Helgarpósturinn - 07.12.1995, Side 33
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
33
K.i
íslensk fyndni
er eins og veðrið; köld, blaut og hráslagaleg, skrifar Egill Helgason, sem finnst samt gott að vera ekki Þjóðverji.
Viðtekin hugsun er eitt-
hvað á þessa lund: ís-
lendingar hafa að sönnu
húmor, en hann er úr hófi fram
kvikindislegur, svo rætinn að
það hálfa væri nóg og hérum-
bil alltaf á kostnað náungans.
Græskulaust gaman er hér
nánast óþekkt. Danir, herra-
þjóð okkar forðum tíð, hafa
góðlátlegan húmor, notalegan
og prúðan, þótt ekki sé hann
alltaf á háu plani.
Norðmenn eru varla
skemmtilegir nema þeir
kannski slysist til þess af því
þeir eru skyldir íslendingum.
Svíar eru allsendis húmors-
snauð þjóð, nema máski óvart
á fylleríum. Það sama gildir
næstum um Finna, en mitt í
öllu þunglyndinu geta þeir þó
verið fyndnir á einhvern
draugslegan hátt — til dæmis
ef þeir sjá útúrdrukkinn mann í
drullupolli. Drukknir írar eru
glaðir og fyndnir. Þjóðverjar
eru beinlínis leiðinlegir; eng-
inn vill kynnast nánar því sam-
blandi af ýtni og mærð sem er
eðli þeirra.
Frakkar eru líka leiðinlegir,
en gætu ábyggilega verið
skemmtilegir ef þeir vildu láta
svo lítið að tala við aðra en
sjálfa sig. Enginn vildi lenda á
eyðieyju með Svisslendingi,
nema hann þurfi að láta geyma
fyrir sig peninga eða láta gera
við úrið sitt. Spánverjar eru út-
bólgnir af anda blóðs, dauða
og nautaats - - sangria y muerte
— varla að marki skemmtileg-
ir, en hafa þó fullkomnað með
sér dálítið afkáralegan leikara-
skap sem getur verið hlægileg-
ur. Italir eru skemmtilegir, en
íslendingar
alltaf fyndnir á kostnaö
náungans
Danir
notalegur húmor á lágu plani
Svíar
húmorslausir nema
á fylleríum
Norðmenn
allt fyndna fólkið flutti
til íslands
Finnar
fyndnast þegar einhver deyr
brennivínsdauöa í drullupolli
írar
drukknir, glaöir og fyndnir
Þjóðverjar
leiöinlegt sambland af
ýtni og mærö
Svisslendingar
enginn vildi lenda meö þeim
á eyðieyju
Spánverjar
afkáralegur og hlægilegur
leikaraskapur
ítalir
fyndnir eins og þeir eru
Frakkar
ef þeir eru fyndnir fara
þeir leynt meö þaö
Bandaríkjamenn
hálfgerðir bjálfar
Bretar
langbesti húmorí heimi,
nema kannski þegar
karlmennimir fara í kjóla
ekki vegna þess sem þeir segja
eða gera, heldur einfaldlega
vegna þess hvernig þeir eru.
Bandaríkjamenn eru hálfgerðir
bjánar og fyndni þeirra
bernsk, sérstaklega í saman-
burði við alla þá skemmtan
sem hafa má af Bretum. Þeir
hafa hárfínan og háþróaðan
húmor sem er óviðjafnanlegur,
sá langbesti í heiminum.
Þetta er náttúrlega þjóðasál-
fræði af lökustu sort, fræði
sem eru ábyggilega ekki til eft-
irbreytni; álíka mikill hálfsann-
leikur og aðrar klisjur sem
menn hengja sig utan í hugsun-
arlaust. Húmor ræðst vita-
skuld af fleiru en þjóðerni; það
liggur í augum uppi að nefna
upplag, stétt, menntun, aldur.
Ekkert er heldur einhlítt: Hinir
fíntstemmdu Bretar vita fátt
skemmtilegra en þegar karl-
maður ærslast í kvenmanns-
fötum. Þegar fyrstu kynnum
sleppir verða drukknir írar
ákaflega þreytandi. Þrátt fyrir
bjánalætin í ýmsum Holly-
woodmyndum geta Banda-
ríkjamenn stært sig af mörgum
ísmeygilegustu gamansagna-
höfundum heimsbókmennt-
anna.
