Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 3
IMikilleiki alheimsins Mil.'ónir vetrarbrauta, stjörnuþokur og misturmekkir ÞAÐ ER í besta samræmi við alt sem oss er kunnugt um heiminn og verðandina, að álykta, að eins og sólir og sólhverfi eru eindir í hinu mikla heimshverfi er vjer nefnum Vetrarbraut, þamúg sje sjálft það heimshverfi með sfnar 100.000 miljónir sóína, sjereind í ennþá stórkost- legra heimshverfi, sem snýst um sjálft sig með mjög miklu meiri hraða en Vetrarbrautin, og má þó gera ráð fyrir, að ein umferð taki biljónir ára, og að minsta fjarlægð milli stikra nágranna í himingeimn- um, skifti hundruðum þúsunda miljóna ljósára. — Þegar vjer nú hug- leiðum hversu örlítill hluti alheimsins, eða jafnvel aðeins einnar vetr- arbrautar, jörð vor er, og hversu tiltölulega skamt er síðan lifandi ver- ur urðu hjer til, þá virðist býsna erfitt að hugsa sjer, að hvergi sje til líf í alheimi nema hjer á jörðu. — Dr. Helgi Pjeturss. í KALIFORNÍU, þar sem loft er einna tærast hjer á jörð, er 6000 feta hátt fjall, sem Palomar heit- ir. Á þessu fjalli eru tveir stærstu stjömutumar heimsins, og þar fara nú fram víðtækari og merkilegri rannsóknir á himingeimnum en áð- ur eru dæmi til. Einn liður í þess- um rannsóknum er ljósmyndun himingeimsins, eða nokkurs hluta hans, því að ekki er hægt að sjá allan himingeiminn frá einum stað. Þó er talið að takast muni að ljósmynda um % af himinhvolfinu og lengra út í himingeiminn en nokkurt mannlegt auga hefir áður sjeð, eða um 20,000 miljónir milj- óna mílna, talið frá jörðinni. Þar munu sjást vetrarbrautir ,sem eru svo langt í burtu, að ljósið frá þeim er 1000 miljónir ára að berast hingað til jarðarinnar, og þó fer ljósið með 300.000 kílómetra hraða á hverri sekúndu. Með þessu munu ráðnar margar gátur, sem stjörnuvísindin hafa verið að glíma við. En þó er ekki víst að svör fáist við þeim öllum, eins og til dæmis þessum: Hvað er himingeimurinn stór? Hver eru takmörk hans, eða er hann óendan- legur? Er hann að þenjast út, eða er hann að dragast saman? Stjömuturnarnir á Palomarfjalli eru tveir eins og áður er sagt og hefir hvor sínu hlutverki að gegna. Stjörnusjáin í öðrum er nefnd „Big Schmidt“, en í hinum „Big Eye“. Það er hin fyrnefnda, sem vinnur að því að ljósmynda himingeim- inn. Hún er bygð á uppfinningu Þjóðverja, sem hjet * Bernhard Scmidt og hefir þann kost, að hægt er að taka með henni mynd af gríðarstóru svæði svo að hún sje öll jafn skýr. Áður hafði það mjög hamlað myndatökum af stjörnu- hvelinu, að myndirnar voru aðeins skýrar í miðju, en fölnuðu og eydd- ust er utar dró. Þessa stjörnusjá mætti því nefna „víðsjá“, en hina stjörnusjána, sem er með 200 þumL breitt „auga“ og dregur miklu lengra, mætti kalla „fjarsjá". Svo er mikill munur á þeim fleti, er þær geta ljósmyndað, að Big Schmidt nær yfir 500 sinnum stærra svæði en hin. Er búist við því, að með henni megi mynda Þetta er ein af þúsundum vetrarbrauta, sem nú hafa uppgötvast. Fjarlægð- in milli jarðar og hennar er um ZVi millj. Ijósára. Menn hyggja að vor vetr- arbraut sje svipuð þessu og að sólkerfi vort sje á einni dræsunni, sem hún dregur á eftir sjer. Má því með sanni segja að jörðin sje eins og öreind á hala veraldar. . -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.