Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 31
FiMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN LÍFIÐ EFTIR VINNU 31 ,Niður með prestssoninn iKoirassa til Finnlands Það eru ekki allir jafn hrifnir af því til- tæki Verslinga að setja upp Múrinn eða The Wall. Pink Floyd-aðdáend- ur í Fjölbraut í Breiðholti, sem eru margir, eru til dæmis æfir vegna þess tiltækis að Ólafur Teitur Guðnason hafi verið fenginn til að þýða þetta meistarastykki. Það finnst þeim jaðra við guðlast og hafa skipulagt miklar mótmælaaðgerðir sem eiaa að fara fram fvrir utan Há- skólabíó í dag klukkan 14:00 eða þegar frumsýningin hefst. Þar hafa menn keppst við að smíða mótmælaspjöld og borða og má búast við því að þar megi lesa „Niður með prestssoninn!" Eða: „Versló pesló!“ Ólafur þýðandi er prestssonur að norðan og ánetj- aðist Pink Floyd í bíl föður síns sem er mikill aðdáandi hljóm- sveitarinnar... Verið er að vinna geisladisk í hljóð- veri þessa dagana en þar eru sam- ankomin lög úr myndinni Ein stór fjölskylda sem Jóhann Sigmars- son leikstýrir, og eru hljómsveit- irnar Unun, Kolrassa krókríðandi og Texas Jesus meðal flytj- enda. Kolrassa krókríðandi er einmitt á leið í stórt hljóm- leikaferðalag í vetur um flest Norðurlöndin, Finnland, Sví- þjóð og Dan- mörku... Umhverfi hefur óvéfengjanleg áhrif á stemmninguna nema menn séu þeim mun svartari. Það er nóg að gera hjá arkitektinum Guðjóni Bjarnasyni, sem rekur Hugsmíð — teiknistofu, en hann hef- ur verið fenginn til að hanna búllur og bari. Meðal síðustu verkefna hans eru J a z z b a r i n n og K a f f i L i s t — Skyndibitastaðurinn B K - kjúklingar hefur fengið menningarlegra yf- irbragð en gengur og gerist á slíkum stöðum — og tískuverslanirnar StíllogOMver Paö hlýtur að vera notalegt að koma sér fyrir á stað SBmer eft- ireigin höfði. Buaion er þarna a Jazzbarnum. Þetta er ekki ur Mad Max- mynd heldur er þetta tísku- vöruverslunin Oliver. Þetta járnvirki er afurð samvinnu Guðjóns og fyrsta flokks iðnaðarmanna. Þarna eru ekki dýr efni á ferðinni held- ur gæti efnið hæglega verið fengið úr ruslahaug járn- smiðju og handverkið fær síðan að njóta sín. Inni í Oliver. Hönnunin er efniskennd og áþreifanleg og gefur tilfinningu fyrir endingu. Það eina sem er forgengilegt þarna inni er afgreiðslustúlkan. Endurtekin form í síbreytilegum stærðum hafa margfeldiáhrif á víddina og óendanleikann. Þetta er dýnamískt flæði ef einhver mmmm^^mmmmmmmmmm^^m^^mm yrði til að spyrja listfræðing MORGUNPÓSTSINS. Jazzbarinn er nýjasti barinn miðborginni og óhætt að segja að áður en komið er inn megi greina höfundareinkenni Guðjóns sem er mjög hrifinn af því að nota massívt járn — það er ekkert dúkkulegt við þetta heldur er þetta efnismikið og gróft. Kaffi List varð til að vekja athygli margra á hönnun Guðjóns. Takið eftir ristinni í gólfinu og járnrörun- um. Þetta er tíska sem byggir á al- grunni. Speglarnir kalla fram andhverfur og gefa tilfinningu fyrir óendanleika. Yfirlýsing um að þarna sé kominn bar sem er kominn að vera. myndböndin Almodóvar með þrennu 1. Matador Pedro Almodóvar 2. My Own Private Idaho Gus Van Saint 3. Jamon, Jamon Blgas Luna 4. Indókína Régis Wargnier 5. Mystery Train Jim Jarmush 6. How To Irritate People John Cleese 7. Leningrad Cowboys Go America Aki Kaurismaki 8. Tie Me Up, Tie Me Down Pedro Almodóvar 9. Sweety Jane Campion 10. Johnny Suade Tom Dichillo 11. Trust Hal Hartley 12. Police Mourice Pialat 13. The Unbelievable Truth Hal Hartley 14. An AngelAtMy Table Jane Campion 15. Pepi Luc Bom Pedro Almodóvar Listinn er byggður á