Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 4
4 RMMTUDAGUR 7. DESEMBER1395 Yfirheyrsla • Hvernig líst Omari Smára Armannssyni aðstoöaryfirlögregluþjóni á breytingarnar á áfengis- löggjöfinni? Forrœðishyggju er víða þörf „Breytingarnar eru komnar til þarsem dómarar gerðu athuga- senidir við að Iögin skorti ákvæði til samræmis við gildandi reglugerð. Þarna er verið að skil- greina hugtakið auglýsing svo ákvæði reglugerðarinnar haldi.“ Samkvæmt nýju ákvæðunum er Ijölmiðlum óheimilt að scgja frá nýjum vínum eða veitingahús- um og birta með því myndir — þarsem það hiýtur að teljast óbcin auglýsing. Gcngur þetta? Já.“ I Qölmiðlum er talsvcrð menn- ingarleg umfjöllun um vín- mcnningu. Nú sýnist mér tekið alfarið fyrir slíkt. „Menn eru fyrst og fremst að vonast til þess að nýju ákvæðin hafi þau áhrif, að þeir sem hafa verið að leika sér á gráa svæðinu framtil þessa hugsi sinn gang og sjái að sér.“ Er það ásættaulcgt að fjölmiðl- um sé yfirhöfuð óheimilt að fjalla um vínmenningu? „Já. Það er sennilega markmið laganna og ég geri engar athuga- semdir við það — ekki að svo komnu máli.“ Sumir segja að þetta bann sé síðasti anginn af þeirri forræð- ishyggju, að íslendingum sé ekki treystandi til að umgang- ast áfengi á sama hátt og öðrum þjóðum. „Ef skynsemin er notuð þá sést að forræðishyggjunnar er víða þörf að fenginni reynslu. Maður sem var undir áhrifum fíkniefna fór uppá þak stórhýsis og henti sér niður. Slapp reyndar lifandi, en þurfti á mikilli umönnun vel- ferðarkerfisins og endurhæfingu að halda. Hann talaði ekki um forræðishyggju eftir það.“ Er þetta ekki öfgakennt dæmi um ágæti forræðishyggjunnar? „Jú, kannski. En ég segi þetta til að sýna svart á hvítu að forræð- ishyggjan er nauðsynleg á viss- um sviðum.“ Fræðsla um skynsamlega vín- neyslu, er hún ekki af hinu góða? „Það eru margir þættir sem spila þarna inní og rétt að skoða mál- ið. ÖII fræðsia og viðhorfsmótun í jákvæða átt er af hinu góða, en þetta hefur alltof oft verið notað sem hugtak og lítt fyigt eftir.“ Mogginn fjallaði nýverið um Beaujolais-vínin og Rémy Mart- in-koníaksfyrirtækið. Er blað allra landsmanna á „gráu svæði“? „Já, það er engin spurning, með hliðsjón af ákvæðum reglugerð- arinnar. Ég held að allir séu sam- mála um það.“ Ef auglýsingar hvetja til neyslu; hversvegna eru fslendingar — með svaðalegustu drykkjuþjóð- um — áfengisauglýsingalausir? „Þú getur rétt ímyndað þér hvað myndi gerast e( menn væru hvattir tii neyslu með áfengis- auglýsingum. Ástandið er nógu slæmt samt.“ Samkvæmt lögunum mega fjöl- miðlar varla minnast á að vín séu yfirhöfuð til. Hvað með nýj- ustu útgáfuna af bók Einars Thoroddsen, „Vínin í rfkinu“, verður ekki að brenna hana? „Jú, það er spurning. Þú getur fjallað um áfengi á ýrnsan hátt, en bara ekki um ákveðnar teg- undir eða vekja athygli á því að nýjar tegundir séu komnar á markaðinn." -shh X. desember tóku breytingar á áfengis- lögum gildi á íslandi. Með þeim eru hertar reglur um áfengisauglýsingar og hvers konar umfjöllun um áfengi í fjölmíðlum og tekið fram að með augtýsingum sé átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu. Anton Skúlason bjargaði gúrkutíðinni þegar hann auglýsti að þeir sem kæmu naktir í símabúðina sína fengju ókeypis síma. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Síma- stripl Fínt að fá síma fyrir að klæða sig úr,“ segir Jón Már Svavarsson 16 ára. Hann sippaði sér úr fötunum og lét sig ekki muna um það — fannst þetta ekkert tiltökumál. Aðspurður hvers vegna engir kvenmenn væru þarna gerir Jón Már ráð fyrir að þær hafi ekki þorað. Hann segir að það hafi myndast hópefli meðal drengjanna og neitar því að hafa sært blygðunarkennd almennings. „Þeir sem horfðu gerðu það af fúsum og frjálsum vilja.“ Á mánudaginn hópuðust strípaðir strákarnir í búð símasalans Antons Skúlasonar. Anton lofaði því í auglýs- ingu í síðasta HP að þeir sem mættu naktir fengju ókeypis síma og viðbrögð- in létu ekki á sér standa. Það vafðist ekki fyrir um tveimur tugum ungra manna að fækka klæðum til að krækja sér í varninginn. „Þetta er lifandi sönnun þess að Helg- arpósturínn er ekki dauður miðill. Þetta svínvirkaði,“ segir Anton, sem bjóst við að einhverjir væru til í að leggja það á sig að mæta berir en þessi fjöldi kom honum veru- Anton Skúla- son. „í aug- lýsingunni er boðinn sími. Það var ekki tekið fram að þeir sem kæmu nakt- ir fengju gefins GSM- síma.“ Jón Már Svavarsson. „Fínt að fá síma fyrir að klæða sig úr.