Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 38

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 38
WZ '’-n? .... ]lY 1 5æki i r^j >I< >1 l i r u X* FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 Sparðatm ingur ISAK HARÐARSON HVÍTUR ÍSBJÖRN FORLAGIÐ 1995 ★ Isak Harðarson hóf feril sinn sem miskunnarlaust ádeilu- skáld með bókunum Þriggja orða safn og Rœflatestamentið, en í bókunum Veggfóðraður óendanleiki og Útum augað lœst varð stíllinn myndrænni og agaðri. í síðustu tveimur ljóðabókum sínum, Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru og Stokkseyri, er ísak sérstak- lega fágaður og vandvirkur. Þessi verk virka sem sterk heild og kallast hvert ljóð á við annað í bókinni, þannig að engu þeirra virðist ofaukið. (Þetta á sérstaklega við um Síðustu hugmyndir fiska um lífá þurruj. Öfugt við síðustu tvær ljóða- „Öfugt við síðustu tvœr Ijóðabœkur ísaks er „hvítur ísbjörn“ sérstaklega ómarkviss bók. “ bækur ísaks er huítur ísbjörn sérstaklega ómarkviss bók. Hún er eins og sparðatíningur úr öllum fyrri verkum hans. En þótt samsetningin sé skrítin eru hæfileikar ísaks samt ótví- ræðir, enda maðurinn eitt virt- asta ljóðskáld þjóðarinnar. Þannig getur hvert ljóð fyrir sig virkað ágætlega þótt þau virki engan veginn sem heild. Bókinni er skipt í þrjá hluta, þ.e. svartur ísbjörn, glefsandi rennilás og hvítur ísbjörn. ísaki er Guð hugleikinn eins og oft áður, leitin að einhvers konar Guði, sannieika eða veruleika. í þeim ljóðum tekst ísaki ágætlega upp þar sem angist skáldsins mætir manni: „og áfram og áfram þjótum við/ yfir þversagnir, efasemdir, ótta og dauða,/ og kærleikur- inn til veruleikans er okkur óþrjótandi ferðanesti/ Hér fóru sannleikurinn og lífið á undan okkur“ (Kærleikurinn til veru- leikans) og: „í myrkrinu slær maðurinn saman hugsunum/ að gleðja sig við neistana/ sem minna hann á eitthvað/ sem hann man ekki lengur hvað var...“ (Maður án höfundar). Paradís? Lífsins tré? Sannleik- urinn eða andskotans veruleik- inn sem hvergi finnst? Skáldið finnur að eitthvað vantar, enda er öll list sprottin úr vöntun, löngun til að fylla eitthvert tóm. í þessum ljóðum vísar ís- ak töluvert innávið: „Langt inní manninum: lífið“, þrátt fyrir áhættuna á að kafteinn Kleyf- hugi missi stjórn á öllu saman. En annars staðar er hann út á við í „skáldskapi" að gagnrýna stríðsáráttu mannkynsins (Ég hef séð öll flögg) eða á spjalli við skáldbræður (Kafka á lín- unni). Sérstaklega er skemmti- legt í einfaldleika sínum ljóðið Himinninn snýr niður. Þar nær hann að tvinna sam- an himin og hund, þannig að manneskjan festist einhvers staðar á milli. Himinhundurinn eða hundhiminninn er líkleg- ast tákn fyrir frjóleika, hug- mynd eða hugsun. Hann getur látið svæfa hundinn en himinn- inn svæft hann. Ljóðið rennur áreynslulaust áfram og er barnslega einlægt, skreytt orðaleikjum eins og „Þeir hafa himin höndum tekið" og skemmtilegri tvíræðni: „Þrátt fyrir mótmælaraddir/um gang- stéttir ataðar himneskum af- urðum“. En bókin líður fyrir hve sundurlaus hún er. Maður verður hvumsa þegar maður situr ennþá svitastorkinn af angist og ótta yfir þessari vöntun á einhverju sem maður veit