útleigu myndbanda Aöal-videóleigunnar við Klapparstig. Onnur astarsaga úr skammdeqinu Það er kannski ekki í frásögur færandi að starfsmenn Dagblaðsins Vísis héldu árshá- tíð sína síðastliðinn laugardag. Nema hvað hún var kannski óvenjusnemma í ár, sé svona tekið mið að því að menn eru enn að blóta Þorrann. Árs- hátíðin fór vel fram og allt um það, en athygli vakti að Súsanna Svav- arsdóttir, blaðamaður og leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, mætti hin kátasta á árshátíð- ina. Sem kunnugt er hefur hún nýverið sagt starfi sínu sem blaða- maður á Morgun- blaðinu lausu og jafn- framt gefið yfirlýsingar þess efnis að hún sé engin „karríerkona" í eðli sínu, þannig að fáir gera ráð fyrir því að hún sé á höttun- um eftir öðru blaða- mannastarfi. Öllu meiri athygli vakti að hún var í fylgd Óttars Sveinssonar, blaða- manns á Dagblaðinu Vísi, sem margir þekkja ekki bara sem bróður Jó- hönnu Sveinsdóttur matkráku, held- ur af því að nú um jólin gaf hann út eina af söluhæstu bókum vertíðar- innar, eða Útkall Alfa, TF Sif sem fjallar um frækileg björgunarafrek til sjávar og sveita. Innan tíðar má svo vænta þess að Súsanna gefi frá sér erótískt smá- sagnasafn, en sem kunnugt er átti hún eina af smásögunum í bókinni Tundur dufl sem kom út seint á síðasta ári. En það er bæði gömul saga og ný að blaðamenn heillist af öðrum blaðamönnum, rithöfundar af öðrum rithöfundum og svo framvegis... áDj, Ríkissjónvarpið Fimmtudagur 10.30 Alþingi Blaðrað í beinni. 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (77) 17.50 Táknmáisfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Fagri-Blakkur (23:26) 19.00 Él Tjukka, tjukka, tjukk. 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 Syrpan 21.05 Steini og Olli til sjós Fyndnari en elstu menn muna. 22.00 Taggart (3:3) Klikkar ekki. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Þingsjá 23.35 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 16.40 Þingsjá Endursýning. 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (78) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Tomml og Jennl (24:26) 18.25 Úr ríki náttúrunnar 19.00 Fjör á fjölbraut (17:26) 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Kastljós fslenskar skýjaborgir í tölvubrans- anum. Nú meikar þú það Gústi. 21.10 Ráðgátur (8:24) 22.05 Eitur á fíflana (1:2) (Dandelion Dead) Bresk sjónvarps- mynd byggð á sönnum atburðum. Óhug sló á þorpsbúa þegar virtur og vinsæll lögfræðingur var fund- inn sekur um að hafa myrt konu sína. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur á laugardagskvöld. 23.50 Woodstock ‘94 (1:6) Sýra; nostalgía, yeah. 00.50 Útvarpsfréttir i dagskrárlok LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.55 Hlé 12.00 f sannleika sagt (e) 13.00 Kastljós (e) 13.25 Bikarinn í handknattieik Fram - Stjarnan. Stelpur í beinni. 14.55 Enska knattspyrnan Nottingham Forest og Liverpool mætast í úrvalsdeildinni. 16.50 Bikarinn í handknattleik KA - Valur. Strákar í beinni. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Ferðaleiðir (4:13) Menning. 19.00 Strandverðir (9:22) Beibwatch fyrir miðaldra kalla. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lottó 20.40 Hasar á heimavelli (21:22) Einstæða móðirin Grace er and- stæðan við beibin í Strandvörðum og það er miklu meira við hana. 21.10 Eitur á fíflana (2:2) Seinni hluti. 23.00 Kappar í kúlnahríð (Pat Garrett and Billy the Kid) Bob Dylan i hörkuvestra. Ekta bannað-innan-16-stöff úr smiðju Sams Peckinpah. 01.