Er Þórbergur fyndinn?
Hitt er svo annað mál hvað
fyndni eldist skringilega,
hvernig það sem einu sinni
virtist óstjórnlega fyndið hætt-
ir smátt og smátt að vekja hlát-
ur. Það er til dæmis hálfdapur-
legt að sá góði maður Chaplin,
eins mikill snillingur og hann
sannanlega var, virðist núorð-
ið ekki nándar nærri eins
skemmtilegur og hann var fyrir
tuttugu árum, fjörutíu árum,
sextí_ árum. Það er líka dap-
urt, >..1 kannski má segja það
sama um Þórberg Þórðarson.
Einhvern veginn hafa líka horf-
ið af íslensku leiksviði þeir
danskættuðu söngleikir og
revíur sem þjóðin taldi veiga-
mestar leikbókmenntir hér
fyrr á öldinni. Það þýðir varla
að sjá eftir Ævintýri d gönguíör
með trega, fremur en Gög og
Gokke og Chaplin; smekkurinn
einfaldlega breytist og það er
ekki víst að neinn hlæi að
Monty Python eða Radíus-
bræðrum eftir svosem hálfa
öld.
Kóraninn hefur verið talinn
einhver húmorslausasta bók
sem nokkru sinni hefur verið
sett á prent. Hið sama gildir
varla um Biblíuna, enda varð
íslenskur guðfræðingur doktor
í fyndni í Gamla testamentinu.
Annar íslenskur fræðimaður
hefur skrifað lærðar bækur um
fyndni Egluhöfundar og aðra
um fyndni Snorra Sturlusonar,
sem raunar voru líkast til einn
og sami maðurinn. Það þarf
heldur ekki að lesa svo vítt og
breitt í íslendingasögum til að
rekast á fyndni sem að mörgu
leyti hefur staðist betur tímans
tönn en ýmislegt sem síðar var
skrifað og kannski gagngert í
því skyni að vekja hlátur hjá
lesendum.
Ýmist er þetta þurrpumpu-
legur gálgahúmor eða dólgsleg
hæðni sem minnir ekki svo lít-
ið á atriði úr kvikmyndum nú-
tímans. Eða mætti ekki hugsa
sér glottið á Clint Eastwood
einhvers staðar nærri frægum
atburði á Hlíðarenda sem
greint er frá í Njálu:
Þorgrímur Austmaður geng-
ur frá, helsærður af lagvopni
Gunnars. Hann er spurður:
„Hvort er Gunnar heima?“ Og
svarar að bragði: „Vitið þér
það, en hitt vissi ég, að atgeir
hans var heima.“ Fellur svo
dauður niður.
Eða frásögnin af villtum
drykkjuskap Egils Skalla-
grímssonar hjá Ármóði, þar
sem segir:
„Egill fann þá, að honum
myndi eigi svo búið eira; stóð
hann þá upp og gekk um gólf
þvert, þangað er Armóður sat;
hann tók höndum í axlir hon-
Snorri Sturluson: Þurrpumpuleg-
ur gálgahúmor og dólgsleg hæðni.
um og kneikti hann upp að
stöfum. Síðan þeysti Egill upp
úr sér spýju mikla og gaus í
andlit Ármóði, í augun og nas-
irnar og í munninn; rann svo
ofan um bringuna en Ármóði
varð við andhlaup, og er hann
fékk öndinni frá sér hrundið,
þá gaus upp spýja.“
Skopið er hvorki smátt né
fínt — mætti ekki vel hugsa sér
einhverja af Monty Python-
gæjunum í hlutverki Egils og
Ármóðs?
Er Jónas fyndinn?
