Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 20
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sofa á gólfinu í kórnum. Upphækk- aður pallur var undir altarinu og þar á milli og bekkianna lögðumst við niður tveir og tveir hvoru megin og vöfðum okkur innan í yfirhafnir okkar, og þar var þröngt. Morguninn eftir spurði jeg prest hvort konan hans mundi hafa nokk -uð á móti því að jeg teiknaði mynd af búningnum, sem hún var í. Hann fór til konu sinnar og það var eins og henni þætti vænt um og væri upp með sjer af þessu. En hún sagðist ekki geta verið með skott- húfuna á höfðinu og bað mig að levfa sjer að skifta. Svo rauk hún inn í bæinn og kom aftur eftir eitt- hvað 20 mínútur, klædd í sitt besta skart frá hvirfli til ilja, og sannar- lega fór henni það vel, sjerstaklega höfuðbúnaðurinn. Mest dáðist jeg þó að silfurbeltinu, sem hún hafði um mittið. Smíði þess og skreyting gaf ekkert eftir því, sem bestu gull- smiðir í Englandi gera, og þó var þetta smíðað af bónda. Silfrið hafði hann fengið með því að bræða danska ríkisdali. Kvöldið áður höfðum við boðið prestinum grogg, en hann vildi það ekki. Nú var honum boðið brenni- vín og þáði hann það. Þegar prins- inn var þama á ferð, (það var Frið- rik Danaprins, síðar Friðrik VTI., sem kom þarna um sumarið), hafði hann boðið presti púns, en prestur hafði' sagt hans hágöfgi að hann drykki ekki neitt annað en brenni- vín. Þó held jeg að hann leyfi sjer ekki oft þann munað.---- FRÚ IDA PFEIFFER, 1845 MERKILEGT er það við Almanna- gjá að maður sjer hana ekki fyr en að er komið. Hún er þar ekki nema svo sem fimm eða sex faðma breið, en mörg hundruð feta á dýpt. Urð- um við þar að fara niður þröngvan og hættulegan stíg og mjög stór- grýttan. Gríðarleg biörg hengu í bergveggiunum beggja vegna, og ógnuðu ferðamanninum með dauða og tortímingu. Orðlaus af undrun stauluðumst við niður og þorðum varla að líta upp, hvað þá heldur að tala, því að við óttuðumst að hljóðbylgjurnar mundu losa um björgin og valda hruni. Það var enn bjart er jeg kom til Þingvalla og himininn hvelfdist heiður og blár yfir víðáttuna. Þess vegna þótti mjer undarlegt að sjá þokuský^ á sumum fjöllunum, sem ýmist huldu nokkurn hluta þeirra eða eyddust með öllu og komu svo fram aftur í öðrum stað. Þetta fyr- irbrigði er algengt á íslandi og jeg hafði oft sjeð það frá Reykjavík. Sjera Beck bauð mjer að sofa í bænum um nóttina, en mjer leist ekki á það og kaus heldur að vera í kirkjunni, en það er því miður of oft leyft. Kirkjan er ekki mikið stærri en kirkjan í Krýsuvík, og stendur kippkorn frá bænum. Jeg óttaðist þó ekki að þeir, sem lágu þar í kirkjugarðinum, mundu gera mjer neinn óskunda, og svaf vært alla nóttina á einni af kistum þeim, sem þar voru á víð og dreif.--- CHARLES S. FORBES, 1858 (Hann dvaldist 5 daga á Þing- völlum, ásamt nokkrum öðrum, aðallega til að skjóta fugla). FARANGURSLESTIN lagði á stað að morgni 5. ágúst undir umsjón franska konsúlsins, og kl. 11 riðum vjer úr garði konsúlsins, þrettán alls. Var það sundurleitur hópur í allskonar vosklæðum, því að vjer vissum hvað veðráttan er viðsjál. ----Svo komum vjer að Almanna- gjá og sáum Öxará og prestsetrið skamt frá ósi hennar. Þar var kirkj an og fór sýnilega fram meiri hátt- ar viðgerð á henni. Bátur á árbakk- anum og net, sem breidd voru til þerris, töluðu sínu máli. Prestur- inn og alt hans heimafólk var önn- um kafið við heyskapinn. Túnið er umgirt með 3—4 feta háum grjót- garði svo að skepnur komist ekki í það. Grjótgarðar eru líka beggja megin traðanna, sem liggja heim að bænum. Prestur var kominn heim á hlað til að taka á móti oss. Hann var á skvrtunni og með orf og liá, hneigði sig og reyndi að gera sig skiljanlegan á latínu. Framhlið bæarins, sem veit að hlaðinu, er 43 fet á lengd en dýpt bæarins um 25—30 fet og er þar hvert húsið við annað. í miðju er stofan, en til beggja handa eru skemmur, fjós, smiðja o. s. frv. Veggirnir milli þeirra eru úr torfi og grjóti. Þrjú eru stafnþilin og vindhani upp af hverri burst. Löng göng liggja beint inn í eldhús og logaði glatt í hlóðum á hrísi og mó. Göm- ul eldabuska var að sjóða matinn, og það varð ekki til þess að auka manni matarlyst að horfa á hana. Til beggja hliða við göngin eru geymsluhús og þar ægir öllu sam- an, ljáum og reiðtýgjum, þurkuð- um þorskhausum og reyktu hrossa- kjöti, hvönn og fjallagrösum, kaffi og sykrþ fataræflum og rokkum, silunganetjum og barnavöggum (í annari var hópur af ketlingum, en í hinni yngsta barn hjónanna), sokkaplögg hanga þar alls staðar og hvergi verður þverfótað fyrir hundum. Og svo er þarna koldimt og loftið svo þungt að skera mætti það með hnífi. Svo fer maður upp stiga og kemur þá í baðstofuna. Þar eru rúm undir veggjum að endilöngu, og aðeins smáfjalir við höfða og fótagafl að skilja yngis- manninn frá ömmu sinni, og hús- bóndann frá vinnukonunni. Gömul heimaofin brekán, enn eldri föt og enn elst sauðskinn eru þar í hrúg- um. Mjer sýndist þang vera í dýn- unum, en jeg þorði ekki að aðgæta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.