Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Page 2
a/S nema sér víðari lönd með því að *ita bækur á erlendu máli. Þó er þeim jjað áreiðanlega ekki sársaukalaust, því að öll ritstörf eru móðurmáli höfund- ar samgróin, en allra helzt skáldskap- urinn. En af tveim kostum taka þeir l>ann, sem þykir skárri. II. Eignarhald íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða á tungum sínum. Málstreitan í Noregi og Finnlandi er stéttabarátta. Samt erum vér þarna á réttri leið. Afburða íslenzkunnar fram yfir aðrar tungur verður ekki leitað í tungunni sjálfri (um slíkt má deila endalaust), heldur í sambandi þjóðar og tungu. íslenzkan er eina mál, svo að ég viti til, sem hefir það tvennt til síns ágætis: að vera ræktað menningarmál og óskipt ejgn allrar þjóðarinnar. Hér á landi eru engar mállýzkur, engin stéttamál, ekk- ert almúgamál, ekkert skrílmál. Nærri má geta, að ekki hefir tung- unni verið að fyrirhafnarlausu komið í þetta horf né haldið í því. Einstakur málsmekkur hefur þroskazt hér í forn- ö'd, í skjóli bókmenntalífsins og eink- um hins bundna stíls, og aldrei horfið siðan, þótt misjafnlega vakandi hafi verið. Bækur og numin kvæði hafa ver- ið mælikvarði á mælt mál er alþýðu var jafnan tiltækur. Latmælin fengu ekki að vaða uppi. Menn skildu svo talshætti tungunnar, að ambögulegri hugsun var jJla vært. Þessi rækt almennings við málfar sitt hefir verið aðaluppeldi ó- taldra kynslóða. Af íslenzkunni hafa þær lært það, sem þær kunnu í sálar- fræði, rökfræði og fagurfræði. Vér hugsum ekki um, hve vel vér erum farnir í þessu efni, skiljum það <=kki nema með því að bera oss saman við aðrar þjóðir. Ekkert almúgamerki er óafmáanlegra en málfarið. Almúginn erlendis talar ekki einungis mállýzku, með öðrum framburði, beygingum og orðavali en viðurkennt er í ríkismálinu, heldur fylgja mállýzkunum einatt ýmsir rnálkækir: menn eru nefmæltir, skræk- róma eða hásir, muldra og stama. Og þó að almúgamaður sé til mennta sett- ur, og læri bókmálið ágætlega, á hann bágt með að losna nokkurn tíma við þessa kæki, ef hann hefir haldið þeim fram yfir fermingu. Og þeir soramarka hann ævina á enda. Englendingur, sem hefir h framan við orð, þar sem það á ekki heima og sleppir því þar sem það á að vera (segir t.d. hall, appy í stað aJi, happy) verður aldrei talinn gentle- : man. Ekkert frjálslyndi, engin skyn- samleg hugsun um, að það sé rangt að Jóta mann gjalda svo uppeldis síns, get- ur kippt þessu í lag. Aðrar þjóðir eru 1 því efni jafn hótfyndnar og miskunn- arlausar og íslendingar, þegar þeir dæma roann ómenntaðan, ef hann kann ekki véttritun. Enda verður því ekki neitað, að heilbrigð tilfinning býr undir þessu. Þegar játað er, að tungan sé höfuðtæki mannlegs þroska, er það meira en lítið hirðuleysi og skortur á sjálfsvirðingu að fara illa með þetta tæki. Kristur sagði að menn saurguðust meira á því, sem menn létu út úr sér, en því, sem menn létu ofan í sig. Rækt við tunguna er sjálfsagður liður í andlegu hreinlæti. Ég skal nú drepa lítið eitt á, hvernig horfir fyrir frændþjóðum vorum á Norðurlöndum í þessum efnum. Af sex þjóðum á Norðurlöndum hafa tvær einar aldrei um langan aldur lot- ið erlendu valdi: Svíar og Danir. All- ar hinar hafa verið ósjálfstæðar öld- um saman. Allar bera þær þess merki á máli sínu, nema íslendingar. Fær- : eyskan á enn í vök að verjast fyrir ríkismálinu, dönskunni. Norðmenn og Finnar hafa hvorir tveggja sömu söguna að segja. Mál drottinþj óðanna, danska og