ekki hvað er og fær síðan yfir sig ljóð þar sem kaupmað- urinn selur ekki, „svona selur einsog hann er“, og vorið er í blóma með rjóma. Svona húm- or verður bara aulalegur í sam- floti við magnþrungin ljóð eins og Kœrleikurinn til veruleikans. Þyngslin missa einnig marks í velkunnum líkingum myrkurs við ljós: „Kemur hönd/ kveikir kertið: birtist/ myrkrið“ (Slý). Seinna í ljóðinu kemur síðan „kólerusvartur logi“ og „níst- andi þögn“. Þrátt fyrir áhuga undirritaðs á þunglyndi, sjálfs- morði og dauða eru sumar þessar iíkingar orðnar þreytt- ar. ísaki til afsökunar má geta þess að ljóðið er líkast til gam- alt. Síðasta ljóð bókarinnar, Bœtifláki skraddarans, er áreynslulaust og í alþýðlegum stíi. Það kallast á við önnur ljóð í bókinni og fjölmiðlana, en gagnrýni ísaks á sefjunar- mátt þeirra er alþekkt. Þar vottar líka fyrir sjálfsgagnrýni. í bókinni er því miður lítið um slík listræn átök við ljóð- formið sem maður býst við af einum af meisturum ljóðlistar- innar. En það yljar manni samt að heyra frá skáldinu, of Jöng þögn frá mönnum eins og ísaki er engum holl. Söguhetjur fá fyrir ferðina Frú Bovary Gustave Flaubert Pétur Gunnarsson þýddi Bjartur ★ ★★★★ Frú Bovary er bók full af svartagalli. Það fer illa fyrir hérumbil öllum, nema kannski örgustu hræsnurunum; þetta er harmleikur, en þeirrar nátt- úru að það er næstum eins og hann hafi látið höfundinn ósnortinn. Eða kannski er rétt- ara að segja að sögupersónurn- Bækur Egill Helgason ar fái fyrir ferðina hjá Gustave Flaubert; hann skoðar þær eins og flugur sem engjast í vef — það er enga sáluhjálp að hafa, enga útleið, enginn þroskast eða er neins vísari í sögulok. Allir eru lokaðir inni í sinni villu eða einhverjum örlaga- misskilningi sem veldur því að samskipti milli fólks eru eins og gráthlægilegt fálm. Það eru auðvitað ekki ný tíð- indi að þetta er galdur þessa höfuðrits franskra bókmennta; óviðjafnanleg gerhygli og feg- urð textans, orðanna, setning- anna, andstætt lítilmótlegum sögupersónunum og ömurlegu bjástri þorparanna í smábæn- um Yonviile. Einhver staðar stendur að Flaubert hafi tekið sér fyrir hendur að skrifa veru- lega leiðinlega bók um leiðin- legt efni; það er máski þjóð- saga, en að minnsta kosti ein- setti hann sér að skrifa bók þar sem hann hefði enga samlíðan með persónunum, hvorki sam- úð né andúð. Kannski var þessi aðferð Flauberts að vissu leyti yfirskin til að hleypa út eðlis- lægri óvild í garð mannfólks- ins, en með henni fikraði hann sig niður á gullæð; verkið sem hann skapaði, raunar með ær- inni fyrirhöfn og linnulausum endurskriftum, býr yfir óþrjót- andi ríkidæmi; líkt og fáar aðr- ar bækur nálgast það í heild sinni einhvers konar fullkomn- un, en kemur líka sífellt flatt upp á lesandann með næstum ofurmannlegu innsæi og smá- myndum sem eru svo meinlega háðskar að það er líkt og hann sé að reyna að berja niður í sér einhverja kátínu sem honum er í nöp við. Það hefur lengi verið þráttað um Jhversu mikla samúð Flau- bert hafði með söguhetjunni sjálfri, Emmu Bovary. í sjálfu sér er hún ekki slæm persóna, en lánleysi hennar er algjört. Hún er gefin manni sem „er ekki aflögufær um neitt, vissi