Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
19
því er okkur var tjáð, Sigurgeir
Jónsson sem nú hefur umsjón
með lánasýslu ríkisins, hvað
eftir annað að málið yrði af-
greitt. Sigurgeir hafði á sínum
tíma komið til greina i stöðu
forstjóra Flugleiða og hann sat
þar annað hvort í aðal- eða
varastjórn. Ástæða seinkunar-
innar var því öllum ljós.
Það var ekki gengið frá ríkis-
ábyrgðinni fyrr en milli jóla og
nýárs. Og það hafði mikið
gengið á. Til dæmis hafði geð-
stillingarmaðurinn Magnús
Gunnarsson ásakað vin sinn
Þorstein Pálsson niðri í þingi
um að menn gerðu greinilega
lítið meira en að naga blýanta í
fjármálaráðuneytinu. Eða
hvers vegna voru þeir ekki
búnir að afgreiða frá sér mál
sem Alþingi hefði löngu sam-
þykkt? Og það var einnig helj-
armikið uppistand á skrifstofu
einni niðri í þingi, sem endaði
með hurðaskellum og hama-
gangi þegar Þorsteinn kvaddi
okkur skyndilega. Þar voru líka
staddir þeir Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra,
og Matthías Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra. Steingrímur
horfði bara á okkur fulltrúa
Arnarflugs, klappaði á öxlina á
Matta og sagði: Jæja, alltaf
stöndum við nú saman fram-
sóknarmennirnir. Þorsteinn
virtist sjálfur vera teymdur
áfram í þessu máli og hafði
kannski ekki sjálfur fullan vilja
til að veita þessa samþykktu
ábyrgð. Ef hann hefði haft það,
hefði hann væntanlega sagt
embættismönnum sínum að
hundskast til að drífa þetta af.
En þessi hálfs árs seinagang-
ur á afgreiðslu ríkisábyrgðar-
innar kostaði Arnarflug tugi
milljóna króna og var í raun-
inni banabiti félagsins. Með
þessu olli ríkið einnig sjálfu sér
tjóni, því það tapaði heilmikl-
um peningum við gjaldþrot
Arnarflugs, en beiðni um það
var lögð fram 19. nóvember
1990. Það er síðan lýsandi
dæmi um hve barátta Flugleiða
Við að halda einokun sinni í
þessum rekstri getur tekið á
sig ógeðfelldar myndir, að við
gjaldþrot Arnarflugs var starfs-
fólki þess gefið vilyrði um að
það yrði látið ganga fyrir við
ráðningar hjá Flugleiðum í
framtíðinni. Þetta gilti ekki síst
um flugfreyjurnar, sem að
mínu mati voru flestar alveg
frábærar. En þegar til kastanna
kom fékk nær engin þeirra
vinnu hjá Flugleiðum.
Og enn fóru menn út
í stríð sem ekki sér
fyrir endann á
Það leið hins vegar ekki á
löngu uns Flugleiðir voru aftur
komnar í stríð. Amgrímur Jó-
hannsson, fyrrum yfirflug-
stjóri hjá Arnarflugi, stofnaði
flugfélagið Atlanta. Halldór
Sigurðsson fór í gang með Atl-
antsflug og Guðni Þórðarson,
kenndur við ferðaskrifstofuna
Sunnu, byrjaði með Sólarfiug,
sem byggðist á mjög ódýru
leiguflugi. Aðeins einu ári eftir
að Arnarflug fór á hausinn, var
samkeppnin í þessum bransa
orðin miklu harðari og fór á
miklu lægri verðum en Arnar-
flug hefði nokkurn tíma farið út
í að bjóða. Flugleiðir þurftu því
aftur að lækka verð sín niður
úr öllu valdi til að drepa í þess-
um aðilum, sem hefur reyndar
ekki ennþá tekist að fullu. Ef
þeir hefðu hins vegar tekið
hinn pólinn í hæðina og deilt
markaðnum með Arnarflugi
væri myndin allt önnur í dag
og staða Flugleiða væntanlega
enn sterkari. Reyndar get ég
upplýst að við áttum undir lok-
in nokkuð marga leynifundi
með framkvæmdastjórum
Flugleiða um þetta mál og þeir
voru jákvæðir og vildu leysa
það með vitrænum hætti. Því
var hins vegar hafnað á æðstu
stöðum og því fór sem fór.
