Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 599 filIII Kirkjau á Þing wöllum (Barrow) Sennilega verður þess ekki langt að bíða að hann leggist í hana. — JOHN BARROW, 1834 (Úr bókinni „A Visit to Ice- land“). HÚN heitir Ahnannagjá, en eng- inn gat sagt mjer hvað það þýddi. Vegurinn niður í hana hggur eftir brattri skriðu og stórgrýttri, svo að ferðamönnum er altaf ráðlagt að fara af baki og láta hestana sjá um sig. En vegna þess að við vor- um á undan fylgdarmönnunum og lestinni og enginn hafði bent okkur á þetta, riðum við þarna niður, og ráku íslendingar upp stór augu er þeir frjettu það. í öðrum löndum hefði það sennilega þótt hættuspil að ríða slíkan veg. En þar sem ís- lensku hestarnir eru svo þaulvanir að fara yfir urðir og hraun, þá var lítil hætta á að þeim yrði fótaskort- ur. Við fórum út úr gjánni um skarð og riðum yfir ána og þá náðu íylgdarmennirnir okkur og sögðu að við værum komnir á ákvörðun- arstað. Við fórum þá að skima eftir mannabygðum, en gátum engar sjeð Við höfðum heyrt að kirkja væri á Þingvöllum, og jeg fór að svipast um hvort jeg sæi ekki turn, því að alls staðar þar sem jeg hef farið eru turnar á kirkjum. En jeg' sá engan turn Eftir langa hríð uppgötvaði Mr. Smith nokkur torf- þök. Var eitt stærst og gat hann þess til að þar væri kirkjan. Reynd- ist það rjett. Við riðum heim í hlað og prest- urinn hefur haft einhverja hug- mynd um komu okkar, því að hann kom út að taka á móti okkur.Vegna þess hvernig bæarhúsin voru útlít- andi, báðum við þegar um að mega vera í kirkjunni og fyrirurðum okk -ur ekki fyrir það, því að við höfð- um heyrt að það væri alvanalegt, enda var kirkjan eini staðurinn þar sem ferðamenn gátu verið. Þetta var fúslega veitt. Svo var sprett af hestunum og reiðverin borin inn í forkirkjuna og var rjett svo að þau kæmist þar fyrir. Það var þröngt þarna enda var þar allskonar skran, svo sem fatnaður, matvæli, fiskabaggar, stór kvensöðull og mikið af ull. Vegna þess að þessi kirkja var ólík öllum öðrum guðshúsum, sem jeg hafði sjeð, gerði jeg það að gamni mínu að mæla hana. Hún var 23 fet á lengd, og þar af var kórinn 8 fet. Þar var skilrúm og við það var prjedikunarstóllinn íestur. Yfir honum var þessi lat- neska áletrun: „Scio opera tua“ „Habenti dabitur“. Dálítil kista eða skápur stóð á milli tveggja lítilla stafnglugga. Það var altarið. Yfir því hekk ljeleg mynd aí kvöldmáltíðinni, máluð á trje og secnilega mjög gömuL Breiddin Prestkonan (Barrow) á kirkjunni var 10 fet og vegghæð um 6 fet. Veggirnir voru þiljaðir og ó milli þeirra voru bitar þvert yfir kirkjuna. Á bitunum lágu á víð og dreif gamlar biblíur, grallar- ar og ræksni af óhreinum handrit- um. Súðirnar voru líka þiljaðar. Hægra megin við dyrnar, sem voru svo lágar að maður varð að beygja sig til að komast inn, hengu tvær eða þrjár klukkur á bita og svo lágt að maður náði upp í þær. Fjórir eða fimm bekkir með baki stóðu svo þjett hvoru megin í for- kirkjunni, að varla var hægt að ganga milli þeirra. Bekkir voru líka við veggina inni í kórnum. Sagt var að kirkjan rúmaði 40 manns, en mjer er það óskiljanlegt En það er sjaldan eða aldrei að svo margir koma til kirkju, því að fátt fólk er í sókninni, líklega 12—14 fjölskyldur. Við borðuðum nú og fengum á- gætan silung úr Þingvallavatni. — Prestur vildi alt fyrir okkur gera og kom hvað eftir annað inn í kirkj -una til að vita hvort okkur van- hagaði ekki um eitthvað. Við fór- um svo að athuga hvernig við gæt- um búið sem best um okkur þarna. Bekkirnir voru alt of mjóir til þess að hægt væri að sofa á þeim. Það var því ekki um annað að gera en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.