sænska, urðu um langt skeið ríkjandi í landinu. Þau urðu menntamál, dómsmál, kirkju- mál, móðurmál embættismanna og heldri manna, mál höfuðstaðar og helztu bæja. Óll menning landsins varð bundin við þessi erlendu mál, sem almenningur Jærði trauðla að skilja og alls ekki að tala. Báðar hafa þjóðir þessar á 19. öld haf ið sókn til þess að koma móðurmálum fmum til vegs og valda, gera þau að rikismálum. í Finnlandi er sigur finnsk unnar vís. Sænskumælandi menn eru ni ekki nema h.u.b. 1/10 hluti lands- búa. í Noregi er baráttan enn svo hörð, að ekki má í milli sjá, hvorir sigra muni. Helzt útlit fyrir, að hvorki lands- máli né ríkismáli verði fullnaðarsigurs auðið. En þar er bót í máli að þessi tvö mál eru svo náskyld, að ekki er loku fvrir skotið, að þau geti á endanum runnið saman og myndað eina tungu. Það er ekkert smáræði, sem þessar þióðir hafa látið í sölurnar í barátt- unni um tunguna. Ég þarf ekki að tala um fjandskapinn, sem risið hefir aí deilum um jafn viðkvæmt mál, um kostnaðinn af að prenta öll opinber skjöl o.s.frv. á tveim málum, um erfiðið fyrir æskulýðinn að læra tvö móður- ir.ál o.s.frv. En Finnar hafa varpað frá sér ágætu menningarmáli og tekið upp ótamið alþýðumál í staðinn. Þeir hafa stofnað menningarsambandi sínu við Norðurlönd í voða og einangrað sig með því, þó að öll þeirra pólitíska framtíð virðist komin undir sambandi þeirra vestur á við. Landsmálsmennirnir í Noregi eru fúsir að kasta frá sér öllum hinum norsku bókmenntum á ríkismál- inu, gefa Dönum Holberg, Wergeland og Ibsen, slíta bókmálssambandi við Dani (sem hefir gefið norsku skáld- unum tvöfalt fleiri lesendur en þeir gátu fengið í Noregi einum) og láta ríkis- málið fagurt og þaultamið mál, fyrir óþroskað sveitamál. Hvað hefir gert þessa baráttu svo haröc' og óbiigjarna? Þjóðernistilfinn- i' g, ási á móðurmálinu, munu flestir halda. En því er ekki svo farið. Meðan Jijóðræknin var ein um hituna var ræktm við finnskuna og nýnorskuna < kki annað en hjartansmál fáeinna rit- iiöiunda og hugsjónamanna. Það var róirantísk hreyfing. En eftir því sem lýðíielsið óx, skildist leiðtogum alþýð- unnar betur, að eina ráðið til þess að öðlast jafnrétti fyrir hana, var að hefja til virðingar tungu þá, sem hún talaði. Ef Finnar hefðu orðið að læra sænsku 1,1 þess að taka þátt í stjórnmálum og rrenntalífi og norskir sveitabúar dönsku hefði þeir alltaf staðið verr að vígi í samkeppninni við þá, sem áttu ríkismál- in að móðurmáli. Af þessari orsök varð inálitreitan pólitísk, varð stéttabárátta. Það gerir allar öfgar hennar og skugga hljðar skiljanlegar. Eii hvernig er nú ástandið í drottin icndunum, þar sem erlend yfirráð hafa ekk rofið samhengið í þróun móður- n álsins? Ég skal því til skýringar segja frá litlu atviki, sem kom fyrir sjálfan mig í fyrrahaust. Ég kom til háskólabæjar í Svíþjóð og flutti þar erindi um ís- lar.d. Á eftir var samsæti, mikill gleð- sknpur og ræðuhöld. Ein af ræðunum varð mér sérstaklega minnisstæð. Hana flutti ungur vísindamaður, sem sjálfur hafði verið á íslandi og kunni frá ýmsu merkilegu að segja. Daginn eftir barst samsætið í tal við einn af kunn- ingjum mínum við háskólann. Ég lét í ljós ánægju mína með þessa ræðu. Hann svaraði: ,,Já, það getur verið, að efnið hafi verið gott, en fyrir okkur Svíana er óþolandi að hlusta á þenn- an mann. Hann talar með mállýzku blæ, þó að þú hafir ef til vill ekki tek- ið eftir því.