Millifyrirsagnir eru Helgarpóstsins.
Um leið og heildsöludreifing á áfengi var gefin frjáls var laumað inn strangara banni við hvers konar auglýsingum og umfjöllun um
áfengi. Karl Th. Birgisson velti fyrir sér þessu síðasta vígi forsjárhyggjunnar í áfengismálum á Islandi.
Ístríði uið raunvemleikann
Síðastliðinn föstudag tóku
ný áfengislög gildi á Islandi.
Með þeim eru hertar verulega
reglur um áfengisauglýsingar
og hvers konar umfjöllun um
áfengi í fjölmiðlum. Áftarlega í
lögum, sem var ætlað að af-
nema einokun ÁTVR á heild-
sölu áfengis, leynist löng grein,
sem hljóðar m.a. svona:
„Hvers konar auglýsingar á
áfengi og einstökum áfengis-
tegundum eru bannaðar. Enn-
fremur er bannað að sýna
ÞETTA MÁTTU SKOÐA
Sslendingum er óhætt að skoða
áfengisauglýsingar (á útlenzku) í er-
lendum tímaritum, nema þau séu
sérstaklega gefin út til þess að aug-
lýsa áfengi. I reynd gæti það þýtt að
það er óhætt að skoða Jim Beam-
auglýsingu í Hustler, en Remy Martin-
auglýsingin í Wine & Spirits gæti
stuðlað að meiri
áfengisneyzlu þinni.
neyslu eða hvers konar með-
ferð áfengis í auglýsingum eða
upplýsingum um annars konar
vöru eða þjónustu. Með aug-
lýsingu er átt við hvers konar
tilkynningar til almennings
vegna markaðssetningar þar
sem sýndar eru í
máli eða myndum
áfengistegundir
eða atriði tengd
áfengisneyslu....“
Og síðar: „Und-
anþegið banni við
áfengisauglýsing-
um er:
1. Auglýsingar á
ti* «i>
erlendum tungumálum í er-
lendum prentritum sem flutt
eru til landsins, nema megin-
tilgangur ritsins eða innflutn-
ingsins sé að auglýsa
áfengi....“
Bann við áfengisauglýsing-
um, eins og það var, virkaði
ekki. Aðallega af því að það
var ógjörningur að gera
greinarmun á umfjöllun um
áfengi og beinum auglýsing-
um. Umfjöllun er nefnilega
alltaf auglýsing, hvort sem
borgað er fyrir hana eða ekki.
En bannið var líka óvirkt af
því að t.d. bjórframleiðendur,
sem framleiddu líka léttöl,
gátu auglýst vöruheiti sín
óhindrað, ef einhvers staðar í
auglýsingunni kom fram orðið
„léttöl“, sama hversu smáu
letri það var ritað, og stundum
var það raunar óþarfi. Rallöku-
maður nokkur setti stórum
stöfum merki Budweiser- bjórs
á bílinn sinn, en þegar athuga-
semd var gerð bætti hann ein-
faldlega við það mun smærra
letri: -umboðið. Budweiser-
umboðið. Það dugði og sýndi
líklega betur en flest annað
hversu ónýt lögin voru.
Af hverju eru þessi lög sett?
Eina hálfskynsamlega ástæðan
fyrir því hlýtur að vera: til að
draga úr neyzlu. Þá er hugsun-
in sem sagt sú, að áfengisaug-
lýsingar séu neyzluhvetjandi.
