Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 21 ■n Helgarpósturinn á flakki um huliðsheima kynlífs og ástar... STAÐGÓÐ STÓRSTEIK eða Tony Parsons er þekktur skríbent sem reglulega krot- arpistla um hugðar- efni karlmanna fyrir breska tímaritið Ar- ena. Nú síðast fjall- ar Parsons um svo- kallað „raðkvæni“ —röð sambanda eða hjónabanda — sem hann telur karl- menn nútímans leggja fremur stund á en hið hefð- bundna „einkvæni“. Karlmenn séu nefni- lega félagslega skuldbundnir til að leggja stund á ein- kvæni, en líffræði- lega forritaðir til að þverbrjóta gegn því oggamna sér með hverju því álitlega kvendýri sem kem- uríaugsýn. Harð- giftur maðurinn Stefán Hrafn Haga- lín blaðaði afeðlis- lægri samviskusemi blaðamannsins gegnum þessi skrif Parsons, og er enn að glíma við „eigin- konuvænt“ svar við spurningunni sem orðuð er hér að of- an i fyrirsögn: Stað- góðar stórsteikur eða subbulegt skyndifæði? Lítum á lífsspeki Tony Par- sons... Hvernig í ósköpunum fara tvær manneskjur að því að vera saman, búa undir sama þaki og deila lífi sínu hvor með annarri til æviloka? Paul Newman útskýrði eitt sinn hið sjaldgæfa langlífi hjónabands síns með því að dásama margþætta kosti ein- kvænis og spyrja síðan sak- leysislega: „Hversvegna skyldi maður fara út á veitingastað og kaupa sér hamborgara þeg- ar heimafyrir er boðið uppá stórsteik?" Vitaskuld er ýmislegt til í subbulegt skyndifœði? þessu hjá Paul, en enginn hafði hinsvegar til að bera þá mögn- uðu (en þó sjálfsögðu, skyldi maður halda) ósvífni að benda honum á að ekki nokkur mað- ur hefur lyst á að borða stór- steik hverja einustu kvöldmál- tíð lífs síns. Stundum getur fátt jafnast á við að hesthúsa svo- sem einsog einn safaríkan og feitan ostborgara. Hinn smáborgaralegi einkvænisdraumur Samtsem áður dreymir okk- ur enn þennan vandaða og smáborgaralega einkvænis- draum og mænum hundsaug- um á hugmyndina um sjóð- heita ást til æviloka; tryggða- band, samband, hjónaband sem ekkert fái megnað að slíta. Vandamálið er bara það, að maðurinn er ekki líffræðilega forritaður til einkvænis. Allar þessar heitstrengingar og eið- ar undirritaðir í návist guða og manna — öll þessi fögru loforð - - eru því ekki annað en loforð um að berjast ævina á enda við okkar sanna náttúrulega eðli. Mannfræðilega útskýringin á þessu fjöllyndi nútímamanna er þessi; Þegar við komum nið- ur úr trjánum — og í árþús- undir þará eftir - - var meðal- aldur okkar rúmlega þrjátíu ár. Þannig að okkur er ekki áskap- að frá upphafi að endast í marga áratugi, jafnvel fimmtíu til sjötíu ár, með sama makan- um. Algjört hámark var tíu til fimmtán ár. Ekki hannaðir fyrir aðeins einn maka Þarsem við erum hreinlega ekki hannaðir til að vera með einungis einum maka til dauðadags (miðað við meðal- aldur nútímamanna), þá hljót- um við að halda okkur frá hugsanlegum mökum af öðr- um ástæðum... Eða hvað? Jú: við viljum ekki særa okkar heittelskuðu (les: núverandi maka); þorum ekki að glíma við smithættuna á kynsjúk- dómum; vegna þess að við höf- um stofnað til efnahagslegrar einingar... — og vitaskuld þar- sem það er tölfræðilega ólík- legra að vera myrtur af konu sem maður hefur átt ástríðu- þrungin kynmök við heldur en að vera myrtur af konu sem þú lést það aldrei eftir. Við erum þarafleiðandi trúir og sauðtryggir af alltöðrum ástæðum en þeim að maður- inn sé þesskonar dýr sem mak- ar sig fyrir lífstíð. Maðurinn er nefnilega dýr sem makar sig þegar eiginkona hans er ekki í bænum. Dýr sem velur úr fjöldanum og makar sig yfir- leitt með einni í einu vegna hel- berra vandkvæða fjöldakynlífs. Við höfum trúmennskuna jafnframt í hávegum vegna hins fádæma