Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 10
G90 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS úr leiri og þekja þá með pálma- blöðum. Ekki eru kofarrir stórir, um 3 njetra á hvern veg, því að bvggingarefnið er svikult. Sumir treysta þó leirinn með því að draga sementshúð utan á hann, en fyrir kom það að heilir veggir hrundu út á götuna. Hjer er einn samfeldur frum- skógur alt um kring og víða svo þiettur að ófært er mönnum í gegn um hann. Pálmatrje eru mest næst ánni. en lauftrje þegar inn í skóg- inn dregur. Og í þessum skógi er svo fjölskrúðugt dýralíf, að því er ekki hægt að lýsa svo að íslending- ar skilji eða geti gert sjer fulla grein fyrir því. Það eru nú fyrst skordýrin, þús- undir tegunda. Alt morar af þeim og það er eins og jörðin sje kvik hvar sem maður gengur. Mörg eru þau skrautleg mjög og í öllum regn -bogans litum. Hættulegastar eru flugumar, moskito-flugan, sem veldur gulu. hitasóttinni og tse-tse- flugan, sem veldur svefnsýki. Sum skordýranna veittu okkur heim- sóknir um nætur og þótti mjer þau engir. aufúsugestir. Það voru sala- möndrur, leðurblökur og snákar, en margir þeirra eru hættulegir. Einkennilegt skordýr er eldflugan, sem grænt ljós stafar af í myrkri. Um dýrin er það að segja, að þau eru fæst hættuleg, nema hljebarð- ar og snákar og svo krókódílar í ánni. Ljón sjást hjer tæplega og ekki fyr en lengra kemur upp með ánni. Þó eru hjer í skógum villi- naut af indversku kyni. Þau eru steingrá að lit og guldröfnótt, hafa stóran og einkennilegan fituhnúð á herðakambi, em stórhvrnd og mannýg og betra að verða ekki fyrir þeim. Þessi naut virðast þola bit tse-tse flugunnar. í ánni eru flóðhestar, þótt þeir sjáist hjer sjaldan, en hjer er mikið af ýmsum öpum og gazellum, viltum kanín- um og hreysiköttum. —* • • . * Fuglategundir em hjer óteljandi, alt frá stórum hrægömmum að kanarifuglum, sem ekki eru stærri en fingurköggull. Hættulegt er að ferðast hjer um skógana vegna þyrna og þistla, og svo getur maður átt von á því að fá ofan á sig stórar pálmagreinar, sem hrvnja af trjánum, eða þá kokoshnetur, sem eru á stærð við mannshöfuð. Hjer eru þrjár teg- undir af pálmum, kókospálminn, ohupálminn (sem pálmavín fæst úr) og þriðji pálminn, sem aðal- lega er notaður til efniviðar og elds -neytis. Þýðingarlaust er þó að byggja timburhús hjer, því að hinn svonefndi hvíti maur ræðst á þau og etur þau sundur, svo að þau geta hrunið yfir fólkið. Pálmablöð- in eru til margra hluta nytsamleg. tJr trefjum þeirra eru gerð reipi til að binda bagga og snæri til að kippa fisk upp á. Pálmablöðin eru um tveir metrar í þvermál og eru notuð í húsaþök, eins og áður segir, en einnig eru þau höfð fyrir regn- hlífar. Sólbruni. STÆRSTU bygðirnar hjer nær- lendis, eru Yundum og Bathurst, höfuðborgin. í Yundum er flug- völlurinn, eins og fyr er getið, og þar er talsvert margt af Evrópu- fólki, en í Bathurst er það miklu færra, ekki nema um 400, aðallega Frakkar, sem versla þar. Bathurst stendur á hólma við ósa Gambíufljóts að sunnan og er þar hafnlaust að kalla, nema fyrir smá- báta og pramma. Skip liggja við festar úti í fljótinu, en það er geisi vatnsmikið og straumþungt, en skipgengt um 200 mílur inn í land. Bathurst er miklu minni bær en Dakar, enda yngri. Það eru ekki nema um 100 ár síðan Evrópumenn settust þar að, fyrst Frakkar og svo Englendingar. Þó eru í Bathurst ýmis nútíma þægindi svo sem raf- magn og vatnsleiðsla. Þar eru 3 kvikmyndahús, pósthús, slökkvi- stöð og fallegir skrautgarðar með kókospálmum og al’skonar skraut- blómum, þar á meðal alla vega lit- um rósum, sem eru um þverhönd að stærð. Nú er að segja frá því að jeg sólbrann svo hastarlega þegar jeg var kominn til Gunjar, að jeg varð að fara í Viktoriuspítalann í Bat- hurst og liggja þar í 4 daga. Þetta er gömul bygging, frá 1853, stein- steypt og tvær hæðir. Þar eru stór- ar og rúmgóðar sjúkrastofur, bað og snyrtiherbergi. Alt er raflýst og í lofti eru stórar vindsnældur til þess að kæla andrúmsloftið. Jeg lenti í stofu hjá 75 ára göml- um skoskum skipstjóra. Hann hafði siglt í 59 ár, en varð nú að hætta sökum lasleika og átti að sendast heim með flugvjel frá Dakar. Hann kvaðst mundu sakna suðursins er hann kæmi heim, sakna hinna yl- hýru og vinalegu stranda alt frá Hong Kong til Panama. Á kvöldin sýndi hann mjer stjörnuhvelið, benti mjer á suðurkrossinn og pól- stjörnuna, sem hjer er alveg niður við sjóndeildarhring. — Þá sýndi A hann mjer einnig svöluhreiður þakinu og töldum við þau þar 40. Stundum fór jeg út í Macarty Park til að horfa á knattspyrnu og „base- fall*. Á kvöldin ljek hljómsveit ut- an við landstjórahöllina, voru ein- göngu Svertingjar í henni og ljeku ágætlega. Verstöðin. ÞÓTT Gunjar sje langt inni í landi, var okkur ætlað að stunda veiðar og útbúa veiðarfæri á meðan við biðum eftir skipinu. í Yundum var veiðarfæragerðin og þar var Skot- inn Addison, en við Frakkinn Bo- cage, altaf kallaður Búkas, áttum að stunda veiðarnar. Ókum við því á hverjum degi til strandar og höfð -um þar tvo nýa enska báta með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.