í rauninni er ekki út í hött að
fullyrða að þessi húmor íslend-
ingasagna, sjö til átta alda
gamall, sé talsvert „nútíma-
legri“ en þau gamanmál sem
hér voru við lýði í fásinninu á
nítjándu öld. Ykjusagan Heljar-
slóðarorrusta sem Benedikt
Gröndal skrifaði þegar var
nokkuð liðið á nítjándu öldina
þótti lengi einna fyndnust
bóka á íslensku; nú þykir
manni vandséð að neinum
stökkvi það bros við lestur
hennar sem höfundurinn ætl-
aði. Allt öðru máli gegnir um
Dægradvöl, ævisögu Gröndals,
sem hann setti saman á gam-
alsaldri og er einhver mesta
furðubók sem hefur verið
skrifuð á íslensku, full af
beiskju og mannhatri, en líka
glettni, kaldhæðni og stráks-
skap; í áreynslulausum og
hversdagslegum frásagnar-
máta og tildursleysi er hún
kannski fyrsta nútímabók ís-
lensk og ef til vill sú fyndnasta:
„Seinna bjó ég á Örstedsgötu
hjá Dahl, sem var hofpíanisti
og frægur hljóðfæramaður,
hafði haft það embætti að leika
fyrir Kristján áttunda og lifði
víst ekki í öðru en sönglist;
hann var aldrei heima, en átti
eldgamla kerlingu, sem hann
hafði fengið til fjár, 100.000
dali, en var þá búinn að eyða
því og hafði ekkert; kerlingin
var fjörug og öll á hjólum, þó
hún væri gömul, og svo hrukk-
ótt og afskræmd, að maður gat
varla litið á hana; hún var alltaf
að koma inn til mín og kjafta
um kjóla og alls konar prjál, og
leiddist mér það mikið."
Gröndal svaf um hríð í sömu
vistarveru og Jónas Hall-
grímsson hafði búið í þegar
hann dvaldi á íslandi fáeinum
áratugum áður: „og var allillt,
allt fullt af rottum, sem léku á
gólfinu eins og kettir, þó menn
væri inni“. Líkt og Gröndal
hafði Jónas ýmsa tilburði í
fyndnisátt; lengi vel þótti þjóð-
inni að honum hefði tekist
ágætlega upp. Reykvíkingi
undir lok tuttugustu aldar veit-
ist hins vegar erfitt að skilja
hvað sé eiginlega fyndið í ýms-
um gamanbréfum Jónasar, í
hálfri öld síðar er erfitt að hlæja
að fyndni hans.
Halldór Laxness: Sögur af
skrýtnum köriunt og skrýtnum
kerlingum.
gamanvísum hans eða í skop-
sögum á borð við Klauflaxinn
og Að tyggja upp á dönsku.
Er Halldór fyndinn?
Ekki síðar en 1928 bjástraði
Halldór Laxness, kornungur
maður, við að fá botn í fyndni
Jónasar Hallgrímssonar og
notaði reyndar tækifærið til að
spekúlera í gamansemi ís-
lensku þjóðarinnar, þeirri
margumtöluðu íslensku
fyndni:
„Fyndni hans er meira að
segja svo íslensk að tæpri öld
eftir að hún hefur verið sett í
kviðlínga getur nú enginn hleg-
ið að henni lengur, fremur en
skrýtlunum í Landnámu. En
svo menn skilji betur þessa öf-
ugmælakenndu staðhæfingu
verður að gera sér grein þess í
hverju íslensk fyndni er fólgin.
Vor fyndni þolir jafnílla evr-
ópskan mælikvarða einsog er-
lend fyndni verður hégómleg
og innantóm á íslandi. Þekki ég
enga fyndni smágervari á sinn
hátt en ísienska, aldlægri né
persónubundnari. Hún er
venjulega öfgamynd sérstaks
þjóðlegs einkennis, einsog
fram kemur í orðum, látbragði
eða athæfi einhverrar tiltek-
innar persónu. Algeingust evr-
ópsk fyndni er talin gyðingleg
að eðli, og er broddur hennar
venjulega sá að einhver glópur
mætir hraklegri reynslu, og
eru auðvitað á þessu mýmörg
tilbrigði. í alíslenskri fyndni er
sjaldgæft að línur skerist,
kontrapúnkts gætir sjaldan og
stígandi er óljós — aðeins
„flöt“ saga af skrýtnum karli
eða skrýtinni kellíngu, og svo
persónubundin að maður
verður helst að þekkja aðilja til
þess að hafa hennar not.
Menntaður kunníngi minn
komst einu sinni svo að orði
að „íslensk menníng“ væri
mestmegnis fólgin í sögum af
skrýtnum köllum og kellíngum.
Hann sagði þetta menníngu
vorri fremur til hnjóðs, en ég
hef það hér eftir íslendíngum
Benedikt Gröndal: Ótaminn fá-
ránleiki sem fáum hefur tekist að
líkja eftir.
