Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 \* Bathurst. Landstjórahöllin í baksýn dieselvjelum og var Búkas for- maður á öðrum en jeg á hinum. Við lögðum venjulega á stað kl. 8 á morgnana í Fordson vörubíl og með okkur fjöldi Svertingja. Nesti liöfðum við með okkur til dagsins, góðan mat og mikið af ávöxtum, oftast 4 appelsínur og 12 banana á mann og stundum mongu og popo ávexti. — Matreiðslumaður okkar Búkas var Svertingi, sem áður hafði verið matrciðslumaður á frönsku herskipi og kunni vei til sinna verka. Hann var kallaður Mr. Adams. En matreiðslumaður S\ ert- ingja lijet Bokari og eldaði hann oían í þá hrísgrjón og mais og átu þeir svo allir ineð fingrunum upp úr sama þvottabalanum. Væri mat- urinn ekki til á rjettum tíma var Bokari ekki öfundsverður. Heim til Gunjar komum við oft ekki fyr en seint á kvöldin, eða um kl. 7, því að billinn kom oft seint frá Yundum, en þangað varð hann að sækja Skotann og Svertingja þá, sem með honum voru. Vegur- inn var um 40 km. langur og oft siæmur eftir að rigningatiminn byrjiði (oa, steadur yfir írá juli til október, eða þrjá mánuði). Gerir þá stundum afskaplegt úr- helli, og á einum degi hækkaði vatn um 2 metra í dalverpi nokkru, svo að vegur og brú hvarf í flóðið. Annars var Svertinginn, sem stýrði bílnum, ótrúlega duglegur að kom- ast áfram, og stundum varð hann að setja trjáboli í verstu vilpurnar á veginum til þess að komast yfir þær. Okkur var ætlað að stunda há- karlaveiðar með netjum og einnig krabbaveiðar. Krabbinn, sem veið- ist þarna er svipaður humar og góð -ur til átu, en Englendingar kalla hann „grayfish“. Stundum veidd- um við skjaldbökur, sumar svo stórar að þær voru um 100 pund að þyngd. Kjötið af þeim þykir mesta sælgæti, ef þær nást lifandi úr netjunum. Skjaldbökur þessar synda í yfirborði sjávar, og glápa oft undarlega á báta, sem fram hjá fara. Hausinn á þeim er einna lík- astur og á ránfugli, en á hverju bægsli hafa þær 4 klær. Stundum veiddum við stóra sverðfiska í net- ín, en þeir eru með meterlanga trjónu frara úx hausnum og 48 hvassar tennur á og um 2 'þuml- unga langar. Hjer eru taldar um 20 tegundir af hákarli, en líkar eru þær hver annari nema hinn svonefndi Ham- arshauss hákarl. Venjulega feng- um við í róðri 12 hákarla í 8 net. Lifrin var brædd þarna niður við ströndina, en kjötið soðið og þurk- að á strádýnum og síðan malað og haft fyrir hænsafóður í hinu stóra hænsabúi stjórnarinnar. — Svert- ingjar hafa kjöt af sumum hákörl- um til matar og steikja það þá nýtt. Ekki þurftum við að hafa neinar áhyggjur af því þótt einhverjar dræsur yrðu eftir í fjörunni. Hræ- gammarnir eru fljótir að finna hvar eitthvað ætilegt er og þeir ganga rækilega að mat sínum og hreins- uðu fjöruna fyrir okkur jafnharð- an. Sandströnd er þarna og vex pálmaskógurinn alveg fram í flæð- armál, en úti fyrir eru rauðleit kóralrif, ekki ósvipuð rauða vik- urhrauninu hjer á landi. Ná þessi rif sums staðar 3 mílur út frá ströndinni og eru hættuleg sigling- um. En fögur baðströnd er þarna og hitinn í yfirborði sjávar alt að 35 st. á Celsíus. Um háttu Svertingja. FLESTIR Svertingjar í Gambíu stunda landbúnað. — Hafa flestir nautgripi, geitur og kindur, sumir líka svín og hæns, en hesta enga, því að tse-tse flugan drepur þá undir eins. Er Svertingjum þetta mikill bagi, því að þótt þeir hafi nokkuð af ösnum, þá er ekkert gagn í þeim við plægingar, svo að konur og karlar verða að erja akr- ana með handplógum. Svertingjar eru mjög hjátruar- fullir og bera á sjer verndargripi gegn illum öndum. Flestir eru með þrjú ör á hvorri kinn, en sumir með 9 og veit jeg ekki hvort það er ættarmorb, ti sltauts eða tii verad

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.