Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 6
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS Sáe eins að þær skygnist um órafjar- lægðir, heldur skygnast þær jafn- framt óralangt aftur í tímann. Myndirnar af hinum fjarlægustu heimshverfum sýna aðeins birtuna, sem frá þeim stafar, en það ljós hefir verið hundruð miljóna ára a leiðinni tii jarðarinnar. Myndirnar sýna því ekki heimshverfin eins og þau eru nú, heldur eins og þau voru fyrir miljónum ára, þegar geislarnir frá þeim lögðu á stað út í himindjúpið. Frá sumum vetrar- brautum hefir ljósið verið 300 miljónir ára á leiðinni — geislinn, sem kemur fram á mynd í nótt, hefir lagt á stað um það leyti er jörðin var að ala sína fyrstu frum- byggja, vatnaverur og einfrum- unga. Enginn veit því hvernig þessar vetrarbrauir eru nú. Þær hafa máske skift alveg um útlit. Eirma örðugast er að rannsaka vora eigin vetrarbraut, vegna þess að vjer erum svo að segja innan í henni og margar gasþokur og skuggaský hylja þar útsýn. En værum vjer komnir langt út í himingeiminn og gætum horft á hana tilsýndar, þá mundum vjer sjá að hún er eins og diskur eða hiól og kembir aftur af henni við snúninginn líkt og hún dragi dræs- ur á eftir sjer. í einni af þessum dræsum mun jörðin og sólkerfi vort vera. En hvernig er með stjörnurnar, sem alt í einu blossa upp og springa? Skeður slíkt fremur í einni vetrarbraut en annari? Og hvernig er ástatt á þeim stjörn- um áður en þær springa? Um þetta getur nú líklega feng- ist nokkur vitneskja. í næstu vetr- arbraut við oss, Andromeda vetr- arbrautinni, sem svipar mjög til vcrrar vetrarbi’autar, springur um tylft sólna á hverju ári. Menn vita ekki með hverjum hætti það verður, ef til vill verður þar kjarna-keðjusprenging, svo að þær sundrast. En nú, þegar gert hefir verið þetta ágæta kort af himin- geimnum, þá geta menn vitað hvernig þessar stjörnur voru áður en þær blossu'ðu upp, hvernig þær voru á litinn, hve bjartar þær voru og hve heitar. Af því mætti svo draga einhverjar ályktanir um það, hvað sprengingunni hafi valdið. Ýmislegt þykir benda til þess að vetrarbrautum fækki þegar kom- ið er svo sem 500 miljónir ljósára út í geiminn. Til þess benda rann- sóknir, sem gerðar hafa verið í stjörnuturninum á Mount Wilson En sá stjörnuturn hefir ekki neme 100 þumlunga vítt sjóngler, en sjónglerið „stóra augað“ á Palomar er helmingi stærra, eða 200 þuml- unga, og dregur því sú stjörnusjá helmingi lengra út í geiminn, svo að vel getur verið að hún upp- götvi nýar fylkingar vetrarbrauta utan við þessar óravíddir. Menn heldu einu sinni að jörð- in væri miðdepill heimsins og sól- in og stjörnurnar snerust um hana. Svo uppgötvaðist það, að jörðin og reikistjörnurnar snerust um- hverfis sólina. Síðan uppgötvaðist það að fasta stjörnurnar voru sólir og miklu lengra úti í himingeimn- um. En það eru ekki nema 25 ár síð ar. að flestir stjörnufræðingarnir heldu, að'"hinar vetrarbrautirnar, sem menn voru þá farnir að eygja, væri ekki annað en stjörnuþokur í vorri vetrarbraut. Svo komu hin- ar stóru stjörnusjár, og þá upp- götvuðu menn að þessar stjörnu- þokur voru ný heimshverfi, vetr- arbrautir á stærð við vora eigin vetrarbraut, og að þær voru dreifðar um allan geiminn í óra- fjarlægð hver frá annari. Þá fór fvrst að greiðast fyrir um skiln- ing á mikilleik heimsins. Við hverja nýa uppgötvun á })essum óravíddum og aragrúa vetrarbrflut- anna, þar sem eru þús. miljóna sólna í hverri, varð maðurinn og t « Hjer er stjörnusjáin og Ijósmynda- vjelin i Big Schimdt. Þessu hákni er ha-gt aö hnitmiða með ofurlitlu raf- magnsáhaldi, sem maðurinn heldur á. jörðin hans smærri og smærri, því að alt er þetta mannlegum skiln- ingi ofvaxið. Vísindamennirnir geta talið fjarlægðir milli heims- hverfanna í miljónum miljóna ljós- ára og víðáttu þeirra sjálfra í miljónum Ijósára, en hugur manns skynjar ekki þann mikilfengleik, vegna þess að hann þarf altaf að hafa eitthvað til að miða við. En hjer er ekki hægt að miða við neitt, og stærsti mælikvarði hug- ans er svo óendanlega smár, að mann sundlar þegar maður sjer hvað hann nær skamt. Því var það þegar Palomar stjörnuturninn mikli var vígður, þá voru þessi orð úr 8. sálmi Devíðs letruð aftan á hátíðardag- skrána: „Þá er jeg horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú hefir skapað, — hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess“. ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.