Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 16
16 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR H FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 „Ég get gert hvaðeina sem þú vilt svo lengi sem ég þarf ekki að tala.“ Linda Evangelista Ef hugsanir okkar og skilningur á sjálfum okkur hefur einhvern tímann mótast af heimspekingum, hugsuðum eða listamönnum þá er sá tíma ábyggi- lega liðinn. Nú lifum við á tímum súpermódelanna, Lindu, Naomi, Cindy, Kate og allra hinna. Og ef miða má við magnið af viðtölum við þær stöllur þá þyrstir okkur í að læra af lífi þeirra, hugmyndum og viðhorfum. En þegar litið er yfir úrval úr þessum við- tölum er erfitt annað en að velta því fyrir sér hvort við gætum ef til vill ekki lært meira af Ijótu og ógeðfelldu „Eg er sæt stelpa sem er módel og ég sýg engan eins og leik- kona.“ Cameron Diaz fólki en þessum snoppufríðu stúlkum. Brotin sem hér birtast ýta alia vega undir þá kenningu að því fegurri sem hausinn er að utan því eyðilegri sé hann hið innra. Niður- staðan hlýtur að verða: Horfið, snertið ef til vill, en látið ekki detta í hug að hlusta. Um grundvallaratriðin „Það er mjög mikilvægt að vera rétt klædd þegar þú stundar lík- amsrækt. Gamall bolur eða útjösk- uð peysa eru ekki beint til þess fall- in að ýta undir árangurinn." Cheryl Tiegs Um herramennskuna „Tónlistin við Indecent Exposure er rómantísk blanda sem ég veit að allar konur elska. Ég hef hana því alltaf við hendina ef ég veit af konu í nágrenninu.“ Fabio Um mótsagnirnar „Stundum er ég einmana en á móti kemur að stundum er gott að vera Tatjana Patitz Um innsæið „Þegar ég er að vinna að bíómynd- um og verð svöng, þá tek ég mér hlé og fæ mér kexkökur.“ Carol Alt Um stéttaþjóðfélagið „Við erum ekki Karl bretaprins og Diana prinsessa. Við lítum ekki á okkur sem aðalsfólk. Við erum vinnandi fólk.“ Christie Brinkley Um atvinnusjúkdóma „Ég mátaði einu sinni 250 baðföt sama daginn og endaði öll út í út- brotum á mjöðmunum, líklega af þessum sundbolum sem voru þaktir pallíettum." Cindy Crawford Um líkamshlutana „Ég veit aldrei hvað ég að gera við hendurnar á mér. Stundum líður mér einkennilega út af þessu, fólk fer að glápa á mig og það gerir mig taugaóstyrka." Tyra Banks Um tjáningu líkamans „Það er yfirleitt alltaf hægt að sjá á mér hvernig mér líður. Ef ég hef fitnað þá líður mér vel.“ Christy Turlington Um hindranir „Ef þeir hefðu tækjasal í Concorde-þotunum þá væri ég í stöðugri líkamsrækt." Linda Evangelista Um viljann „Það var frekar ieiðinlegt fyrir mig að þurfa að nær- ast. Ég vissi að ég varð að borða og ég neyddi mig til þ« ess. Kate Moss Um hefndina „Stelpurnar verða alltaf bálreiðar hver út í aðra og reyna að egna hár- greiðslumeist- urunum til að eyðileggja hárið á hin- um stelp- unum.“ Tasha Um sorgina „Þegar Azzedine-jakkinn minn, sem ég eignaðist 1987 dó, vafði ég honum saman og stakk í kassa, setti nótu með þar sem sagði hvað- an hann kæmi og fór með niður á Hjálpræðisher. Mér fannst ég missa mikils.“ Veronica Webb er sama andlitið sem horfir á móti.“ Claudia Schiffer Um hagfræðina „Ég vakna ekki fyrir minna en 10.000 dollara á dag.“ Linda Evangelista Um ró hugans „Ég get ekki hugsað þegar ég sit fyrir. Ef ég fer að hugsa um eitt- hvað fer allt úrskeiðis." Paulina Porizkova Um rökfræðina „Ég held að ef einhverjum finnst brjóstin á mér ekki nógu stór til að taka af þeim myndir þá séu þau heldur ekki nógu stór fyrir mig.“ Christy Turlington Um hugrekkið „Þeir voru að mynda mig í baðföt- um og vildu taka nokkrar myndir af bakhlutanum. Ég hugsaði: Ó, góður guð, ég verð að vera hug- rökk. Allar konur hata baksvipinn a ser. Cindy Crawford Um sjálfsþekkingu „Hvert sem ég fór var ég elt af brjóstamálinu mínu. En ég áttaði mig á að ég er ekki brjóstamál.“ Carole Mallory Um fátæktina „Allir ættu að eiga næga peninga fyrir fegrunaraðgerð.“ Beverly Johnson Um örlögin „Ég vildi óska að ég lenti ekki í því að rassinn á mér rynni niður í lær- ispoka. En ég býst við að ég yrði bara að sætta mig við það.“ Christie Brinkley Um sálfræðina „Mér fannst æðislega gaman að vinna að myndinni Rising Sun. Ég sökkti mér niður í sálfræðilegu hliðina á því hvers vegna hún vildi kyrkja sig og setja plastpoka yfir hausinn á sér. Það var vegna þess að hún hafði ekki næga sjálfsvirð- ingu-“ Tatjana Patitz Um starfsval „Kærastinn minn telur að ég hafi misst sjónar af köllun minni til að verða bókasafnsfræðingur.“ Paulina Porizkova Um forgangsröd „Ég myndi miklu heldur stunda líkamsrækt en að lesa dagblað.“ Kim Alexis Um alheimsstjórnmálin „Við Mick Jagger kunnum rosalega vel við hvort annað. Við gátum tal- að saman heilu næturnar. Við höfðum sömu skoðanir á kjarn- orkuafvopnun.“ Jerry Hall Um fyrstu kynni „Ég held að flestum þætti það for- vitnilegt að vera kynntir fyrir sjálf- um sér — það væri dálítið svaka- legt.“ Christy Turlington Richard vill ekki að ég drepi pöddur, en stundum get ég bara ekki annað.“ Cindy Crawford Um innri styrk „Ég elska öryggið sem förðunar- meistarar geta gefið mér.“ Tyra Banks Um ferðalög „Ég hef ekki séð Eiffelturninn, Notre Dame, Louvre-safnið. Ég hef ekki séð neitt sem máli skiptir. Og mér er hjartanlega sama.“ Tyra Banks Um þáttaskil „Eftir að ég komst yfir reiðina gagnvart mömmu þá blómstraði ég hreint og beint í blaki og hlutirnir fóru að ganga upp í módelbrans- Gabrielle Reece Um uppgötvanir „Ég er nýbúin að átta mig á að ég er einum sentimetra hærri en ég hef hingað til haldið.“ Christie Brinkley Um hamfarir „Það versta var þegar pilsið féll niður um mig, alveg niður að ökkl- um — en ég var sem betur fer í þykkum sokkabuxum undir.“ Naomi Campbell Um erfðirnar „Eiginmaðurinn minn var allt-í- lagi útlits en ekkert meira en það. Og þegar ég var að fæða, spurði ég hann: Hvað ef hún verður ljót? Þú ert ljótur.“ Beverly Johnson € « « C € i Ifl fl € « 8 « €

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.