Helgarpósturinn - 07.12.1995, Side 22

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Side 22
22 ee±.. -w RMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 Jón Baldvin Hannibalsson er sá maður á íslandi sem talar af mestri sannfæringu um aðild að Evrópusambandinu. Kannske sá eini. Karl Th. Birgisson komst að því að hann er ekki alveg jafnsannfærður þegar talið berst að sameiningu jafnaðarmanna. Formaður Alþýðuflokksins byrj- aði vikuna á fundi hjá Alþýðu- bandalaginu um samvinnu eða sameiningu stjórnarandstöðuflokk- anna. Þar töluðu þeir sýnu mest, Jón Baldvin og Ögmundur Jónasson, og töluðu hvor í sína áttina. Viðbrögð Jóns við fundinum? „Það er margur fundurinn. Fundur- inn í gær var á köflum fróðlegur og stóð undir því sem vænta mátti af honum. En hann var líka eins konar inngangur. Ef menn gefa sér, að umræðan eigi að snúast um hvað sameinar og hvað sundrar, um hvaða mál eigi að sam- einast og um hver er djúpstæður ágreiningur, þá skulum við nefna nokkur: Utanríkispólitík, NATO sem sam- eiginlegt öryggiskerfi, hvers konar aðild að öryggiskerfi Evrópu, sam- runaferillinn í Evrópu, utanríkisvið- skiptapólitík, EES, Evrópusamband- ið, staða íslands í heiminum...“ Ef ég má grípa fram í, þá talaði til dœmis Ólafur Ragnar d landsfundi Al- þýðubandalagsins einmitt um framtíð smáríkja í heiminum, þátttöku íslands í sameiginlegu öryggiskerfi NATÓ og ríkja sem standa utan þess, Partner- ship forPeace... „Ef ég má trufla, þá tek ég eftir því að þetta var Ólafur Ragnar. Hann er að þessu leyti ekki með Alþýðu- bandalagið að baki sér. Alþýðu- bandalagið samþykkti á landsfundi „ísland úr NATÓ — herinn burt“, samkvæmt hefð. Nýkjörinn formaður áréttaði nýlega í útvarpsviðtali að það væri óbreytt stefna. Hún sagði líka að þau væru enn á móti EES, hvað þá ESB. Ögmundur Jónasson hefur staðfest þetta í útvarpsviðtöl- um. Hvað segir þetta okkur? Að það er ágreiningur innan flokka ekki síður en milli flokka. Ég viðurkenni að Ólaf- ur Ragnar hefur skilning á umræð- unni um framtíð smáþjóða í heimin- um. Hann hefur að vísu verið nokkuð tunguheftur, á meðan hann gegndi formannsembættinu, en nú er að sjá hvort hann áskilur sér rétt til að spiía svolítið sjálfstæðar. Þessi ágreining- ur innan flokka, ekki síður en milli flokka, er einkenni á íslenzka flokka- kerfinu. Draumurinn um að sameina jafnað- armenn í einum flokki er fyrir mér pólitískur veruleiki og eftirsóknar- vert markmið. Hvar er þá að finna? Ekki bara í Alþýðubandalaginu, þótt þeir séu til þar. Ekki bara í Kvenna- listanum — þeir eru til þar líka. Þeir eru líka mjög fjölmennir í Sjálfstæðis- flokknum, vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn varð stór vegna borgara- styrjaldarinnar sem geisaði í hálfa öld milli kommúnista og krata. Nú á því stríði að vera lokið og þá spyr maður: kalla breyttar aðstæður á að menn geti lagt ágreiningsefni for- tíðar til hliðar og eru þeir, sem áður töldu sig ekki eiga samleið með jafn- aðarmönnum, reiðubúnir að endur- skoða það? Getum við gert eitthvað til að nálgast þá? Eru betri aðstæður núna til að láta þennan draum ræt- ast? Að því vil ég stuðla og margir eru sammála mér um það, en við skulum í guðanna bænum ekki rugla umræð- una með því að tala um „félags- hyggjuflokkana“. Er ekki Framsóknar- flokkurinn að eigin sögn helzti félags- hyggjuflokkurinn? Hvað merkir það?