“ lega á óvart. „Viðbrögð- in hafa farið fram úr öll- um vonum. Við bjugg- umst við fjórum til fimm en ákváðum þó að gefa tíu GSM-síma, sem okkur þótti nokkuð rausnarlegt. En að sjálfsögðu munum við standa við aug- lýsinguna gagnvart hinum.“ Anton hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa aðeins tíu fyrstu GSM-síma og Neytendasamtökin eru farin að hlutast til um málið og ætla að reyna að sjá til þess að hinir tíu fái einnig GSM-síma. Anton svarar þessari gagnrýni svona: „í auglýsingunni er boðinn sími. Það var ekki tekið fram að að þeir sem kæmu naktir fengju gefins GSM-síma. Hinum var boðinn sími og einn þáði hann.“ í lögreglusamþykkt er bannað að striplast á almannafæri og særa þannig blygðunarsemi fólks. RLR rannsakar nú meint hópblygðunarbrot eins og segir á Éinn af þeim fjölmörgu sem létu sig ekki muna um að fækka forsíðu Tímans í gær. „Það stendur gagnvart strákunum sem voru naktir en snýr ekki að mér.“ En nú er rœtt um í 210. grein að sá, sem efnir til leiks sem talinn er ósiðleg- ur, gafi gerst brotlegur við lög? „Ja, það var engum þröngvað úr. Þeir gerðu þetta allir af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef ekkert heyrt frá RLR enn- þá,“ segir Anton og telur sig ekki hafa misboðið almenningi með þessari hug- mynd. Hann setur reyndar stórt spurn- ingarmerki við þessa lögreglusamþykkt sem tekur til blygðunarsemi. „Hún er út í Litla- Jón. Menn sækja í þetta, koma og horfa og segja svo: Æ-æ, mér er mis- boðið. Af hverju loka menn ekki augun- fötum til að fá ókeypis síma. um eða fara einfaldlega?" Það er óhætt að segja að tiltækið hafi vakið athygli og hlaut það umfjöllun i öllum helstu fjölmiðlum landsins. An- ton segir langt því frá að hér hafi verið um örvæntingarfulla auglýsingabrellu að ræða. „Þetta átti nú bara að brjóta upp hversdagsleikann með smáhúmor og hafa gaman af.“ Anton segist hafa fengið jákvæð við- brögð frá öðrum kaupmönnum og verð- ur ekki var við öfund í sinn garð fyrir áhrifaríka auglýsingu. Hann hyggsf brydda á fleiri nýjungum á þessu sviði á næstunni en gefur ekki upp í hverju þær muni felast. Fjölmiðlar Var þetta allt Þórhildi að kenna? LAfc* i......... irtl sinn naiit« I, tbl. 1. árg. ]. detcmber 199$ - SaroeígÍHleg útgáfa AlþvöuWaasias, FOnþyte, Vikubtaðsiœi pg Þjóðvalíabb&te Vlkublaðið MÞY9HDIB *'■ «t»l, 4. jyg. 1151 ?$00-J$0kr. 1*4. M. lí. irp I. d.wralmr \m Eg þarf að biðjast afsökunar. Allt sem ég gaf í skyn í þessum pistli í síð- ustu viku að yrði hugsanlega gott, kröftugt eða líflegt við sameiginlegt blað stjórnarandstöðunnar, sem kom út síðastliðinn föstudag, var rangt. Ég biðst forláts. Það kann að hljóma eins og klisja, en þetta var líklega allra, allra leiðinleg- asta blað sem ég hef séð. Ég veit: leið- inlegt þarf ekki að vera vont, en í þessu tilfelli var það vont. Ferlega vont. Kannske átti ég ekki að búast við miklu. Kannske lét ég aðstandendur blaðsins, sem voru svo upprifnir af þessari snjöllu hugmynd sinni, plata mig. Eftir á að hyggja getur það verið, en það skiptir ekki höfuðmáli. Ég hef reyndar heyrt ávæning af út- skýringum á því, sem fór úrskeiðis. Flestir virðast sammála um að kenna Þórhildi Þorleifsdóttur, fulltrúa „flokkseigendafélagsins í Kvennalistan- um“, um hrakfarirnar. Hún hafi verið send þarna inn til að koma í veg fyrir að það yrði of mikill sameiningarbrag- ur á blaðinu. Hafa stjórn á gleðinni. Þetta kann að vera rétt, en það lyktar alltaf skringilega þegar allir taka sig saman um að kenna einum um þegar illa fer fyrir einhverju sem allir bera sameiginlega ábyrgð á. Ber Þórhildur ábyrgð á opnugrein um trúmál í Frakklandi? Ber Þórhildur ábyrgð á heilsíðugrein um gamalkrat- ann Lafontaine sem slysaðist nýlega til að verða formaður þýzka jafnaðar- mannaflokksins? Ber Þórhildur ábyrgð á klisjugrein undir fyrirsögninni „Kyn- bundinn launamunur‘7 Og ber Þórhild- „ Voðalega má hún vera vond kona, þessi Þórhildur. “ ur ábyrgð á pistlahöfundum sem taka sjálfa sig svo alvarlega að hugsunin týnist í hátíðleikanum? í blaði sem kynnt var sem sérlega skemmtilegt há- tíðarblað og viðburður í blaðaútgáfu á íslandi? Voðalega má hún vera vond kona, þessi Þórhildur. Er ekki líklegra að þeir, sem gáfu út blaðið, hafi gleymt að blaðaútgáfa er bezt geymd í höndum blaðamanna? Er ekki líkíegra að hin dauða hönd pólit- ískrar útgáfu hafi legið yfir þessu ólán- lega blaði og kæft þar alla sköpun? Dragi nú hver lærdóma sem betur getur. Karl Th. Birgisson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.