“ Seinna fékk ég að vita, að þessi maður hafði verið garðyrkjumað- ur, brotizt áfram til mennta af sjálfs- dáðum, en komið of seint í skóla til þess að losna við málfarskæki æsku- héraðs síns. Mér rann til rifja að hugsa um, að hann mætti sitja með þetta merki alla ævina og að það myndi vafa laust standa honum fyrir embættis- frama við háskólann og gera honum vísindabrautina erfiðari. í fyrirlestrum mínum í Svíþjóð sagði ég stundum, að á íslandi gæti gestur komið að prestssetri, hitt mann að máli úti á túni, og átt tal við hann góða stund, án pess að geta ráðið af orðfæri hans og mæli, hvort það væri presturinn eða vinnumaðurinn hans. Þetta þótti furðulegt. Og þegar ég sagði að sveitabúar töluðu vandaðra og stílfastara mál en höfuðstaðarbúar, fannst áheyrendum það líkast fréttum af annarri stjörnu. III. Málin geta klofnað við töku erlendra orða. Hættan fyrir íslendinga. Það er ekki ástæðulaust fyrir oss fs- lendinga að minnast þess, hvernig aðr- ar þjóðir eru á vegi staddar í þessu efni. Tungan hefir ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálfstæðis út á við og jafnaðar inn á við. Þó að samlyndi þyki hér stund- um valt í landi, þekkjum vér ekki hinn bitra fjandskap, er leiðir af því að þjóð skiptist milli tveggja tungna. Enginn getur komizt hjá því að fyllast þakk- lætissemi við þær kynslóðir, er vernd- uðu alþýðumál vort á erfiðustu öldun- um. Og þeirri þakklátssemi hlýtur að fylgja nokkur ábyrgðartilfinning. Sem betur fer, er lítil hætta á, að íslenzkan klofni sundur í mállýzkur héðan af. Mállýzkurnar jafnast alls staðar fremur fyrir aukinni skólamennt un og bættum samgöngum. En þegar ekki er getið um annan málklofning en mállýzkurnar, er ekki nema hálfsögð sagan. Þær smáhverfa, en önnur hætta vex upp í staðinn: af tökuorðunum. Og hún er ekki minni hér á íslandi en ann annarsstaðar. Af henni sézt, að eignar- hald þjóðarinnar á málinu er í nánu sambandi við hreinleik þess. í fyrrasumar hitti ég í Stokkhólmi Per Hallström, einn af gáfuðustu rit- höfundum Svia. Ég sagði honum m.a. dálítið frá baráttu íslendinga við er- lend orð, er sæktu í málið. Hann setti hljóðan um stund en sagði síðan: „Ég er ekki neinn alþýðusinni. En það skal ég játa, að þegar ég heyri almúgafólk vort misskilja og misbeita erlendum orðum og verða að aðhlátri fyrir, þá finn ég, að þetta er hróplegt ranglæti. Vér menntamennirnir fáum alþýðu fjölda af orðum, sem hana skortir öll skilyrði til þess að fara með, og fyrir- lítum hana síðan fyrir að flaska á þeim.“ Þarna var naglinn hittur á höf- uðið. Og fáum dögum síðar rifjuðust þessi orð Hallströms skrýtilega upp fyrir mér. Ég var þá kominn til Oslóar, og norskur kunningi minn var að telja upp fyrir mér dagblöðin í borginni. Eitt þeirra var bændablaðið Nationen. „Bændurnir kalla það Nassjonen með áherzlu á fyrsta atkvæðinu, og trúa hverju orði, sem í því stendur.“ Mér er í minni, hve háðslega hann sagði þetta. Honum fannst að vonum hlægi- legt, að bændur skyldi velja málgagni sínu nafn, sem þeir kunnu ekki að bera fram! Allir þeir, sem þekkja eitthvað til dönsku, vita, að í því máli er fjöldi orða, sem Danir kalla „fremmed-ord“ (tökuorð), og eru þau skýrð í sér- stakri orðabók: „fremmed-ordbog". Þessum orðum fer sífellt fjölgandi, eft- ir því sem erlend menningaráhrif verða margbrotnari. Þau mynda sérstakt lag í tungunni. Flest eru þau af grískum og latneskum uppruna, Þyí ber minna á þeim i iatneskum málum eða blendings- máli eins og ensku. Yfirleitt er alþýða manna sólgin í að nota þessi orð. Henni finnst þau vera „fín“ og heldur