ekkert, æskti einskis", en vega- nesti hennar í hjónabandið eru reyfarar fullir af elskhugum og ástmeyjum, eiðum og grátstöf- um, tárum og kossum. Þetta sagnaland þar sem næturgalar syngja í rjóðri og bátar fljóta í tunglskini er í hrópandi mis- ræmi við fáfengilegt smáborg- aralífið, og eftir að hafa horft inn í þennan töfraheim kemur veruleikinn henni fyrir sjónir „eins og undantekning, tilviljun sem hún reyndist flækt í fyrir einhverja duttlunga örlaganna en handan við breiddi úr sér svo langt sem augað eygði hið víðáttumikla land alsælu og ástríðna11. Þegar reyfarakennd ástin loks vitjar Frú Bovary í líki tveggja elskhuga, landeiganda og kontórista, er enginn ljómi yfir henni. Hún lætur fús draga sig á tálar, í fyrra skiptið á land- búnaðarsýningu, í seinna skipt- ið i gjöktandi hestvagni, en elskhugarnir eru undirmáls- menn og tilfinningarnar svindl. Emma Bovary er eins og fugl í búri, hún flögrar hamstola, en sjóndeildarhringurinn þrengist stöðugt og lokast svo. Góð þýðing þarf einkum að hafa tvennt til að bera, ekki síst þegar klassískt bókmenntaverk á í hlut; hún þarf náttúrlega að vera á almennilegri íslensku, en hún þarf líka að láta stílein- kenni frumtextans njóta sin. „Þýðing Péturs heyrir til stórtíðinda — maður tekur ofan. Hún erá fslensku sem er fullkomlega sannferð- ug, en um leið kemurhún til skila hárnákvœmum og geirnegldum stíl Flauberts. “ Þetta útheimtir mikla jafnvæg- islist. í átökunum við erlenda höfundinn — reiptoginu milli málsins sem þýtt er af og þýtt er á — þarf þýðandinn jafnt og þétt að endurskapa málið eða jafnvel búa til nýtt mál, is- lensku sem ekki er til utan verksins og væri í raun óbrúk- leg annars staðar. Þýðing Péturs Gunnarssonar stenst þessar kröfur með láði. Hún heyrir til stórtíðinda — maður tekur ofan. Hún er á ís- Jenski^^en^^i^ullkomleEjc^ sannferðug, en um leið kemur hún til skila hárnákvæmum og geirnegldum stíl Flauberts, Frumtextinn er fullur af pyttum sem hægur vandi er að detta ofan í, en Pétur sneiðir hjá þeim, og tekst það án þess maður merki að hann sé að reyna á sig; laun erfiðisins eru texti sem er svo ágætur að sumar setningarnar les maður aftur og aftur, undrandi og sæll yfir því hvað þær smellpassa. Fyrir svona verk eiga menn að fá heiðurskrossa. Kynngikraftur dauðans Ar bréfberans Kristján Kristjánsson Iðunn 1995 ** Ungur maður lendir í alvar- legu slysi og kemst í návígi við dauðann. Hann hjarnar þó við en er uppfrá því heltekinn af hugsuninni um dauðann og ákveður að leika á hann með því að ákveða sjálfur sína dauðastund og hvernig hana beri að höndum. Hann gefur sjálfum sér eitt ár til að lifa og frá því ári segir bókin Ár bréf- berans eftir Kristján Kristjáns- son. Frásögnin er skráð í fyrstu persónu, er dagbók Jónasar bréfbera sem tekið hefur völd- in af dauðanum og endurgerð gamallar dagbókar sem farið hefur illa í vatni. Dauðinn sem Jónas sér fyrir sér þegar hann fellur fram af stillönsunum er í líki konu og þegar hann kynnist ekkjunni Erlu sem er dauðsjúk af krabbameini þykist hann hafa fundið þá konu. Þau taka upp ástarsamband, hann þráir dauðann í henni hún lífið í honum og einasta leiðin til að komast í snertingu