sóðaskapar og vafasamra sönnunargagna sem önnur hegðan getur skilið eftir sig á lífsferlinum (les: í dýnu hjónarúmsins). Menn eru vissulega félagsfræðilega skuldbundnir til að vera trúir mökum sínum, en (og ég end- urtek) líffræðilega forritaðir til að gera gjörsamlega hið gagn- stæða. Framhiáhald er mjjög tærandi dægradvol Sem fyrr segir eru margar og ákaflega gildar ástæður fyrir því að vera trúr og tryggur. Framhjáhald og svikabasl af hverskonar tagi er mjög tær- andi. Það rústar öllu trausti sem fólk bar hvort til annars. Það hvetur til lyga og óþokka- mennsku og ánægjan sem það hefur (óneitanlega) í för með sér nær afar sjaldan að yfir- gnæfa og vega upp sársaukann sem það skilur eftir sig í kjöl- farinu. En þetta eru allt harðar rök- semdir og skynsamlegar álykt- anir. Það er nefnilega vert í Hin alræmdu munnmök sómahórunnar Divine Brown við dauflega drenginn Hugh Grant voru annað og meira en sýnikennsla á þeirri staðreynd að menn hafa smekk fyrir því sem forboðið er. Munnmökin margumtöluðu sýndu nefnilega svo um mun- aði að menn hafa jafnframt smekk fyrir nett sóðalegum, „Framhjáhald og svikabasl afhverskonar tagi er mjög tœrandi. Pað rústar öllu trausti sem fólk bar hvort til annars. Það hvetur til lyga og óþokka- mennsku. — En þetta eru harðar röksemdir— [Höfumj ávallt í hugaþau dásamlegu spakmœli Sófóklesar, að kynhvötinni megi helst líkja við þá tilfinningu að vera hlekkjaður við rorrandi geðveik- an brjálœðing. “ endalokin nálgast muntu verða fær um að vera trúr maka þínum: þegar þú ert ekki lengur eftirsóttur eða þess virði fyrir annan en maka þinn að vera lagður undir í svefn- herbergisglímunni. Þangaðtil sá svarti dagur rennur upp ertu dæmdur til að lifa lífi margkvænis. Ein stærsta (og ef til vill) al- varlegasta afleiðing raðkvænis er að öllum mikilvægustu at- burðum og stundum lífs þíns deilirðu með fjöldanum öllum af ólíkum konum. Þú ert með einni konu þegar fyrsta barn þitt fæðist. Þú ert með annarri konu þegar foreldri þitt deyr. Og þú ert með enn annarri konu þegar þú ferð fyrir alvöru að græða einhverja smápen- inga. Og kannski getur bara vel verið að röð hamingjusamra og fullnægjandi sambanda (les: margkvæni) veiti meiri og betri lífsfyllingu en einkvæni. En kannski ekki. Ef þú leggur stund á fjöldaframhjáhald — og flestir okkar gera það á einn eða annan hátt — þá deilirðu aldrei lífi þínu í raun með nokkurri manneskju, heldur einungis ritstýrðum augnablik- um. Þaraf leiðir þessi óvænta niðurstaða mín: Raðkvæni mun aldrei öðlast umtals- verðar vinsældir því það er einfald- lega miklu meira spunnið í okk- ur karlmenn- ina (flesta) en svo... þessu samhengi að hafa ávallt í huga þau dásamlegu spak- mæli Sófóklesar, að kynhvöt- inni megi helst líkja við þá til- finningu að vera hlekkjaður við rorrandi geðveikan brjálæð- ing. En ef svo er... hversvegna erum við þá að hafa fyrir því að kvænast, standa í sambúð og koma okkur upp sérstökum vinum á þessu blautlega sviði? Jújú, það er sökum þess að við erum alltaf að leita að þessari Einu: konunni sem mun gera okkur heila; konunni sem við getum elskað að eilífu; lífsást- inni sjálfri. Og þegar við teljum okkur hafa ratað til þessarar Einu þá reyn- um við alltaf, alltaf, alltaf að vera trúir, tryggir og sannir í sambandinu. En það er bara erfiðara en tárum tekur. Hvatirnar geta leitt til sjálfsblekkingar Stundum er reyndar svo hrikalega erfitt að halda ekki framhjá, að við ljúgum herfi- lega að sjálfum okkur og ég persónulega þekki karlmenn sem telja sig ekki hafa haldið framhjá maka sínum nema lim- ur-í-skeið-athöfnin hafi óve- fengjanlega farið fram svo báð- ir aðilar muni skýrlega