísaði til þess að nokk- Kristinn Björnsson forstjóri Skelj- ungs. Verður að kíkja í skatta- skýrsluna til að komast að því hvað hann þiggur í laun fyrir stjórnarsetuna. ur þeirra fýrirtækja, sem hann er skráður sem stjórnarmaður í, séu í raun eitt og sama fyrirtækið, en taldi þó víst að hann gæti ekki ann- að meiru en því sem hann gerir nú þegar; það væri í algjöru hámarki. Magnús Gauti sagðist ekki geta svarað þessari spurningu, en Krist- inn sagði það hljóta að fara eftir því hversu oft fundað væri í viðkom- andi stjórnum. Einhverjir kynnu að ætla að það hljóti að koma niður á aðalstarfi þessara manna, þegar þeir sitja þar að auki í stjórn tíu annarra fyrir- tækja. Þeir voru þó allir santmála um að svo væri ekki, enda mundu þeir ekki taka þau að sér ef svo væri. En geta menn risið undir þeirri ábyrgð, sem fylgir því að sitja í stjórn þetta margra fyrirtækja? Kristinn sagðist gera sér fulla grein fýrir þeirri ábyrgð sem stjórn- armenn bera og taldi sig axla hana fullkomlega. Sömu sögu er að segja af hinum, þeir voru allir hinir ábyrgðarfýllstu. Engin hætta á hags- munaárekstrum Það getur alltaf gerst að hags- munir fyrirtækja skarist. Þegar sami maður situr í stjórn tveggja eða fleiri fyrirtækja hlýtur því að vakna upp sú spurning, hvort ekki sé hætta á að hluthafar einhvers þeirra eigi ekki á hættu að bera skarðan hlut ffá borði í einhverjum tilvikum. Enginn fjórmenninganna vildi þó kannast við að þetta geti valdið nokkrum hagsmunaárekstr- um og Einar sneri reyndar út úr spurningunni. „Ég er fulltrúi þeirra eigenda sem kjósa mig,“ sagði Geir Magnússon, „og það hlýtur að vera mat þeirra sem það gera að ég sé til þess hæfur að gæta þeirra hags- Bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir sitja í stjórn 23 fyrirtækja til samans. Benedikt „nennti" ekki að svara spurningum blaðsins og Ein- ar lauk samtalinu áður en hægt var að bera upp við hann allar spurn- ingarnar. muna í hvívetna." Magnús Gauti sagði einfalt að leysa þetta vanda- mál, sem hann sagðist reyndar aldrei hafa lent í. „Ef til þess kemur að hagsmunir tveggja fyrirtækja skarast, þá víkur maður einfaldlega úr sæti við afgreiðslu viðkomandi máls.“ En væri hagsmunum hins al- menna hluthafa ekki betur borgið ef mennirnir í stjórn fyrirtækisins hefðu betri tíma til að sinna stjórn- arstörfunum en þessir önnum köfnu einstaklingar hafa? Einar svaraði þessari spurningu ekki, en þeir Geir, Magnús Gauti og Kristinn voru allir sammála um að þeir hefðu allan þann tíma sem þeir þyrftu til að sinna þessum störfum svo vel færi og bentu á að þeir væru kosnir í þessar stöður, sem benti til þess að hinum almenna hluthafa þætti hagsmunum sínum vel borg- ið í þeirra höndum. Enginn þeirra var tilbúinn að greina frá því hvað þeir fá greitt fyr- ir setu sína í öllum þessum stjórn- um. Geir sagði það ákaflega mis- jafnt hvað hann fengi borgað fyrir stjórnarsetuna, sums staðar lítið og sums staðar hreint ekki neitt. Krist- inn sagðist ekki geta sagt til um það nema glugga í skattaskýrsluna, sem hann hafði ekki við höndina, en sagði þó að það væri mjög misjafnt og surnt væri alveg ólaunað, en Magnús Gauti sagðist ekki geta gef- ið upp laun sín. Einar hafði lokið símtalinu áður en hægt var að bera þessa spurningu upp við hann. lae/æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.