Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 585 sx. ~ Hjer er eitt af furðuverkuin himing'eimsins, ógurlegur þokumökkur, sem verður sýnilegur vegna þess að næstu sólir varpa á liann birtu. Myndin var tekin með stóru stjörnusjánni á Falomar. um bjartari en venjuleg novae. Á myndunum hafa einnig kom- ið fram gríðarmiklir lýsandi mekk- ir af gasi, og ennfremur sótsvört ský, sem eru svo stór og mikil fyr- iríerðar, að ein myndplata hefir ekki náð þeim, heldur urðu þau að myndast í mörgu lagi. Þá hafa verið gefnar gætur að amástirninu (asteroids) sem er á hringrás umhverfis sólina. Stjörnu- fræðingar heldu áður, að þessi smástirni væri brot úr stórum hnetti, sem hefði sundrast einhvers staðar á milli Mars og Júpíters, því að mest var af þessu smástirni á þeim slóðum. Þessi skoðun hefir nu reynst röng, þvi að þessi smá- gtirai eru dreiíö \m slt öoliseríið. Annað hvort eru þetta því brot, sem hafa orðið útundan, þegar sól- kerfið myndaðist, eða þá að þær hafa slitnað aftan úr halastjörnu einhvern tíma í fyrndinni. Tvær nýar halastjörnur hafa fundist og ganga þær mjög nærri sól og verð- ur önnur þeirra næst sólu í janú- ar í vetur. „Big Schmidt“ er nokkurs kon- ar himinkönnuður fyrir hina lang- drægari stjörnusjá. Hún finnur og bendir á þá staði í himingeimn- um, sem nánar þarf að rannsaka. Fram að þessu var það svo, að hin- um langdrægu stjörnusjám var beint út í geiminn af handahófi og var það þá tilviljuu ein sem rjeði ijvort tter tittu á uoákuð mará* vert, því að svo er rúmt um heims- hverfin, að vel má fara fram hjá þeim. En r.ú sýna myndir „Big Schmidt“ nýar og nýar vetrar- brautir, og þótt þær sje svo langt í burtu, að þær komi ekki fram á myndunum nema sem örlítill dep- ill, þá er hægt að ákveða stað þeirra í himingeimnum, og á þann stað má svo beina „stóra auganu“. Eins og áður er sagt dregur það miklu lengra og getur nú tekið glöggvari myndir af þessum vetrarbrautum. Tilgangurinn með því að mynda þessar fjarlægu vetrarbraut ir er sá, að reyna að komast að því hvort alheimurinn sje að þenj- ast út eða dragast saman. Hinar fjarlægustu vetrarbrautir, sem áð- ur hafa fundist, hafa á sjer rauð- leitan blæ, og ljós þeirra verður æ rauðleitara, en það er sönnun þess, að þær f jarlægist vora vetrarbraut og aðrar vetrarbrautir með svo ofsa legum hraða, að nema mundi þús- undum mílna á sekúndu. Er þetta að gerast um allan him- ingeiminn? Eru allar Vetrarbraut- irnar á slíku flugi út í geimimi, eða standa sumar í stað eða nálgast vora vetrarbraut? Nú eru meiri líkur en áður til þess að hægt verði að svara þessu, þegar markaðir hafa verið staðir fjölda vetrar- brauta, og á ljóslitrófi þeirra má sjá hvort þær nálgast oss eða fjar- lægjast. Á myndum „Big Schmidt“ má eigi aðeins sjá nýar vetrarbrautir, heldur hvar eru opnar „vakir“ í lnmmgeirpnum, ef svo mætti að orði komast, og í gegn um þær vakir er líklegt að hin langdrægari stjörnusjáin muni finna enn nýar vetrarbrautir. Það er undarlegt og ævintýra- legt að hugsa sjer, að á þessum örsmáa hnetti, sem jörð vor er, skuli mannlegum verum hafa tek- ist að skygnast svona iangt út i birriingftirrijhh Og það er eigi gS-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.