við það hvort um sig er kynlíf. Kynlífið er raunar í huga Jónasar undarlega samslungið dauðanum, hann hrífst af eldri konum og kynórar hans og draumar eru blandnir feigðar- hrolli og tilganginum með því ári sem hann gaf sjálfum sér er náð eftir að hann hefur haft mök við dauðann í mynd Erlu. Stíllinn er einfaldur og lát- laus, hér er verið að skrá stað- reyndir og ekkert flúr á dag- skrá. Stundum finnst manni þó að dauðinn hafi hefnt sín á Jónasi með því að leggja undir sig textann og verður á köflum þreyttur á þessari flatneskju. Það er þó væntanlega með ráðum gert því í brotunum úr skemmdu dagbókinni, sem skráð var áður en ákvörðunin um að snúa á dauðann var tek- in, bregður fyrir flugi í stíl og hugsun, en Jónas þurrkar það allt út í endurgerðinni því hon- um finnst sá texti svo „klaufa- legur og barnalegur“. Bókin er skilaboð hans til þeirra sem eftir lifa og hann kærir sig ekk- ert um að þeir viti allan sann- leikann. í raun er hann ekki að- eins að endurskrifa gömlu dag- bókina heldur að endurskapa líf sitt þetta ár eins og það „- hefði átt að vera“. Það er mikil pæling í þessari bók og stórt spurt. Er maður- inn skapari örlaga sinna? Eru bókmenntir ekki bara misjafn- lega nákvæm endurgerð á lífi höfunda? Eru kynlíf og dauði, upphaf og endir óaðskiljanleg? Og er einhver grundvallar- „Stundum finnst manni að dauðinn hafi lagt undirsig textann og verð- ur á köflum þreyttur á þessari flatneskju. “ munur á lífi og dauða? Og svo framvegis. En af einhverjum ástæðum nær sagan ekki tök- um á lesandanum. Manni er mikið til sama um þetta allt saman, bæði fólk, atburði og heimspekilegan grunn og finnst einhvern veginn að maður hafi nú séð þetta allt saman áður bæði hjá Kristjáni og öðrum höfundum. Og þar spilar bæði stíllinn og per- sónusköpunin inn í. Jónas nær ekki að lifna fyrir augum manns og Erla verður aldrei annað en draumsýn og reykur (sem hún auðvitað er að mestu leyti) og aðrar persónur koma svo lítið við sögu að maður nær ekki að gera sér mynd af þeim. Og það er synd því sagan hefði orðið mun meira lifandi ef Jónasi væri ekki svona mikið í mun að halda lesandanum utan við það hvernig honum raunveru- lega líður. Fleiri brot úr gömlu dagbókinni hefðu Iíka varpað meira Ijósi á það hvernig hann var fyrir slysið og skýrt þann mun sem er á því að vera lif- andi eða lifandi dauður. Því það er hann. Hann tengir sig ekki við hlutina eða annað fólk, nema Erlu, og hefur því í raun tapað fyrir dauðanum þótt hann vilji ekki viðurkenna það. Hann stendur utan við heiminn og tekur engan þátt í því sem þar er að gerast. Hann hlustar þó á útvarpið, einkum fréttirnar, og bæði gremst það og gleðst yfir því hvílíka sigra dauðinn vinnur daglega víðs vegar um heiminn, því eins og Erla segir við hann: „Þú Iifir ekki fyrir lífið, Nasi minn. Þú lifir fyrir dauðann." Einhver sagði einhverntíma að öll skáld væru sífellt að skrifa um ástina og dauðann og aldrei neitt annað. Það má sjálfsagt til sanns vegar færa og að því leyti er Ár bréfber- ans klassísk saga, en það vant- ar í hana það sem skiptir sköp- um, þennan galdur sem gerir gæfumuninn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.