Þetta er afar ósennilegt. Það
nægir að spyrja: hvernig
stendur á því að áfengisauglýs-
ingalausir íslendingar drekka
meira en aðrar vestrænar
þjóðir, sem þó er treyst til að
skoða slíkar auglýsingar, vænt-
anlega sér til óbóta, ef kenn-
ingin stenzt? Og drekka ekki
bara meira, heldur miklu verr
líka? Ættu þeir ekki að vera fyr-
irmynd annarra þjóða í hóf-
semi eða bindindi? Gætu verið
aðrar og flóknari ástæður fyrir
því að fólk drekkur en þær,
hvað það les?
Fyrir því má færa sterk rök,
að áfengisauglýsingar séu ekki
neyzluhvetjandi, heldur
neyzlustýrandi — þær beini
viðskiptum fólks frá einni teg-
und til annarrar. Nefnum dæmi
af einu áfengisauglýsingunni
sem hefur blasað við í íslenzku
sjónvarpi: auglýsingu á War-
steiner-bjór á heimsmeistara-
keppninni í handbolta í vor.
Vill einhver í alvöru halda því
fram að áfengisneyzla — eða
jafnvel aðeins bjórneyzla —
hafi aukizt vegna hennar?
Varla. En hitt er jafnvíst, að
kaup á Warsteiner-bjór urðu
mun meiri eftir að hún birtist.
Líklegast er að auglýsinga-
bannið sé síðasti anginn af
þeirri hugsun, að íslendingum
sé ekki treystandi til að um-
gangast áfengi á sama hátt og
öðrum þjóðum — að það þurfi
að forða þeim frá því að fara
sjálfum sér að voða. Það var
undirtónninn í bjórbanninu og
er næsta örugglega grunnhugs-
unin í þessu banni líka.
Og eins og raunin var með
bjórbannið á sínum tíma er í
þessu banni fólginn ótrúlegur
tvískinnungur. I hverri bóka-
búð og stórmarkaði liggja
frammi blöð og tímarit uppfull
af áfengisauglýsingum. Þau eru
keypt í stórum stíl og auglýs-
ingarnar lesnar af nákvæmlega
sama fólkinu og ekki er treyst
til að lesa þær á íslenzku. Ef-
laust myndu bannsinnar vilja
banna þessar auglýsingar líka,
en það er einfaldlega ekki hægt
— til þess þyrfti að rífa þær
síður úr hverju einasta eintaki
sem kemur til landsins. Raun-
veruleikinn fyrirbýður bannið.
Raunveruleikinn mun einnig
ríða þessu banni að fullu áður
en yfir lýkur. Sá raunveruleiki
að fjölmiðlar munu ekki sætta
sig við að fá ekki að fjalla um
vín- og matarmenningu eins og
aðra þætti þjóðlífsins. Eins og
auglýsingar eru skilgreindar í
lögunum er lögbrot að skýra
frá því að einhver áfengisteg-
und sé yfirleitt til, hvað þá að
veita frekari upplýsingar um
hana. Þó er reynslan sú að
þetta er þjónusta sem lesend-
ur ætlast til af blöðum og tíma-
ritum.
Annar raunveruleiki er að ís-
lenzk fyrirtæki, sem stunda út-
gáfu á Internetinu, munu setja
áfengisauglýsingar inn í þá út-
gáfu. Það verður erfitt að
stöðva með nokkrum rökum,
því henni er ekki síður beint
inn á alþjóðlegan markað en ís-
lenzkan.
Loks er líklegt að þetta síð-
asta vígi forsjárhyggjunnar í
áfengismálum verði almenn-
ingsálitinu að bráð — áliti al-
mennings sem ætlast til þess
að hafa aðgang að upplýsing-
um og hafnar því í æ ríkari
mæli að aðrir taki að sér að
vernda hann fyrir sjálfum sér.
Beaujolais
Nouveau 1995
FyrstuBéaujolsis K’o-
tiveau-vinin eru kowin
fyetslanirogaegir
Stemgrfnmr Sjgur?
y it iong with 5 parts of water, orange juice, tonic...
