Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 16
Ö96 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það var ekki fyr en Pallidríni töfl- urnar komu til sögunnar, að hvítir menn gátu hafst hjer við. Jeg varð að eta þessar töflur á hverjum morgni og það var langversta plág- an fvrir míg, því að mjer varð altaf ilt af þeim. En svo eitraður er malaríusýkillinn, sem fiugan ber, ab menn geta borið hann í blóðinu i 3 ar eftir að þeir eru farnir heð- an. Hver maður verður þ\ í að taka inn þessar töflur í 3 mánuði eftir að hann fer heðan. Til Fajara koma stundum hópar af stórum öpum til þess að stela ávöxtum úr görðum. Sækjast þeir mjög eftir banönum og kókoshnet- um, en í þeim er svöl mjólk góð til drykkjar. Það er oft gaman að sjá apana þjóta hjer eftir sijett- um grundum. Þeir fara i ioftköst- um og ná geisi hraða, alt að 50 km. á sprettinum, og stundum stökkva þeir meira en tvær hæðir sinár í loft upp. En þeir eru fljótir að hverfa þegar þeir komast í skóg- inn. Rigningatíminn hjer er ekki þannig að altaf ngni, helcfur koma stev-piskúrir við og við og fylgia þá þrumur og eldingar. Hinn 28. september gerði hjer svo afskap- legt þrumuveður að ekki var við- lit að sofa dúr um nóttina. Alt ljek á reiðiskjálfi eins og í jarðskjálfta og þrumumar eins og svænsnasta stórskotahríð og eldingarnar hver við aðra og virtust þjóta um þök og veggi húsanna. Slíkar hamfarir hef jeg aldrei þekt. Jeg gekk oft út í hliðarnar til þess s.ð heilsa upp á vini mina frá íslandi og sunnudaginn 1. október var jeg svo heppinn að hitta þar 24 spóa. Hjer búa þeir við ólík skilyrði og heima, því að hjer eru rósir. tulipanar og páskaliljur sem óðast að springa út. Mjer varð og hugsað til þess hve ólíkur þessi dagur var 1. október í fyrra. Þá vorum við að búast til heimferð^r fra Grænlandi á „Elsu“, eftir liina mishepnuðu „Súðar“-útgerÓ. Þá var nístings kuldi og snjór þakti Grænlandsjökla. í þorpi skamt frá Holsteinsborg var mjer boðin út- skorin rostungstönn fyrir 2 ullar- peysur. En þótt það væri reyfara- kaup treystist jeg ekki til þess að missa peysurnar vegna kuldans og var jeg þó 1. vjelstjóri. Haldið lieinv. DVÖL mín i þessu fagra sumar- iandi fór nú að styttast. Skipið kom ekki og veiðunum var lokið vegna þess, að sjómaðkur hafði ó- nýtt bátana okkar svo að þeir voru hriplekir. Fjelagar minir, Skotinn og Frakkinn, höfðu baðir veiksf og vorn farnir heim, svo að jeg var 'einn eftir og leiddist. Þó skal jeg taka það fram að mjer likaði ágæt- lega' við Gambíu Svertingja og þeim við mig. En nú hafði verið íluttur liingað alls konar óþjóða- lýður frá Gullströndinni, Sierra Leone og Nigeria og þa var úti ailur friður. Urðu oft blóðugir bardagar á milli þeirra, svo að suma varð að senda í sjúkrahus, en aðrir voru reknir heim. Mjer fanst líka að sammngur hefði verið rofinn á mjer, þar sem jeg var ráðinn til að vera á skipi, en var liafður langt inni i landi, þar sem hvitum mönnum er stór hætta- búin af hitabeltissjúkdóm- um, en okkur ekki hætt við þeim á skipi langt undan landi. Jeg lagði því á stað heimleiðis hinn 12. október með flugvjeL Lengi mun jeg minnast dvalar minnar í Gambíu með ánægju. Það verður áreiðanlege einhver ævin- týralegasti og skemtilegasti þáttur í lífi minu. 4.........................— Lítitl drengur var boðinn í brúð kaup með foreldrum sínum. Hann geKK til brúðarinnar og horiði jougi a liana og sagöi síðan: — Krtu ekki ósköp þreytt? Brúöunn brosti og sagði: Nei, ekki viiund. Hvers vegna spyrðu að þvi? — Jeg heyrði að pabbi og mamina sögöu að þú hefðir elt hann Jón á röndum í marga mán- uði. . Kennari nokkur vildi reyna skarpskygni barnanna og spurði hvað þeim mundi koma fyrst í hug ,ei þau kæmi inn í herbergi og sæi mauravef þar. Sum svör- uðu þvi, að ekki hefði verið gert hreint nýlega þar, sum sögðu að ? herbergið hefði lengi staðið autt, og sum sögðu að íólkið þar mundi yera óþriiið. Þetta ait likaði kenn aranum vel. En þá sagði eitt barnið: „Mjer mundi detta L hug að maur hefði verið þar“. Rúna var ekki nema 9 ára. — Einu sinni buðu pabbi og mamma mörgum gestum heim og Rúna hjálpaði til að leggja á borðið. hegar allir voru sestir og nienn ætluðu að taka tii matar sins, brá mömmu í brún og hún. lu'óp- aði: -— Runa, hvermg stendur á því að þú hefir ekki látið hnifapör hjá sýsluihanninum? — Jeg helt haim þyrfti þeirra ekki, sagði Rúna. Pabbi segir að hann eti eins og hestur. Systkmm þrjú, Siggi Eila og Gunna hafa komið í heimsókn til frænku sinnar. Siggi er yngst- ur. Frænka spyr hann: — Hvora systurina þykir þjer nú vænna.um? — Það þori jeg ekki að segja, sagði Siggi, því að þá verður Gunna vond.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.