að það sé menningar- merki að henda þau á lofti. En henni ferst það einatt óhönduglega. Hún skil- ur ekki stofnana, sem þau eru mynduð af, glæpist á merkingunni. Það er ær- inn vandi að bera þau fram: áherzlan er óregluleg, sum á að bera fram á frönsku, sum á ensku, sum á ítöls 'tu. Það er heil grein danskrar málvísi að safna saman og skýra afbökuð og mis- skilin tökuorð í alþýðumáli. En hitt þarf naumast að taka fram, að sá sem ber þessi orð rangt fram eða hefir þiu í rangri merkingu, verður að aðhlægi meðal þeirra, sem betur vita. Enn er sá bálkur útlendra orða, sem íslenzkan hefir veitt viðtöku, furðu lít- ill. Allt frá fornöld hefir meira verið gert að því hér á landi að íslenzka er- lend orð en að gefa þeim þegnrétt í mál- inu. Erlend orð hafa komið hópum saman og týnzt niður aftur, af því ai' landanum þóttu þau fara illa í munni Nú segir varla nokkur maður begraf- elsi, bevís og begera, sem var algenst mál fyrir 1-2 mannsöldrum. Menn hafa fundið, að be-ið þýzka var ekki sem fallegast, begar það var komið í áherzlu atkvæði. íslenzkan er illa fallin til bess að taka við erlendum orðum, m.a. vegna þess, að áherzlan er alltaf á fyrsta atkvæði. Auk þess er svrour málsins svo samfelldur, að orð, sem samþýðast ekki hlióðkerfi málsins né beygingum, stinga illilega í stúf við inn lendu orðin. En þegar erlend orð sam- þýðast málinu (t.d. prestur, berkill o.s. frv. sem annað hvort hafa verið löguð eftir íslenzkunni eða ekki þurft að laga) og alþýða manna lærir að beita þeim rétt, þá er engin ástæða til þess áð amast við þeim. En því miður á þetta ekki við um mörg þeirra orða, sem hér eru á vörum manna. Flestir Reykvíkingar eru svo vel að sér, að þeir geta brosað að sveita- mönnum, sem hafa orð eins og prívat- maður, partiskur og idíót í fáránlegum merkinum. En enginn sér í þessum efn um bjálkann í sínu eigin auga, sem ekki er von. Það er margur góður borgarinn hér í Reykjavík, sem gert hefir og ger- ir sig broslegan með því að krydda tal sitt erlendum orðum, sem hann hvorki kann að bera fram né skilur til hlítar. Og frúin, sem kom hér inn í hannyrða- verzlun og bað um að selja sér monú- ment (hún átti við mótiv, ífellu), er ekkert einsdæmi. Út yfir tekur þó, þeg- ar frúrnar senda vinnukonurnar sínar til aðfanga og gera þær að heiman með erlend orð. Þá myndast „nýyrði“, eins og Liverpoolstau (= leverpostej, lifrár- kæfa), og sum svo tvíræð, að þau verða ekki sett á prent. Þetta er ekki nema eðlilegt. Auglýsingarnar í blöðunum bera þess vott, að márgir verzlunar- menn kunna ekki sjálfir að fara með erlendu orðin á varningi sínum. Þá verður það varla heimtað af viðskiþta- mönnum þeirra. Það má líka segja verzlunarstétt Reykjavíkur til maklégs sóma, að henni virðist raun að hrogna- máli því, sem veður uppi í viðskipta- lífinu, og hefir sýnt mikinn áhuga á að bæta það. Enn er ekki meira af erlendum orðum á alþýðuvörum en svo, að þau geía efni í einstakar skrýtlur og verða ein- stöku manni að fótakefli. En ef ís- lenzkan verður opnuð upp á gátt fyrir erlend orð (vér höfum dönsk orð í við- bót við Norðurálfuorðin), þá sést, hvern- ig fer. Þá hverfa broslegu sögurnar,, af því að misbeiting orðanna verður of algeng til þess að halda henni á lofti. Þá verður allt tal alþýðu manna meng- að málleysum og böguyrðum. Þá fær íslenzk alþýða sama soramarkið og al- , þýða , annarra landa. Hún markar, sig því sjálf mitt í „menntun“ 20. aldar- innar. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.