Helgarpósturinn - 07.12.1995, Síða 12

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Síða 12
12 FlMIVmJDAGUR 7. DESEMBER1995 Þeir sem eru orðnir hundleiðir á talinu um sameiningu vinstrimanna gerðu rétt í því að fara ekki á fund hjá Alþýðubandalaginu um það efni síðastlið- ið mánudagskvöld. Karl Th. Birgisson fórnaði sér fyrir starfið og skrifaði þessa skýrslu: w\ \r- MyVxutv 25. tv6ve íé\agsfutvd^ \9°>S ró\a£s \tvs tetaíé\a*sWlS Helzta niðurstaða fundarins: Báturinn sem Ágúst Einarsson bjó til úr ályktun Sósíalistafélagsins (áður Vinstri sósíal- ista, áður Fylkingar- innar). Albaníu-Valda Eg er einn af eitthvað á þriðja hundrað þúsund Islendingum sem aldrei hafa farið á fund hjá Alþýðu- bandalaginu. Ég hef heldur ekkert saknað þess sérstak- lega. Ekki beðið í spreng eftir tilkynningu í Vikublaðinu um næsta fund hjá ABR. Kannske átti ég of mörg samtöl við Mörð vin minn Árnason á meðan hann var enn innan dyra í þessum klúbbi, mundi of vel eftir sögum af plottum, hurðaskellum, svikabrigzlum og skömmum. Kannske voru það líka óljósari æskuminning- ar um að pólitískir fundir eru yfirleitt frekar árangursrýrar samkomur. Þess vegna var þetta dáldið vandræðalegt þarna á mánu- dagskvöldið á fundi Alþýðu- bandalagsins um sameiningu vinstrimanna. Mættur töluvert fyrir auglýstan fundartíma. Enginn á staðnum. Og þó. Kannske tíu manns, en allir svo heimavanir og féllu svo vel saman inn í andrúmsloftið að þeir sáust varla. Sem var merkilegt, því þeir voru mikið ólíkir. Þarna var verkalýðsarm- urinn, mættur beint úr vinn- unni í gallanum eins og á auð- vitað að gera þegar maður er í verkalýðsflokki. Fulltrúi rót- tækra menntamanna var á sín- um stað, ábúðarfullur og ná- kvæmlega á réttum aldri til að hafa komið upp rétt á eftir ‘68- kynslóðinni og lent í ruglingn- um með Fylkinguna, Eik-ml, KSML og það allt. Einn og einn sovétkommi sem hefði nú aldr- ei látið þvíumlíkt rugla sig í ríminu; þennan þarna sá ég síðast fyrir þrettán árum á rússneskunámskeiði hjá MÍR. Þá var enn allt í föstum skorð- um og enginn einu sinni búinn að læra að bera nafn Gorbac- hevs fram. Yfir þeim öllum var einhver alvöru- og þó tortryggnisvipur. Það er erfitt lífshlutskipti að vera fulltrúi hins góða gegn hinu vonda í heiminum. Hverjir voru ekki hvar En svo lifnaði yfir húsinu. Inn tíndist hver hálfkratinn á fætur öðrum svo taldist á ann- að hundraðið áður en yfir lauk. Ekki þekkti ég þau andlit nema fáein, en ekki var síður merki- legt hverjir voru ekki á staðn- um. Mest áberandi: ekki einn ein- asti þingmaður Alþýðuflokks- ins, nema sá sem_ sat við há- borðið. Hvar var Össur? Guð- mundur Ámi? Rannveig? Og vel að merkja: þarna var ekki einn einasti krati yfirleitt, fyrir utan Vilhjálm Þorsteinsson tölvuséní, en hann er nú hálf- gerður BJ-ari inn við beinið og telst seint til eðalkrata. Annað áberandi: ekki einn einasti þingmaður Alþýðu- bandalags, nema Svavar, enda Iélegur flokkseigandi sem léti sig vanta á svona fund. Tveir til viðbótar sátu raunar við há- borðið og enginn átti beinlínis von á Hjörleifi eða Steingrími J. Og þá eru svosum ekki margir eftir. En þarna voru að minnsta kosti tveir þriðjuhlutar þing- flokks Kvennalistans og Sam- einingartáknið sjálft, borgar- stjórinn, gekk í salinn þegar liðið var á kvöld. Og mættir voru auðvitað all- ir tiltækir þingmenn og vara- þingmenn Þjóðvaka. Þakka skyldi þeim. Eg tyllti mér og hlustaði. Það er hægt að súmmera ræður frummælenda upp með einu orði: óeftirminnilegar. Kristín Ástgeirsdóttir var á því að fólk þyrfti að tala saman og gera upp við sig hvað það vildi, hvers konar þjóðfélagi það vildi lifa í, áður en lengra væri haldið. Það var ekki rætt frekar. Jóhönnu Sigurðardótt- ur þótti aldrei hafa verið jafn- mikil alvara í sameiningartali. Það er rétt; fyrir Þjóðvaka virð- ist það vera beinlínis dauðans alvara. Jón Baldvin Hanni- balsson sagði að nauðsynlegt væri að ná í jafnaðarmennina í Sjálfstæðisflokknum. Þeim var ekki boðið á þennan fund. Margrét Frímannsdóttir var að flýta sér, sagði að ekki væri langur tími til stefnu, þótt kjör- tímabilið, bæði hennar og þingsins, sé rétt nýhafið. Bene- dikt Davíðsson, sem mér skild- ist að væri þarna fulltrúi ASÍ, þar sem stærsta stéttarfélagið er undir forystu sjálfstæðis- Krístín Ástgeirsdóttir: Skilgrein- ingardauði. Jón Baldvin: Jafnaðarmennimir eru í Sjálfstæðisflokknum. manns, var