En lokaðu nú augunum, af því að...
ÞETTA ER HÆTRJLEGT
Og bannað með lögum frá Al-
þingi. Af hverju? Kannske af því
að þetta er á íslenzku og ekki er
gert ráð fyrir að íslendingar,
sem neyta áfengis, kunni ensku
eða önnur framandF'tungumál.
Kannske af því að þetta eru
ekki auglýsingar, heldur um-
fjallanir um áfengi sem hluta af
menningarumhverfinu — mað-
ur segir ekki siðmenningunni
— og þar með umfjallanir um
áfengi sem eitthvað sem er
eðlilegur hluti af daglegu lífi
tugþúsunda. Sú er reyndin,
en það gæti verið varhuga-
vert að viðurkenna það.
Menn hafa nú gerzt drykkju-
menn af ómerkilegri ástæð-
um.
Umfjöllunin til hægri birt-
ist í þessu blaði í fyrra. Hún
var kærð til lögreglunnar, en
án árangurs. Hin er úr Morg-
unblaðinu um síðustu helgi.
Starfsmaður Áfengisvarnar-
ráðs hefur sagzt munu kæra
hana af því að hún stangist á
við nýsett lög. Nýjasta útgáf-
an af bók Einars Thorodd-
sens er svo nýkomin á markað
að Áfengisvarnarráð hefur lík-
lega ekki uppgötvað hana enn.
Camus
‘6<yisi«fru 1«
ar i hád«£k><i.
?Uifin SigKiðwfirs >-
Jwirrt rtatnj ymW ?j ýrt i
iriitnKi' 4 f/t 'ÍK *k>pM
Kgiutófa nw- «2 hvuð mut vuðar.
" 'iniiiF'"1 *nui:í vaiua-
KfeMY-Maiiln kwbknfyrirtwkið
hvfur um íirahil hftft y nrtwrrtJwnWn
hraö varöar tóiu i koniah) I VSOf*
Ookkf I hrtmluunj. Það eru 1>»I uuMi-
ur tidtudl Þvjfar ftéiuy tfkurákröió-
uu uiu ad luvyta átliti ftóíkunruir
ou nyju fUslun á I> konta f> murknð
hí r 4 Uuili) þt*«um mánuöL
Maison ftr.my Martin wtr itofnað
af unrum vinhAmU aá uafai Krt»>
Mortui *ri.11VU ogerÞvim»á*liiu
aiðfumn VSOP (Ver> Snprrinr OW
ihtlr)) fj-mto ykfptf á nöftkum Kémy
nfárMt v.rn vartektn ikvfrðtm
Rémy
breytir
útlitinu
UacniMU tu«i«SÖ 4 fik
•ir.ioii aíjííaW nrtólft-
v*rt isuint cr. hchniftsiir
fmœlwAAi fk»*j<ííin t*kt-
*6»x& tífc* rtBr
víí.. Annaá tr tri
Bfitaisarit Aji-i (OW
ar). V*tt« « ixa««n)í*» ox
UaMftkt Kouwau rtuö
Kftkiur. awrti- *«n
nað bé' .M-i
x(»ii <-g tóijvtfdn sýro
*x gfttar Sfertóiriia
Þítmr vii'iít «• Uit.
fra
\.m
k:é«K. t>aí «■ irti,
jýnnftt !*>»■
’x#. ir<; ( g tó) f/r r*
<« f-iii UKWum
itVfU ojf íjcwift
jsniiíaxjatófun'i.
l-ofa fMu
Þftssí ví» vrw
!í».»ve« brtn
nxu 1 tfm,
att ttMXa-
f.iS »r asL-
gumntOirjijpSrii.
ttm <r c-,nktaxi-
ftlti fyrir ifftáaa
B.».'^<<:aí» Nv«v«.
au. ftf hrsai rtr
yiíNfiniiSK um )«d
«ii: kviaa ak»i Iri
ftriru im«feií<S<V
i. vSMMftllft