Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 23
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS #03 — ■ ■ - ■■ —■!— sýnin inni á hálendinu og ýmsir staðir fegurri, eins og t. d. Mývatns -sveit, þá mun þessi staður hafa þau áhrif á þá, sem hingað koma, að þá langar til að ferðast lengra inn í þetta ævintýraland. C. W. PAIJKULL, 1865 ALMANNAGJÁ og Lögberg, græni hraunriminn, hið víðáttumikla Þingvallavatn og fjöllin umhverfis það, er einhver fegursta og mikil- fenglegasta sjón, sem maður sjer á íslandi, jafnvel þótt slept sje sögufrægð staðarins. Hin mikla og djúpa Almannagjá kemur manni alveg á óvart, þegar frá Reykjavík er komið. Maður kemur alt í einu fram á gjábakkann, en mjótt ein- stigi eða steinrið Iiggur þar niður í botn. Það er dásamleg sjón. Áður en öxará brýst fram úr gjánni, er þar hylur mikill um- kringdur klettum. Þar var áður drekt konum, sem höfðu borið út börn sín. Fornmenn notuðu líka þennan hyl til sundæfinga, því að þeir voru sundmenn miklir. Nú hafa íslendingar yfirleitt gleymt þeirri íþrótt. Jeg gisti í Skógarkoti hjá ræðn- um og gestrisnum bónda, sem mig mínnir að hjeti bara Jón. Bær hans stendur svo sem miðja vegu milli Almannagjár og Hrafnagjár. — Skamt er þaðan að kirkjustaðnum á Þingvöllum. Mynd þessa teikn- aði jeg af kirkjukrílinu. Þá hafði hún nýskeð verið bygð að nýu og tjörguð utan. E. J. OSWALD, 1875 (Frú Oswald ferðaðjst hjer um ' landið þrjú sur.iur ■ og- var 1 or- grímur Guðmundsson fylgdar maður hennar. Hún hefur ritaö bók íim þessi ferðalög, „By Feil and Fjorá“ og er þar í roeðal annars kvæði hcnnar „Sætt F1 sa og Kára“, sern þýtt heíGr Veiið á íslensku). VJER komum til Þingvalla, þar sem alt er óbreytt frá dögum lýð- veldisins, þar vantaði ekki annað en búðir hinna frjálsu manna, sem árlega riðu til alþingis Einu i ,-gg- ingarnar þarna nú eru hin litlá timburkirkja og torfbær prestsins. Vjer flýttum oss til kirkjunnar, því að oss langaði í kaffi og mat eftir langa dagleið. í fljótu bragði krnn það að teljast helgispjöll að mutast og sofa í kirkju, en þegar við vin- kona mín höfðum búið um okkur sín hvoru megin við altarið, þá fanst okkur þetta ágætt, og gátum ekki annað en dást að þeirri venju að kirkjurnar skuli altaf vera bestu húsin á hverjum stað og skjólshús fyrir ferðalanga eins og okkur. — ----Við vorum svo hepnar að það var glaða sólskin þá þrjá daga, sem við dvöldumst á Þingvöllum. Fáir I, Timburkirkjan á Þi ngrvöiium (Paijkull)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.