Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ZZ** fcTf 593 Nokkrir af hásetum Eggerts. n Vegurinn til strandar ljetum eitthvaS af hendi rakna, aðallega peninga, en Búkas tók upp tvær koniaksflöskur til að koma mönnum í gott skap. Var okkur svo hátíðlega boðið í gleðskap Svert- ingja í þorpinu til þess að sitja þar veislu og dansa. Við þáðum auð- vitað boðið, því að okkur fýsti að vita hvernig hinir múhamedönsku Svertingjar heldu sín jól. Fyrst var vejsla ágæt og drykkja og síðan dans. Hljóðfærin voru stáltunnur, bumbur og hand- hringlur með málmhljóði. Er það mesta furða hverja tóna Svertingj- ar geta seitt úr þessum einföldu hljóðfærum. Dansinn var mjög einkennilegur hópdans, og eigi með öllu ósvipað- ur gömlu íslensku vikivökunum. Fyrst var myndaður stór hringur og svo dönsuðu 2—6 stúlkur nokk- urs konar eindansa inni í hringn- um. En þeir í hringnum dönsuðu líka og sungu, klöppuðu saman lóf- unum og stöppuðu niður fótunum. Stundum stöppuðu þeir mjög snögt og lyftu þá höndunum jafnframt upp í einkennilegar stellingar. Kvenfólkið var í sínu fegursta skarti og flestar stúlkurnar með gerfihár úr hampi, litað kolsvart og fljettað í 2—4 fljettur. Þetta voru ólík jól því, sem við höfum átt að venjast, glaða sól- skin og steikjandi hiti, en umhverf- ið dásamlegt, skógurinn í fylsta skrúði og alt umvafið í blómum og stórum rósarunnum. En allur skógurinn ómaði af fuglasöng. — Fuglarnir sátu sem þjettast í trján- um og voru gimsteinum eða blóm- um líkari en lifandi verum, svo var fjaðraskrautið mikið. — Þar voru skarlatsrauðir fuglar með svarta vængi, gulir, indigóbláir og grænir. Og ekki þarf langt að leita ávaxt- anna, alt er fult af þeim og þarf ekki nema hendi til að rjetta að fá sjer þann ávöxt ,sem maður girnist helst. Þessi jólahátíð þarna inni í frum- skógi Gambíu var mjög skemtileg, og verður mjer minnisstæð. Og fyr- ir hana fæ jeg nú tvenn jól á þessu ári. Uppskeruhátíð. HINN 13. ágúst var haldin upp- skeruhátíð. Við fórum þrír á bíl inn í skóg og með okkur tuttugu kolsvartar blómarósir. Höfðum við með okkur veislumat, 20 stór vaska -föt kúfhlaðin hrísgrjónum með ávöxtum og hænsakjöti ofan á. Fyrst var okkur sýnd plæging með handplógum og sýndu það bæði karlar og konur. — Plógur kvennanna er nokkru minni en plógar karla, og einna líkastur skaröxi í laginu. Er það afar erfitt verk að plægja með þessum verk- færum. Svo var sáð í akurinn og síðan matast í klukkustund. Að því búnu fóru allir að dansa og syngja og klappa saman lófunum og gekk á því nokkra stund. Þá var farið út á akra aftur og nú hófst kapp plæging, en hún var aðallega fólgin í því hver gæti þeytt sínum plóg hæst upp í loftið. Þótti gott ef hægt var að klappa saman lófunum tvisv -ar áður en plógurinn kom niður aftur. Að þessu loknu var aftur farið að dansa og dansað fram á kvöld. En þá komu sex stórhyrnd og mannýg villunaut út úr skóginum, svo að við heldum heim. En þar var svo dansinum haldið áfram og tveimur tómum stáltunnum bætt við hljómsveitina. Þeir, sém döns- uðu ekki, revktu ópíum. sem fæst hjer úr lítilli grænni jurt. En sumir drukku pálmavín, sem er tappað af trjánum. Annars er það um ræktunina hjer í Gunjar að segja, að mjer virtist þeir altaf vera að sá og upp- skera. Hrísgrjónum er plantað út í ágúst og þau eru fullþroskuð í des- ember. I ágúst er maisuppskeran.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.