Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Blaðsíða 1
50. tölublað. Laugardagur 29. desember 1955 XX. árg. ARTHUR KOESTLER: TRÚIN Á SOVJET Kaflar úr bókinni „The Yogi and the Commissar, London 1945 I. HVORKI fasista- nje kowm- únistatrúin er nýtt fyrir- brigði, heldur ævagamlar hugmyndir, sem skotið hafa upp kollinum. Þær náðu því ekki að- eins til skynseminnar, heldur til gjörvalls mannsins, því að með þeim var tilfinningunum einnig fullnægt. Trúarbrögð fasismans eru ljós og skilmerkileg. Frumstæðar hug- myndir manna um „blóð og mo!d“, um ofurmennið er banar drekan- um, goð Valhallar, og hinn djöful- lega mátt Gyðinga, eru efldar og notaðar í þágu ríkisins. Helming- urinn af snilli Hitlers lá í því, að hann sló á rjetta strengi undir- vitundar manna. Hinn helmingur- inn var í því fólginn, að hann fylgdi út í æsar úrvalskenningunni og hafði sjerstakt lag á að færa sjer í nyt nýjungar í hagfræði, byggingarlist, tækni, áróðri og hernaði. Leyndardómur fasismans er í því fólginn, að frumstæðar skoðanir eru endurnýjaðar og sett- ar fram í tímabærri mynd. Nas- isminn var eins og skýjakljúfur, sem heitavatnsæðar liggja um frá neðanjarðaruppsrettum, er stafa frá jarðeldum. Hinsvegar var vatnsleiðslu soci- alistahreyfingarinnar þannig var- ið, að þró var á þaki uppi og menn gerðu sjer vonir um að hún mvndi fyllast af rigningarvatni einn góð- an veðurdag. Rússneska byltingin hafði ekki aðeins rigningu í för með sjer heldur skýfall, eins og það gerist í hitabeltislöndunum. Vatnið fór alt í einu að streyma úr krönunum, sem hingað til höfðu verið þurrir. Nokkur fyrstu árin var sæmilegt samræmi milli kommúnistatrúarinnar og rúss- neska veruleikans. Það voru hetju- tímar, og þá verða helgisagnir til. Að baki reyknum var í raun og veru eldur. Og hvílíkur eldur! Þjóðin hafði tekið völdin í sínar hendur og haldið þeim yfir sjötta hluta ver- aldarinnar. Einkaeign, hagnaðar- vonin, kynferðishömlur og þjóð- fjelagslegar siðvenjur voru í raun og veru afnumdar í einni svipan. Ríkir og fátækir voru ekki lengur til, og ekki heldur húsbændur og þjónar eða foringjar og óbreyttir hermenn. Eiginmaðurinn hafði ekki lengur neinn myndugleika yf- ir konu sinni, foreldrið ekki yfir barni sínu nje kennarinn yfir nem- anda sínum. Saga „homo sapiens" — manntegundarinnar — virtist vera að hefjast að nýju. Orðum þessara furðulegu tilskipana fvlgdi enginn þrumugnýr eins og rödd- inni frá Sinaifjalli, sem gaf hin tíu boðorð. Þeir, sem á þau hlýddu, fundu skyndilega til, sem einbver skán innifyrir, skrælþur skán efa- semda, blekkinga og innibyrgðrar, skynsamlegrar hugsunar hefði brostið. Þeir fundu hjá sjer til- finningarót, sem þeir höfðu hald- ið að þeir ættu ekki til. Eitthvað hafði verið leyst úr læðingi í þeim, eitthvað, sem hafði verið svo nið- urbælt, að þeir höfðu ekki vitað um tilveru þess, — einhver von,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.