Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 12
592 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Frumskógur í Gambíu ar. Flestir eru þeir Múhamedstrú- ar, en halda þó fast við forna siði og dansa á síðkvöldum gamlan stríðsdans, er þeir kalla Kan Kan, og eru hljóðfærin þar trumbur og litlar handhringlur. í Gunjar er ekki skólaskylda og ganga örfáir drengir í skóla, en stúlkur aldrei. Hjer eru heldur engin blöð nje bækur, nema kór- aninn, prentaður á arabisku, en hana lesa fæstir Svertingjar. Um húsgögn þeirra er það að segja að þau eru ckki margbrotin, borð og rúm, en sumir hengja upp hjá sjer mynd af arabiskum presti með einhverju lesmáli, og er þessi mynd lík gömlum persneskum teikningum, sem jeg hef sjeð í ferðasögu Marco Polo. Eitt bús- áhald eiga þeir öllum öðrum nauð- synlegra, en það er hálf skurn af gríðarstórum ávexti, sem heitir kalabas og er um 30 þumlunga í þvermál. — Þessi ílát eru þeirra mjóikurfötur, vatnsfötur on í þeim bera þeir alt, t. d. ávext; ú- skóg- unum. Alt bera þeir á hö!""mt, er krökkum kent að bora b kt-rúsir og tómar flöskur á h ifðinp -' ur en þau læra að tala. Þessi hötuðburð- ur hefur þann kost að Svertingjar verða vel vaxnir og beinir í baki. Vegna þess hvað húsakynni Svertingja eru lítil, elda þeir mat sinn úti á hlóðum og eru stund- um margar fjölskyldur um sama matreiðslustaðinn. Mestmegnis lifa þeir á ávöxtum, en einnig á fiski og svo er gnægð af kjöti á boðstól- um á markaðnum: kjöt af flóðhest- um, gazellum, skjaldbökum og öp- um, en apakjöt þykir Svertingjum gott. Kvenfólkið er mjög skrautgjarnt og gengur með stóra hringa í eyr- um og stundum með gerfihár úr hampi, vegna þess að það er svo að segja hárlaust að eðlisfari eins og karlmennirnir. En þeir eru líka glysgjarnir og ganga oft með stór- ar perlufestar um hálsinn. Svertingiar eru allhagir, smíða t. d. ágæta eintrjáningsbáta, sem eru 22 fet á lengd, og er róið með smáspöðum. Jeg kom tvisvar út í slíkan bát og eru þeir furðu stöð- ugir þótt alda sje, en þá fvllir altaf í landtöku nema þeim sje siglt í land. Svertingjar stafusetja altaf vessa báta sína og er það seinlegt ve-k. Þá e-u sumir ágætir silfursmiðir og smíða víravirký í festar og skart- gripi. Messað er á föstudögum, því að föstudagurinn er hvíldardagur Múhamedsmanna. Ekki mega Ev- Hjer er nóg af banönum. rópumenn koma inn í kirkjur þeirra og oft fara Svertingjar ekki heldur í kirkjuna en standa úti fyrir hópum saman og hlýða þar á og taka þátt í athöfninni, hneigja sig hvað eftir annað svo að ennið snertir jörð og ganga þessar beyg- ingar oft í klukkustund. Á morgn- ana gera þeir oft bæn sína og hneigja sig í duftið og leggja ennið við jörð þegar sól kemur upp. Það er ævintýralegt að ganga úti á kvöldin og horfa á dansa þeirra þegar tunglskin er. Tunglið er hjer öðru vísi en heima, því að þegar það er hálft sýnist það vera á hvolfi. Geislar þess varpa töfrablæ á skóginn, en stjörnuhröp eru oft svo mikil að ekki er hægt að líkja við annað en mestu flugelda. Jól í Gunjar. JÓLAHÁTÍÐ þeirra í Gunjar fer fram 14. júlí, ef þá er tunglsljós, apnars ekki fyr en 17. júlí. Og að þessu sinni varð að fresta hátíð- inni. Var þá mikið um dýrðir hjá Svertingjum. Fyrir okkur hófst hátíðin með því, að Svertingja höfðinginn sendi til okkar sex prúðbúnar og bik- svartar gleðikonur, til þess að koma okkur í jólaskap og reyna að fá okkur til að gefa jólagjafir. Við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.