Guðbergur Bergsson: Hinn mikli
háðfugl íslenska allsnægtasamfé-
lagsins.
til lofs. Það liggur nefnilega
innilegri sálræn athugun í ís-
lenskri gamansemi en flestri
annarri. Þegar vel íslensk gam-
ansaga er sögð þá byrjar sögu-
maður venjulega í stíl Land-
námu, á því að ættfæra per-
sónu þá eða þær sem mest
koma við fyndnina, og lýsa
ættmönnum þeirra, æviferli og
aðstæðum í lífinu. Venjulega er
gamanið sjálft eða „fyndnin"
lángveigaminnsta atriðið í
„fyndninni“, og svo smágert að
það nýtur sín ekki nema hermt
sé eftir persónunum með sem
nákvæmastri stælingu raddar,
málhreims, orðfæris, andlits-
svips og limaburðar. „Læknir-
inn“, „Þorkell þunni", „Dóri
litli, dreptu yður“, „Robb og
Grímur", „Rímnastælingar" og
önnur gamankvæði Jónasar
yrðu þannig broslegri fyrir oss
ef vér þekktum nákvæmlega
persónurnar, kækina og tiktúr-
urnar, sem þau eru bundin.“
Eru íslendingar fyndnir?
Það eru liðin næstum sjötíu
ár frá því Halldór skrifaði Al-
þýðubókina, en líklega hefur
skopskyn þjóðarinnar ekki tek-
ið neinum stökkbreytingum
síðan þá. Að sönnu eru gaman-
mál íslendingsins orðin „al-
þjóðlegri“, svona upp að vissu
marki; í skáldskap, kvikmynd-
um og sjónvarpi hefur borið
meira en áður á skopi sem er
ætlað að vera fyndið í sjálfu
sér, tiltölulega græskulausu
gríni sem hefur varla annan til-
gang en að vera afþreying,
skemmtun sem vekur kátínu
og vellíðan.
En getur það talist hrein-
ræktaður húmor á þessu
blauta og kalda landi? í samtali
við höfund greinarinnar líkti
gáfaður maður íslenskum
húmor einhverju sinni við veð-
urfarið og reyndar hugarfarið
líka; hann væri rysjóttur, gengi
á með éljum, grár, napur og
gjörsamlega laus við hlýju.
Steinunn Sigurðardóttir,
Þórbergur Þórðarson: Er
kannski aðeins farið að slá í
fyndnina hjá honum?
Steinunn Sigurðardóttir: Það
telst víst engin upphefð lengur að
flokkast með „fyndnu kynslóð-
inni“.
sem hlýtur að teljast með
fyndnari höfundum á íslandi,
hefur látið falla orð í svipaða
veru: „íslenskur húmor er
kaldur og blautur og hráslaga-
legur og yfirleitt alltaf á kostn-
að annarra. Hann er yfirgengil-
ega persónulegur, en hins veg-
ar er íslendingum ekki gefin sú
íþrótt að gera grín að sjálfum
sér.“
Líklega eru birtingarmyndir
íslenskrar fyndni því áþekkar
og fyrr: í samtölum okkar á
milli gerum við óspart grín að
náunganum, segjum af honum
ófagrar sögur, en vitum um
leið að hann svarar í sömu
mynt undireins og færi gefst.
Það eru leikreglurnar. Við get-
um gert grín að sjálfum okkur,
en útlendingar sem reyna að
komast upp með slíkt mega
eiga von á að þjóðin sármóðg-
ist. Skrýtna karla og skrýtnar
kerlingar höfum við ennþá í
hávegum, kannski helst að
okkur þyki miður að nútíminn
hafi gert allt svo marflatt að
fólk hljóti að hafa verið miklu
skrýtnara hér áður fyrr. En
stjórnmálamenn eru skrýtnir,
að minnsta kosti sumir hverjir,
og til eru fjölmiðlamenn sem
hafa einkennilegar tiktúrur og
kæki; við virðumst seint ætla
að þreytast á að hlæja okkur
máttlaus á „sem nákvæmastri
stælingu raddar, málhreims,
orðfæris, andlitssvips og lima-
burðar“, skrýtnum körlum og
kerlingum í áramótaskaupum
og spaugstofum — og þá þarf
fyndnin í sjálfu sér ekki að vera
neitt sérstaklega fyndin.