ekki viss um hvort sameina ætti jafnaðarmenn. Sjálfur er hann þessa dagana að sameina ASI. Ögmundur Jónasson, þarna formaður BSRB, kvartaði undan ofbeldi sem stjórnmálamenn beittu hver annan og sérstaklega væru þeir vondir við Kvenna- Iistann. Góður við lítilmagn- ann, Ömmi frændi. Jamm. Þannig var nú það. Sósíalistar grípa til aðgerða En viti menn. Upp stóð í sal Þorvaldur Þorvaldsson, stundum kallað- ur Albaníu-Valdi, kannske af því sem einhver sagði, að síð- ast hefði sést til hans syngj- andi dýrðaróð til Envers Hox- ha. Hvað sem því líður hélt hann töluverða ræðu um fé- lagslegt réttlæti sem snerist nú um annað en einhver skatta- tæknileg útfærsluatriði. Svei mér ef var ekki einhver marx- ískur tónn í honum. Lengi von Jóhanna Sigurðardóttir: Dauðans alvara. Benedikt Davíðsson: Upptekinn við að sameina ASÍ. á einum. Ekki leið á löngu þar til Al- baníu-Valdi var farinn að spranga um salinn og dreifa ályktun frá Sósíalistafélaginu gegn árásum ríkisstjórnarinn- ar á velferðarkerfið. Einhver mér fróðari um sögu vinstri fé- laga hélt að einu sinni hefði þetta kompaní heitið Vinstri sósíalistar og þar áður bara Fylkingin. Það kann rétt að vera — að minnsta kosti var ályktað um nauðsyn þess, að alþýðan gripi til aðgerða. Alþýðan í salnum rótaði sér ekki. Hreinsanirnar En þetta var nú eina lífsmark- ið í bili. Það var ekki fyrr en Ög- mundur tók aftur til máls og flutti afar góðhjartaða og hríf- andi ræðu um vonda menn sem leggja skatta á sjúklinga að aftur kom í ljós að salurinn var ekki alveg sofandi. Tveir ein- stæðingar úti í sal leyfðu sér meira að segja að klappa fyrir Ögmundur Jónasson: Ekki þetta ofbeldi. Margrét Frímannsdóttir: í tíma- þröng. honum. Reyndar bara tvö eða þrjú klöpp, en klöpp samt. Þannig Ieið og beið. Og leið og beið. Og svo, öllum að óvörum, tók til máls Kristín Ástgeirs- dóttir, sem þá hafði þagað í heila klukkustund. Hennar inn- legg að þessu sinni var hvursu hættulegt það væri að skil- greina hlutina of mikið. Á Kvennalistamállýzku væri meira að segja notað hugtakið „skilgreiningardauði" yfir hug- myndir sem hefðu orðið þess- um ófögnuði að bráð. Salnum til nokkurrar kátínu skilgreindi hún þetta í ögn of löngu máli, en sú kátina var, sýndist mér, blandin ákveðinni samúð. Skilningurinn var nefnilega sá, að Kvennalistakonur væru ekki með í þessu partíi af því að þær langaði til þess, heldur væri þetta eina partíið sem stæði þeim til boða þessa dimmu daga og vikur. Ekki hafði Kristín fyrr minnt á tilvist sína (og Kvennalist- ans) en forseti ASÍ tók til máls, og þá eftir mun lengri þögn en Kristínar. Reyndar lágu honum mest á hjarta svik kratanna og framhjáhald með íhaldinu í verkalýðshreyfingunni hér fyrr á öldinni. í framhaldi spruttu upp frjóar umræður um hver hefði svikið hvern og hvursu oft. Þetta var öllu kunnuglegri umræða og auðmeltari. Enda kom upp púki í Merði Árna- syni, sem spurði hvort Ög- mundur væri ekki búinn að segja býsna oft að Alþýðuflokk- urinn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn og hvort það tæki því nokkuð að ræða sameiningarmál við hann. Og í beinu framhaldi, hvort ekki væri eðlilegast að Ömmi gengi af fundi í stað þess að eyða tíma sínum í þetta. Þetta var skemmtilegra. Semí-stalínískar hreinsanir og mönnum vísað á dyr. Almenni- legt stoff. Enda var Mörður hér á gömlum heimavelli og þóttist greinilega þekkja hefðirnar. Það hitnaði. Ungur maður gekk skrefinu lengra en Mörð- ur og stakk upp á að gamlingj- unum við háborðið, sem gætu ekki talað um neitt nema mis- jafna fortíðina, yrði skipt út fyr- ir yngra og skapbetra fólk. Ekki bara henda Ömma út, heldur öllu genginu. Fyrir þessum unga manni var klappað tiltölulega hraust- lega og tekið undir „heyr, heyr“. Én það var hápunkturinn. Gamlingjarnir lögðust í vörn og sáu til þess að umræðan fékk eðlilegan og tímabæran dauð- daga. Það væri þó ósanngjarnt að segja að fundurinn hefði verið niðurstöðulaus. Aksjón Alban- íu-Valda var ekki til einskis þegar allt kom til alls. Sessu- nautur minn, útgerðarmaður á Aiþingi, hafði dundað sér við að handfjatla ályktun Sósíal- istcifélagsins á þann hátt einan sem honum fannst við hæfi. Hann bjó til úr henni vandaðan bréfbát. Kannske ekki alveg sú al- menna uppreisn sem Sósíalistafélagið hefði helzt kosið. En viðbrögð þó.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.