eftir því. Sú röksemd felur að sjálf- sögðu í sér að munnmök telj- ast hreinlega ekki með. En þetta er auðvitað mjög frjáls- lyndisleg túlkun á tryggð og flestir eru þeirrar skoðunar að framhjáhald hafi átt sér stað um leið og vinurinn Sebedeus — sköllótta músin, eða hvað þið kallið getnaðarliminn... — hefur fundið sér leið útúr nær- fötunum. Hinir vafasömu munnmök- gilda-ekki-kaupmenn ljúga hinsvegar að sjálfum sér þar- sem þeir vilja í raun vera sann- ir mökum sínum. Enginn okkar vill særa þá sem við elskum. Enginn okkar kærir sig um að finna fyrir þessum tilfinningum vonbrigða, sárinda og sektar- kenndar sem framhjáhald hef- ur í för með sér. Váranleg sambönd versus Grant/Brown Afturámóti eru karlmenn togaðir og teygðir milli hinnar göfugu hvatar að byggja upp ástarsamband sem muni end- ast að eilífu og þarfarinnar fyr- ir hið algjörlega og gjörsam- lega þýðingarlausa skamm- tímasamband. löskuðum og ofþroskuðum ávöxtum sem hafa rúllað dá- góða stund í ræsinu. Hvernig er hægt að ætlast til þess að konur sýni þessu skiln- ing þegar við sjálfir höfum ekki minnstu hugmynd um ástæð- una? Einkvænið hefur látio stórlega á sjá Einkvænið hefur látið stór- lega á sjá eftir því sem tímarnir hafa brunað framhjá. Einu sinni fyrir langalöngu þýddi einkvæni lífstíðarskuldbind- ingu, en nú telst það einkvæni í raunskilningi ef fólk nær að lufsast saman í svosem einsog sex eða sjö ár. Og það er aukþess afskap- lega lítið um raunverulegt ein- kvæni að gömlum sið í dag, heldur er réttara að tala um raðkvæni og raðgifti („serial monogamy" uppá engilsax- neska vísu). Eða — til að veita þessu hugtaki nákvæmari skil- greiningu — fjöldaframhjá- hald. Orðið raðkvæni felur í sér býsna sniðuga hluti, til að mynda siðferðislega vigt sem lætur hugtakið hljóma líktog upp- færða og nú- tímalega út- gáfu af því sambúðar- formi sem for- eldrar okkar og forfeður ylj- uðu sér við eða héldu sig njóta. En í reynd þýðir raðkvæni hálfan áratug af því að leika „ham- ingjusama parið“ og síðan nokkra au- virðilega mánuði af fundum á laun við næstu ástkonu eða þá gömlu spúsuna ef ekki vill betur (yfir öxlina á hótelher- berginu: Heyrðu elskan, erum við ekki annars skilin? Jú, haltu áfram að nudda mig þarna; þú færð bílinn í staðinn...), lítil- lækkandi aðdáendasímtöl úr almenningssímum og illa dul- búnar ofsóknir á öldur- og veit- ingahúsum. Raðkvæni þýðir bara frestað framhjáhald Raðkvæni þýðir þannig ekk- ert annað í reynd en frestað framhjáhald í hinu harðskeytta nútímasamfélagi. En karlmenn halda samt áfram að rembast einsog rjúpur við staur svo þeir teljist trúir — eða virðist að minnsta kosti vera trúir. Vangavelturnar snúast síðan sífellt um hvert skuli halda þegar maður hefur einu sinni vikið af hinum þrönga og þyrn- um stráða fjallastíg dyggð- anna. Menn rembast þannig við að vera mökum sínum trúir, því eftir að einu sinni hefur verið haldið framhjá og leyndardóm- ar hórdómsins kannaðir vita þeir í hjarta sínu að samband- inu hefur verið spillt fyrir fullt og allt. Og sannarlega hafa þeir rétt fyrir sér. Þegar maður byrjar að sofa hjá öðrum en maka sínum — hvort sem það er um víðan völl eða sem einangrað tilvik — hefur hann viðurkennt meinið á draumaheimilinu í hjarta sínu. Raðkvæni linnir ekki fyrren á grafarbakka Mun þetta aldrei taka enda? Jú, vegna þess að lífstíðarfram- hjáhald (í skilningnum „limur útfyrir nærfötin“) er jafn- ómögulegt og lífstíðartrú- mennska. Einn góðan veður- dag — sennilega skömmu fyrir annan hjartauppskurðinn þinn — muntu uppgötva að þig skortir hreinlega orku til hórdóms- ins. Rétt áð u r e n

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.