“ Eitt er að segja að stór jafnaðar- mannaflokkur þurfi að sœkja fylgi til Sjálfstœðisfiokks, en sá sami jafnaðar- mannaflokkur verður ekki til nema A- flokkarnir taki höndum saman. Ekki duga Alþýðuflokkur og Þjóðvaki eða Alþýðubandalag og Kvennalisti eða hvaða dœmi önnursem má nefna. Hin praktíska spurning hlýtur að vera, burtséð frá því hvert flokkurinn sœkir fylgi í framtíðinni, hvort möguleiki sé á að þessi tveir flokkar nái saman um sameiginlega stefnu. „Það er rétt. Alþýðuflokkur og Þjóðvaki fengu samtals 14 prósent, þrettán plús eitt, í skoðanakönnun DV. Ekki er það stóri flokkurinn. Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkur- inn: samtals 27 prósent, ef gert er ráð fyrir að kjósendur þeirra rynnu allir í þessa hjörð, sem er víðs fjarri að hægt sé að slá föstu. Ógmundur hefur sagzt bera virð- ingu fyrir Alþýðuflokknum fyrir heil- steypta og skýra stefnu — um utan- ríkismál, utanríkisviðskipti, fríverzl- un, Evrópumál, andstöðu við ríkisfor- sjá og einokun, frjálslynd viðhorf um umbætur í landbúnaði, veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi, auðlindapólitík, aðhaldssemi í opinberum rekstri og umbætur í velferðarkerfinu. Hann segist að vísu vera ósammála stefn- Alveg eins og í EES er verið að ala á þessu með hreinum tilfinningasjónarmiðum. unni, en þetta eru sjónarmið sem all- ur þorri nútímalegra jafnaðarmanna myndi samsinna, þótt ágreiningur kunni að vera í einstökum málum. Alþýðubandalagið er ekki lengur kommúnistaflokkur. Hvað er það þá? Jafnaðarsinnar, segir Svavar Gests- son, þótt út af hans munni hrökkvi aldrei að hann sé sósíaldemókrati, jafnaðarmaður. Olrœt. Er Alþýðu- bandalagið heilsteyptur flokkur eins og Ögmundur lýsir Alþýðuflokknum? Það held ég ekki. Það er mikill skoðanamunur innan Aiþýðubandalagsins. Tökum dæmi af útfærslunni á GATT-samningnum. Við vitum að í þingflokki Alþýðu- bandalagsins var ágreiningur um það. Sumir vildu fylgjá hefðbundinni bændapólitík, og þar með ríkisstjórn- arflokkunum, en aðrir vildu spyrna við fótum. Búvörusamningurinn? í fortíðinni fylgdi Alþýðubandalagið alltaf framsóknarsjónarmiðum. Það vottar fyrir breytingum, en það eru ólík sjónarmið. Álverið? Það eru tíð- indi að Svavar segir að orkusamning- urinn sé í lagi. í gær varð samkomu- lag allra flokka um skattaþáttinn og þar á meðal var fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í iðnaðarnefnd, Krístinn H. Gunnarsson. Þetta er gerbreyting. Nefnum stórt mál, sem er dálítið skrýtið að Alþýðubandalagið skuli ekki vera sammála okkur um, sem er veiðileyfagjald. Hvernig má það vera, að flokkur eins og Alþýðubandalagið andmæli því, að sameign á auðlind leiði til gjaldtöku fyrir afnot? Ég tek eftir að Steingrímur J. Sigfússon er andvígur því, Svavar sleppti umfjöll- un um það í bók sinni, en Ólafur Ragnar er tilbúinn að mæla með því, að svo miklu leyti sem hann er að tala um veiðileyfagjald úr tengslum við fiskveiðistjórnun." Svavar lýsti svipaðri skoðun í viðtali hér í síðustu viku: þetta eru tvö aðskil- in mál, veiðileyfagjald og fiskveiði- stjórnunarkerfi. „Gott. Þetta er þá að breytast og dæmi um að þeir eru að þokast." Hægri flokkurinn „í samtali okkar Ögmundar í út- varpinu áðan reyndi hann að skil- greina Alþýðuflokkinn sem hægri flokk, af því að við erum eindregnir markaðssinnar. Þetta er eins kolúrelt umræða og hugsast getur. Það eru

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.