Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 14
594 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Greinaruar svigna undan ofurþunga grape-ávaxtanna Þeir steikja maiskönglana og naga utan af þeim. Jörðin er hjer ákaf- lega frjó og gróskan óhemjuleg. Ef trje er felt, koma þegar í stað nýir sprotar upp úr stofninum. Ef pálma -trje er látið liggja flatt nokkra daga, er það farið að skjóta rótum og nýir frjókvistir farnir að spretta upp úr stofninum. Það er því engin furða þótt Englendingum gangi illa að ryðja skóginn. Það má held- ur ekki gera nema lítil rjóður vegna þess hvað jörð er sendin. Væri farið að plægja stórt svæði mundi það þegar blása upp. Hjer er engin mold, ekkert grjót, engir steinar nema kórallasteinar, sem mohia undan fæti. Fram við sjó eru saadar og virtást xjer sjóriaa vera að brjóta þá, því að víða hafði hann grafið undan rótum stórra pálma svo að þeir höfðu fallið. Alt er ægisandur, og samt er hjer þessi takmarkalausa gróska. Oft var gaman á leiðinni niður að strönd. Hve snemma sem við vorum á ferð voru krakkarnir í Svertingjaþorpunum komnir út allsberir og hrópuðu á eftir okkur: Halló, sí dí sí! (C. D. C., skamm- stafað úr Colonial Development Corporation). Og svo áttu þeir það til að henda í okkur maiskönglum. Sums staðar hafði verið slegið rneðfram veginum og jeg fann töðu -angan leggja að vitum mjer. En heyskapur er hjer aðeins stundað- ur til bess að íá hey í sveíndýnur. Víða meðfram veginum voru blóma -rósir að baða sig og var vatnið ekki alls staðar þokkalegt. Svo skreyta þær sig með sóleyum, en þær eru hjer miklu stærri en heima, alt að því þverhandar breið- ar í kollinn. Gazellur þjóta yfir veginn og það er reglulega gaman að horfa á þessar fótfráu og hlaup- ljettu skepnur, hvernig þær stökkva hvað eftir annað upp í háa loft og sendast svo inn í skóginn, þótt hann sje svo þjettur að menn geti ekki farið um hann. Hjer er mikið af maurum, sem eiga bústaði í háum vörðum, sem þeir hlaða úr sandi og líma saman með vökva, er þeir gefa frá sjer, svo að þetta eru eins og steinhús. Stundum fara maurarnir í ferðalög þúsundum saman og fara þá altaf beint stryk. Þessar maurafylkingar voru stundum á ferð þvert yfir veg- inn, sem við ókum, en þeir skeyttu því engu þótt bíllinn færi þvert í gegn um fylkinguna og merði þá hundruðum saman til dauða. Þeir heldu sitt stryk. Og er við litum aftur hafði þessi iðandi straumur runnið saman aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Þegar dimmir og fuglasöngurinn þagnar, fara að heyrast ropin í froskunum. Og svo koma eldflug- urnar á kreik, og bregða upp græn- um ljósgeisla með svo sem 5 sek- únda millibili meðan þær eru á flugi. Einu sinni fórum við Búkas í veiðiferð til Birkann, sem er lengra norður með fljótinu. Þar skutum við 7 kalkúna, 6 dúfur og 3 apa, en Svertingjar eta apa eins og fyr er sagt. Og oft eru farnar reglu- legar herferðir gegn öpunum, því að þeir koma stundum í stórhóp- um til að stela ávöxtum og eru því engir aufúsugestir, þar sem ávext- irnir eru aðalfæða manna. í þessari ferð sáum við tvo hljebarða. en gátum ekki skotið bá. Er. í Brikátm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.