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp bamanna 10.20 Hlé 14.00 Larry Adler og George Gershwin (South Bank Show: Adler on Gershwin) Larry Adler, Elton John, Lisa Stansfield, Sinead O’Connor og Robert Palmer. 14.55 Gummi og götugengið 16.30 Ótrúlegt en satt (13:13) 17.00 Ljósbrot (e) 17.40 Hugvekja 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 19.00 Borgarlíf (5:10) 19.25 Enga hálfvelgju (3:12) 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 í nafni sósíalismans Árni Snævarr og Valur Ingimundar- son fletta ofan af samskiptum ís- lensku kommanna og hinnar ill- ræmdu leyniþjónustu STASI í Austur-Þýskalandi. 21.40 Stöllur (3:8) 22.35 Helgarsportið 22.55 Pétain Frönsk bíómynd frá 1992 byggð á sögulegum grunni. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok f? Stöð2 Fimmtudagur 17.05 Nágrannar 17.30 MeðAfa (e) 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Sjónarmið 20.45 Dr. Ouinn 21.35 Seinfeld 22.00 Konur í kröppum dansi Einkaspæjaramynd sem gerist í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrj- öldinni. 23.35 Klárir í slaginn Ómerkilegt spennugrín. 01.05 f konuleit Brúðurin dúkkar ekki upp og brúð- guminn fer í fýlu. 02.35 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 16.00 Popp og kók (e) 17.05 Nágrannar 17.30 Myrkfælnu draugarnir 17.45 Ási einkaspæjari 18.15 NBA tilþrif 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.20 Eiríkur 20.45 Lois og Clark Súpermann í nýjum búningi. 21.35 Glugginn á bakhliðinni (Rear Window). Eitt af meistara- verkum Hitchcocks með Grace Kelly og James Stewart. Möst fyrir þá sem hafa aldrei séð það og gaman fyrir hina að rifja upp morð- gátuna. 23.25 Hetjur háloftanna Klisjumynd um menn sem hatast en verða að snúa bökum saman þegar á reynir. 01.05 Rándýrið II Danny Glover heldur áfram að berjast við skrímslið ógurlega. Schwarzenegger var miklu betri. 02.50 Vafasöm viðskipti Önnur klisja. Nú eru það vinir og annar svíkur hinn. 04.05 Dagskrárlok Laugardagur 09.00 Barnaefni 12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.25 Lífið er list (e) 12.45 Eiginmenn og konur Allen um hjónaband, framhjáhald, vináttu, traust, ást... Hvað annað? 14.30 Úrvalsdeildin í körfu KR og Haukar í beinni. 16.10 Dutch Gamanmynd um ungan og uppá- tækjasaman hrokkagikk. 17.50 Popp og kók 18.45 NBAmolar 19.19 19:19 20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir 20.30 Bingó Lottó 21.40 Læknirinn Skurðlæknir, sem William Hurt leikur, þarf sjálfur að leggjast inn á spítalann sinn og sér þá hvað hann hefur verið vondur gæi. 23.40 Bamfóstran Kolklikkuð barnfóstra hrellir leiðin- leg úthverfafjölskyldu á svo yfir- máta kvikindislegan hátt að áhorf- endur vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. 01.30Ástarbraut Reisnina vantar alveg í þessa er- ótísku þætti. 01.55 í kúlnahríð Lee yngri lemur á vondu gæjunum. 03.30 Eymd og ógæfa Kókaín. No thank you please it only makes me sneeze. 05.00 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 09.00 Barnaefni 12.00 Á slaginu 13.00 íþróttir á sunnudegi 16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17.00 Húsið á sléttunni 18.00 f sviðsljósinu Leeza er frábær en hvað vill gaur- inn upp á dekk? 18.45 Mörk dagsins Besta súpa vikunnar. 19.19 19:19 20.00 Lagakrókar Sjarmurinn er alveg farinn af þessu lögfræðingaslekti. 20.50 Barnsránið Fimmtán ára gamalt barnsrán rifj- ast upp fyrir hjónum þegar konan verður ófrísk. Kerlingadrama. 22.25 60 mínútur 23.10 Alvara Iffsins Hörð samkeppnin í læknaskólan- um reynir á vináttuböndin...- zzzzzzz 00.40 Dagskrárlok

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.